Dagur - 26.05.1994, Page 19
MINNINO
Fimmtudagur 26. maí 1994 - DAGUR - 19
Ami Aðalsteinn Þorláksson
Fæddur 13.desember 1918 - Dáinn 15. maí 1994
Vinur minn og samstarfsmaöur til
margra ára, Ami Þorláksson er lát-
inn. Hann hafði um margra ára skeið
átt við vanheilsu að stríða, og fær nú
hvíld eftir langa og hetjulega baráttu
gegn erfiðu heilsuleysi.
Foreldrar Ama voru þau hjónin
Anna Jóhannsdóttir og Þorlákur Að-
alsteinn Hallgrímsson sem bjuggu á
Syðri-Reistará í Amameshreppi í
Eyjafirði.
Hugur Ama stóó ekki til
sveitastarfa, þó hann vendist þeim
ungur.
Hann flutti því til Akureyrar og
þar átti hann sinn starfsdag að mestu.
Ami átti tvö systkini, bróðir hans
sammæðra, var Garðar Hallgrímsson
sem nú er látinn og alsystir Ama er
Hólmfríður Þorláksdóttir, sem er gift
Eiríki Stefánssyni.
Ami Aðalsteinn Þorláksson
kvæntist eftirlifandi konu sinni Önnu
Kristínu Zophoníasdóttur 27. maí
1944, en hún er dóttir hjónanna Zop-
honíasar Jónassonar og Guðbjargar
Jónsdóttur, sem lengi bjuggu að
Eiðsvallagötu 9 hér í bæ, en eru nú
löngu látin.
Annars staðar í þessari grein kalla
ég konu Ama, Kristínu, en undir því
nafni þekki ég hana.
Börn Arna og Kristjnar eru fjög-
ur, þau Anna, Rafn, Arni og Guð-
björg.
Anna er gift Kristjáni Grant og
eiga þau saman þrjú böm, Karl, Ama
og Önnu Kristínu.
Rafn er kvæntur Ingibjörgu
Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn
Magnús, Berglindi og Ægi.
Rafn átti fyrir hjónaband soninn
Jón ívar með Valgerði Jónsdóttur.
Ámi er kvæntur Bergljótu Jónas-
dóttur og eiga þau tvö böm Katrínu
og Guðna.
Guðbjörg er gift Ólafi Hvanndal
Jónssyni og eiga þau þrjá syni Ólaf,
Gísla og Ómar.
Ámi og Kristín bjuggu fyrst í
Hríseyjargötu 6, síðar í Brekkugötu
21.
Þann 25. mars 1967 fluttu þau
síðan í einbýlishús sitt að Suður-
byggó 4, þar sem Ami bjó ásamt
konu sinni til dauðadags.
Ámi sá sjálfur um byggingu húss-
ins eins og margir íslendingar geröu
á þessum árum, og bætti á sig
ómældri vinnu til að koma húsinu
upp.
Það ber hugkvæmni hans vott að
hann fór ekki að öllu leyti troðnar
slóðir í byggingunni, t.d. setti hann
stokka í gólfið fyrir allar lagnir
þannig aó auðvelt væri að komast að
lögnum til viðgerða síöar. Þetta þyk-
ir í dag góð hönnun, en þá var venja
að hafa lagnir Iokaðar af inni í veggj-
um og gólfum.
Það er til marks urn hagleik Áma
að hann smíðaði skíði handa konu
sinni og elstu dóttur, sem lengi voru
notuð og eru til enn.
Ámi var mikill útivistarmaður og
var fróður um land sitt. Þau hjónin
tpku sig oft upp með bömin og lögðu
af stað með bakpoka og skíði og
gengu að heiman og upp í fjall.
Þau ferðuðust og mikið um land
sitt og höfðu unun aHcrðalögum.
Árió 1987 var Árni fyrir sjúk-
dómsáfalli og lamaðist að hluta. Eðli
sínu trúr barðist hann í gegnum erfitt
sjúkdómsstríð og náði nokkrum
styrk og heilsu á ný, og hélt sínum
andlegu kröftum. Hann fór suður á
Grensásdeild til endurhæfingar eftir
þetta áfall og var mjög ánægóur með
þá starfsemi sem rekin er þar.
Fyrir fjórum árum fékk hann
lungnamein og fór suður á Lands-
spítala í aðgerð, eftir það áfall reif
hann sig á ný upp og mætti lífinu
ósmeykur enn um sinn.
Að lokum mátti hann heyja enn
eitt stríð við skæðan sjúkdóm og
gerói sér að lokum grein fyrir að
hverju dró og mætti dauða sínum
sáttur og með ró.
í gegnum þessi erfiðu ár stóð
Kristín kona hans eins og klettur
með honum, þrátt fyrir að hún ætti
sjálf við erfitt heilsuleysi að stríða.
Frá þessari veikbyggóu konu stafar
ótrúlegum krafti og aldrei hef ég
heyrt æðruorð frá henni, hún tekur
hverjum hlut eins og hann ber aó
höndum, og er alltaf tilbúin að leggja
sitt að mörkum.
Ámi stundaði nám í skipasmíði
hjá Nóa Kristjánssyni bátasmið á
Akureyri. Hann lauk síðan prófi í
skipasmíði frá Iðnskólanum á Akur-
cyri 31. maí 1956. Ámi stundaði
vinnu með skólanum því það var
fjarri eðli hans að stofna til skulda,
en um námsárangur tala tölumar sínu
máli, en hann lauk prófi með meðal-
einkunninni 9.08.
Meistararéttindi fékk Ámi í sínu
fagi29. janúar 1959.
Árið 1952 hóf hann störf hjá nýju
fyrirtæki, Slippstöðinni hf. á Gler-
áreyrum. Hann og Anton Finnsson
hófu tveir fyrstir störf þar og aðstað-
an var engin, áhöldin geymd í köss-
um og engin starfsmannaaðastaóa á
staðnum. Þama var byrjað smátt en
þetta fyrirtæki efldist og var um
langt skeið eitt af stærstu fyrirtækj-
um þessa bæjar, og veitir enn á ann-
að hundrað manns vinnu þó andbyr
hafi verið nokkur hin síðustu ár. Þeir
hófu störf hjá frumkvöðlinum Skapta
Áskelssyni og hans félögum, og ber
það glöggan vott um skarpskyggni
Skapta að hann skyldi velja sér þá
Áma og Anton sem sína fyrstu
starfsmenn.
Ég kynntist Áma lítilega þegar ég
hóf störf hjá Bjarma hf„ samstarfs-
fyrirtæki Slippstöðvarinnar hf„
haustið 1963.
En vorið 1972 varó ég fram-
leiðslustjóri í nýsmíðum þar og þá
hófst okkar nána samstarf sem stóð
óslitið til ársins 1987 þegar Ámi
hætti störfum vegna áfallsins. Ámi
var þá yfirverkstjóri þar fyrir og eng-
um datt í hug að breyta þeirri stöðu
hans þá né síðar.
Ég get ekki neitað því aó ég bar
nokkurn kviðboga fyrir því hvemig
okkar samstarf myndi veróa þegar
okkar samvinna hófst, vissi að hann
var harður í horn að taka.
En það er skemmst frá því að
segja að samstarf okkar var að kjarna
til með miklum ágætum allan þann
tíma sem það stóð. Var þar ekki síst
að þakka, að þó Ámi væri auðvitað
betur heima, framan af, í sumum
þeim málum sem við þurftum að
tjalla um, lét Ámi mig aldrei finna til
þess. Þrátt fyrir það hélt hann ætíð
sínum skoðunum á málum fram af
festu.
Ég virti og Áma mest minna sam-
starfsmanna og starfaði ég þó þarna
þá og geri enn með mörgum ágætis-
mönnum.
Ámi var skapmikill maður og átti
það til að segja meiningu sína um-
búðalaust og nokkuð skarplega.
Hann var einnig mjög vel viti
borinn maður og ætíö vakandi yfir
því sem betur mátti fara í smíóunum
og átti frumkvæði að og studdi mjög
sterklega allt sem hann taldi til fram-
fara horfa við þessa starfsemi. Hann
var eins og áður segir tréskipasmiður
að mennt en tileinkaði sér vel þekk-
ingu á öðrum iðngreinum sem þurfti
til stálskipasmíðinnar og var þegar
ég kom þama aó, mjög vel heima í
þeim öllum. Nokkur titringur var á
þessum áruni í samskiptum iðngrein-
anna viö stálskipasmíðamar en hon-
um tókst á sinn mynduga hátt að
standa utan og ofan við þær. Hann
var allan þann tíma sem við unnum
þama saman óumdeildur foringi, þó
menn væru að sjálfsögöu ekki ætió
sammála um allar hans tillögur, það
er sú byrði sem þeir sem þtjra, eins
og hann, verða að bera. Ámi var
starfsmaður mikill og alltaf vakandi
yfir hinum fjölmörgu þáttum skipa-
smíðinnar og samhæfingu þeirra.
Hann átti afar erfitt með að umbera
lcti og sinnuleysi en fyrirgaf mönn-
um mistök ef hann fann að þau stöf-
uðu ekki af þessu.^
Á starfstíma Áma miðaði þekk-
ingu og nýjum aðferðum áfram,
horfið var frá bandreisingu og tekin
upp hlutasmíöi, teknar upp nýjar að-
ferðir í rafsuðu, teknar upp nýjar að-
ferðir við festifrágang vélbúnaðar,
teknar upp nýjar aðferðir við röra-
tengingar, reynd ný launakerfi og
fleira mætti nefna.
Auðvitað áttu hér margir menn
þátt að máli, en aldrei minnist ég
þess að Ámi hel'ði vantrú á einhverju
nýju af því að það gamla hefði reynst
ágætlega, hann var skemmtilega nýj-
ungasinnaður, en kunni þó að gagn-
rýna nýja hluti og leggja þá til hliðar
ef þeirreyndust ekki sem skyldi.
Hafi mátt finna eitthvað að Áma
var það að hann var nærri því að
vera fullkomnunarsinni, og gerði
miklar kröfur til sjálfs sín og annarra
aó flestu leyti.
Þetta gat stundum reynt nokkuð á
samstarfsmenn hans, en kom hins
vegar starfseminni í Slippstöðinni að
góðu haldi því þetta nýttist til að
halda gæðamálum hjá okkur í horfi.
Á meðan Ámi starfaði hjá Slipp-
stöðinni hf. voru byggð þar fjöldi
tréskipa, byggt var fyrsta Stálskipið í
Slippstöðinni Sigurbjörg OF-1, eldri
og Eldborg GK-13, þá strandferða-
skipin tvö Hekla og Esja. Byggðir
voru fjórtán 130-150 tonna stálver-
tíðarbátar, þar af 5 fyrir Einar Sig-
urðsson útgerðarmann frá Vest-
mannacyjum. Byggðir voru ellefu
skuttogarar og nótaskip þar á meðal
hin glæsilegu skip Sigurbjörg OF-1
yngri og Hilmir SU-J71. Fyrsti
frystitogari Islendinga Örvar HU-1
var byggður undir hans umsjá og
fyrsta skipi þeirra Samherjamanna
Ákureyrinni ÉA-10 breytt í frystitog-
ara. Nú er aflögð skipasmíði hér um
sinn en ekki er um að kenna að hagar
hendur og hug skorti, því aðrir ágæt-
ir mcnn tóku við þegar Ámi hætti,
heldur ráða þar aðrar orsakir.
Kynni okkar Áma utan starfs
voru ekki mikil, en þau voru góó.
Fyrir kom að Ámi bauð mér í
kal'fi og þá gjaman óvænt, þaó var
einstaklega gott að koma til þessara
hjóna, háttvísin og hlýjan brást þeim
aldrei og voru þau mjög samtaka í
þessu.
Ég þekkti Ama þaó vel að ég veit
að hann hefði ekki orðið mjög hrif-
inn af þessari umfjöllun minni, hann
ræddi lítt um eigin ágæti og eyddi
slíku umtali jafnan.
Ég hef það mér til vamar að ég
segi hér ekkert annað en mér er í
sinni, og þó ég reyni aó rifja upp eitt-
hvað sem miður fór í okkar sam-
skiptum tekst það ekki, hafi það eitt-
hvað verið er það horfið mér úr
minni en hin ánægjulegu samskipti
við Áma sitja eftir.
Ég gleðst yftr því að hafa átt því
láni að fagna að þekkja og starfa
með þeim góða dreng Áma Þorláks-
syni. Hlýjar bænir mínar fylgja Ama
á nýjum leiðum, og ég sendi Kristínu
og fjölskyldu þeirra allri samúöar-
kveðjur, og óska þeim alls hins
besta.
Jóhannes Óli Garðarsson.
1} Bjöm Matthíasson
Þegar ég frétti andlát vinar míns
Björns Matthíassonar var eins og
tíminn stæði kyrr skamma stund.
Minningarnar runnu í gegnum hug-
ann, minningar sem vert er að
geyma. Því vil ég minnast okkar
stuttu kynna á lífsleiðinni í örfáum
orðum.
Við Björn kynntumst þegar við
hófum nám í undirbúningsdeild
Tækniskólans á Akureyri haustið
1981, ásamt öðrum. Fljótlega fórum
við að vinna saman í náminu og var
þá oft setið fram eftir kvöldi, þar
sem við^ reyndum að læra hver af
öðrum. I framhaldi af þessu urðum
við góðir vinir og félagar. I tvö ár
unnum við saman í námi og leik þar
til leióir skildu. Bjöm hóf nám í
Tækniskóla Islands en ég fór til
Danmerkur. Á þessum tíma voru
samskipti okkar ekki mjög mikil en
þó vissum við alltaf hvor af öðrum
og fylgdumst með hvor öðrum úr
fjarlægð.
Þegar ég kom heim ræddum við
oft saman í síma um heima og
geima, eins og áður, og þar kom
fram aó lífsskoðun Bjöms hafði
ekkert breyst frá árum áður. Trúin á
lífið og tilveruna markaði braut
hans alla.
En nú er góður maður genginn á
vit feóra sinna og vil ég þakka hon-
um þær vináttustundir sem við átt-
um saman, sérstaklega þegar hann
gladdi mig með óvæntri komu í þrí-
tugsafmæli mitt.
Aö leiðarlokum þakka ég Birni
samfylgdina um leið og ég sendi
fjölskyldu hans mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Marteinn Hámundarson.
Asta Aðalsteinsdóttir
Fædd 20. júlí 1941 - Dáin 12. maí 1944
Okkur langar aó minnast Ástu Að-
alsteinsdóttur í nokkrum orðum,
þó að nokkur orð séu hvergi nóg
fyrir þessa merku konu.
Vió kynntumst Ástu þegar við
fluttum til Dalvíkur lyrir nokkrum
árum og þá hitti Guðrún María
dóttir mín Irisi Dögg dóttur Ástu
og Hauks og urðu þær góöar vin-
konur, svo góðar að oft vorum við
Ásta búnar að segja hvor við aðra
aö við ættum kannski að ættleiða
þær, því svo mikill var samgang-
urinn á milli þeirra og veróur von-
andi um ókomin ár. Ef eitthvað
slettist upp á vinskapinn hjá þeim
þá var Ásta með sinni góó-
mennsku og réttvísi búin að ræða
þaó við þær og þá varð allt gott á
nýtt. Svona var Ásta.
Ég byrjaði að vinna í afleysing-
um á Fagrahvammi og þá var Ásta
þar í eldhúsinu. Þar var hún á
heimavelli fannst mér, enda var
hún búin að vera matráðskona á
Ástjörn yfir sumarið um nokkurra
ára skeið, en þegar Ásta vciktist
kom það í minn hlut að vinna í
eldhúsinu og er mér þá oft hugsaó
til hennar og hversu erfitt það er
að ganga í störf Ástu, þar sem hún
var frábær kokkur.
En ég ætla ekki að orðlengja
þetta meira. Ég gæti skrifað svo
margt um hana Ástu, en það verð-
ur ekki allt sagt í orðum.
Við þökkum þér fyrir góð
kynni sem voru allt of stutt en
vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Far þú ífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Haukur, Aðalsteinn, Kristinn,
Auður, Sigurlaug, Iris Dögg og
aðrir aðstandendur. Við biðjum
góðan Guó að styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Sólveig Rögnvaldsdóttir,
Guðrún María og fjölskylda.
Auglýsendur!
Skilafnestun auglýsinga í helganblaöið okkan en
til kl. 14.00 á fimmtudögum,
- já 14.00 á fimmtudögum.
íh
Dagur auglýsingadeild, sími 24222.
Opið frá kl. 8.00-17.00.