Dagur - 04.06.1994, Side 6

Dagur - 04.06.1994, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. júní 1994 Sj ávarútvegurinn mun ekki bera neyslu- þjóðfélagid einn uppi Hann sagðist vera með garðrekuna á milli handanna þegar ég hringdi til hans kvöld eitt á dögunum, nú væri tími að taka til í garð- inum, vorið í Iofti og gróðurinn að koma upp en skipið bundið við bryggjukantinn og biði loðnuvertíðar í sumar. Nokkuð ólíkt unglingnum sem ég minntist frá fyrri kynnum; unglingnum sem kunni því aldrei vel ef hann þurfti að hafa fasta jörð undir fótum um Iengri tíma í senn. Öldur hafsins voru hans yndi; sjómennskan var honum svo rækilega í blóð borin að stundum hugsaði maður til þess að hann hlyti að hafa fæðst á sjó. Og sennilega hafa fáir komist nær því að hefja vegferð sína á öldum hafsins því hann fór fyrst á sjóinn aðeins sjö ára gamall og er enn á fulli ferð að draga björg í neysluhít landkrabbanna. Garðvinnan er aðeins stund á milli stríða á sjónum, vinna sem hann kvaðst vera farinn að sinna nokkuð í seinni tíð. Sér líkaði hún vel og trúlega væru það ellimörk. Ellimörkin reyndust þó ekki fyrir hendi er við hittumst yfír morgunkaffí tveimur dögum síð- ar. Maðurinn reyndist lítið hafa breyst á þeim aldarfjórðungi frá því við höfðum síðast hist, hann kvaðst þó aðeins vera farinn að grána í vöngum en við það yrði hann öllu myndarlegri, enda er maðurinn á besta aldri þótt sjómennska hans spanni nær fjóra áratugi og í 27 ár hafi hann helgað henni krafta sína. Sá er svo fast hefur sótt sjóinn er enginn annar en Bjarni Bjarnason, útgerðarmaður og skipstjóri á Súlunni EA 300, sem ræðir við Dag að þessu sinni um sjómennsku og sjávarútveg í tilefni sjómannadagsins. „Já - það er rétt. Ég fór á sjóinn aðeins sjö ára gamall. Sumarið 1955 tók faðir minn mig fyrst með sér til sjós á gamla Snæfell- inu. Síöan hef ég verið flest sumur á sjó en ég var einnig í sveit aó Draflastöðum í Fnjóskadal. Ég var meö þeim gamla á Snæ- fellinu í nokkur sumur og eitt sumarió á skipi, hálfgerðum tappatogara, sem hét Björgúlfur og var frá Dalvík. Þetta uppeldi á sjónurn er auðvitað nokkuð óvenjulegt. Feð- ur tóku stráka sína yfirleitt ekki svo unga með sér á sjóinn. En ég var alinn upp í stórri fjölskyldu og auk okkar systkinanna var oft fleira fólk í heimili. Ég held að pabbi hafi þannig viljað létta á mömmu. Hún hafði í mörgu að snúast heima og hann talið sig lítið muna um að hafa einn guttann með sér. Jú - mér líkaói strax ágætlega á sjónum. Ég var að vísu kallaóur skítkokkur um borð því ég var fljótlega látinn aöstoða við uppþvottinn og einnig að flysja kartöflur. Síöar tóku al- varlegri viðfangsefni viö.“ Með „skútukörlum“ á Pétri Thorst... - Eftir þetta uppeldi - kom þá aldrei annað en sjómennskan til greina í huga þínum? „Nei - það kom aldrei annaö til greina í mínum huga. Mér leið hrcinlega ekki vel þegar ég var í landi. Að minnsta kosti ekki ef ég þurfti aö vera landkrabbi of lengi í cinu. - segir Bjarni Bjarnason, út- gerðarmaður og skipstjóri á Súl- unni EA 300, í sjómannadagsvið- tali Sjórinn var mitt annaó líf, sjómennskan tog- aói í mig. A árinu 1964, þá 15 ára, fór ég fyrst til sjós sem fullgildur sjómaður á síldar- leitarskipinu Fanneyju og síðar á Pétri Thor- steinssyni. A Pétri kynntist ég ýmsum at- hyglisverðum mönnum. Þar voru gamlir karlar um boró er lifað höfóu tvenna tíma á sjónum. Þeir elstu mundu skútuöldina og höfðu róið til fiskjar á þeim skipum. Þetta voru harðjaxlar er létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna; • menn sem oft höfðu starfað vió hinar erfiðustu aðstæður og áttu mikla lífsreynslu að baki. Ég var tvö sumur við síldarleit á Pétri Thorsteinssyni og um tíma voru tveir jafnaldrar og bekkjarbræður mínir frá Akureyri einnig á þessu sama skipi; þeir Sveinn Bjarnason, kenndur við Leðurvörur og Sæmundur Friðriksson, sem nú er fyrsti stýrimaður á Svalbaki, hinum nýja togara Útgerðarfélags Akureyringa. Á gömlu gufutogurunum - Þú byrjar þannig alvöruferilinn í síldarleit- inni og enn ert þú að fást við nótaveióina. En þú hefur prufaó sjómennsku við aðrar aó- stæður í gegnum tíðina? „Já - blessaöur vertu. Ég hef verið á flest- um gerðum skipa að gæsluskipunum undan- skildum. Ég náði í tíð gömlu gufutogaranna. Fór túra á Harðbak og Svalbak, togurum Út- gerðarfélags Akureyringa. Þessi skip voru allt önnur en þau sem við eigum aó venjast í dag. Aðbúðin var ekki til að hrópa húrra fyr- ir og nú er ég undrandi yfir að ekki skyldu verða fleiri alvarleg slys á þessum skipum en raun ber vitni. Segja má aó þau hafl verið fljótandi slysagildrur meó öllum þeim víra- búnaói sem var um borð. A þessum skipum voru engar vökvadælur og allar hreyfmgar voru framkvæmdar meó vírum sem dregnir voru af gufuknúnum spilum. En vissulega var þetta mikil framför frá því sem áóur hafði þekkst. Þessi skip voru raunar bylting á sínum tíma þótt fáir myndu vilja fara til sjós á þeim í dag. Það er rétt - ég fór einnig á millilandaskip. Ég fór túr með Arnarfellinu veturinn 1968. Vió sigldum með saltsíldar- l'arm til Finnlands upp úr áramótum og Eystrasaltið var fullt af ís. Þetta var langur túr. Við sátum fastir í ísnum tíma og tíma í senn, þetta var bölvaó hjakk en á endanum komumst við á leiðarenda og skiluðum síld- artunnunum í finnskri höfn. Þessi ferð var raunar eina feróin mín á fraktara því 17. mars þaó sama ár réó ég mig á Súluna EA.“ Glaumbæjar- og Danmerkurár - Og þá varð ekki aftur snúið? „Við getum sagt að þá hafi ekki verið aft- ur snúið því ég hef haldið mig vió þetta skip síðan aó undanskildum þeim tíma er ég varói til þess að afla mér skipstjórnarréttinda. Ég var fyrst á Súlunni EA með Baldvin heitnum Þorsteinssyni, þeim ágætismanni, og þá var Súlan nýtt skip. Ég var með honum það sem eftir var vetrar þetta ár og um sumarið en haustið eftir settist ég í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Og þar með hófst Glaumbæjar- tímabilió í lífl mínu. Ég var þrjá vetur í höf- uðborginni og kunni ágætlega viö mig. Já - maður skemmti sér talsvert. Þetta voru síð- ustu ár Glaumbæjar áður en hann brann. Við sóttum mikið þangað og hluti af stemmning- unni var biðröðin fyrir utan. Oft var næstum eins gaman í þessari landslrægu bióröó, sem náði gjarnan suður fyrir Fríkirkju, og eftir að inn var komið. Ég er viss um að margir voru þegar komnir á séns utandyra og ánægjan hélt svo áfram fram eftir nóttu. Þetta voru góð ár. A sumrin var ég á síld í Norðursjón- um og hafói ágætis tekjur. Maður gat þannig unnið fyrir sér með náminu og var sjaldan blankur. Ég kynntist Dönum ágætlega á þessum árum. Við lönduðum oft í Hirsthals og Skagen og ég á ekki annað en góðar minningar frá þeim samskiptum. Ég hef ferðast nokkuð um Danmörku eftir þetta og kann alltaf jafn vel við mig þar. En norðrið og Súlan toguðu í mig. Ég fór noróur eftir skólann og byrjaði altur á sjónum. Fyrst sem óbreyttur maður á dekkinu en síðar sem stýrimaður á dekki eða annar stýrimaður eins og það heitir. I júní 1978 tók ég svo við skip- inu, scm skipstjóri en tíu árum síóar, 1988, festum við Sverrir Leóson kaup á því ásamt þriója aðila sem nú er hættur þátttöku í þess- ari útgerð." Oft myndast samhentur hópur um borð - Hvernig hafa aðstæður til sjós breyst frá því þú fórst fyrst að sleppa landi á sjötta ára- tugnum? „Vissulega hafa aðstæóur breyst mikió til sjós frá því ég hóf mína alvörusjómennsku. Hvaó þá frá því ég fór l'yrst um borð í gamla Snæfcllið meö föður mínum. Ég hef minnst á aóbúðina og vinnuaðstöðuna um borð í skipum frá þeirri tíö. Hún er auðvitaó gjör- ólík því sem nú er. Nýmóðins úthafstogarar eiga fátt sameiginlegt með gömlu gufukláf- unum í þeim efnum. Sama er að segja urn t Súlan EA-300 við bryggju á Akureyri tiibúin á ioðnuna í júlí.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.