Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 20. maí 1994 - DAGUR - 3 f +■ Bandalag íslenskra leikfélaga: Stjórnin endurkjörin á aðalfundi á Húsavík Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga og málþingið „Áhuga- leiklist í alvöru“ fóru fram á Húsavík dagana 12.-15. maí sl. Um 100 manns sóttu þingið og nutu gestrisni Leikfélags Húsa- víkur, en fyrsta atriðið á þinginu var einmitt sýning félagsins á Gamla Heidelberg. Stjórn BÍL var endurkjörin, en hana skipa: Kristján E. Hjartarson, formaður, Einar Rafn Haraldsson, varaformaður, Katrín Ragnars- dóttir, ritari, Guðrún Halla Jóns- dóttir og Bjarni Guðmarsson, meðstjórnendur. Að sögn Katrínar Ragnarsdótt- ur, ritara stjórnar og formanns Freyvangsleikhússins, fór aðal- fundurinn vel fram og óvenju lítið var um hitamál aó þessu sinni. Helst hvein í fundarmönnum þeg- ar leikstjórasamninga bar á góma, en slíkir samningar hal'a ekki ver- ið í gildi í eitt ár og töldu menn tímabært að semja við Félag leik- stjóra. Stjórnin var búin aó gera grind að slíkum samningum og henni var falið að vinna aö fram- gangi málsins. Þá var ný starfs- áætlun lögð fram. Á aðalfundinum var tilkynnt að nefnd sem falið var að velja leik- sýningu áhugaleikfélags á fjalir Þjóðleikhússins hafði valió Leik- félag Homafjarðar og verður fé- lagiö með sýningu þar 12. júní. Þá kom boð frá Leikfélagi Seyðis- tjarðar um að halda næsta aðal- fund Bandalags íslenskra leikfé- laga aó ári. SS Byggðamerki Torfalækjarhrepps Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt byggðamerki fyrir Torfalækjarhrepp í Austur- Húnavatnssýslu. I samþykkt um byggðamerkiö segir að þaó skuli vera skjöldur í hvítri og svartri umgjörð meó tjór- um innbyggóum litum. Blái litur- inn sé litur himins, fjarlægðar og vatns. Grænn litur tákni samícllda gróðurtorfu sveitarinnar, sem vísi til Kolkumýra sem nefndar voru eftir landnámsmanninum Þórbirni Kolku. I merkinu eru þrjú tákn sem tengjast sveitinni. Reykjanibba sýnd með hvítri línu, Gullsteinn í svörtum lit og stökkvandi lax í hvítum lit. Við GuIIstein tók Koó- rán bóndi á Stóru-Gilja fyrstur ís- lendinga kristna trú af syni sínum, Þorvaldi víðförla og Friðriki bisk- up af Saxlandi árið 981. óþh a a a Afgreiðslutími: Mánud.-laugard. kl. 10.00-20.00 Kynningar föstudag Osta og smjörsalan Mandarinuostakaka Ostarúllur 5 teg. Vífilfell TAB X-tra Nýja Bautabúriö ítölsk kjötsósa Kristjánsbakarí Smábrauö Kynningar laugardag Osta og smjörsalan Mandarinuostakaka Ostarúllur 5 teg. Kims kartöfluflögur Salt og pipar, Paprika Sunnuhlíö Lifandi verslun. Margir togararnir á skrapi: Súlnafell EA landaði á Hornafirði - Stakfell landaði í Reykjavík - tregt hjá Rauðanúpi Súlnafell EA-840 frá Hrísey er á steinbíts- og kolaveiðum í hólfi á Lónsbugt, sem opnaðist um miðjan mánuðinn. Fyrir nokkr- um árum var oft ágæt steinbíts- veiði úti fyrir suðausturhorni Iandsins en á þann fiskstofn hef- ur gengið eins og fleiri. Þokkaleg veiði var fyrst eftir að hólfið var opnað en síðan hefur dregið verulega úr veiðinni. Súlnafell EA landaði á Horna- tirói sl. þriðjudag í gárna og fer steinbíturinn til Danmcrkur, kol- inn til Bretlands en ýsan og þorsk- ur til vinnslu í Hrísey og vcróa gámarnir fluttir þangað mcð bíl. 20 tonn fara til Hríseyjar, cn sam- tals 20 tonn til Danmerkur og Bretlands. Oráðið er hvar næst Þórshafnarhreppur: Steinar ráðinn verkstjóri Steinar Harðar- son hefur verið ráðinn verk- stjóri hjá Þórs- hafnarhreppi. Steinar gegndi um skcið starfi svcitar- stjóra Oxarfjarð- arhrepps í lcyfi Ingunnar St. Svavarsdóttur. Steinar tekur við starfi vcrk- stjóra hjá Þórshafnarhreppi af Sig- urði Baldurssyni, sem nú hefur snúið sér að akstri vöruflutninga- bifreiðar milli Þórshafnar og Ak- ureyrar. óþh verður landað, þaó ræðst af því hvar togarinn cr staddur þaó skipt- ið. Súlnafcllið er alveg orðið þorskkvótalaust, og því er togar- inn á skrapveiðum. Auk Súlnafellsins var Eyvindur Vopni NS-70 frá Vopnafiröi á veióum á svipuðum slóðum. Stakfell ÞH-360 frá Þórshöfn landaði 130 tonnum af frystri rækju í Reykjavík sl. mióvikudag og er um 55 tonn af aflanum iðn- aðarrækja, sem fer norður til vinnslu hjá Strýtu hf. á Akureyri. Aflann fékk togarinn fyrir vestan land en síðustu vikuna var verið á Dohrnbanka en hafís var ekki að trufla veiðarnar. Stakfellið verður á rækjuveiðum fram að sjómanna- degi en þá verður skipt yfir á bol- fiskveiðar. Ekki verður farið á veiðar í Smugunni í bili fyrr en ljóst er hvort eitthvað veiðist þar. Rauðinúpur ÞH-160 frá Rauf- arhöfn er á veiðum fyrir suðaustan land og var sáratreg veiói í gær er haft var samband við skipið. Tog- arinn er á aukfiskeríi eins og ficiri, t.d. ýsu, en tregt fiskerí í maímán- uði þarl' ckki að koma á óvart því veiði í þessum mánuði hefur und- anfarin ár oft verið mjög treg. For- svarsmcnn Jökuls hf„ útgerðar Rauðanúps, eru að kanna kaup á nýju skipi en ekkert hcfur mióað í þá átt. Búið var, sem kunnugt er, að festa kaup á togara í Noregi, en þau kaup gengu til baka vegna óaðgengilegra skilyröa norskra lánardrottna. Rauðinúpur ÞH landaði í lok síðustu viku á Rauf- arhöfn 65 tonnum af blönduðum afla, aðallcga ýsu, ul'sa og karla, eftir vikuveiðiferð. GG ■EEEEEEEEEEEEEEEHBEEEEEBEEEEHEEEEEEBHEEEEBEBEEEHEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEBB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.