Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 20.05.1994, Blaðsíða 16
SÆ LKERA HLA ÐBORÐ föstudags-, iaugardags- og sunnudagskvöid Fjöldi Ijúffengra rétta á kr. 1.290 Fiskiðjan á Sauðárkróki fær ferskan þorsk úr Barentshafi: Þýskir togarar landa 230 tonnum til vinnslu Isíðustu viku landaði þýski togarinn Europa um 120 tonnum af ísuðum þorski úr Barentshafi og á miðvikudag kom annar þýskur togari, Bre- men, með 110 tonn til Sauðár- króks. Gísli Svan Einarsson, út- gerðarstjóri, segist eiga von á framhaldi á þessum viðskiptum við Þjóðverja en þetta eru fyrstu Leikskólamáliö: Bráðabirgða- rekstur á veg- um bæjarins ferskfisklandanir erlendra tog- ara sem koma til vinnslu á Sauðárkróki. Rússneskir togarar hafa landað þorski veiddum í Barentshafi til vinnslu á Sauðárkróki en sá fískur hefur verið frystur. „Þjóðverjar eru með 7 þúsund tonna kvóta í Barentshafi og það eiga allar þjóðir kvóta í Barents- hafí nema viö Islendingar vegna þess að við stjórnvöl íslenska sjávarútvegsins sitja framtakslaus- ir menn. Þýska fyrirtækið í Brem- erhaven sem við erum nú að skipta við er með nokkur hundruð tonna kvóta og sjá hag sínum best borgið meó því aó landa hjá okk- ur. Við þurfum að brjóta odd af oflæti okkar og semja beint við Norðmenn. Heildarþorskkvóti ís- lendinga hefur minnkað urn helm- ing og auðvitað eiga menn að hafa forgöngu um þaö aö leita annað eftir veiðileyfum, en ekkert frum- kvæði hefur komið frá stjórnvöld- um heldur kemur það allt frá út- gerðarmönnunum sjálfum, sem hafa breytt sóknarmynstrinu til þess að lifa kvótasamdráttinn af. Eg á ekki von á því að nein breyt- ing verði á því í bráðina," sagði Gísli Svan Einarsson. Allir togarar Skagfirðings hf. eru á veiðum nema Hegranes SK- 2, sem landaði sl. mánudag og hélt til veiða í gærkvöldi. GG Málað á lýðveldisafmœlisári. Mynd: Robyn Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti í gær að gerður verði Ieigusamningur við Halldóru Ei- ríksdóttur um leigu á húsinu Dvergagil 3, þar sem Leikskóli Guðnýjar Önnu hf. hefur verið til húsa. Jafnframt samþykkti bæjarráð að þar verði til bráðabirgóa, um tveggja mánaða skeió, rekinn leik- skóli fyrir þau börn sem áóur voru á Leikskóla Guðnýjar Önnu hf. Bæjarráð fól bæjarstjóra og bæjar- lögmanni að ganga frá nauðsyn- legum samningunt vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum blaósins í gær er við það miðað að leik- skólinn verði opnaður nk. þriðju- dag. I bókun bæjarráðs í gær er ít- rekað að með þessari bráðabirgða- ráðstöfun felist engar skuldbind- ingar gagnvart þeim börnum, sem hafi pláss á leikskólanum né for- eldrum þeirra. Leigutíminn verói nýttur til aó leita frekari lausnar á þessu vandamáli. óþh ÚA fær víða fisk til vinnslu Utgerðarfélag Akureyringa hf. fékk í gær til vinnslu um 70 tonn af grálúðu og karfa í fímm gámum frá útgerð ískfísk- togarans Bessa ÍS-410 en Bessi ÍS hefur landað hjá ÚA en einnig hefur áður komið fiskur í gámum frá sömu útgerð. Líkindi eru til þess að framhald verði á þessum viðskiptum. Á sl. ári keypti ÚA um 2.000 tonn frá öðrum útgerðum til vinnslu. í gær kom fiskur frá Reykjavík, en fiskurinn kemur ýmist í gámum með flutningaskipum eða land- leiðina með flutningabílum. Harö- bakur EA-303 landaði í gær 170 tonnum af grálúðu en næsta lönd- Fylgst með hraðakstri Lögreglan á Norðurlandi, þ.e. í Húnavatnssýslu, Skaga- fírði, Eyjafirði og Þingeyjarsýsl- um, mun í sumar sameinast um átak í umferðargæslunni og verður þá lögð áhersla á t.d. að koma í veg fyrir hraðakstur, ölvunarakstur, ástand bfla, ljósanotkun, öryggisbelti o.fl. Hverju embætti er falið að sjá um eitt tímabil og verður tilkynnt hverju sinni hvað standi til að skoða sérstaklega og vill lögregl- an með því stuðla að fyrirbyggj- andi aðgerðum í umferðinni. Um næstu helgi, þ.e. hvíta- sunnuhelgina, verður lögreglan mikið úti á þjóðvegunum og mun leggja sérstaka áhersla á að fylgjast mcð hraðakstri og ástandi ökumanna. Á sl. sumri var lög- reglan með hliðstæða samvinnu sem gafst mjög vel. GG íslenskir kjötdagar: Páll Hjálmarsson kjötmeistari 1994 - tvenn gullverðlaun til Akureyrar og ein til Húsavíkur Páll Hjálmarsson, kjötiðnað- armaður hjá Kjötiðnaðar- stöð KEA á Akureyri, hlaut titil- inn kjötmeistari 1994 í fag- keppni Meistarafélags kjötiðn- aðarmanna - íslenskra kjötdaga - sem haldin var nýlega. Páll varð stigahæstur keppenda með 282 stig en alls hlutu sex kepp- endur yfír 270 stig. Þá hlaut Páll Hjálmarsson gullverðlaun fyrir vínarpylsur í flokki fyrir soðnar matar- og áleggspylsur og um leið meistaratitilinn í þeim flokki. Annar meistaratitill kom í hlut starfsmanns Kjötiðnaðarstöðvar KEA því Ævar Austfjörð hlaut gullverðlaun og meistaratitil fyrir blóðmör í flokki fyrir blóðpylsur og kjötsultur. Þá hlaut Hrönn Káradóttir frá Kjötiðju KÞ á Húsavík gullverölaun fyrir úrbein- aðan hangiframpart. Auk hinna norðlensku þátttak- enda hlutu Jónas Fr. Hjartarson frá Meistaranunr hf. í Reykjavík VEÐRIÐ Hiti breytist lítið á landinu í dag en á Norðurlandi gæti orðið vart við einhverjar skúraleiðingar en annars veróur hæg norðlæg átt. Áfram verða skúrir á Norö- urlandi á laugardag og sunnudag en þá verður áttin meira vestlæg. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig en útlit er fyrir þurrviðri eftir hvíta- sunnuhelgina. Páll Hjálmarsson og Ævar Austfjörð mcð verðlaunabikara og pcninga. Mynd: ÞI. gullverðlaun og meistaratitil fyrir salamipylsu og hreindýrapaté og Arnar Sverrisson frá Síld og ilski í Hafnarfirói hlaut gullverólaun og meistaratitil fyrir hráskinku. Sér- stök verðlaun voru veitt fyrir at- hyglisverðustu nýjungina og þau hlaut Kristján R. Arnarson frá Kjötiöju KÞ á Húsavík. Yfirdóm- ari í keppninni var Jens Munch frá Skagen í Danmörku en hann hefur mikla reynslu sem dómari í keppnum sem þcssari víða um lönd og var l'yrir skemmstu valinn yfírdómari í Danmörku. Auk hans störfuðu fimm einstaklingar í dómnefnd; tveir meistarar liá Mcistarafélagi kjötiðnaðarmanna, einn frá Iðnskólanum í Reykjavík, einn frá Rannsóknastofnun land- búnaðarins og einn frá Samtökum iðnaðarins. Af 130 vörutegundunt, sem bárust í keppnina, hlutu 75 þeirra verólaun þar af 18 gullverðlaun og er það mikil aukning frá síðustu keppni. Auk gullverðlauna hlutu 26 vörutegundir silfur og 31 brons. ÞI un cr ekki fyrr en eftir hvítasunnu- helgina. Á laugardag koma áhafn- ir Mecklenburgcrtogaranna Dor- ado og Gemini til baka frá Þýska- landi og halda togararnir þá á miðin, en á Akureyri hafa þeir fengið ýmsa þjónustu eins og t.d. frá Slippstöðinni Odda, Kælivcrki og Marel. Von er á tveimur öðrum Mecklenburgertogurum til lönd- unar í lok maímánaðar. GG Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.