Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 16.júní 1994 FRÉTTIR Norðurland eystra: Atvmnuástandið að skána Rósa Kristín og Haraidur Ingi hjálpast hcr að við að sctja upp citt verka hennar. „Sumar 94“ í Myndlista- skólanum á Akureyri Sýningin „Sumar 94“ í Mynd- listaskólanum á Akureyri verður opnuð í dag 16. júní kl. 16:00. Þetta er fjórða sumarið sem slík sýning er sett upp í skólanum og eru að þessu sinni sýnd verk eft- ir átta einstaklinga. Fjórir þeirra eru kennarar við skólann, þau Rósa Kristín, Jón Laxdal, Haraldur Ingi og Helgi Vilberg en hin eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Joris Radema- ker, Hollendingur, búsettur á Ak- ureyri og Nini Tang sein einnig er hollensk en þau tvö síðastnefndu hafa bæði starfað sem gestakenn- arar vió skólann. Sýningin mun standa til 3. júlí og vera opin virka daga kl. 14-18 nema mánudaga og eru allir hjart- anlega velkomnir. Atvinnuástandið batnaði víðast hvar á Norðurlandi eystra í síð- asta mánuði, þó hlutfallslegt at- vinnuleysi mælist þar enn lang- mest landinu, samkvæmt yfírliti frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Meðalfjöldi atvinnulausra þar var um 804 í sl. mánuði eða um 6,5% af áætl- uðum mannafla í kjördæminu en var 7,5% í aprfl sl. Atvinnuástand á Norðurlandi eystra hefur batnað um 10% frá því í apríl en aó meðaltali fækkaði atvinnulausum þar um 95 í maí- mánuði. Atvinnuleysi hefur hins vegar aukist um 39% frá maímánuði í fyrra. A Húsavík og S-Þingeyjarsýslu minnkaði atvinnuleysið um 38% en atvinnulausum fækkaói um 70 að meðaltali og þar voru 117 at- vinnulausir. Atvinnulausum á Ak- ureyri fækkaói um 4% og þar voru 506 atvinnulausir í sl. mánuði. At- vinnuleysiö á Grenivík hefur þó aukist nokkuð og atvinnulausum fjðlgað um 9 að meðaltali, eða 24%. Atvinnulausum körlum hefur fækkað unt 66 að meðaltali en hlutfallslegt atvinnuleysi karla er nú 5,4% á Norðurlandi eystra, sem er það langmesta á landinu, þó það hafi minnkað úr 6,5% frá því í apríl. Atvinnulausum konum hefur fækkað um 29 milli mánaða. Hlutfallslegt atvinnuleysi þeirra er nú 8,1% og er það hlutfallslega hvergi meira á landinu og var 9% í apríl. KK Norðurland vestra: Atvinnuleysi minnkaði um 15% milli mánaða Meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra var 259 í sfð- asta mánuði, eða um 4,9% af áætluðum mannafla í kjördæm- inu en var 5,8% í aprfl. Atvinnu- lausum fækkaði um 43 að með- altali milli mánaða. Atvinnu- leysið minnkaði í heild um 15% frá því í aprfl en jókst um 6% frá maí í fyrra. Atvinnuástandið breyttist víða til batnaðar á Norðurlandi vestra nema á Sauðárkróki, þar sem fjölgaði unt 13 eóa um 24% og á Akureyri: Undirmannað hjá Bifreiðaskoðun Það hefur reynst mörgum erfitt að ná símasambandi við bif- reiðaskoðunina á Akureyri nú síðustu daga. Einn lesandi blaðs- Nýr og breyttur veitingastaður! Opnum 16. júní eftir stækkun Komið og njótið veitinga í fallegu umhverfi Ódýr matseðill Lindin við Leiruveg Þar sem útsýnið er! Opið 9.00-23.30 alla daga ins kvaðst hafa reynt að ná sam- bandi allan mánudaginn og hluta þriðjudags án árangurs. Hann var að vonum orðinn hvekktur á þessu og bað Dag um að kanna hverju þetta sætti. Þorsteinn Friðriksson, stöðvar- stjóri bifreiðaskoóunarinnar á Ak- ureyri, sagöi í samtali við blaðið að ástæðan fyrir þessu væri hversu fáliðaðir þeir væru vegna sumar- fría starfsfólks. „Ekki hefur fengist samþykki frá höfuðstöðvunum í Reykjavík til ráðningar sumarafleysinga- fólks, sem er vissulega slæmt bæði fyrir starfsmenn og vió- skiptavini. Mun fleiri koma líka rneð bílana í skoðun nú en á sama tíma í fyrra, þar sem mæting meó bíla í skoðun seinnihluta vetrar var ekki nógu góð. Um mánaóar- bið er í dag eftir skoðunartíma en fólk hefur hingað til getað fengið tíma innan tveggja vikna,“ sagói Þorsteinn. Dagur hafði samband við Sverri Sverrisson, rekstrarstjóra Bifreiðaskoðunar Islands í Reykjavík, og kvaðst hann ætla að ræða málin við Þorstein varðandi úrlausn vandans. ÞÞ Siglufirði og Seyluhreppi þar sem atvinnulausum fjölgaði lítilsháttar. A Blönduósi og nágrenni fækk- aði atvinnulausum um 19 að nteð- taltali, eða um 29%. Þá fækkaói urn 9 á Hvammstanga, um 6 á Skagaströnd og Hólmavík, 4 á Drangsnesi en minna annars stað- ar. Um 68 eða 26% atvinnulausra voru skráðir á Sauóárkróki og ná- grenni, um 46 eða 18% á Blöndu- ósi og nágrenni, um 41 eða 16% á Skagaströnd en minna en 10% annars staðar. Atvinnuleysi karla mældist 3,8% en var 4,8% í apríl sl. At- vinnuleysi kvenna mældist 6,5% en var 7,5% í mánuðinum á und- an. Atvinnulausum körlum fækk- aði um 27 að meðaltali í maímán- uði en atvinnulausum konunt fækkaðiumló. KK Sparisjóður Svarfdæla: Ætla að mæta til vinnu í íslenska búningnum Starfsstúlkur í Sparisjóði Svarf- dæla á Dalvík ætla að vera þjóð- legar í meira lagi í dag, 16. júní. Þær hyggjast mæta allar sem ein til vinnu í íslenska búningnum. í samtali við eina starfsstúlk- una í gær kom fram aó þeirn þætti tilvalió að hefja lýðveldishátíðina á þennan hátt, sér og viðskiptavin- um sparisjóðins til ánægju. óþh Ólafsfjörður: Kirkjan stækkuð og safnaðarheimili byggt Á aðalsafnaðarfundi Ólafsfjarð- arkirkju í fyrri viku var sam- þykkt að stækka núverandi kirkjubyggingu og byggja við hana safnaðarheimili. Núverandi kirkja, sem fyrir löngu er orðin allt of lítil fyrir söfnuðinn, verður lengd um sjö metra og eftir breytingar má ætla að hún taki allt að 180 manns í sæti. I safnaðarheimilinu er gert ráð fyrir sæti fyrir allt að 150 manns. Áætlaður kostnaður við allar framkvæmdir við kirkjuna er liðlega 50 milljónir króna. Kosið hefur verið í byggingar- nefnd og skipa hana þeir Þorsteinn Bjömsson, Svavar B. Magnússon og Sigurður Björnsson auk for- manns og gjaldkera sóknarnefnd- ar. Stefnt er að því að l'ram- kvæmdum verði lokið fyrir alda- mótin og er miðað viö vígslu á aldamótaárinu 2000. Fanney Hauksdóttir, arkitekt á Akureyri, teiknaði bæói viðbygg- ingu við kirkjuna og safnaðar- heimilið. óþh Þannig sér Fanncy Hauksdóttir, arkitekt, fyrir'sér framhlið kirkjunnar og væntanlegs safnaðarheimilis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.