Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 1
Skandia Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 12222 Kristján Jóhannsson og Diddú syngja á tónleikum á Akureyri 12. apríl 1995 - þetta verður „grand“ konsert - konsert undanfarinna ára, segir Kristján Jóhannsson ✓ Igær var ákveðið að Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, syngi á tónleik- um á Akureyri þann 12. apríl á næsta ári, sem er miðvikudagur- inn í dymbilviku. Þetta eru sann- kölluð stórtíðindi fyrir Norðlend- inga og fólk getur strax farið að hlakka til. Kristján sagðist í sam- tali við Dag í gær lofa að þetta yrðu „grand“ tónleikar „Þetta verður óperukonsert með dúettum og aríum, alveg meirihátt- ar bomba. Eg hef aldrei sungið með Diddú, þetta verður í fyrsta skipti. Þetta verður „grand“ kons- ert, þetta verður konsert undanfar- inna ára,“ sagði Kristján kampa- kátur í samtali við Dag. „Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands mun spila undir og mér skilst að hún komi til með að njóta aðstoðar hljóðfæra- leikara úr Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera loksins kontið á hreint. Ég hef lengi verið tilbúinn til þess að koma, en það hefur allt- af eitthvað komið í veg fyrir að það að af tónleikum gæti orðið. En nú er þetta komið á hreint og ég er ánægður meó það. Það er verið að tala um aó tón- leikamir verði í KA-húsinu, en þaó má gjarnan koma fram að mér finnst það mjög viðeigandi að Ak- ureyrarbær taki sig saman í andlit- inu og leggi fram fjármuni til þess að hægt sé að halda tónleikana í Iþróttahöllinni. Ef það verður ekki gert munum við fara í KA-húsið,“ sagði Kristján. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sér um framkvæmd tónleikanna á Akureyri og þeir veróa hluti af tón- leikaröð sveitarinnar á komandi starfsári. Gunnar Frímannsson, for- maður stjómar Sinfóníuhljómsveit- arinnar, sagðist vissulega geta tek- ið undir það meó Kristjáni að stefnt væri að „grand" tónleikum Husavik: Leggjum áherslu á að bæta atvinnuástandið - segir Valgerður Gunnarsdóttir Einar Njálsson, var endur- kjörinn bæjarstjóri Húsvík- inga til næstu fjögurra ára, á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar- stjórnar í fyrradag. Þá var Val- gerður Gunnarsdóttir, sem skip- aði annað sætið á G-lista, kjörin forseti bæjarstjórnar. f bæjarráð voru kjörnir þeir Stefán Har- aldsson, oddviti B-lista, Kristján Heiðarfjallsmálið: Hollustuvernd og Orkustofnun tóku sýni Hollustuvernd og Orkustofn- un tóku sýni á Heiðarfjalli á Langanesi 2. og 3. júní sl. og er nú beðið greiningar á þeim. Eins og fram hefur komið hafa eigcndur Eiðis á Langanesi átt í baráttu við bandarísk stjórnvöld vegna frágangs bandaríkjahers á Heióarfjalli. Málið bar á góma í viðræóum fulltrúa í utanríkismála- nefnd Alþingis við háttsetta emb- ættismenn í Pentagon í Bandaríkj- unum á dögunum. Hr. James Townsend lét þau orð falla að stefna Bandaríkjahers væri sú að skila landi sem hann hefói haft af- not af í ekki verra ástandi en her- inn tók við því. Hr. Townsend haföi góð orð um Heiðarfjallsntál- iö og sagói að niðurstaðna væri fljótlega að vænta. Jón Oddsson, lögmaður land- eigenda Eiðis á Langanesi, segir að beðið sé eftir skýrslum um málið, en einhver fyrirstaða virðist vera í utanríkisráðuneytinu hér heima. óþh Ásgeirsson oddviti G-Iista og Sigurjón Benediktsson oddviti D-lista. Einar Njálsson, bæjar- stjóri, verður að öllum líkindum áfram formaður bæjarráðs. Eins og komió hefur fram, hafa B- og G-listi myndaó meirihluta næsta kjörtímabil. Á fundinum var málefnasamningur flokkanna kynntur og auk þess gcngið frá kjöri í nefndir og stjórnir á vegum bæjarins. Arnfríður Aöalsteins- dóttir, af B-lista, var kjörin fyrsti varaforseti bæjarstjónar og Tryggvi Jóhannsson, af G-Iista, annar varaforseti. Valgerður Gunnarsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, sagði í samtali við Dag, að starfió legðist vel í sig og að hún horll bjartsýn fram á veg. „Ég vona að okkur takist að vinna vel aó okkar stefnumálum og á von á góðri samvinnu meiri- hlutaflokkanna. Atvinnumálin verða fyrirferðarmikil og við leggjum áherslu á að bæta at- vinnuástandið og einn liðurinn í því er að bæta við veiðiheimildir Húsvíkinga. Einnig stefnum við að því að vinna vel með íþróttafé- lögunum og móta heildstæða stefnu í þeim málum.“ Valgerður sagði ennfremur aó stefnt væri aó því að sameina út- gerðarfyrirtækin Höfða og íshaf og Fiskiðjusamlag Húsavíkur á kjörtímabilinu og hún vonaðist til að það gengi eftir. Einar Njálsson, sagði að sér lit- ist prýðisvel á að halda áfram starfi bæjarstjóra og hann átti von á góðu samstarfi á kjörtímabilinu. „Samstarfið á síðasta kjörtímabili gekk einnig mjög vel og ég er mjög sáttur þegar ég lít til baka.“ KK og vænta megi mikillar aösóknar. Stórtónleikar í Laugardals- höllinni í kvöld Kristján Jóhannsson er þessa dag- ana á Islandi. Hann kemur í kvöld fram á stórtónleikum í Laugardals- höllinni með Sinfóníuhljómsveit Islands. „Ég fæ kóngafólkið eins og það leggur sig, ég er auðvitað ánægður meó það. Það er uppselt á tónleikana og þetta verður vonandi mjög gaman,“ sagði Kristján. „Ég mun syngja þekkta óperutónlist, perlur úr heimi óperutónlistarinnar. Það ætti að verða mjög gaman ef vel tekst til. Þetta prógram cr ólíkt því sem ég hef áóur sungið að því leyti að þama er einungis um að ræða óperutónlist,“ sagði Kristján. „Ég er alveg í toppformi og vona að allt gangi vel.“ CBS gerir mynd um Kristján Kristján hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Auk stórtónleikanna í Laugardalshöllinni í kvöld eru sjónvarpsmenn frá CBS-sjónvarps- stöðinni í Bandaríkjunum hér á landi til þess að vinna heimildar- mynd um Kristján. Þeir fylgja stór- söngvaranum austur á Þingvöll og á morgun em þeir væntanlegir norður til þess að mynda hann á æskustöðvunum. Þann 19. júní fylgjast sjónvarpsmennirnir með Kristjáni kasta fyrir lax í Noróurá í Borgarfirði. „Ég ætlaði aó fá þá með mér austur í Laxá í Aðaldal, en þeim fannst það of langt í burtu og of mikið mál,“ sagði Kristján Jóhannsson. . óþh Víst er bráðnauðsynlegt að fara út og viðra hundinn og ekki verra að baða hann í leiðinni, en scnnilega þykir mörg- um þetta ansi kuldalcg sjón því þrátt fyrir sólarglætu hefur lofthiti verið í lægri kantinum. Mynd: Robyn. Klippt á togvíra íslenskra fiskiskipa á Svalbarðasvæðinu: íslensk stjórnvöld reyna samningaleiðina - nokkur norðlensk skip í eldlínu átakanna Nú þegar lýðveldisfagnaður-’ inn nálgast eru íslendingar komnir í „þorskastríð“ við Norðmenn. Síðastliðinn þriðju- dag sauð upp úr á Svalbarða- svæðinu þegar norskt strand- gæsluskip klippti á togvíra Blika EA frá Dalvík, Hegranessins SK frá Sauðárkróki og Hágangs 2 sem er í eigu Úthafs hf., sam- eignarfyrirtækis Vopnfirðinga og Þórshafnarbúa. Skipverjum tókst að slæða trollin upp. Strandgæsluskipið gerði sig einnig líklegt við Stakfell ÞH frá Þórshöfn en við það fóru klipp- umar í hafið. Þá hermdu fréttir að skotið hafi verið úr fallbyssu á togarann Má SH frá Ólafsvík. Fleiri íslensk skip voru á þessum slóðum, t.a.m. Drangey SK frá Sauðárkróki og Rauðinúpur ÞH frá Raufarhöfn. I gær voru öll ís- lensku skipin á leið vestur fyrir Bjamarey og norsk varðskip fylgdu þeim eftir. Aðgeróir Norðmanna hafa vak- ið höró viðbrögó íslenskra útgerð- armanna og útgerðir Blika og Hegranessins hyggjast kæra norsk stjórnvöld fyrir „ofbeldisverk“. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í gær og á blaða- mannafundi sem utanríkisráðhcrra boðaði til í kjölfarið kom fram að íslensk stjórnvöld munu ekki bera fram kröftug mótmæli að svo stöddu þótt þau telji aðgerðir Norómanna ólöglegar. Lýðveldi- safmælið og heimsókn Haralds Noregskonungs munu þarna hafa sitt aó segja. Ríkisstjómin samþykkti í rnars á þessu ári að Island skuli gerast aðili að Svalbarðasamkomulaginu, en aðildarríkin eiga jafnan rétt til að nýta auðlindir á svæðinu. Norðmenn lýstu hins vegar ein- hliða yfir fiskverndunarsvæði 200 mílur út frá Svalbaróa árið 1977 en aðeins Finnar hafa viðurkennt þetta verndunarsvæði. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráóherra, sagói á fundin- um að mcnn ætluðu aó reyna samningaleiðina til þrautar því ís- lendingar vildu ekki magna deil- una við Norómenn. Gangi samn- ingaleiðin ekki upp verði hins vegar væntanlega leitað til Al- þjóðadómstólsins í Haag. Miðstjórn Alþýóusambands Is- lands sendi frá sér ályktun í gær og fordæmir þar harkalega aö- geróir norskra stjómvalda gegn ís- lenskum fiskiskipum við Sval- barða. Miðstjómin telur að lýð- ræðisþjóð eins og Norómönnum sé bctur sæmandi að beita lögleg- um aðgerðum í deilu sem þessari í staó ofbeldis sem hæglega geti stefnt lífi íslenskra sjómanna í hættu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.