Dagur


Dagur - 26.05.1994, Qupperneq 4

Dagur - 26.05.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 26. maí 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 meira að umhverfísmálunum því sama er uppi á teningnum í löndum víða um heim. Aðstæð- urnar eru þó á margan hátt ólíkar því á meðan mörg lönd berjast við ófremdarástand í um- hverfismálum þá hafa augu íslendinga opnast fyrir því að mörg tækifæri skapast ef við tök- um strax í taumana, ef við höidum hreinleika landsins og tökum okkur á þar sem okkur hef- ur borið af leið. En hvaða hug berum við til umhverfismála, í hvaða forgangsröð raða landsmenn verkefn- unum? Samkvæmt skoðanakönnun sem Hag- vangur gerði fyrir umhverfisráðuneytið setja landsmenn umhverfisvernd ofar hagvexti. Þessi niðurstaða ætti að vera stjórnraála- mönnum til leiðbeiningar um hversu mikil- vægur málaflokkur umhverfismálin eru. Þó góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn jarðvegs- og gróðureyðingunni er gífur- legt verk fyrir höndum. Það sýnir sig líka að gróðureyðingin er mesta áhyggjuefni lands- manna og hún er sett í forgangsröðinni á und- an meðferð og förgun úrgangs og verndun ósonlagsins. Stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingarinnar er viðamikið verkefni sem þjóðin verður í sam- einingu að taka á. Það verður ekki gert með stöðugu þrasi um hverjum sé um að kenna, hvort sauðkindin valdi mestu um eyðinguna, hrossin eða veðurguðirnir. Dæmin sanna að það er hægt að gera stórbrotna hluti í upp- græðslu en til þess þarf fjármagn, vilja og kjark. Stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á að í efnahagslegu tilliti þurfi að búa í haginn fyrir framtíðina og í raun gilda nákvæmlega sömu rök fyrir umhverfismálin. Þau verðum við að taka ákveðnum tökum og horfa fram á veg en ekki til skammtímalausna. — LEIPARI----------------------------------- Umhverfisvemd framar hagvexti Á síðustu árum hefur áhugi almennings á ís- landi á umhverfismálum farið vaxandi. íslend- ingar eru ekki einir um að beina kastljósinu æ Bæjarsjóður og ábyrgðaveitingarnar Árskýrsla Akureyrarbæjar Ársskýrsla Akureyrarbæjar var borin í öll hús á Akureyri fyrir skömmu. Þetta er greinargott rit, vel uppbyggt og öll vinnsla þess í höndum fyrir- tækja og einstaklinga á Akureyri og þeim til sóma. Þaó kemur margt at- hyglisvert fram í ársskýrslunni, m.a. er þar tafla sem sýnir fjárveitingar Akureyrarbæjar til atvinnumála á kjörtímabiliu sem er aó enda. Þar stendur aó fjárveitingarnar, á verölagi í janúar 1994, séu kr. 937.041.000,-. Þetta er há fjárhæð, tæpur milljaróur, en í hvaó hefur þetta farið? Sérgreindur kostnaður v/átaks gegn alvinnuleysi 26.449 Sumarvinna skólafólks 16 ára og eldri 8.163 Framlag í Atvinnutryggingasjóð 28.608 Styrkir Atvinnumálanefndar 9.137 Framlög úr Framkvæmdasjóði 28.379 Hlutafjárkaup 548.295 Afskrifaðar lánveitingar 2.887 Áfallnar ábyrgðir 128.004 Afskrifuð bæjargjöld 84.527 Samtals 864.449 Fært til janúarverðlags 1994 937.041 króna. Samtals hafa farið 300 millj- ónir króna af þeim 548 millj. á kjör- tímabilinu til Krossanes. Því spyr ég bæjarfulltrúa: 1. í hvaóa formi voru þessi hluta- fjárkaup? Var um yfirtöku af lánum að ræða eða var þetta nýtt fjármagn í reksturinn? 2. Nú er Akureyrarbær eigandi að 99,9% hlutafjár í Krossanesi og 38,2% hlutafjár í Laxá hf. Af hverju í óskopunum hefur ekki bærinn haft frumkvæói að því að sameina þessi tvö fyrirtæki í skjóli hlutafjáreignar sinnar og sparað þannig útgjaldaliói í yfirstjórn, skrifstofuhaldi og ná fram betri nýtingu á mannskap? Tapaðir fjármunir Afskrifaðar lánveitingar, áfallnar ábyrgðir og afskrifuð bæjargjöld nema 215 milljónum króna á kjör- tímabilinu og á bæjarsjóði hvíla ábyrgðarskuldbindingar gagnvart þriðja aóila að upphæó kr. 554 millj- ónir króna. Akureyrarbær kallar þetta fjárveitingar til atvinnumála, ég kalla þetta óábyrga fjármálastjómun. Það er ekki í verkahring bæjarins að veita ábyrgðir nema tryggingar séu fyrir hendi. Það sýnir sig að svo hafi ekki verió í þeim tilfellum sem hér er um rætt. Því spyr ég bæjarfulltrúa: 1. Hefur verið kannað hve hátt hlutfall bærinn þarf hugsanlega aó gera ráð fyrir í afskriftarreikning vegna ofangreindra ábyrgða (að upp- hæð 554 millj. króna)? 2. Hvaóa tryggingar liggja aó baki þeim ábyrgðum sem bærinn er nú í og hefur veriö lagt mat á raunverulegt verðmæti þeirra. Benedikt Guðmundsson. Hér þarf aó stofna Atvinnuþróun- arsjóð ineó þátttöku Lífeyrissjóðs Norðurlands, atvinnulífsins, Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar og öðmm þeim sem eiga hagsmuna að gæta og sá sjóður á að taka áhættu með veitingu ábyrgóa og gera ráð fyrir þcirri áhættu sem slíku fylgir. Þaó gefur augaleið aó bæjarsjóður, sem einnig sér um innheimtu gjalda sem atvinnu- lífið á að borga, lendir í hags- munaárekstri við sjálfan sig þegar kemur að innheimtu gagnvart þeim aðilum sem bæjarsjóður er í ábyrgð fyrir. Þess vegna meðal annars á sér- stakur sjóður aó sjá um að veita áhættufjármagni og ábyrgðir til at- vinnulífsins hér á Akureyri. Benedikt Guðmundsson. Höfundur er starfsmaóur Byggóastofnunar á Akureyri. Sannleikaitum verður hver sárreiðastur Til hlutafjárkaupa var varió kr. 548.295.000,- rúmum hálfum millj- arði sem dreift var á 15 fyrirtæki. Mest rann til Krossanesverksmiójunn- ar eóa 300 milljónir króna. Árið 1990 var keypt hlutafé að upphæð 200 milljónir króna og í mars 1993 var hlutafé í Krossanesi fært nióur um 95% en jafnframt var ákveðió aó Framkvæmdasjóður Akureyrar keypti hlutafé að upphæð 100 milljónir Gunnar Aðalbjörnsson, 4. maður á D-lista á Dalvík, skrifaói grein nú nýverið um atvinnumál. Umrædd grein er undir fyrirsögninni: „Staðreyndir um atvinnumál". Allar staðreyndir Gunnars byggja einungis á atvinnuleysis- skrá þann 13. maí s.l. þar sem kemur fram að 25 manns séu á at- vinnuleysisskrá. Athygli vekur að ályktun, um svo alvarlegt mál, er dregin af einum degi. Ennfremur verður reikniskúnst frambjóðand- ans að teljast nýstárleg þar sem fram kemur aö um sé aó ræða 13,8 störf. En þá útkomu fær hann með því að draga frá Svarfdælinga og sjómenn. Staðreyndin er að í lok síðast- liðinna mánuða var eftirfarandi Frumkvæði og forysta X-G Sigríóur Stefánsdóttir hefur fyrir löngu sannaó yfirburði sína sem leið- togi í bæjar- og sveitarstjórnarmálum. Þekking hennar og reynsla er Akur- eyringum nauðsynleg á næsta kjör- tímabili. Mikið ríður á að landsbyggö- in haldi sínum hlut úr sameiginlegum sjóðum ríkisins og þegar sífellt fleiri verkefni færast frá ríki til bæjar eru fmmkvæði og forystuhæfileikar beitt- asta vopnið. Alþýðubandalagið á Akureyri vinnur aö lífskjarajöfnuði. Þar eru ákvaróanir teknar eftir málefnalegar umræóur þar sem jafnt ungir sem aldnir, konur og karlar, taka þátt. Fjölskyldustefna Alþýðubanda- lagsins sýnir vilja flokksins til að tengja saman marga málaflokka og gera öllum aldurshópum og sérhópum kleift aó njóta sín í sem eólilegustu fjölskyldulífi. Fjölskyldan er mikil- vægasta stofnun hvers samfélags og allar stofnanir sem settar eru upp til að þjóna henni eru til hennar vegna en ekki öfugt. Gildir einu hvort í hlut eiga böm, unglingar, nemendur, for- eldrar eóa aldraðir. Þaó er fjölskyldan Kristín Sigfúsdóttir. sem glímir við atvinnuleysi, fötlun, vímuefnaneyslu eða sjúkdóma. Kjósendur, rifjió upp rauóu punkt- ana í stefnuskrá Alþýðubandalagsins og athugió hvort hagsmunir ykkar falla ekki að stefnuskrá okkar. Þaó væri mikil gæfa fyrir Akureyringa ef Alþýðubandalagið ætti þrjá fulltrúa í næstu bæjarstjórn. Þriðji fulltrúi okkar „Þaö væri mikil gæfa fyrir Akureyringa ef Alþýðubandalagið ætti þrjá fulltrúa í næstu bæjarstjórn. Þriðji fulltrúi okkar er Sigrún Sveinbjörns- dóttir sem gjörþekkir fjölskyldumál og bar- áttu þeirra sem á brattann sækja.“ er Sigrún Sveinbjömsdóttir sem gjör- þekkir fjölskyldumál og baráttu þeirra sem á brattann sækja. Hún hefur helg- að bæjarmálefnum krafta sína síðast- liðin 12 ár meó setu í hinum ýmsu nefndum. Sigrún nýtur mikils trausts sem vonandi sannast við talningu á kjördag. Kristín Sigfúsdóttir. Höfundur er formaöur Alþýðubandalagsins á Akur- eyri. fjöldi einstaklinga á Dalvík á at- vinnuleysisskrá: (Svarfdælingar ekki meðtaldir) Janúar 1994 27 einstaklingar á skrá. Febrúar 1994 26 einstaklingar á skrá. Mars 1994 20 einstaklingar á skrá. Apríl 1994 34einstaklingaráskrá. Sérhver hugsandi maóur hlýtur að gera sér grein fyrir því að það eru einstaklingarnir sem telja. Skiptir einu hvort þeir koma úr ut- an- eða sunnanbænum. Gunnar segir að það sé óþarfi að gera meira úr neyð fólksins en nauðsynlegt sé. Þar er ég honum sammála og tel mig ekki vera að því. Aó sjálfsögóu geri ég mér grein fyrir því að atvinnuleysi er eitthvaö minna á Dalvík en á landsvísu. Hins vegar er óþarfi fyrir Gunnar aö draga upp aðra mynd af atvinnuástandinu en raun ber vitni. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Gunnar ásakar mig um ósann- indi við bæjarbúa og að ég sé að gera D-listann tortryggilegan í garð kjósenda. Það kann að vera að Gunnar líti öórum augum á at- vinnuleysi en almennt tíðkast. Eg þykist vita að þessar tölur sem ég fékk frá atvinnuleysisskrifstofunni á Dalvík, samræmist ekki þeim hugmyndum sem Gunnar hefur verið að túlka í fjölmiðlum. Með þessari grein vil ég ítreka að ég hef farió með staðreyndir málsins og á réttan hátt fyrir kjós- endur á Dalvík. Ef aðrar upplýsingar af hálfu D-listans eru framsettar nteð sama hætti, þá leyft ég mér aö spyrja: Kristján Ólafsson. „Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að atvinnuleysi er eitt- hvað minna á Dalvík en á landsvísu. Hins vegar er óþarfí fyrir Gunnar að draga upp aðra mynd af atvinnu- ástandinu en raun ber vitni. Sannleikanum verður hver sárreið- astur.“ hvernig geta kjósendur treyst þeim? X-B fyrir Betri Bæ. Kristján Ólafsson Höfundur skipar 1. sæti á B-lista fyrir bæjar- stjómarkosningarnar á Dalvík.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.