Dagur - 26.05.1994, Page 7

Dagur - 26.05.1994, Page 7
Fimmtudagur 26. maí 1994 - DAGUR - 7 Þess vegna Framsóknt Mismunandi leiðir A framboðslistum allra flokka fyr- ir bæjastjórnarkosningarnar er hið ágætasta fólk, sem vill hag Akur- eyrar sem mestan, en hefur mis- jafnar skoðanir hvaða leiðir séu bestar og á hvaó skal leggja áherslu. Þó virðast allir, sem betur fer, vera sammála um að atvinnu- leysið sé sá vandi, sem fyrst þarf að taka á. Atvinnumál I atvinnumálum höfum við fram- sóknarmenn kynnt ítarlega hvaða leiöir viö viljum fara og við telj- um að þær muni stuðla að aukinni atvinnu. Vandi þessi er tvíþættur, annars vegar þarf að frnna skammtímalausn og hins vegar þarf að vinna markvisst aó þess- um málum til framtíðar. Það er nokkuð ljóst að á sam- dráttartímum verður bærinn að styðja vió atvinnulífið, en það má samt ekki gleymast að flest fyrir- tæki verða til fyrir áræðni og þor manna, sem eru tilbúnir til að gefa sig út í rekstur. Ég hef alltaf verið þeirrar skoöunar að í stað eins 100 manna vinnustaðar, sé betri lausn að hlú að rekstrarumhverfinu þannig að 100 fyrirtæki geti bætt við sig einum manni hvert. Við erum svo heppin að fag- þekking hér er mjög góð og við eigum eina bestu iðnaðarmenn landsins. Einnig eigum við mjög vel menntað fólk í öðrum störfum. Unga fólkió í dag hefur menntun- ina, dugnaðinn og kjarkinn til að berjast áfram. Þetta þarf að virkja. Tækifærin eru víða, það þarf bara að frnna þau og nota. Baráttuaðferðin Við framsóknarmenn höfum verið gagnrýndir af öðrum flokkum fyr- ir að telja ekki upp þaó sem miður hefur farió í stjórn bæjarins und- „Því segi ég: Til að fella þennan meiri- hluta þurfum við að koma að fímmta manni Framsóknar. Allt annað er ávísun á áframhaldandi meiri- hlutasamstarf Alþýðu- bandalags og Sjálf- stæðisflokks í bæjar- stjórn Akureyrar og framlenging á ör- deyðu atvinnulífsins.“ anfarið kjörtímabil. Við teljum betri leið að benda kjósendum á hversu góóur valkostur X-B er, en að biðja þá að kjósa okkur af því að við séum ekki eins slæmir og hinir. Oddur Helgi Halldórsson. Tveir Sjálfstæðisflokkar frú Sigríðar Sigríður Stefánsdóttir reynir nú að telja okkur bæjarbúum trú um aó það séu tveir Sjálfstæðisflokkar í landinu, því hún dásamar Sigurð J, en bölvar Davíó. Þetta segir okkur að ef núverandi meirihluta- flokkar fá aftur samtals sex bæjar- fulltrúa er mjög líklegt að þeir haldi samstarfi sínu áfram, burtséð frá því hvort annar fær fjóra og hinn tvo, eða hvort þeir fái sína þrjá hvor. Fimmti maðurinn Því segi ég: Til að fella þennan meirihluta þurfum við að koma að fimmta manni Framsóknar. Allt annað er ávísun á áframhaldandi meirihlutasamstarf Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn Akureyrar og framlenging á ördeyðu atvinnulífsins. Oddur Helgi Halldórsson. Höfundur er blikksmióur og iðnrekstrarfræó- ingur og skipar 6. sætió á B-lista Framsóknar- flokks í bæjarstjómarkosningum á Akureyri á laugardaginn. Sundlaug Akureyrarbæjar - fjöl skyldugarður framtíðarinnar Nú fyrst í lok kjörtímabils núver- andi bæjarstjónar er hafist handa við framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar. Og kominn tími til mætti eflaust segja. Sem daglegur morgunsundsgestur hef ég í það minnsta mátt svara mörgum spurningum og þola ntargar háðs- glósur frá félögum í heita pottin- um um þennan seinagang fram- kvæmda. Þegar núverandi íþrótta- og tómstundaráð tók vió voru allir meðlimir þess sammála um að láta það hafa forgang aó Ijúka við Iþróttahöllina, sem þá hafði verið urn það bil 15 ár í byggingu. Sem sagt að allir flokkar gætu tekið út úr stefnuskrá sinni þessa setningu sem þar hafði verið í það minnsta þremur kosningum á undan þ.e. „stefna ber aö því að ljúka fram- kvæmdum við íþróttahöllina á kjörtímabilinu'1 Þetta hefur nú tekist að mestu leyti. Þó er enn eftir aö ganga endanlega frá lóð fyrir sunnan Höllina meö hellu- lögn. I þessar framkvæmdir fór nær allt framkvæmdafé I.T.A. og einnig í endanlegan frágang sund- laugar í Glerárhverfl. Þaó var því ákveðið að reyna að hefjast handa við framkvæmdir á síðastliðnu ári, en vegna ýmissa ástæóna var það ekki unnt. Eftir „Er það von mín að þeir sem koma til með að hafa völdin að loknum kosningum haldi áfram þeirri upp- byggingu sem nú er hafin við sund- laugina og láti þessa framkvæmd hafa forgang“. miklar vangavcltur og athuganir, bæði hönnuða, starfsmanna I.T.A. og nefndarmanna, var útfærslan á viðbyggingu og breytingum á lóó kynnt fyrir bæjarstjórn í desem- ber 1993 og samþykkt í bæjar- stjórn í janúar 1994 af fulltrúum allra flokka. Var því algjör pólit- ísk samstaða um þessa fram- kvæmd og er þaö von mín aó hún haldist út framkvæmdatímann. En hvað á svo að gera á svæðinu? I hverju eru endurbæt- umar fólgnar? Vil ég gera stutt- lega grein fyrir þeim hér á eftir. Nú er unnið viö lagfæringu á heitum pottum, uppbyggingu rennibrautar sem er 55 m löng og annarar sem er 11 m löng og 3 m á breidd. Þá er verið aó koma fyrir eimbaði á milli núverandi heitu potta. Nýtt sólbaðssvæði verður sett vió hliðina á minni renni- brautinni og þar vcróur busllaug fyrir yngstu börnin. Þessum fram- kvæmdum á að verða lokið í júní næstkomandi. A næstu 3. árum verður byggt við gamla húsið, um leið og það verður allt endurbætt. I nýbygg- ingu verður anddyri, búningsklcf- ar kvenna, kaffitería og afgreiðsla svo og „pottasalur" með heitum potti. A útisvæðum verður komið fyrir nýrri sundlaug. Þá verður gamla laugin lagfæró, hún gerð grynnri og koniið fyrir leiktækj- um í grynnri cnda hcnnar. Þá cru ótaldir þeir möguleikar sem lóð sundlaugarinnar bíóur upp á. Þegar tjaldstæði , sem er á milli sundlaugar og Hallarinnar, verður lagt niður, tel ég rétt að sctja það undir lóð sundlaugarinn- ar. A þessari stóru lóð er hægt að gera sannkallaóan tjölskyldugaró, þar sem sundlaugin yrði miðpunkturinn. A lóöinni væri t.d. hægt aö koma fyrir tennisvelli, upphituðum hlaupabrautum svo Allir í Þorvaldsdals- skokkið 10. júlí í nir a ,,:u r— ' *... .*h. Sunnudaginn 10. júlí nk. fer fram landslagshlaup eftir endi- löngum Þorvaldsdal í Eyjafirði. Svo sem mörgum Norðlending- um mun kunnugt þá er Þor- valdsdalur opinn í báða enda, opnast í norður á Arskógs- strönd og suður í Ilörgárdal. Skokkió hefst við Fornhaga í Hörgárdal, 60 m yfir sjávarmáli og endar viö Arskógsskóla, sem einnig er 60 m yfir sjávarmáli, og er vegalengdin um 23 kílómetrar. Allbratt er fyrsta spölinn upp frá Fornhaga og dalbotninn nær 500 m hæð eftir um 5 km, en úr því hallar undan með þeim frávikum sem landslagið býður upp á. Skokkarar fylgja sennilcga helst fjárgötum, en mega stytta sér leið að vild. Farið er um móa, mýr- lendi og norólenskt hraun (fram- hlaup). Fjórar drykkjarstöðvar verða á leiðinni og bíll mun aka munum hlauparanna frá rásmarki að endamarki. Ferðaþjónustan á Ytri-Vík/Kálfsskinni mun sjá um afþreyingu fyrir fylgdarlið hlaup- ara í námunda við Arskógsskóla, svo sem sund, kaffidrykkju, hesta- ferðir og sjóstangaveiði. Þorvalds- dalsskokkið er ætlað öllum, bæði konum og körlum, sem telja sig komast þessa leið hlaupandi, skokkandi eða gangandi. Tíma- töku verður hætt eftir 5 tíma. Keppt er í aldursflokkum 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri. Þátttöku- gjald greiðist við rásmark. Þátt- tökutilkynning á skrifstofu UMSE (sími 96-24477, fax 96-27144) og við rásmark. Götuskokkarar, göngumenn og aðrir! Fariö þið að þjálfa ykkur fram aó 10. júlí. Breytið til og skipuleggið sumarfríið með Þor- valdsdalsskokkið í huga. Ef þið eruð með gesti, þá bjóóið þeirn með í skokk um þennan fagra dal. Skipuleggjendur og fram- kvæmdaaðilar Þorvaldsdals- skokksins eru Ferðafélagið Hörg- ur, Ungmennafélagið Reynir, Björgunarsveitin Ströndin og Ferðaþjónustan Ytri- Vík/Kálfs- skinni. Upplýsingar veitir Bjarni E. Guðleifsson Möðruvöllum (vinnusími 96- 24477 heimasími 96-26824). (Frétlalilkynning) og ótal leiktækjum fyrir alla ald- ursllokka. Er það von mín að þeir sem koma til meó að hafa völdin að loknum kosningum haldi áfram þeirri uppbyggingu sem nú er haf- in vió sundlaugina og láti þessa framkvæmd hal’a forgang. Gunnar Jónsson. Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar og for- maður þess. “1 Við setjum X við HERRAMENN á laugardagskvöldið Auk glæsilegs sérréttaseðils bjóðum viö Ovænta ánægju 5 rétta „surprise menu" ásamt kaffi Verð aðeins kr. 3.200.- vt/ '•/ Maítilboð á Súlabergi Kryddlegnar lambahryggsneióar meó kryddsmjöri og frönskum kartöflum ásamt súpu dagsins Verð aðeins kr. 690.- Ennfremur okkar vinsælu pizzu- og hamborgaratilboð Hamborgari meó salati, lauk og sósu kr. 185.- Hamborgari með salati, lauk, sósu og frönskum kr. 250.- Pizzur „tvær fyrir eina" Sé pizzan tekin með heim, færö þú aðra eins fría Tilboðin gilda aðeins út maímánuð HÓTEL KEA Sími 22200 JE

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.