Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. júní 1994 - DAGUR - 15 HALLDÓR ARINBJARNARSON ÍÞRÓTTl R Þór-Valur í kvöld: Fyrsti leikur ársins á Akureyrarvelli - vinna Þórsarar fyrsta sigurinn? Starfsmcnn Akureyrarvallar hafa síðustu daga kcppst við að undirbúa völlinn og umhverfi hans fyrir átök sumars- ins og í gær voru þeir m.a. að snyrta gangstíginn upp í stúkuna. Völlurinn kemur vel undan vetri og vonast knatt- spyrnuáhugamcnn til að mörkin verði mikið notuð í kvöld. Mynd: jhb Fyrsti leikur ársins á Akureyrar- velli fer fram í kvöld. Þór tekur á móti Val í Trópídeildinni og binda heimamenn vonir við að Þórsliðinu takist að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Leikur- inn er mikilvægur fyrir liðin enda hefur staða beggja oft verið betri, Þórsarar í næst neðsta sætinu eftir flmm umferðir með þrjú stig en Valsmenn í því sjö- unda með fimm stig. Valsmenn hafa tapað síðustu tveimur leikjum og aðeins unnið einn það sem af er tímabilinu. Þrátt fyrir slakt gengi eru margir snjallir leikmenn í liðinu. Má þar nefna helstu stjömu deildarinnar um þessar mundir, Eið Smára Guójohnsen, landsliðsmanninn Guðna Bergsson, Steinar Adólfs- son, Jón Grétar Jónsson, Sigur- björn Hreiðarsson og síðast en ekki síst Lárus Sigurðsson sem lék í marki Þórs sl. tvö sumur. „Við höfum ekki spilað nægi- lega vel og eigum enn eftir að sýna hvað býr í liðinu. Vió ætlum að sýna það á Akureyri og verðum að hafa öll stigin með okkur suð- ur,“ sagði Lárus. Þórsarar ætla sér eflaust að hindra þessi áform Lárusar enda stefna þeir hærra en byrjunin gef- ur til kynna. Þeir sem til þekkja vita aó stemmningin á Akureyrar- velli er allt önnur en á völlum fé- laganna, meó fullri virðingu fyrir þeim, og búast má við Þórsurum ljóngrimmum í kvöld. Því má bæta við aö Þórsarar fá góðan liðsstyrk innan skamms því Arni Þór Arnason kcmur heini frá Bandaríkjunum um helgina og verður til í slaginn í næstu viku. Þá er Hlynur Birgisson farinn að æfa á fullu og er búist vió að hann spili gegn KR á Akureyrarvelli 7. júlí. JHB Eyjólfur Sverrisson: Besiktas og Nice ræða við Stuttgart Viðræður standa yfír milli Stuttgart annars vegar og tyrk- neska félagsins Besiktas og franska félagsins Nice hins veg- ar um kaup á landsliðsmannin- um Eyjólfi Sverrissyni. Eyjólfur hefur fengið tilboð frá báðum þessum félögum og sam- þykkt þau fyrir sitt leyti. Hann segist nú bara sitja og bíða eftir niðurstöðu úr viðræðum þessara félaga við Stuttgart. „Mér líst vel á bæði þessi félög og treysti mér ekki til að gera upp á milli þeirra. í sjálfu sér þekki ég hvorki fótboltann í Frakklandi né Tyrklandi en ég geri ráð fyrir að þaó taki alltaf tíma til að aólaga sig fótbolta í nýju landi, sama hvar það er,“ sagði Eyjólfur. Fleiri félög, bæði innan og utan Þýskalands, hafa sýnt áhuga á að fá hann í sínar raóir eins og fram hefur komið. Þeirra á meóal er eitt í Englandi. „Eg hef ekkert spjallað við þessi félög að ráði. Ég bíð og sé hvaö kemur út úr þcssu,“ sagði Eyjólfur. JHB Ingvar í tveggja leikja bann Ingvar Magnússon, Tinda- stóli, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ t fyrradag. Ingvar fékk leikbannió vegna brottvísunar í leik gegn Skallagrími á Sauðárkróki 10. júní. JHB Jaðar: Mjólkurmót og Jónsmessumót Mjólkurmót verður haldið á golfvellinum að Jaðri dagana 18. og 19. júní. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Aukaverðlaun veröa veitt fyrir að vera næst holu á par 3 brautunum og lengsta upphafshögg á 3. braut, eða Mjólkurbraut. Skráningu lýkur kl. 19 á morg- un. Þá veróur Jónsmessumótið haldið í kvöld og hefst þaó kl. 21. Leiknar verða 9 holur og er búist við miklu gríni og fjöri. JHB Arnarholtsvöllur: Opið kvenna- mótígolfi Opið kvennamót í golfi verð- ur haldið á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal á sunnudaginn. Leiknar verða 18 holur meö og án forgjafar. Veitt verða aukavcrðlaun fyrir bolta næst holu á 3., 5. og 9. brautum. Skráning fer fram í golf- skálanum í síma 61204 kl. 18- 22 á morgun og föstudag og á laugardag kl. 14-19. JHB Akureyri: Verðlaunaafhending vegna lýðveldishlaups í kvöld kl. 19.30 verða fyrstu verðlaunin í lýðveldishlaup- inu afhent í Sundlaug Akur- eyrar. Það er bronsmerki til þeirra sem náð hafa 30 dög- um í hlaupinu. A mánudaginn náðu fyrstu menn þessum áfanga, þeir sem hafa verið með frá byrjun og nýtt sér alla daga. Til að fá bronsmerkið þurfa þátttakend- ur að greiða 100 kr. og fram- vísa skráningarbókum til stað- festingar. JHB íþróttir helgarinnar: Knattspyrna Laugardagur: 1. deild kvenna: Dalvík-Stjaman kl. 16 2. deild kvenna: KS-ÍBAkl. 16 Tindastóll-Leiftur kl. 17 4. deild C: HSÞ-b-Neisti kl. 14 KS-Hvöt kl. 14 Þrymur-Magni kl. 14 SM-Kormákur kl. 14 4. deild D: Einherji-UMFL kl. 14 Sunnudagur: 2. deild karla: Þróttur N.-KA kl. 14 Leiftur-HK kl. 14 3. deild: BÍ-Dalvík kl. 14 Völsungur-Reynir kl. -14 Víðir-Tindastóll kl. 14 Frjálsar Föstudagur: Víðavangshlaup Dalvíkur Sunnudagur: Kvennahlaupið kl. 14. Skúli Ágústsson sigraði í fyrsta Greifamótinu án forgjafar. Golf: Greifamótin hafin Greifamótin í golfi eru hafin hjá Golfklúbbi Akureyrar. Skúli Agústsson hefur tekió forystuna í karlaflokki án forgjaf- ar en hann lék fyrsta hringinn á 38 höggum. Fylkir Þór Guðmunds- son, Egill Orri Hólmsteinsson og Sigurpáll Geir Sveinsson léku allir á 39. Fyrmefndur Fylkir Þór varð í 1 .-3. sæti í karlaflokki með forgjöf á 33 höggum nettó ásamt þeim Garpasund: Tvær úr Óðni til Danmerkur Garpasundsnefnd SSÍ hefur val- ið sjö manna hóp til að taka þátt í garpasundmóti í Henning í Danmörku í lok júlí. Tvær konur úr Sundfélaginu Oðni eru í hópnum, þær Karen Malmquist og Helga Sigurðardótt- ir. Aðrir eru Gunnar Friðriksson, Steingrímur Davíðsson, Halldór Kristiansen, Guðjón Guðnason og Sveinn Þorsteinsson. JHB Axeli Árnasyni og Kristjáni H. Gylfasyni. I kvennaflokki er aóeins leikió með forgjöf og þar sigraði Karó- lína Guðmundsdóttir á 32 höggum nettó en Andrea Ásgrímsdóttir og Halla Sif Svavarsdóttir léku á 37 höggum hvor. JHB □□ ..— _ , ^-'-''@1 “□ *•□■ □□ “□“ a* Mri ’ a p q 17. júní Kaffihlaðborð til styrktar 3.-4. flokks kvenna Þórs í knattspyrnu verður í Húsi aldraðra, ki. 14-18. Verð 500 kr. 10 ára og yngri 200 kr. Allir velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.