Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 28. júní 1994 ÍÞRÓTTIR HALLDÓR ARINBJARNARSON Staðan 1. deild karla ÍBK-Fram 2:2 KR-ÍA 0:0 UBK-Þór 1:1 ÍBV-FH 0:1 Valur-Stjarnan 3:2 ÍA 75 2 0 14: 2 17 FH 7511 6: 2 16 KR 7 32 2 11: 3 11 ÍBK 715 1 10: 7 8 Valur 72 2 3 7:13 8 Þór 7 142 10: 8 7 Fram 714211:12 7 ÍBV 7 1 4 2 4: 6 7 UBK 7 1 24 5:19 5 Stjarnan 7 043 5: 1 14 2. deiid karla: KA-Leiftur 1:2 Selfoss-ÍR 1:1 Víkingur-Þróttur N 1:1 Þróttur R-Grindavík 1:0 HK-Fylkir 0:2 Leiftur 650 1 16: 7 15 Grindavík , 6 4 1 1 14: 5 13 Þróttur R 6 4 1 1 10: 3 13 Fylkir 6312 13:11 10 Víkingur 6 231 6: 6 9 Selfoss 6 2 22 6: 9 8 KA 6 2 04 9: 8 6 Þróttur N 6 114 5:11 4 ÍR 6 114 5:15 4 HK 6105 1:10 3 3. deild karla: Dulvík-Tindastóll 1:2 Haukar-Skallagrímur 2:3 Reynir-Fjölnir 1:3 BÍ-Völsungur 0:3 Höttur-Víðir 1:3 Fjölnir 642 012: 614 BI 6411 14: 7 13 Víðir 633 0 15: 9 12 Skallagr. 6 3 12 17: 9 10 Völsungur 6 2 40 10: 5 10 Reynir 63 1 2 9:12 10 Tindastóll 6 1 32 7:13 6 Höttur 6 114 7:12 4 Haukar 60 1 5 5:12 1 Dalvík 6015 9:20 1 4. deild C-riðill: Magni-KS 4:1 Neisti-SM 1:3 Hvöt-HSÞ-b 3:1 Geislinn-Þrymur 4:2 Magni 7 6 0 1 26: 7 18 KS 7 5 1 1 26: 9 16 SM 7 5 1 1 23:10 16 Hvöt 7 5 0218: 815 Kormákur 73 1 3 9:16 10 HSÞb 7 2 0516:25 6 Neisti 7 2 05 9:18 6 Gcislinn 7 115 9:31 4 Þrymur 8 1 07 9:21 3 Knattspyrna, 2. deild karla: Leiftur a toppinn Leiftur frá Ólafsfirði er í efsta sæti 2. deildar karla þegar 6 umferðum er lokið. Eftir tap í fyrsta leik hefur liðið unnið 5 leiki í röð og síðasti sigurinn kom sl. föstudagskvöld á Akur- eyrarvelli þegar KA-menn voru lagðir með 2 mörkum gegn einu. Öll mörkin komu í síðari hálf- leik, í leik sem einkenndist af rigningunni og blautum velli. Fyrri hálfleikur var hcldur tíó- indalítill og fá marktækifæri litu dagsins ljós, en Leiftur var meira meö boltann. Það besta kom á 38. mín. þegar Eggert Sigmundsson, markvörður KA, varói vel í horn og upp úr horninu átti Slobodan Milisic gott skot sem fór naum- lega framhjá. Staðan var því 0:0 þegar flautaö var til leikhlés. Seinni hálfleikur var fjörugri og baráttan meiri. A 59. mín komst Gunnar Már Másson einn inn fyrir vörn KA en Eggert varði vel meó úthlaupi. Mínútu síóar kom hann þó engum vörnum vió þegar Pétur Björn Jónsson skoraói laglegt mark með skalla eftir fyrir- gjöf Gunnars Más. KA náði aö jafna leikinn 12 mínútum síðar. Þórhallur Hinriks- son fékk þá boltann upp hægri kantinn og sendi fyrir markió þar sem Ivar Bjarklind kom á fullri ferö og afgreiddi boltann í netió. Fallegt mark og vel aó því staðið. A 33. mín varói Eggert Sigmunds- son síðan tvívegis og bjargaói KA frá því aö lenda undir aftur. A 82. mín fékk KA kjörið tæki- færi til aó komast yfir. Varamaö- urinn Birgir Arnarsson kom þá upp hægri kantinn og lúmskt skot hans hafnaði í slánni. Fimm mín. síóar kom síöan sigurmark Ólafs- firóinga og þaó gerói Sverrir Sverrisson eftir góðan undirbún- ing félaga sinna. Sigur Ólafsflrðinga var sann- gjarn. Liðió sótti meira í leiknum, var grimmara í flesta bolta og átti fleiri færi. Það var í raun Eggert Sigmundsson, markvöröur KA og þeirra besti maöur, sem sá til þess aö mörkin uröu ekki fleiri. Leift- ursliðió var jafnt í þessum leik enda valinn maður í hverju rúmi. Lið KA: Eggert Sigmundsson, Jóhann Arnars- son, Bjarki Bragason, Ivar Bjarklind, Halldór Kristinsson, Stefán Þóróarson, Bjami Jónsson, Höskuldur Þórhallsson (Birgir Arnarsson 75. mín.) Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Stein- grímur Birgisson og Þórhallur Hinriksson. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Mark Duffi- eld, Gunnlaugur Sigursveinsson, Friörik Ein- arsson, Sigurbjörn Jakobsson, Slobodan Milis- ic, Sverrir Sverrisson, Gunnar Már Másson, Pétur B. Jónsson, Einar Einarsson og Páll Guó- mundsson. Gunnar Már Másson (th.) var sínum gömlu félögum í KA erfiður og átti stóran þátt í mörkum Leifturs. Hér er hann í baráttu við Bjarka Bragason, varnarmann KA, en Gunnar og félagar sitja nú í efsta sæti 2. deildar karla. Mynd: Robyn. Knattspyrna, 4. deild C-riðill: Magni í efsta sætið Magni skaust í efsta sæti C-rið- ils 4. deildar karla með sigri í uppgjöri toppliðanna um helg- ina. Þar mættust Magni og KS og endaði leikurinn 4:1. SM er Knattspyrna, 3. deild karla: Völsungar lögðu toppliðið einnig á mikilli sigurbraut og þá vann Geislinn sinn fyrsta sigur í sumar. Leikur Magna og KS var jafn- ari en tölurnar gefa til kynna. Magni komst í 1:0 um miðjan fyrri hálfleik en þegar um 15 mín. voru til leikshlés komu 3 mörk á 5 mín kafla og staðan því 4:0 í leik- hléi. Þarna voru á ferð Ingólfur Asgeirsson 2, Bjarni Askelsson og Stefán Gunnarsson. Steingrímur Örn Eiösson minnkaói niuninn. Þórir Þórisson minnkaöi muninn. SM, sem lagói HSÞ-b 5:2 um miöja síðustu viku í frestuóum leik, vann 3:1 sigur á Neista á Hofsósi. Leikurinn var í járnum en gestirnir nýttu færi sín afar vel. Guðmundur Guómundsson skor- aði fyrir SM í fyrri hálfleik en Magnús Jóhannesson jafnaði í síð- ari hálfleik. Þá geröi SM út um leikinn með mörkum Magnúsar Skarphéöinssonar og Donalds Kelley. - Tindastóll hafði betur í Norðurlandsslagnum á Dalvík Völsungar frá Húsavík gerðu góða ferð til ísafjaröar sl. föstu- dag þar sem heimamenn í BÍ, topplið 3. deildar karla, var lagt að velli 3:0. Á sama tíma mætt- ust Tindastóll og Dalvík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Norðurlandsslagnum. Þar höfðu Stólarnir betur, 2:1. Að 6 umferóum loknum eru nýliðamir í 3. deild, Fjölnir, í toppsætinu með 14 stig. Deildin er afar jöfn og aðeins munar fjórum stigum á liðinu í 1. og 6. sæti. Völsungar styrktu stöðu sína veru- lega með sigrinum um helgina en sama er ekki hægt að segja um Dalvík sem er á botninum sem fyrr. Þessi lið mætast einmitt um næstu helgi. Tæpt hjá Stólunum Segja má að sigur Tindastóls á Dalvík hafi komið á síðustu stundu. Dalvíkingar jöfnuöu leik- inn 5 mín. fyrir leikslok en gest- imir náðu aó knýja fram sigur þegar aðeins 2 min. voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn tók nokkuð mið af aóstæðum sem ekki voru upp á það besta. Dalvíkingar voru meira með boltann allan leikinn en náöu ekki að skapa sér veruleg færi í fyrri hálfleik. Þá náði hins vegar Björn Sigtryggsson að koma Tindastól yfir, 1:0. í síðari hálfleik fengu heimamenn hættuleg færi sem ekki nýttust fyrr en 5 mín fyr- ir leikslok að Garðar Níelsson jafnaði metin. Leikurinn var ekki búinn því skömmu seinna skoraði Gunnar Gestsson sigurmark Tindastóls, 2:1. „Eg var mjög ánægður með sigurinn, ekki síst í ljósi þess hvemig leikurinn þróaðist undir lokin þegar þeir ná að jafna. Ég vona að leiðin liggi upp á við úr þessu því ég er að fá menn úr meiðslum og við förum því von- andi að hala inn eitthvað af stig- um,“ sagði Ámi Stefánsson, þjálf- ari Tindastóls. Þetta var fyrsti sig- ur liðsins í sumar. Toppliöinu skellt „Þetta var mjög kærkomið. ísfírð- ingamir eru nokkuó sterkir og ekki auðveldir heim að sækja," sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson, þjálfari Völsungs sem lagði BÍ 3:0 á ísafirði. Að hans sögn var þetta sigur sem byggðist á liðsheildinni og menn hafí gert það sem fyrir þá var lagt. Fyrri hálfleikur var markalaus þar til um 5 mín. voru til leikhlés. Aðalsteinn tók þá homspymu og Baldvin Viðarsson skallaði í netið. Þá höfðu heimamenn reyndar fengið dæmda vítaspymu sem þeir misnotuöu. í síðari hálfleik þyngdist sókn Húsvíkinga og eftir um 15 mín. leik skoraði Arngrím- ur Arnarson annað mark Völsungs og Jónas Hallgrímsson bætti því 3. við skömmu síóar. „Deildin er mjög jöfn og verð- ur að ég held galopin í allt sumar. Við erum, eins og flest lið á Norð- urlandi, seinni í gang en sunnan- liðin en vonandi er liðið nú komið á sigurbraut,“ sagði Aðalsteinn. Hvöt var með töglin og hald- irnar í leiknum við HSÞ-b sem endaói 3:1. Oll mörkin komu í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Sveinbjörn Ásgrímsson 3 afar glæsileg mörk fyrir Hvöt áður en Geislinn vann fyrsta sigur sinn í sumar er liðió lagói Þrym 4:2. Orri Hreinsson skoraði bæói mörk Þryms úr víti en Ólafur Númason 2 , Arni Brynjólfsson og Smári Jó- hannsson fyrir Geislann. Knattspyrna, 2. flokkur: Sigur Þórs - en stórtap KA Þór og KA léku bæði fyrir sunn- an í 2. aldursflokki karla um helgina. Þór vann góðan sigur á Stjörnunni 3:1 en KA mátti sætta sig við 1:7 tap á móti KR. KA átti við ofurefli að etja eins og tölumar sýna. Staóan í leikhléi var 5:0 og 7:1 í leikslok. Sigurgeir Finnsson skoraði mark KA. Þór vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 3:1. Bjarni Guð- mundsson kom Þór í 1:0 fyrir hlé en Stjarnan jafnaði í síðari hálf- leik. Bjarni kom þá Þór aftur yfír og Eiður Pálmason tryggói 3:1 sigur Þórs. Gestirnir voru mun sterkari aðilinn á vellinum og fengu að auki 3-4 dauðafæri. Þegar hálf mínúta var eftir var brotió illa á Þórsaranum Elmari Eríkssyni. Hann tók aukaspyrnuna strax en boltinn hafnaði í einum Stjörnumanni. Fyrir þetta fékk Elmar að líta rauóa spjaldið. Ei- ríkur Eiríksson þjálfari var ckki sáttur við gang mála og lét það berlega í ljós en fékk þá einnig rautt spjald. „Ég var mjög ánægð- ur með leikinn sem slíkan en varðandi dóminn undir lokin þá var þetta í stuttu máli sagt fárán- legt,“ sagði Eiríkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.