Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 16. júní 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 ---LEIÐARI----------------------------------------------------------------- Nýr meirihluti á Akureyri Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjómar Akureyr- sóknarfæra og ekki verður annað skilið af mál- ar sl. þriðjudag var kynnt samkomulag Framsókn- efnasamningi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks arflokks og Alþýðuflokks um meirihlutasamstarf í að það sé ætlunin að gera með atvinnuskrifstofu bæjarstjóm næstu fjögur árin. Á fundinum var sem „sinni þörfum atvinnulífsins og hafi á Jakob Björnsson kjörinn bæjarstjóri, fyrsti pólitiski hverjum tíma tiltækar upplýsingar um stöðu og bæjarstjórinn á Akureyri. horfur í helstu atvinnugreinum í bænum", eins og orðrétt segir í málefnasamningnum. Af málefnasamningnum má ráða að áhersla Eins og títt er um málefnasamninga er ekki meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn er á atvinnu- mikið farið út í útskýringar á því hvernig unnið málin öðmm málum fremur. Þetta kemur ekki á verði að ákveðnum málum, málefnasamningurinn óvart. Atvinnuástandið á Akureyri er slíkt að bæj- er fyrst og fremst stefnuplagg sem flokkarnír aryfirvöld verða að leggja alla áherslu á að bæta munu væntanlega vinna eftir. þar úr. Atvinnumálin eru höfuðverkefnið og bæj- í ljósi úrslita bæjarstjórnarkosninganna á Akur- arbúar krefjast þess að jafnt meirihluti sem minni- eyri var eðlilegt að þeir flokkar sem voru í minni- hluti bæjarstjórnar leggist á eitt við að ráða bót á hluta á síðasta kjörtímabili myndi nú meirihluta í atvinnuleysisvandanum, að svo miklu leyti sem bæjarstjóm. Nú er tími loforðanna liðinn, tími bæjaryfirvöld á hverjum tíma geta haft um það að framkvæmdanna er upp runninn. segja hvort atvinnuleysið er lítið eða mikið. Nýkjörnum bæjarstjóra er óskað velfamaðar í Atvinnuleysið er eins og alþjóð veit ekki bund- starfi. Jafnframt er þess vænst að bæjarstjórn Ak- ið við Akureyri. Þetta er landlægt vandamál sem ureyrar vinni vel og einarðlega að málum. Mörg bæjarstjóm Akureyrar ein og sér getur ekki ráðið stór verkefni bíða og þau verða ekki leyst nema við. Hins vegar getur bæjarstjórn haft fmmkvæði með góðri samvinnu allra sem að stjórn bæjarins að því að leiða saman aðila í atvinnulífinu til nýrra koma. Kvenfélagið Baldursbrá 75 ára - heldur sýningu á munum tengdum starfí félagsins í Glerárkirkju 17. til 19. júní í tilefni afmælisins Kvenfélagið Baldursbrá á Ak- ureyri er 75 ára. I tilefni af þeim tímamótum efna félagskonur til sýningar og kaffisölu í Glerár- kirkju um þjóðhátíðarhelgina og stendur sýningin yfir dagana frá 17. til 19. júní. Sýndir verða ýmsir munir er tengjast sögu fé- lagsins í þrjá aldarfjórðunga og þá einkum munir unnir af fé- lagskonum. Reynt hefur verið að fá muni frá fyrstu árum fé- lagsins auk annarra muna og ætti sýningin því að gefa gott yfirlit yfir áhugamál og félags- störf félagskvenna í þennan tíma. Kvenfélagið Baldursbrá var stofnað í Glæsibæjarhreppi í Eyja- lirði þann áttunda júní árið 1919. Tildrög stofnunarinnar voru þau að á fundi sveitarstjórnar, er hald- inn var skömmu áður, var vakið máls á nauðsyn þcss að til væri fé- lagsskapur er hefói á stefnuskrá sinni að styðja við bak þeirra er við bágindi byggju. Á þeim fundi var skotið saman nokkru fé - um 200 krónurn - er verja skyldi til þessa verkefnis auk þess sem Stefán Stefánsson, bóndi á Hlöó- um, lagði frarn 100 krónur er þótti niikið fé af hendi eins manns á þeim tíma. Fyrstu árin snérist starf félags- ins einkum um þau verkefni er voru hvati að stofnun þess; það er fjáröflun til aðstoðar fátækuni. Var fjármuna meðal annars aflað með hlutaveltum, bögglauppboð- um, samkomuhaldi og kaffisölu. Á samkomum voru oft fengnir fyrirlesarar og jafnvel skcmmti- kraftar. Á þriója starfsári félagsins var hjúkrunarkona ráðin til starfa; Anna Sigurjónsdóttir, er síðar varð húsfreyja og ljósmóóir að Þverá í Öxnadal og kostaði félagið hana til fjögurra mánaða náms- tíma á sjúkrahúsi. Anna starfaði hjá félaginu um þriggja ára skeið en hvarf þá frá störfum. Þrátt fyrir að reynt væri aó fá aóra hjúkrun- arkonu eða aðstoðarstúlku til starfa við aðhlynningu tókst það ekki. Árið 1928 var stofnaóur sér- stakur Systrasjóður innan félags- ins og skyldi félagskonum veitt úr honum ef þörf krefði. Að öllum ólöstuðum settu tvær konur ákveóinn svip á starf félags- ins á fimmta áratugnum. Voru það Jónheiður Eggerz og Halldóra Bjarnadóttir. Jónheiður gegndi formennsku á árunum frá 1941 til 1948 og Halldóra annaðist gjald- kerastörf á þeim tíma. Naut félag- ið frábærra starfskrafta þeirra og reynslu í félagsmálum. Fyrir til- stuðlan Jónheiðar var staðið að mörgum skcmmtunum, þar á mcð- al leiklistarstarfsemi og Halldóra beitti sér mjög fyrir námskciðs- haldi og aukinni þekkingu félags- kvenna. I upphafi sjötta áratugarins var starfsemi félagsins aó mestu bundin við konur í Glerárþorpi er þá tilheyrði enn Glæsibæjarhreppi cn þátttaka kvenna úr sveitinni hafði dregist verulega saman. Verkefnin voru þá einnig farin aö breytast. Á þessum árum voru Lögmannshlíðarkirkju gefnir 20 fermingarkyrtlar og einnig var stutt viö kaup á björgunarskútu fyrir Noróurland - því skipi er síð- ar varð varðskipið Albert. Er kom fram á sjöunda áratug- inn var ákveóið að beina kröftum félagsins aó nýju viðfangsefni; það er stuðningi við þroskahefta einstaklinga og kom sá stuðningur einkum fram vió byggingu vist- heimilisins Sólborgar. Var stofn- aður sérstakur Sólborgarsjóður og voru oft haldnar ákvcðnar skemmtanir til þess að afla honum fjár. Auk fjársöfnunar tóku konur í Baldursbrá að sér að sauma rúm- fatnað fyrir heimilið og héldu skemmtanir fyrir vistfólk að Sól- borg. Um þetta leyti var ákveðió að gefa fólki af báðum kynjum kost á að gerast styrktarfélagar og skyldu árgjöld þess renna til Sól- borgar. Frá þeim tíma haf'a karl- Hluti þeirra muna sem konur í Baldursbrá sýna í Glerárkirkju um hclgina í tilefni af 75 ára afmæli fclagsins. Auk þess inun Sigrún Jonsdóttir, batiklistakona, sýna íslcnska þjóðhátíðarbúninginn síðdcgis alla sýningardagana. Mynd: M menn verið styrktarfélagar í Bald- ursbrá. Ymis önnur mál mætti telja er konur í Baldursbrá létu til sín taka; má þar meöal annars nefna umferð yfir Glerá og byggingu sundlaugar í Glerárhverfi. En bygging kirkju í hverfinu, sem varð hluti af Akureyri er syðsti hluti Glæsibæjarhrepps var sam- einaður Akureyrarbæ á sjötta ára- tungum, var ætíð ofarlega í huga þeirra. Margvíslegan stuðning þeirra við kirkjubygginguna væri of langt að tíunda á þessum vett- vangi en þess má geta að í nóvem- ber 1983 var sr. Pálma Matthías- syni og Unni konu hans boðið ásamt hluta sóknarnefndar og mökum þeirra til fúndar að ræða fyrirhugað samstarf félagsins og kirkjunnar. Sr. Pálmi sagði á þess- um fundi að komið hefði til tals að stofna systrafélag eins og víöa tíðkaðist í öðrum söfnuðum, en fyrst konur í Baldursbrá væru fús- ar til að vinna fyrir kirkjuna væri hyggilegra aó nýta starfskrafta þeirra. Á áttunda áratugnum dró nokk- uð úr almennum áhuga kvcnna á félagsstarfinu. Er það aðeins hluti af þeim tíðaranda er var við líði og einnig breyttum viðhorfum til afþreyingar. Á þessum árum óx kvenfrelsishreyfingunni fiskur um hrygg og nýir miðlar; einkum sjónvarp dró til sín athygli fólks í auknum mæli. Guðrún Sigurðar- dóttir, núverandi formaður félags- ins, sagði að þrátt fyrir þessar utanaðkomandi aðstæður þá hafi góð endurnýjun orðið í félaginu. Fyrir nokkrum árum hafi hópur af ungum konuni gengió í Baldurs- brá og við það hafi meðalaldur fé- lagskvenna lækkað verulega á mjög skömmum tíma. Meðalald- urinn hafi hækkað eitthvað aftur en nú séu konur á öllum aldri starfandi í félaginu. Þá séu karl- menn einnig lélagar; þó aðeins styrktarfélagar en þeir taki þátt í ýmsum viðburðun er félagið standi fyrir. Ferðalög séu til dæm- is ekki síður vinsæl hjá karlmönn- unum en konunum sjálfum. „Okkur fanns tilvalið að minn- ast afmælisins með þessum hætti. Kirkjustarf í Lögmannshlíðarsókn og bygging Glerárkirkju hefur verið mikill hluti af starfi okkar hin síðari ár og því fannst okkur ekki annar staður koma til greina en Glerárkirkja þegar ákveðið var að efna til þessarar sýningar. Með því að safna saman munum frá þriggja aldarfjóróunga starfi fé- lagsins tel ég að við getum gefið fólki tækifæri til að koma í Gler- árkirkju þessa daga; skoða sýning- una, setjast niður fá sér kaffi og spjalla saman. Eg veit að margt verður til að Ieita á hugi manna þessa þjóðhátíðardaga en engu að síður töldum vió sjálfsagt að hetja þessa afmælissýningu okkar á þjóðhátíðardaginn og ljúka hcnni á kvennadaginn,“ sagði Guðrún Sigurðardóttir. I stjórn kvenfélagsins Baldurs- brár eiga sæti auk Guðrúnar Sig- urðardóttur, formanns, þær Gunn- þórunn Árnadóttir, ritari, Kristín Bergsveinsdóttir, gjaldkeri, Katrín Ingvarsdóttir, varaformaður, Sig- ríður Halldórsdóttir, vararitari, Herdís Haraldsdóttir, varagjald- keri og Anna Gréta Baldursdóttir, meðstjórnandi. ÞI Styrkur úr minningar- sjóði Per-Olof For- shell til Akureyrar Kristín Arnadóttir, sænsku- kennari á Akureyri, hefur feng- ið styrk að upphæð þrjú þúsund sænskar krónur úr minningar- sjóði Per-Olof Forshell. Hlut- verk sjóðsins er að styrkja stöðu sænskukennslu á Islandi og menningarsamvinnu milli Sví- þjóðar og Islands. Sjóðurinn var stofnaður áf Riksföreningen Sverigekontakt til minningar um Pcr-Olof Forshell sem var sendiherra Svíþjóðar á ís- landi frá 1987 til dauðadags 1991. Kristín fær styrkinn til að geta tekið þátt í þemanámskeiói hjá Svenska Institutet um þjóðlclag og menningu. Námskeiðið vcrður haldið í Mariefrcd í ágúst nk. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.