Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. maí 1994 - DAGUR - 9 Akureyri - bær aukinnar matvælaframleidslu Vió Eyjafjörö á öllug matvæla- framleiösla sér staö. Hér eru vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki og kjöt- vinnslustöðvar sem viö eigum aó efla. Þaö er ljóst aö viö drögum ekki öllu fleiri fiska úr sjónuni og viö erurn bundin framleiðslukvót- um í landbúnaði. Þaö er löngu tímabært að hætta að horfa alltaf á þaö rnagn sem við höfum í höndunum og snúa sér þess í stað aó aukinni verðmæta- sköpun á því sem fyrir hendi er. Viö eigurn aö gera Akureyri aö miðstöð matvælaframlciðslu. Til þess aó svo megi veröa þarf bæjar- félagiö að styðja vcl við bakiö á aukinni uppbyggingu matvælaiön- aöar og þeirri aðstööu sem til þarf. Þaö sem þarf aö vera fyrir hcndi er til dæmis hrcint vatn, vistlcgt starfsumhverfi og samkeppnishæft orkuveró. Það cr einnig ljóst aö mikilla rannsókna cr þörf og þar getur Háskólinn komiö inn í mynd- ina. Vió höfum um langt árabil flutt út lítiö unnar fiskafuróir. Höldum áfram aö llytja út ilsk en vinnum hann til fulls hér heima, þar sem viö búuni í lítió menguðu umhverfi og höfum gott vatn, laust vió mengunarefni. A sama hátt og viö höfum flutt út fisk verðum viö að snúa okkur aö útflutningi á landbúnaðarvörum. I því skyni höfum við eitt fram yftr aðrar þjóðir og þaö er hreinleiki umhverfisins. Mín skoóun er sú aö lambakjötið okkar standist fyllilega samkeppni vió þaö kjöt sem er á mörkuðum erlendis, ef viö stönd- um rétt að ræktun og vinnslu. Gæta verður þess að fara ekki of gcyst í sakirnar. Látum ekkert frá okkur fara sem ekki stenst gæðakröfur varöandi útlit, bragð og gæöi. Til þess að þetta takist þarf aö cfla menntun þeirra sern ætla aö stunda störf í matvælaiðnaði, þaö skilar verömætari vöru. Eg veit að vinnustaöirnir hafa þjálfaö sitt starfsfólk vel og gert miklar kröfur, þó eðlilegra hljóti að teljast aö starfsfólkið hafi einhverja „Það er löngu orðíð tímabært að hætta að horfa alltaf á það magn sem við höfum í hönd- unum og snúa sér þess í stað að aukinni verð- mætasköpun á því sem fyrir hendi er. Við eig- um að gera Akureyri að miðstöð matvæla- framleiðslu." lágmarks þekkingu þegar það hefur störf, til dæmis i örveru- og hrein- lætisfræöum. Einnig hlýtur þaö að vcra ódýrara fyrir vinnustaóina aó fá inn starfsfólk sem ekki þarf á grunnþjálfun aó halda. Þar sé ég fyrir mér að skólarnir komi inn í myndina og spari fyrirtækjunum stórar fjárhæöir. Mér finnst einnig aö samstarf og samvinna milli fyr- Borghildur Blöndal. irtækja í matvælaiðnaói og skól- anna hljóti aö vera þaö sem koma skal. Viö þurfum miklar rannsóknir á riiatvælasviöinu og þá megum viö ckki gleyma þróunarvinnu og öfl- ugu markaðsstarfi sem iðnaðurinn þarfnast. Harónandi samkeppni í matvælaiðnaði er þaö sem við eig- um el'tir að sjá á næstu árum og þeirri samkeppni getum við ekki mætt nema meö auknum vörugæð- um. Eg sé fyrir mér aö flest ný störf sent skapast í byggöarlaginu á næstu misserum verði störf sem á einn eöa annan hátt tengjast mat- vælaiðnaði. Samfara auknum matvælaiðnaöi þarf að auka þaó vinnslurými sem fyrir hendi er. Þaö kernur til meö að kalla á auknar byggingar eða lagfæringar á húsnæöi og þar meó mciri vinnu í byggingariðnaðinum. Gleymum því svo ekki aö öll aukn- ing sem verður í einni atvinnugrein lciöir af sér aukin umsvif í fleiri greinum. Snúum vöm í sókn. Ger- urn Akureyri aö miöstöð matvæla- framleiðslu í landinu. Borghildur Blöndal. Höfundur skipar sjöunda sætið á lista Sjálfstæó- isflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningamar á Akurcyri 28. maí nk. LESENDAHORNIÐ Mál scm fáir kunna. lj ( kS I r ; . | L'J ' Í1 i f 1 . i Illa merkt Lðgreglustöð Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Lögreglustööin á Akureyri er aðeins merkt á íslcnsku og verður aö telja aö um mjög alvarlegt hiröuleysi sé aö ræöa. Þcgar haft er í huga aö þarna er staðsett ör- Athugasemd Magnús Finnsson hjá Skautafélagi Akureyrar vildi koma því á fram- færi vegna lesendabréi’s í síðasta þriójudagsblaöi Dags, um fjöl- skylduafslátt í íþróttamannvirki bæjarins, að þaö cr Skautafélag Akureyrar en ekki Akurcyrarbær sem á og rekur skautasvelliö í Inn- bámum. SA nýtur til þcss styrks frá bænum sem gerir kleift aö stilla aðgöngueyri mjög í hóf. yggissveit sem alltaf er kallað fyrst í og er alltaf fyrst á vettvang þá er greinilegt að um rnjög þýð- ingarmikiö öryggisatriöi er aó ræóa. Fyrir erlenda ferðamenn getur verið um lífsspursmál aö ræóa aö vita hvar lögreglan er staðsett. Því sýnist mér aö setja ætti upp skilti á stööinni með alþjóðlegu nafni sent gefur til kynna hvað þarna er. Um leið væri eytt þessu íslenska hiröuleysi í þessu atriði en þaö er víða annarsstaðar. Fróölegt væri t.d. aó vita hversu greiðar upplýs- ingar um neyöarnúmer eru fyrir erlenda feröamenn á hinum ýmsu ferðamannastöðum. Það er ýmislegt sem viö trass- arnir þurfum aö hyggja aó. „Hefurðu farið á klósettið, elskan!“ íbúi við Strandgötu á Akureyri hringdi og sagði að mál væri komið til að skikka dyraverðina á veitingastaðnum Við Pollinn til að spyrja gestina þegar þeir yfirgæfu staðinn eitthvað á þessa Ieið: „Hefurðu farið á kló- settið, elskan!“ „Við gerum þetta viö börnin okkar áöur en þau l'ara út aö lcika sér og mér sýnist full þörf á því til þess aö koma í veg fyrir aö fram- hliðar húsanna vió Strandgötu séu vökvaðar meó óæskilegunt vökva sem oftast ber lit sólarinnar". Strandgötuíbúinn segir að nán- ast unt hvcrja helgi þurfi aö sópa upp glerbrot eftir fólk sem vafri þar framhjá seint um kvöld og nætur. Maðurinn ætti að líta sér nær í „þjóðarsálinni" 18. maí fékk Sverrir Leósson útgcrðarmaður orðió. Hann lýsti tjálglega þcirri ósvinnu meinatækna aö voga sér út í verkfall á þessum síöustu og verstu tímum og fann þeim flest til foráttu. Sverri var tíðrætt um þjóðarsátt, samstööu og atvinnu- leysi og taldi að meinatæknar mættu þakka fyrir þá atvinnu sem þcir heföu og gætu gert sér launin aö góöu. Nú hefur þessi ágæti maöur oft áöur tjáö sig um opinbera starfs- menn á svipuöum nótum og ætla ég ckki aó hafa mörg orö um þaö. Daginn áður birtist mynd á Ak- ureyrarsíðu Morgunblaðsins af téðum útgeróarmanni þar sem hann situr stoltur í bifreiö sinni og horfir á skip sitt Súluna EA, end- urgeröa, sigla inn Eyjafjörð og er þaö skiljanlegt. Hitt er öllu óskilj- anlegra aö maöur sem hefur feng- ið ókeypis afnot af fiskistofnum þjóöarinnar og nýtur ómældra hlunninda skuli hæla sér af því aö Magnús Aðalbjörnsson. senda skip sitt til útlanda til vió- halds og endurgeröar á sama tíma og tugir ef ekki hundruð iönaöar- manna hér á Akureyri eru atvinnu- lausir. Ekki nóg meó þaö heldur lýsti „Ég vil ráðleggja út- gerðarmanninum að gleypa minna loft og gapa hóf- samlegar í umræð- um um vonsku op- inberra starfs- manna.“ hann því yfir ögrandi aó hann myndi hugsa til útlendinga með viöhald á skipinu framvegis. Hver og einn gctur dæmt um siðgæöi þessa manns. Eg vil ráöleggja útgeróarmann- inum að gleypa minna loft og gapa hófsamlegar í umræðum um vonsku opinberra starfsmanna. Meö þökk fyrir birtinguna. Magnús Aðalbjörnsson. Höfundur er aóstoóarskólastjóri Gagnfræóa- skóla Akureyrar. Glerárkirkja: Hjónabands- og fjölskyldunámskeið Námskeiö um fjölskylduna og hjónabandið verður haldið í Glerárkirkju dagana 26. og 27. maí næstkomandi. Kennari á námskeiðinu verður norskur fjölskylduráðgjafi, Eivind Fröen að nafni, en hann hefur unnið að fjölskylduráðgjöf mörg und- anfarin ár. Námskeið sín hefur hann unnið og þróað í samvinnu með konu sinni Margreti Kern Fröen og kom í fyrsta skipti til íslands árið 1974. Frá þeim tíma hefur hann haldið marga fyrirlestra og efnt til námskeiða hér á landi. Námskciðið í Glerárkirkju veröur haldiö á vegum Fjöl- skyldufræðslunnar, en þaö er stofnun er sett var á fót fyrir um tveimur árum til að sinna fræðslu um fjölskyldumál. Fjölskyldu- fræðslan starfar á vettvangi þjóð- kirkjunnar en er í raun sjálfseign- arstofnun er lýtur eigin stjórn. Á námskeiðun sínum leggur Eivind Fröen meðal annars áherslu á hvernig auövelda megi tjáskipti og foröa misskilningi, hvort ást sé aðeins góðar tilfinn- ingar eöa eitthvað meira, hvort kynhvatir karla og kvenna séu ólík fyrirbæri, hvað unnt sé aó gera til aö afstýra vanda í kynlífi, hvernig komast mcgi hjá skilnaði, hvað gera rnegi til aö bæta samskipti viö börnin, hvernig halda eigi viö glóö ástarinnar og hvort konur upplifi tjáskipti viö aóila utan hjónabandsins á annan hátt en karlar. Allskyns fólk hcfur sótt fyrir- lestra og námskeiö Eivinds Fröen, fólk á öllum aldri, gift, í sambúó, fráskiliö og ógift. Fræösla hans fer fram í formi fyrirlestra en þátttak- endur þurfa ekki aö hafa áhyggjur af aö þeim verði ætlað aó tjá sig um eigin reynslu. Sr. Gunnlaugur Garöarsson, sóknarprestur í Gler- árprestakalli, sagöi í samtali viö Dag aö tilefni þess aö fá Eivind Fröen til Akureyrar tengdist starfi kirkjunnar á ári fjölskyldunnar en auövitaö væri nauósynlegt að huga að þessari stofnun mannfé- lagsins á öllum tímum. Fólk megi ekki vera svo upptekiö af hinni ytri hagsæld og fjárhagslegum vandamálum aö enginn tími gefist til að sinna hinu innra sambandi. Samband hjónanna sjálfra sé nteg- in undirstaða fjölskyldulífsins og ekkert hjónaband sé svo gott aö þaö mcgi ekki bæta. Hjón þurfi aó eignast samhljóm - bæöi í meðlæti og í mótlæti. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.