Dagur - 04.06.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. júní 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,(lþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON.
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Sjómannadagurínn
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur allar
götur síðan 1938. Það ár var dagurinn einungis haldinn
hátíðlegur í Reykjavík og ísafirði en nú til dags er sjó-
mannadagurinn hátíðisdagur um allt land og í mörgum
sjávarplássum er þessi merkisdagur mesta hátíð ársins á
eftir jólum.
Markmið sjómannadagsins er að efla samhug sjó-
manna, kynna þjóðinni starf þeirra og minnast þeirra
sem ægikraftur Ægis hefur fangað. Sjómannadagurinn er
einn af ellefu opinberum fánadögum og það segir sitt um
sess þessa dags meðal þjóðarinnar.
Sjómannadagurinn vekur fólk til umhugsunar um þau
mikilvægu störf sem sjómannastéttin vinnur fyrir þjóðfé-
lagið. Störf sjómanna eru oft ekki metin sem skyldi, en
þeir gagnrýna mest sem ekki hafa skilning á sjómennsku
og sjávarútvegi. Ráðhúsin og Perlurnar verða ekki til
nema undirstaðan sé til staðar. Verðmætin byggjast á
frumvinnslunni og sjávarútvegurinn vegur þar þyngst.
Sjávarútvegurinn er og verður okkar undirstaða og það
kemur ekki til með að breytast á næstunni.
Óþarft er að hafa um það mörg orð að sjávarútvegur-
inn og sjómannastéttin býr við erfið skilyrði nú um
stundir og sjómenn eins og aðrir landsmenn hafa þurft
að taka á sig gífurlega kjaraskerðingu vegna kvótasam-
dráttar. En það er staðreynd að bróðurpartur sjómanna
hefur fullan skilning á því að ábyrgðarlaust er að ganga
of nálægt fiskistofnunum. Þeir hrynja ef of harkalega er
að þeim gengið. Þetta vita sjómenn allra manna best.
Sjómannadagurinn þjappar sjómannastéttinni saman,
treystir böndin. Þetta er dagur til þess að gleðjast og
ólmast í reiptogi, kappróðri og stakkasundi.
Um leið og Dagur óskar sjómönnum og fjölskyldum
þeirra til hamingju með daginn er ekki úr vegi að rifja
upp hið þekkta ljóð Arnar Arnarssonar „Hrafnistumenn",
sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppni sem sjómanna-
dagsráð efndi til árið 1939. Þetta hrífandi ljóð við lag Em-
ils Thoroddsen hefur síðan verið einkennissöngur sjó-
mannadagsins:
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn
þó að töf yrði á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt -
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.
í UPPÁHALDI
Ásta Sigurðardóttir.
sta Sigurðar-
Adóttir œtti að
vera Akureyr-
ingum góð-
kunn þar sem
hún skipaði 5.
sœti á lista framsóknar-
manna fyrir nýafstaðnar
bœjarstýórnarkosningar á
Akureyri. Eftir kosningarn-
ar var Ijóst að Ásta yrði ein
af þremur nýjum bœjarfull-
trúum Akureyringa og þar
af eina konan. Ásta tók vel
í það að svara spurningum
okkar í þessum þœtti, sem
eru af talsvert öðrum toga
en þœr sem hún hefur átt
að venjast undanfarnar vik-
ur. Ásta er sjúkraliði að
mennt og starfar við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
auk þess að hafa árum sam-
an tekið virkan þátt í
margskonar félagsstarfi.
Eiginmaður Ástu var Ingi-
mar Eydal, tónlistarmaður,
sem látinn er fyrir nokkru
og eignuðust þau fjögur
börn.
Uppáhaldsdrykkur?
Sterkur grænn Bragi með
skvettu af nýmjólk.
Ertu hamhleypa til allra verka á
heimilinu?
Já, þegar ég kem mér aó því -
ég gef ekki upp hversu oft það
cr.
Er heilsusamlegt líjemi ofarlega á
baugi hjá þér?
Já, miklu frekar en hitt.
Hvaðgerírðu helst í frístundum?
Skemmtilegast þykir inér að
vera úti í náttúrunni og þá helst
meó bamabömunum.
Hvaða matur er í mestu uppálialdi
hjá þér?
Fiskur og allt sem unnið er úr
fiski.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Dag, Morgunblaóið um heigar
og tímaritió Heilbrigðismál.
Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér?
Námsbækur vegna framhalds-
náms á sjúkralióabraut VMA,
Saga Leikfélags Akureyrar, The
Joy Luck Club eftir Ami Than og
sakamálasaga.
Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er
í mestu uppáhaldi Itjá þér?
Chopin er sá höfundur sem
oftast lendir á spilaranum.
Uppálialdsíþróttamaður?
Hinn almenni borgari, seni
stundar íþróttir sér til heilsubótar
og skemmtunar. Ef ég á að nefna
citt nafn, þá er það Bragi Berg-
mann knattspyrnudómari og
kosningastjóri B-listans.
Hvað horftr þú mest á í sjónvarpi?
Ég horfi á nánast hvaó sem cr
fyrir utan cnsku knattspymuna
og skákskýringar.
Áhvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
Halldóri Ásgrímssyni.
Hvar á landinu vildirðu helst búa ef
þú þyrftir að flytja búferlum nú?
Ég vildi ekki flytja lengra en
fram í Eyjafjarðarsveit.
Hvaða hlut eða fasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mund-
ir?
Sjónvarpstækið er orðið lélcgt
og vildi ég því helst fá nýtt og
stærra sjónvarp.
Hvernig œtlarþú að verja sumar-
leyfinu?
Heimsækja dóttur mína og
hennar fjölskyldu í Gautaborg í
2-3 vikur.
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
Vinna upp vanrækslu undan-
farinna daga gagnvart fjölskyldu
og heimili. Gerast jafnvel ham-
hleypa til allra verka á heimilinu.
ÞÞ
VÍSNAÞATTUR
Vel er við hæfi aó hefja þennan þátt
með vísum tveim eftir Hreióar
Karlsson fyrrum kaupfélagsstjóra á
Húsavík. Vísumar sendi Hreiðar
með svofelldum texta: „Kosninga-
baráttan í Reykjavík harðnar í sí-
fellu og stórfé er varið til hennar.
Svo mikið lof er borið á Árna Sig-
fússon, að jafnvel virðist Kristur
farinn að falla í skuggann. Og enn
glymja auglýsingarnar í augum og
eyrum:
Nú er lítils vert um himnavist,
vilja Jlestir hérna megin tóra.
Því ekki þurfa þeir að trúa á Krist,
sem þekkja svona góðan borgarstjóra.
Og síðan:
Króna fœr aðfjúka mörg
fyrir listann bláa.
Meðan Arni og Ingibjörg
elda siljrið gráa.
En víkjum nú að vísum frá göml-
um tíma. Sigríður Friðriksdóttir sem
bjó í Holtakoti í Ljósavatnshreppi
orti til Marteins Halldórssonar:
Kuldinn sœkir kné hansfast,
klofið erfullt af raka.
Ur afturenda ofi er hvasst
undan rófuhaka.
Árið 1930 eða þar um kring, var
byggð rafstöð að Ingjaldsstöðum í
Reykjadal, og þótti mikil nýlunda,
aó keypt var eldavél sem rnátti baka
í brauð við rafmagn. Næstu vísu orti
Jenný K. Björnsdóttir á Ljósavatni
þegar rafstöðin var gangsett:
Vcrmir brauðið vélin rauð
vatns með krafti hröðum.
Þetta besta baukabrauð
bakað á Ingjaldsstöðum.
Eins og marga rekur minni til, þá
var um tíma starfrækt sokkabuxna-
verksmiðja á Sauðárkróki og nefnd-
ist „Gleym mér ei.“ Egill Jónasson á
Húsavík heyrði er stúlka ein ónefnd
lýsti fyrir Fríðu konu sinni miklum
ágætum sokkabuxna frá téðri verk-
smiðju. Taldi stúlkan buxurnar falla
sérlega vel, og halda vel um maga
og rass. Egill var, eins og sagan
greinir við lestur blaóa, en hafði þó
pata af tali þeirra tveggja:
Gleymméreian gefur arð,
góð er þessi sokkabrók.
En viljirðufara „Vonarskarð"
verðurðu að taka á þig krók.
Þann 18. mars 1990 varð Gísli
Pálsson á Hofi í Vatnsdal sjötugur.
Af því tilefni bárust honum mörg
heillaskeyti. Þar gefur að líta næstu
þrjár vísur, eftir jafn marga höf-
unda:
Frá Erlendi Hansen á Sauðár-
króki fékk Gísli þetta skeyti:
Arin líða eins og fyr,
óður ískýja rofi.
Gengur frjáls um gleði dyr
Gísli bóndi á Hofi.
Og frá Jóni Sveinssyni á Lárósi:
Lifðu nú heill og hljóttu ci ijón
hetju þinn endist kraftur.
Lukku óskar þér laxbróðir Jón
í lífinu fram og afiur.
Jón og Aóalbjörn Benediktssynir
sendu saman þessa kveðju:
Löngum ert kenndur við djörfúng og dug
drjúgur af ráðum slyngum.
Megi þinn húmor og hugmyndaflug
haldast með Vatnsdcelingum.
Jakob Ó. Pétursson hafði mikið
vald á bragarháttum. í ljóðabókinni
Hnökrar, sem hann sendi frá sér, er
flokkur vísna ortur undir breytileg-
um háttum. Hér gefur að líta sýnis-
hom þessara vísna:
Ferskeytla (ferhenda):
Þótt mann skorti skerpu og vit,
skal ei neittfrá reika,
nú er aðeins innt um lit,
ekki um hatfileika.
Hringhenda:
Þótt afkreppu og gjaldagnótt,
gjörvall hreppur skœli,
að skal keppa að eignast fljótt
eitthvert seppaheeli.
Langhenda:
Ekki er vert að vera aðfást um
vonir skertar, harm og böl,
þvífaðmlag hvcrt ífrjálsum ástum
fœr oss hert gegn nýrri kvöl.
Nýhenda:
Hjá þér fala ýmsir egg,
aldrei sala þeirra dvíni.
Hanar gala á hallarvegg:
Hitler, Stalín, Mussolini.
Fráhenda:
Þér er best, efgóðan gest
að garði kynni að bera,
að opna hús þitt hress og fiús
og honum veislu gera.
Samhenda:
Drósin frétti um dansleikinn,
dufti sletti um brá og kinn,
klœddi netta kroppinn sinn
í kalda, létta búninginn.
Stikluvik:
Fyrir ástir askunnar
ýmsir þjást og líða.
Einir bjástra í útlegð þar,
aðrir kljást við freistingar.
Dverghenda:
Þekkir ekkert yndi betra
ungur sveinn,
en að vera átján vetra
alveg hreinn.
Afhending:
Sá boðskapur er bœndum landsins
býsna hollur:
að gefa kúnum gamlar rollur.
Braghenda:
Eitt er það, sem víkja mœtti
úr voru landi:
Þessi gamli aldarandi
að eira í vondu hjónabandi.
Aloddhenda:
Breytti um slóð og batt sérfljóð
scm bónda góðum scemdi,
niður óðar ómegð hlóð,
alla sjóði tœmdi.
Skammhenda:
Grána hár á efiri árum,
aukastfárin brátt.
Feigðarljárinn fjölgar sárum,
falla tár um nátt.
Og að lokum kemur ein valstýfa:
Stefna hátt þú aldrei átt,
ef orkar smátt,
en hrcesna þrátt og hlcegja dátt,
—og hyggjaflátt.