Dagur - 04.06.1994, Side 14
14 - DAGUR - Laugardagur 4. júní 1994
SÆVAR HREIÐARSSON
HM I BANDARIKJUNUM '94
Hvað gerir Maradona í sumar?
Við höldum nú áfram þar sem frá var horfið í síðustu viku
með kynningu á liðunum sem taka þátt í lokakeppni HM í
Bandaríkjunum í sumar. í dag er það D-riðill sem er í sviðs-
Ijósinu en í honum leika Argentína, Búlgaría, Nígería og
Grikkland.
Argentína með Diego Maradona í broddi fylkingar er
sennilega örugg áfram í næstu umferð enda sennilega í létt-
asta riðlinum. Liðið þykir hafa leikið meiri sóknarbolta að
undanförnu en í síðustu keppni og vonandi að framhald
verði á því. Búlgarir hafa sterka framlínu en óvíst er hvort
það dugar þeim til að komast áfram þar sem að vörn liðsins
er heldur slöpp. Nígería er sennilega með besta lið Afríku
um þessar mundir þar sem leikmenn liðsins eru mjög leiknir
með boltann en þá hefur ávallt vantað meiri baráttu til að
ná langt. Grikkir sigruðu okkur íslendinga í undankeppn-
inni en hætt er við að þeim reynist aðeins erfiðara að kom-
ast áfram í lokakeppninni.
Argentína Búlgaría
Þjálfari Argentínu er Alfio Basile
sem tók við af Carlos Bilardo eftir
lokakeppnina 1990. Liöió hefur
verið sigursælt undir hans stjóm og
vonandi aö hann leggi ekki eins
mikla áhcrslu á vamarleikinn eins
og fyrrverandi þjálfarar Argentínu.
I markinu er vítabaninn mikli
Sergio Goycochea sem sló í gegn
á Ítalíu 1990 eftir að hafa byrjaó
kcppnina sem varamaður. Fern-
ando Redondo er snjall leikstjórn-
andi sem nýverió var seldur til Re-
al Madrid frá Tenerife. Hann hefur
vakiö rnikla athygli fyrir aö vera
bæói snjall með boltann og gefa
aldrei eftir í baráttunni. Hann hefur
átt misjöfnu gengi aö fagna í lands-
liðinu og er svarinn óvinur Diego
Maradona. Diego Simeone hefur
lengi verið talinn arftaki Maradona
en þeir léku einmitt saman hjá Se-
villa í fyrra. Hann er snjall meö
boltann og hefur staöið sig mjög
vel með landsliðinu undanfarið ár.
Diego Maradona er nú oróinn 33
ára og ekki eins léttur á sér og þeg-
ar hann var upp á sitt besta. Hann
var rckinn frá Newells Old Boys í
febrúar og er ekki búinn að spila
mikið síóan. Hann er þó enn með
landslióinu þó aó hlutverk hans sé
öllu minna en áður fyrr. Hann
sendir enn fallegar sendingar en
tekur sjaldan á sprett og því ekki
eins hættulegur. Gabriel Batistuta
er skæðasti framherji liðsins. Hann
virðist geta skorað úr hvaða færi
sem er og ef hann skilar sínu í
sumar þá er liðið í góðum málum.
Meó honum í framlínunni verður
annað hvort Abei Balbo eða
Claudio Caniggia sem báðir lcika
mcð Róma á Italíu. Balbo er lík-
amlega sterkur og ákveðinn í
teignum en Caniggia byggir mikió
á hraóa sínum. Caniggia hefur nú
tekið út 13 mánaða keppnisbann
vegna kóka-ínneyslu og veróur
spennandi aó sjá hvort hann verður
enn eins sprækur og á Italíu 1990.
Líklegt byrjunarlið (4-4-2):
Goycochea - Diaz, Chamot, Bor-
clli, Ruggeri - Perez, Redondo,
Simeone, Maradona - Batistuta,
Balbo.
Búlgaría komst í lokakeppnina
með ótrúlegum sigri á Frökkum í
París. Lióið leikur undir stjórn
Dimitar Penev sem hefur verið
með lióió síðan 1991. Hann hefur
mikla reynslu sem leikmaóur og
var fyrirliði landsliðsins í loka-
keppnum HM 1966, 1970og 1974.
Helsti styrkleiki liðs hans er sterk
framlína en varnarleikurinn er öllu
slakari. I markinu stendur hinn
gamalreyndi Borislav Mihailov
sem margir muna eftir frá því í
Mexíkó 1986. Þá var hann sköllótt-
ur en nú er hann með snyrtilegan
há.’topp og lítur út fyrir að hafa
yngst um mörg ár. Petar Hub-
chev er mjög fastur fyrir í öftustu
vöm og stóö hann sig mjög vel í
undankeppninni. A miójunni ræður
Krasimir Balakov ríkjum en hann
leikur með Sporting Lisabon í
Portúgal. Hann er mjög sókndjarf-
ur og skorar mikið af mörkum,
ekki síst meó langskotum. Hristo
Stoichkov sem hefur gert þaó gott
með Barcelona er aðalmaðurinn í
sóknarleiknum og spilar aðeins
fyrir aftan fremstu menn. Hann er í
hópi bestu leikmanna heims og fær
nú tækifæri til að sanna það. Ekki
er óalgengt að hann lendi í útistöð-
um við dómarana enda skapmikill
mjög. Með honum í framlínunni
verður Emil Kostadinov sem leik-
ur með Porto í Portúgal. Hann var
hetja liósins þegar hann skoraði á
síðustu mínútunni og tryggði liðinu
sigur á Frökkum og þar með sæti í
lokakeppninni. Hann er eldsnöggur
og hættulegur upp við markió.
Vanalega leikur hinn hávaxni Lu-
boslav Penev með honum í
fremstu víglínu enda náskyldur
þjálfaranum. En hann varð fyrir
því óhappi aö fá knött í kynfærin á
æfrngu með Valencia í vetur og
hefur ekkert getað Ieikió síðan.
Ovíst er hvort hann veróur búinn
að ná sér fyrir lokakeppnina.
Líklegt byrjunarlið (4-3-3):
Mikhailov - Kremenliev, Ivanov,
Hubchev, Tzvetanov - Letchkov,
Yankov, Balakov - Kostadinov,
Penev, Stoichkov.
Leikir í ] D-r iðl li
21. Júní Argentína - Grikkland Boston 16:30 RÚV
21. Júní Nígería - Búlgaría Dallas 23:30 RÚV
25. Júní Argentína - Nígería Iíoston 20:00
26. Júní Búlgaría - Grikkland Chicago 6:30 RÚV
30. Júní Grikkiand - Nígería Boston 23:30
30. Júní Argentína - Búlgaría Dallas 23:30 RÚV
Rushidi Yekini er stór og sterkur
framherji sem sér um að skora
mörk Nígeríu.
Dicgo Maradona cr öllu þyngri nú
en áður en hæfílcikarnir eru cnn til
staðar.
Emil Kostadinov tryggði Búlgörum
sæti í lokakeppninni með tvcimur
mörkum gegn Frökkum.
HM-punktar
Þó ekki sé alltaf gaman að horfa á
Argentínumenn spila þá er yfirleitt
spennandi að fylgjast meó hvort leik-
menn liðsins standist lyfjapróf eftir
leiki. Bæði Diego Maradona og
Claudio Caniggia hafa misst úr marga
mánuði eftir að hafa fallið á slíku prófi
og Carlos Bilardo, fyrrum landsliðs-
þjálfari, sagði eitt sinn að annar hver
leikmaður í Argentínu neytti kókaíns.
Lyfjapróf á leikmönnum var fyrst tek-
ið upp í lokakeppni HM í Þýskalandi
1974. Þá féll einn leikmaður á prófi,
Ernst Jean-Joseph frá Haiti. Hann
hafði tekið inn meðal sem var á bann-
lista FIFA og var umsvifalaust sendur
heim. Skotinn Wiilic Johnston féll á
lyfjaprófi í Argentínu 1978 en síðan
hcfur cnginn náðst.
Búlgarski framherjinn Luboslav
Pencv sem leikur með Valencia á
Spáni þurfti að gangast undir 43 mín-
útna uppskurð á vinstra eista eftir að
hafa fengið boltann á versta stað á æf-
ingu með liði sínu. En þar með var
raunum lians ekki lokið því mcðan á
uppskurðinum stóð kom í ljós að hann
var með Ílikynja æxli og þurfti hann að
gangast undir annan uppskuró. Læknar
sögðu að hann yrði frá í 5 mánuði en
Penev vill ekki missa af lokakeppninni
og scgist vcra tilbúinn í slaginn.
1 lokakeppninni á Ítalíu fyrir fjómm
ánim lyftu dómarar sextán sinnum
rauða spjaldinu og 169 sinnum því
gula. Argcntínumenn náðu bcstum ár-
angri áþessu sviói og fengu þrjú rauó
og tuttugu og tvö gul spjöld.
Argentínumaðurinn Pcdro Monzon
var fyrstur manna til að vera rekinn af
velli í úrslitaleik HM. Hann vann það
afrek á 64. mínútu gegn Þjóðverjum
fyrir fjóruni árum. Félagi hans, Gusta-
vo Dezotti, vildi ekki vera eftirbátur
hans og var rekinn útaf á 87. mínútu.
Alketas Panagulias er farsælasti
þjálfari Grikklands frá upphafi.
Nígería
Nígería, sem tekur nú þátt í loka-
keppninni í fyrsta sinn, er án efa
meó besta knattspyrnulið Afríku.
Liðið hefur úr mörgum efnilegum
leikmönnum að spila og flestir eru
þeir atvinnumenn með lióum í Evr-
ópu. Þjálfarinn er Hollendingurinn
HM-punktar
Aóeins tveir af þeim ellefu sem voru
valdir í besta lið keppninnar á Ítalíu fyr-
ir fjórum ámm em ckki þátttakcndur í
ár. Þaó em Italamir Giuscppc Bergomi
og Salvatore Schillaci. Liðið var þann-
ig skipað: Taffarcl - Jorginho, Bcrgomi,
Baresi, Buchwald - Brehme, Donadoni,
Matthaus, Scifo - Sehillaci, Klinsmann.
í lokakeppninni á Italíu fyrir fjórum ár-
um vom skorðu 115 mörk í 52 leikjum,
eða 2,21 mark aó meðaltali í lcik. Mest
var skorað í keppninni 1954 í Sviss, eða
5,3 rnörk að meðaltali í leik.
Ítalía og Brasilía em einu löndin sem
hafa orðið heimsmeistarar tvisvar í röð.
ítalir 1934 og 1938 en Brasilía 1958 og
1962.
Vestur Þýskaland cr eina þjóðin sem
hefur leikió til úrslita þrivar í röð. Þeir
töóuðu úrslitaleiknum á Spáni 1982 og í
Mexíkó 1986 en náðu loks að sigra á
Ítalíu 1990.
Fimm sinnum hefur heimaliðió náð að
sigra HM. Fyrst Urnguay 1930, Ítalía
1934, England 1966, V-Þýskaland 1974
og að lokum Argentína 1978.
Sex þjóðir hafa skipst á aó sigra HM.
Ítalía, V-Þýskaland og Brasilía hafa öll
sigrað þrisvar sinurn í keppninni, Um-
guay og Argentína tvisvar og England
einu sinni.
Vestur Þýskaland hefur oftast tekió þátt
í úrslitalcik HM cða scx sinnum. I>cir
hafa unnið þrisvar og þrisvar beðið
lægri hlut.
Clemence Westerhoff og hefur
hann stýrt liðinu frá því 1989. Lió
hans leikur svæóisvöm, pressar
fram á völlinn og áhersla er lögó á
sóknarleik. Miðveróir liðsins, þeir
Uche Okechukwu og Sunday 01-
iseh, eru báóir stórir, sterkir og erf-
iðir viðureignar. Okechukwu lék í
nokkur ár með Bröndby í Dan-
mörku en er nú hjá Fenerbahce í
Tyrklandi. Oliseh er aöeins 19 ára
og tekur hann virkan þátt í upp-
byggingu sókna liðsins. Hann leik-
ur meó Liege í Belgíu en er senni-
lega á förum til liðs á Ítalíu eftir
lokakeppnina. A miðri miðjunni
leikur Augustin „Jay Jay“ Oko-
cha sem leikur meó Eintracht
Frankfurt í Þýskalandi. Hann er
snillingur með knöttinn og virðist
stundum illa viö að nota samherj-
ana. Vinstra megin á miðjunni
leikur Emanuel Amunike, tvítug-
ur leikmaður með Zamalek í Eg-
yptalandi sem hcfur mikla yfirferð
og hjálpar vel til í vörninni. Hægra
megin leikur George Finidi, sem
hefur leikið mjög vel meó Ajax í
Hollandi í vetur. Framherjinn Ras-
hidi Yekini er þrítugur og lcikur
meó Vitoria Setubal í Portúgal.
Hann er stór og gríðarlega sterkur
en vantar dálítið upp á í knatttækni.
Daniel Amokacbi er 21 árs fram-
herji frá Club Brugge í Belgíu sem
sló í gegn á síðustu leiktíð. Hann er
mikill markaskorari cn í landslið-
inu þarf hann að taka meiri þátt í
varnarleiknum og dregur sig oft
aftur á miójuna. Viktor Ikpeba er
tvítugur framherji hjá Mónakó þar
sem hann hefur átt mjög góða sam-
vinnu við Júrgen Klinsmann í vet-
ur. Að lokum ber aó nefna Efan
Ekoku framherja frá Norwich sem
er fæddur í Englandi en á ættir að
rekja til Nígeríu.
Líklegt byrjunarlið (5-3-2):
Rufai - Eguavocn, Iroha, Okec-
hukwu, Okafor, Olisch - Finidi,
Okocha, Amunike - Amokachi,
Yekini.
Grikkland
Þjálfari Grikkja er Alketas Pana-
gulias, menntaður stjómmálafræð-
ingur og fyrrum landsliðsþjálfari
Bandaríkjanna. Hann reynir að
hafa góóa blöndu af ungum og
efnilegum leikmönnum og göml-
um jöxlum. Stjórnandi varnarinnar
og aftasti maður er Stylianos
Manolas sem leikur með AEK í
Aþenu. Hann er af mörgum talinn
vera besti varnarmaður Grikklands
frá upphafi og er stórhættulegur
þegar hann bregóur sér í sóknina.
Vamartengiliðúmn Panagiotis
Tsaluchidis frá Olympiakos er
mjög agaóur leikmaöur og fómar
sér fyrir liðsheildina. Hann skapar
einnig mikla hættu þegar hann
bregður sér í sóknina og er góður
skallamaður. A vinstri kanti leikur
Nikolaos Tsiantakis frá Olympia-
kos sem er mjög leikinn og tckur
oft upp á því að einleika upp kant-
inn og gefa fyrir. Helsta stjama
liðsins er framherjinn Nikolaos
Macblas sem leikur meö OFI
Crete. Hann er 21 árs og þykir
mesta efni sem komið hefur fram í
Grikklandi í niörg ár og niörg af
stærri félögum Evrópu munu
fylgjast meö honum í suntar. Meö
honurn í lramlínunni verður senni-
lega gamla brýnið Dimitris Sara-
vakos frá Panathinaikos sem hefur
verið lykilmaður í liðinu undanfar-
in áratug.
Líklegt byrjunarlið (4-4-2):
Minu - Apostolakis, Kalitzakis,
Manolas, Kolitsidakis - Tsaluchid-
is, Mitropulos, Nioblias, Tsiantakis
- Machlas, Saravakos.