Dagur - 04.06.1994, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. júní 1994
DÝRARÍKI ÍSLANDS
þáttur
Louþræll
(Calidris alpina)
Lóuþrællinn er af ættbálki strand-
fugla eóa fjörunga, en tilheyrir
þaðan snípuættinni. Þetta er stór
og fjölskrúðug ætt vaðfugla, hefur
að geyma um 87 tegundir um all-
an heim. Alls eru 8 fulltrúar
snípuættarinnar reglulegir varp-
fuglar á íslandi. Auk lóuþræls eru
þaö: Sendlingur, hrossagaukur,
spói, jaðrakan, stelkur, óóinshani
og þórshani. Af þessari ætt eru
líka rauðbrystingur, sanderla og
tildra, sem allar koma hingaó til
lands á fartíma, hausti og vori, oft
í gríðarstórum hópum, á ieið sinni
til og frá varpstöðvunum á norð-
anverðu Grænlandi og NA-Kan-
ada.
Sanranborið við t.d lóur hafa
fuglar þessarar ættar lítil augu, og
veröa því einnig að brúka nefiö
vió fæðuleit.
Lóuþrællinn er dálítið þybbinn
að sjá, 16-20 cm á lengd, og með
38-43 cm vænghaf. Um er að
ræóa 6 deilitegundir. C.a. alpina
verpir í N- Skandinavíu (þ.m.t.
hálendi Noregs) og NV-Rúss-
landi, austur að Kolymafljóti; C.a.
schinzii er á SA-Grænlandi, Is-
landi, Bretlandseyjum og Hol-
landi, austur að Eystrasalti og
þaóan norður til S-Finnlands, S-
Svíþjóóar og strandlengju S- og
SV-Noregs; C.a. arctica er á NA-
Grænlandi. Einnig finnast afbrigð-
in C.a. sakhalina, í NA-Síberíu,
C.a. pacifica í V-Alaska og NA-
Kanada, og C.a. articola í N-AI-
aska.
Stærðarmunur milli deiliteg-
unda er töluveróur. í fæstum orð-
um má þó segja, aó grænlenskir
og v-evrópskir fuglar séu minnst-
ir, en n-amerískir stærstir. Lóu-
þrælar frá N-Evrasíu eru þar í
milli. Einnig geta fuglarnir verió
mismunandi neflangir, og aó síð-
ustu er um aó ræða þó nokkurn lit-
armun milli deilitegundanna,
einkum á varptíma.
I grófum dráttum er lóuþræll-
inn þó í sumarbúningi gul- eða
rauðbrúnn að lit að bfanveróu,
ísettur svörtum, fremur áberandi
langrákum. Andlit, framháls og
uppbringa eru með ljósbrúnum
tón, og mun fíngerðari rákum og
ílöngum dílum. A nióurbringu er
eitt af bestu greiningareinkennum
fuglsins á þessum árstíma, þ.e.a.s.
mikill, svartur blettur. Þar aftan
við er litur að mestu hvítur.
A vængjum ofanveróum er
löng og mjó rák, hvít að lit.
Vængendar eru hins vegar rnjög
dökkir, og mióhluti gumpsins
einnig. Alllangur goggurinn er
fölsvartur og örlítið niðursveigó-
ur. Augnlitur er móbrúnn, fætur
svartir.
Varpheimkynnin eru allfiest
lönd umhverfis norðurhvel jarðar,
einkum þar sem votlendi er, nteð
smápollum gjarnan, en samt
einnig í þurru graslendi, bæði hátt
og lágt yfir sjó. Mun hann vera al-
gengasti vaðfugl á Islandi, og er
jafnframt sagður vera algengasti
vaðfugl Evrópu. A Islandi eru tal-
in vera um 300.000 pör, í Færeyj-
um er hann sjaldgæfur, í Bretlandi
og á Irlandi var talið að yrpu
4.000-8.000 pör árið 1976, í V-
Þýskalandi ekki nema 50-70 pör
áriö 1975, í A-Þýskalandi 160 pör
árió 1974, í Danmörku um 600
pör árið 1970, í Noregi um 35.000
pör árió 1979, I Svíþjóð á a.g.
20.600 pör árió 1976, í Finnlandi
150-200 pör árið 1980. Á Spits-
bergen uppgötvaðist fyrst varp
hans árið 1957, og á Bjarnareyju
1970. í Frakklandi (á Brittanníu-
skaga) reyndi hann varp árið 1976
og líklega árið síðar einnig. Að
eitthvað sé nefnt.
Lóuþrællinn er eindreginn far-
fugl, sem kemur til landsins upp
úr miðjum apríl; fyrst sunnan-
lands. Á þessurn árstíma er hann
oft í stórurn hópum á leirum. Auk
hérlendra varpfugla eiga þar í hlut
einnig fuglar af grænlenskum
uppruna, á leið til varpstöóva
sinna. Þeir nefnast á máli vísinda-
manna umferðafarfuglar cða far-
gestir.
Varptími er síðari hluti maí og
fram undir hálfnaóan júnímánuó,
og verpir þessi litli og spaki fugl
>
Lóuþræll í varplandi. Fuglar í náttúru íslands, Mál og mcnning 1987.
um allt land. Hreiðrið, fóðrað strá-
um og mosa, er oftast vel falið í
hávöxnu grasi, og eru eggin yfir-
leitt 4 talsins, breytileg að Iit, en
þó oft mógrá, ólífubrún eða blágrá
að grunnlit, alsett dökkbrúnum
eða gráum blettum og skellum.
Bæöi foreldri sjá um ásetuna, er
tekur 18-22 daga. Ungarnir, sem
eru hreiðurfælnir, verða fleygir
um þremur vikum eftir að komið
er úr eggi. Þeir eru dálítið fölir
ásýndum og einkennalausir, þegar
hér er komið sögu; brúnleitir að
ofan og ljósir að neðan, meö
dökkum rákum.
Að varpi loknu missa kyn-
þroska fuglarnir svarta bringu-
blettinn, og litur hantsins gerist
jafnframt allur miklu ljósari, er að
mestu grár og hvítur. Á þeim tíma
er því erfitt að greina í sundur
ungfugla og fullorðna.
Umferðafuglarnir, sem minnst
var á áður, hafa einnig viðdvöl á
Islandi, eftir varp á Grænlandi
(júní/júlí). Islenskir fuglar bland-
ast svo í þessa hópa, og saman er
lagt upp í flugið til vetrarstöðv-
anna, sent eru að mestum hluta í
NV-Afríku, eða nánar tiltekið á
ströndum Marokkó og Máritaníu.
Ungfuglarnir eru taldir vera eitt-
hvaö seinna á ferð, mestur partur-
inn, a.rn.k. Að vísu náðist merktur
lóuþrælsungi, íslenskur, við
Frakklandsstrendur í júlímánuði
eitt sinn, er bendir til þess, að
hóparnir séu eitthvað blandaðir.
En í september eru allfiestir lóu-
þrælar alla vega horfnir af landi
brott. Einstaka fuglar sjást þó hér
allflesta vetur, á fjörum og sjávar-
leirum.
Aórir lóuþrælar hafa vetursetu
allt frá Bretlandseyjum, og þaóan
með ströndunr Frakklands, Portú-
gals, Spánar og annarra Miðjarð-
arhafsríkja, og allt suður undir
miðbaug. Einnig með strandlengju
Arabíuskagans, allt til Indlands,
og þaóan svo yfir til S-Kína. Er
talið að þeir á a.g. 500.000 lóu-
þrælar er gista Bretland á veturna
komi frá nyrstu varplöndunum, og
séu í raun urn helmingur allra lóu-
þræla í V-Evrópu. Alaska- og
Kanadafuglar hafa vetursetu með
ströndum Bandaríkjanna, Kyrra-
hafs- og Atlantshafsmegin, allt
suóur aö Mexíkó.
Á sumrin nærist lóuþrællinn
einkum á skordýrum, eins og t.d.
mýflugum, en á öðrunt tímum á
fjörudýrum (ormum, marflóm, og
öðrum litlum krabbadýrum).
Um röddina er það að segja, að
hún er á varptíma langdregið, nið-
andi, angurvært vell, en annars
stutt og hátt nasahljóð.
Nafn fuglsins á upphaf sitt í
því, að hann minnir taisvert á ló-
una á varptíma, gulbrúnn aö ofan-
veróu, og svartur mikið til að neð-
anverðu, og sést að auki oft í
fylgd með henni eins og þjónn, lít-
ill og iðinn, og stendur að jafnaói
dálítið hokinn.
Elsti merkti lóuþræll, sem
menn hafa dæmi um, varó 19 ára
og 9 mánaóa gamall.
ISIýkomið
Mikið úrval af gjafavörum
og fallegum vörum til heimilisins.
Munið gjafakörfurnar okkar
fyrir dömur og herra - gjöf sem gleður.
„Picknick" nestiskörfur ~ ómissandi í ferðalagið!