Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. júní 1994 - DAGUR - 3 i- FRETTIR 57 fangar á Akureyri á sl. ári Heildarfjöldi fanga í fangelsis- deild lögreglustöövarinnar á Ak- ureyri á siðasta ári var 57, en 64 árið á undan. Þetta kemur fram í skýrslu Fangelsismálastofnunar fyrir síðasta ár. Nokkrir fangar voru gæsluvarðhaldsfangar og fangar sem afplánuðu vararefs- ingu. fésekta. Fram kemur í skýrslu Fangelsismálastofnunar að dagpeningagreiðslur til fanga voru kr. 833.330, en vinnuframlag þeirra felst í því að þrífa klefa og sameiginlegar vistarverur. Við fangelsið starfa fjórir fangaverðir og er einn á vakt hverju sinni. Dúnninn er í minna lagi „Varpið virðist ætla að verða í meðallagi en dúnninn í hreiðrun- um er hinsvegar í minna lagi af hverju sem það stafar,“ segir Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni, í samtali við fréttablaðið Feyki á Sauðárkróki. „Þetta fór frekar seint af stað. Við vorum lengi vel lítið vör við fugl og mað- ur var farinn að halda að varpið yrði lítið þetta árió, en svo kom hann allt í einu upp úr hvítasunn- unni,“ segir Rögnvaldur í Feyki. Örkin hans Nóa gjaldþrota Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðaó húsgagnaverslun- ina Orkina hans Nóa á Akureyri gjaldþrota. Hreinn Pálsson hrl. hefur verið skipaður skiptastjóri. Fyrsti skiptafundur verður 17. ágúst nk. Aðalskipulag Blönduóss auglýst Bæjarstjórinn á Blönduósi og skipulagsstjóri ríkisins hafa aug- lýst eftir athugasemdum um til- lögu að aóalskipulagi Blönduóss 1993-2013. Tillagan liggur frantmi á bæjarskrifstofunni á Blönduósi til 20. júlí nk. Athuga- semdum skal skila á bæjarskrif- stofuna fyrir 3. ágúst 1994. Afli janúar-maí: Ríflega 800 þúsund tonn úr gullkistunni Fiskimiðin eru gullkista íslend- inga og þar geyma þeir gjaldeyr- isforðann og ráðstöfunarféð. Á tímabilinu janúar-maí á þessu ári sóttu þeir samtals 814.119 tonn úr kistu þessari og fiskur sá er tíukrónupeninginn prýðir er þar gjöfulastur. Loónuaflinn á tímabilinu var 545.751 tonn og botnfiskaflinn 238.327 tonn. Togarar höfðtí 125.342 tonn upp úr krafsinu, bát- ar 662.829 tonn og smábátar 25.949 tonn, þar af krókabátar 13.169 tonn. Heildaraflinn á Norðurlandi eystra á umræddu tímabili var 96.385 tonn. Þar af veiddust 64.307 tonn af loðnu, 22.026 tonn af botnfiski, 7.358 tonn af úthafs- rækju og 1.167 tonn af inntjarðar- rækju. Togarar eiga 20.348 tonn af aflanum á Norðurlandi eystra, bát- ar 73.047 tonn og smábátar 2.989 tonn, þar af krókabátar 1.419 tonn. SS. Lýöveldishátíð á Akureyrí 17.-19. júní 1994 í sól og sumaryl DA65KRAIN 17. /UNI Hamarkotsklappir 08.25-08.30 Samhljómur kirkjuklukkna ó Akureyri. 09.00 Fónahylling skáta - Láðrasveit Akureyrar. Blómsveigur lagður að minnis- merki 50 ára lýðveldis á Islandi við fánastöng Akureyrar. 09.10 Þjóðsöngurinn - Kórar Akureyrar- og Glerárkirkna. 09.15 Helgistund - sóknarprestar og kórar Akureyrar- og Glerárkirkna. 09.30 Ættjarðarlög - kórarnir. 09.35 Ávarp - formaður Lýðveldishátíðarnefndar, Sigurður J. Sigurðsson. 09.40 Ættjarðarlög - Lúðrasveit Akureyrar. 09.45 Ávarp Fjallkonunnar - Andrea Ásgrímsdóttir, nýstúdent frá VMA. 09.50 Ættjarðarlög - Lúðrasveit Akureyrar. 09.55 Lok hátiðarsamkomu á Hamarkotsklöppum. Oddeyrarskóli 09.45 Blómabíll og hópakstur Bilaklúbhs Akureyrar. 10.30 Bilasýning opnuð. Listhúsið Þing 14.00-22.00 Ljósmyndasýning Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar „Þá og nú". Þessi merkilega sýning mynda, 50 ára og eldri, ásamt myndum frá þessu ári teknum frá sama sjónarhorni, verður einnig opin 18. og 19. júní. Deiglan, Grófargili 14.00-22.00 Sýning á munum og minjum tengdum Jóni Sveinssyni - Nonna, er opin daglega kl. 14-22 dagana 15.-19. júni á vegum Zontaklúbbs Akur- eyrar. Kvenfélagið Baldursbrá, Glerárkirkju 14.00-19.00 Baldursbrá heldur upp á 75 ára afmæli sitt með veglegri handa- vinnusýningu dagana 17.-19. júni og hlaðborði kl. 15.00-17.00 sömu daga. Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona mun kynna þjóðbúninga sina kl. 15.30. Akureyrarflugvöllur 10.00-17.00 Útsýnisflug 17. júní með Vélflugfélagi Akureyrar frá Akureyrar- flugvelli. Torfunefsbryggja 14.00-18.00 Nökkvi, félag siglingamanna, býður börnum og fullorðnum í stutt- ar siglingar á seglbátum frá Torfunefnsbryggju. Lystigarður Kynnir: Þórey Aðalsteinsdóttir. ■ 14.30 Skrúðganga frá Kaupangi við Mýrarveg niður Þingvallastræti og suður Þórunnarstræti i Lystigarðinn með Lúðrasveit Akureyrar og fánabera í fararbroddi. 14.55 Fallhlífastökkvari lendir með Lýðveldisfánann. 15.00 Ættjarðarlög - Karlakór Akureyrar-Geysir. 15.15 Þjóðdansar - danshópur Norræna félagsins. 15.30 Ávarp - Steinþór Heiðarsson, nýstúdent frá MA. 15.35 Töframaður og eldgleypir frá Bretlandi. 15.45 Gamanþátturinn „Blindi maðurinn og farlama maðurinn" eftir Dario Fo. Sigurþór Heimisson og Dofri Hermannsson. 16.05 Ættjarðarlög - Lúðrasveit Akureyrar. 16.20 Samkomu lýkur i Lystigarði. Göngugatan og Torgið Kynnir: Þórey Aðalsieinsdófíir. 17.00 Eldri blásarasveit Tónlistarskólans. 17.25 Trúður og eldgleypir frá Bretlandi. 17.45 Leikþáttur: Landnemarnir Helgi magri og Þórunn hyrna kynnt á léttu nót- unum - Sigurþór Heimisson og Dofri Hermannsson. 18.00-19.00 Dansleikur á Torginu. Hljómsveitin Amma Dýrunn. 21.00 Léttsveitin i góðri sveiflu. 21.25 Einsöngur - Orn Viðar Birgisson við undirleik Léttsveitar. 21.30 Dansleikur á Torginu - Hljómsveitin Hunang. 22.00 Harmonikuball í göngugötu - 20 manna hljómsveit. 01.00 Dagskrárlok. DAÚSKRAIN 18. jUNI Rangárvellir 10.00 •Fjölskyldurnar fjölmenna að Rangárvöllum til að gróðursetja jafn- margar trjáplöntur og Akureyringar eru, gefnar af Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Þetta fer fram í fallegu gili vestan Giljahverfis, við fjörugan harmonikuleik. 11.00 #Hestamenn kynna glæsilegan nýjan skeiðvöll í nágrenninu. Glerárþorp 13.00 Kassabílarall og skátatívolí í Glerárhverfi, milli Krossanesbrautar, Undir- hlíðar og Skarðshlíðar. Tryggvabraut 16.00 íslandsmeistaramót i spyrnu á Tryggvabraut. Bílaklúbbur Akureyrar sér um mótið. 18.00 Dagskrárlok. DACSKRAIN 19. JUNI Rangárvellir 10.00 •Fjölskyldurnar fjölmenna að Rangárvöllum til að gróðursetja það sem á vantar til að plönturnar verði jafnmargar Akureyringum. Þetta fer fram við fjörugan harmonikuleik. 11.00 Akureyrarkirkja - guðsþjónusta. Kjarnaskógur 12.00 Kvennahlaup Í.S.Í. í Kjarnaskógi. Skráning við Kjarnakot, ásamt afhend- ingu á hlaupabol byrjar kl. 11.00 en verðlaun og svaladrykkur bíða við endamark. 14.30 Drunur úr follbyssum Minjasafnsins minna á hátíðina. 15.00 •Útisamkoma í Kjarnaskógi fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin blásin inn af Blásarasveit æskunnar. 15.30 Fóstrur stýra leikjum og trúðurinn Skralli dansar með. Hestamenn kynna hestaíþróttina og umhirðu hesta. 16.00 Leikþáttur: Landnemarnir Helgi magri og Þórunn hyrna kynnt á léttu nót- unum. Sigurþór Heimisson og Dofri Hermannsson. 16.15 Tjarnarkvartettinn syngur. 16.30 Fóstrur stýra leikjum og trúðurinn Skralli leikur við hvern sinn fingur. 17.00 Bjöllukórinn og gamanmál. 17.30 Skátavarðeldur og leikir. 18.00 Risagrill - Starfsmenn hátíðarinnar kynda 10 grilltunnur á opnum svæð- um, sem verða tilbúnar fyrir gesti að grilla fyrir sig og sína. 19.00 Dagskrárlok. íþróttaskemman 20.30 Tónleikar Blásarasveitar æskunnar með fjölbreyttri dagskrá og frum- flutningi hljómsveitarverks eftir 16 ára Akureyring, Davíð Brynjar Franz- son. Lýðveldishátíðarnefnd býður frítt á tónleikana. • Lýðveldishátíðarnefnd býður eldri borgurum í bíltúr Sérleyfisbílar Akureyrar halda uppi áætlunarferðum á Rangárvelli v/skógræktar og skeiðvallar sem hér segir: 18. og 19. júní farið frá Versluninni Móasíðu kl. 09.30 og kl.l 0.30 og til haka kl. 12.30. Aðrar biðstöðvar eru í þessari röð: Verslunin Síða, Verslunarmiðstöðin Sunnu- hlíð, Esso Veganesti, Glerárgata við VÍS, suðurendi göngugötu, Shell Kaupangi og Brauðgerð Kristjáns Hrísalundi. Þann 19. júní verður far- ið í Kjarnaskóg frá Brauðgerð Kristjáns Hrísalundi kl. 14.30,15.30 og 16.30 og til baka kl. 15.00, 16.00,17.00 og 18.00. Nú er byrjað hjá Brauðgerð Kristjáns við Hrísalund en síðan farið í Verslunina Móasíðu og áætlun fylgt hér að framan. LÝÐVELDISHATIPARNEFND AKUREYRAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.