Dagur - 26.05.1994, Side 10

Dagur - 26.05.1994, Side 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 26. maí 1994 íP íþróttamibstöbin Glerárskóla SUND ■ SUND ■ SUND Sundnámskeiðin í Sundlaug Glerár- skóla hefjast mánudaginn 30. maí! Skráning og allar nánari upplýsingar veröa í síma 21539. DiA Útvarp unga “IU fólksins. Dabbi R. Konni Dabbi K. Simmi Siggi Bibbi Kalli Valgó Maggi Sæbbi Gunni Kiddi Gústi Pési Nonni Gulli Sími 26776 ingi og 26775 Allan sólarhringinn. •• wÉmMÉi ORBIIBIN * Maggi II vegetablesi Frá Kr. Frönsk smábrauð fín og SvaXí- appelsínu og epla 6 í pakka 114 kr. Kynning fimmtudag og föstudai Skyndiiéttir „Fiigodan" 3 teg 15% afsláttui Vegna mikillar eftirspurnar endurtökum við vinsæla tilboðii á nautahakki Nautahakk 545 kr. kg Nautagullash 779 kr. kg lt KIÖRBUÐIN SfMI 12933 - FAX: 1293S Frá fortíð tíl framtíðar Það styttist óóum í sveitarstjórnar- kosningarnar. Hin eiginlega kosn- ingabarátta er senn að baki og til starfa tekur ný bæjarstjórn sem, ef marka má skoðanakannanir, verð- ur að meirihluta skipuð reyndu fólki. Við hinni nýju bæjarstjórn blasa ærin verkefni. Þeirra á meó- al verða atvinnumálin. Fyrir þá sem reynt er að telja trú um að ekkert hafi verió gert af hálfu Akureyrarbæjar í þeim málafiokki undanfarin ár er rétt að rifja upp nokkrar staóreyndir. 1. Vegna átaks gegn atvinnu- leysi var á árinu 1992 varió kr. 7.613.430,- og 1993 kr. 18.835.603.- eóa samtals kr. 26.449.038.-. 2. Að tillögu Alþýðubandalags- ins var á árinu 1990 fyrst varið auknum fjármunum vegna sumar- vinnu skólafólks 16 ára og eldri. A árinu 1993 nam þessi fjárhæð kr. 8.162.835. 3. Framlag bæjarins til At- vinnuleysistryggingasjóðs skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar nam á síóasta ári kr. 28.608.450,- og kom að verulegu leyti til baka í formi átaksverkefna. 4. Atvinnumálanefnd hóf aö styrkja einstaklinga og fyrirtæki til ýmissa verkefna til atvinnu- aukningar á árinu 1992 og hafði alls varió til ársloka 1993 kr. 9.136.678.- í þessu skyni. 5. Framkvæmdasjóður Akur- eyrar hefur frá árinu 1987 greitt út framlög sem nema kr. 39.978.718.- þar af á árunum 1990-’93 kr. 28.377.636,- 6. Akureyrarbær hefur keypt hlutabréf frá 1987 fyrir kr. 562.363.997,- Frá árinu 1991 hef- ur verið keypt í eftirtöldum fyrir- tækjum: Fiskeldi Evjafjarðar kr. 1.082.375.-, Iðnþróunarfélag Eyjatjaröar kr. 3.402.000.-, ÚA kr. 25.088.655.-, Krossanesi hf. kr. 100.000.000.-, Kaupþingi Noróurlands kr. 185.625.-, Laxá hf. kr. 20.079.967.-, Foldu hf. kr. 38.000.000.-, Hlutabréfasjóði Norðurlands kr. 1.000.000.-, Ómak hf. 200.000.-, Slippstöðinni hf. kr. 35.000.000.-, Úrvinnslunni hf. kr. 4.000.000,- og Skinnaiðn- aói hf. kr. 22.500.000,-. Frá 1991 til 1993 nema hluta- Heimir Ingimarsson. „Fram eru komnar hugmyndir um nýtt hlutverk fyrir Heklu- húsið. Þær hugmyndir sýnast geta skapað 60-80 störf ef allt gengur upp. Verkun sjávarafla er augljós- lega að taka nýja stefnu þar sem sífellt meira er nú unnið í neytendapakkningar. “ bréfakaup bæjarins því kr. 250.538.622,- Ekki má heldur gleyma því að bærinn hefur gengist í ábyrgð lyrir fyrirtæki sem átt hafa í erfiðleik- um í þeirri von að takast mætti að halda í þau störf sem þau sköp- uðu. Því miður hafa slíkar skuld- bindingar fallið á bæinn. Þannig féllu á hann kr. 41.938.221.- á ár- unum 1991-1993 vegna fyrirtækja eins og Istess, Alafoss, Striksins, K. Jónssonar og Co og Hótels Norðurlands. En hvað er framund- an? Eins og kunnugt er nú unnió að kaupum á flotkví fyrir skipaiónað- Kynningarverð! í tilefni þess að stúlknaviko verður í fyrsta sinn í sumar bjóðum við 6-12 áro 'kum vikudvöl við Ástjörn dagana 18.-24. júni á sérstöku kynningarverði, eða aðeins kr. 9.500,- að viðbættu staðfestingargjoldi. 6-12 ÁRA STÚLKUR 0G DRENGIR Dagana 25. júní-15. júli dvelja bæði stúlkur og drengir við Ástjörn. 6-12 ÁRA DRENGIR Dagana 16. júlí-12. ágúst dvelja drengir við Ástjörn. 13-17 ÁRAUNGLINGAR Vikuna 13.-19. ágúst dvelja unglingar við Ástjörn. Dvalartimi er allt trá 1 viku og upp í 7 vikur. Nánari upplýsingar i sima 96-23238 (Bogi Pétursson, forstöðumaður), 96-21585 (Mognús og Árni) og 96-21509 (Þarsteinn Pétursson). Sumarheimilii Asljörn er i þjóð- garöin um í Asbyrgi og er krislilegl sumarheimili lyrir drengi og slúlk- ar. Tjörnin og skágurinn umhverlis veilir ólæmandi möguleika lilleikja og úlivera lyrir böra og unglinga. Viö Astjörn eru fjölmargir bálar al ýmsum geröum, knallspyrn u- og körluboilavöllur, og Irjálsar iþróllir, kvöldvökur, löndur, biblíulímar a.m.ll. er á dagskránni. Heslaleiga er i næsla nágrenni. Verð pr. viku 11.500,- kr. Staðfestingargjald bætist við (1.000 - 2.000 kr.). 10% systkinaafsláttur og 5% staðgreiðsluafsláttur. VISA, EURO og Somkort. inn í bænum. Ætla má að til þess verkefnis þurfi að verja allt að 200 milljónum króna. Verió er að kanna grundvöll að stórri mat- vælaverksmiðju sem skapað gæti á annað hundrað störf þegar allt er talið. Frarn eru komnar hugmyndir um nýtt hlutverk fyrir Hekluhúsið. Þær hugmyndir sýnast geta skap- að 60-80 störf ef allt gengur upp. Verkun sjávarafla er augljóslega aö taka nýja stefnu þar sem sífellt meira er nú unnið í neytenda- pakkningar. Þessi þróun hefur þegar leitt af sér fjölgun starfa og á vafalítið eftir að gera það til muna á næstu misserum. Hér hefur einungis verið stikl- að á stóru hvað varðar iðnað. Sí- fellt stærri þáttur í atvinnulífi okk- ar hér á Akureyri er þjónusta af ýmsu tagi, ferðaþjónusta, heil- brigðisþjónusta, þjónusta vió börn og aldraða, rannsóknir og þjónusta menntastofnana og svo mætti lengi telja. Við skulum því ekki örvænta. Með þróttmikilli bæjarstjórn á að takast að vinna í samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aöila aö sókn í atvinnulífi okkar. Það tryggja Akureyringar best með því að kjósa Alþýðubanda- lagið til aukinna áhrifa í bæjar- stjórn. X-G. Heimir Ingimarsson. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á iista Alþýðubandalagsins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri. Ingigcrður Einarsdóttir. Sjötugur listasmiður Ingigerður Einarsdóttir heitir þessi kona og hefur undanfarn- ar vikur notfært sér þá aðstöðu sem fólki býðst í Tómstunda- heimilinu Punktinum á Gler- áreyrum á Akureyri. I>ótt hún sé orðin sjötug lætur hún aldur- inn ekki aftra sér frá því að sinna áhugamáli sínu, það er smíðum. Þegar Punkturinn opnaði fór hún að kynna sér aðstöðuna þar og hvort hún gæti notfært sér hana til að láta gamla drauma rætast. Og vissulega hefur það tekist því á undanförnum vikum hefur Ingi- gerður smíðað hilluna sem hún stendur hjá og einnig brettið sem hún heldur á, sem hvort tveggja er sannkölluð Iistasmíði. Hún hefur unnið þessa hluti algerlega sjálf; teiknað þá, rennt, sett saman og síðast en ekki síst skorið út munst- ur í hilluna. Ingigerður er sunn- lenskrar ættar, bjó um tíma á Tálknafirði en hefur búið á Akur- eyri mörg undanfarin ár. Hún kvaðst lengi hafa haft áhuga á smíðum en tími og tækifæri til þess verið minni í gegnum tíðina en hún hafi kosið. Aðstaóan á Punktinum opni fólki hinsvegar margvíslega möguleika og kvaðst hún vilja hvetja fólk til að nýta sér þá. ÞI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.