Dagur - 28.06.1994, Síða 15
MINNINC
Þriðjudagur 28. júní 1994 - DAGUR - 15
4Í* Jón Bakkmann J
múrarameistari
onsson
Fæddur 11. september 1910 - Dáinn 10. júní 1994
Mágur minn, Jón Bakkmann Jóns-
son, lést á sjúkradeild dvalarheim-
ilisins Hlíðar á Akureyri, föstu-
daginn 10. júní sl.
Jón var Skagfirðingur aö ætt,
fæddur að Bakka í Viðvíkursveit,
sonur Jóns Björnssonar bónda og
sýslunefndarmanns og konu hans
Jóhönnu Guðrúnar Guðmunds-
dóttur.
Jón var fimmti í aldursröð sjö
barna þeirra hjóna. Af systkina-
hópnum eru nú aðeins þrjú á lífi:
Guðmundur og Ingibjörg Sigrún,
sem búa saman í Reykjavík, og
Björn, prestur á Húsavík.
Þau Ingibjörg Sigrún og Björn
áttu þess kost að fylgja bróður sín-
um til grafar.
Strax og börnin höfðu aldur til
þurftu þau að leggja sitt af mörk-
um við bústörfin.
A stóru heimili var margt að
starfa. Auk venjulegs landbúnaóar
var sjávarfangs aflað úr firðinum
og æðarvarp nytjað.
Jón vandist því fljótt fjölbreytt-
um störfum sem kröfðust dugnað-
ar, aðgæslu og vandvirkni. Sá lær-
dómur nýttist honum ævina á
enda.
Sem ungur ntaður vildi hann
afla sér menntunar. Hálfan vetur
var hann við nám hjá Lárusi Arn-
órssyni í Miklabæ, og tvo vetur í
íþróttaskólanum í Haukadal, sem
var mjög virtur skóli fyrir unga at-
gervismenn.
En nám kostaói peninga, og þá,
eins og oft síðan, var sjórinn lík-
legastur til að láta drauma manna
um miklar tekjur rætast.
En draumar geta líka breyst í
martraðir.
Sem tvítugur hraustur maður
réð Jón sig á bát í Keflavík. Þar
veiktist hann af hörgulsjúkdómn-
um Beriberi sem lék hann svo
grátt að heim að Bakka kom hann
um vorið þreklaus sjúklingur sem
varla gat staóið hjálparlaust í fæt-
urna. En heilsan kom smátt og
smátt aftur, og næsta vetur réði
hann sig sem landmaður við bát í
Sandgerði. Næstu tvö sumur var
hann á síld fyrir Norðurlandi á
mb. Höskuldi.
Að seinna síldarsumrinu liðnu
lluttist Jón til Akureyrar og festi
þar rætur. Þó átti bernskuheimilið
og fæðingarstaðurinn Bakki svo
mikil ítök í huga hans að hann tók
sér ættamafnið Bakkmann.
Fyrstu árin bjó hann hjá Jó-
hönnu systur sinni og Tryggva
Gunnlaugssyni manni hennar.
Vann ýmsa tilfallandi vinnu og
aflaði sér jafnframt reynslu og
þekkingar. Las ætíð mikið og kom
sér upp góðu bókasafni.
Arió 1936 fór hann á vélstjóra-
námskeið og lauk vélstjóraprófi.
Arið J938 hóf Jón nám hjá
Gaston Asmundssyni múrarameist-
ara. Lauk því námi 1942 og geró-
ist strax félagi í Múrarafélagi Ak-
ureyrar og var um tíma gjaldkeri
félagsins.
Síðar félagi í Meistarafélagi
byggingarmanna á Norðurlandi.
Jón stóö fyrir byggingu margra
húsa á Akureyri og nágranna-
byggðarlögum, t.d. fyrsta húsi Út-
gerðarfélags Akureyringa, fyrri
hluta Heimavistarskólans á
Laugalandi á Þelamörk og Félags-
heimilis á Hrafnagili í Eyjafirói.
Jón var harðduglegur, vand-
virkur og samviskusamur iðnaðar-
maður sem gott var aó leita til
með lítil verk eða stór og vildi
gjarnan leysa hvers manns vanda.
Hann náói góðunt tökum á að
múra innan katla í verksmiðjum,
verk sem var mjög erfitt og
vandasamt. Til hans var leitað
með slík verk víða að af landinu.
Vinna múrara hefur ætíð verió
erfið, ekki síst meðan fátt hjálpar-
tækja var til að létta þeim störfín,
eins og var á mestöllum starfstíma
Jóns Bakkmanns.
Atvinna var mjög mikil á
stríðsárunum og lengi síóan og oft
reynt á þrekiö til hins ýtrasta.
Þó Jón hætti að taka aö sér verk
sem taka átti greiðslu fyrir sá hann
ekki eftir sér að leggja hönd á
plóg vió góð málefni.
Þess naut t.d. bygging Náttúru-
lækningafélags Akureyrar í
Kjamaskógi þar sem hann vann
ótrúlega mikið sjállboðastarf við
múrverk o.fl. og sýndi þar vel hug
sinn til félagsins.
Eitt þeirra húsa sem Jón byggði
var Grænagata 2 á Akureyri.
Sjálfur átti hann aóra hæóina
og bjó þar einn uns hann kvæntist
systur minni, Svanhildi Þorsteins-'
dóttur frá Litlu-Hámundarstöðum
á Arskógsströnd 18. september
1961.
Þá fyrst hófust kynni okkar
Jóns. Þau voru að vísu stopul
fyrstu árin vegna fjarveru hans viö
vinnu þegar ég, utanbæjarmaður-
inn, átti leið í bæinn.
Þó skynjaði ég fljótt traustleika
þessa hávaðalausa manns sem
sýnilega vildi og gat búið systur
minni og tveim yngstu dætrum
Þjófstartað í Deiglunni
Jazzáhugamenn á Akureyri
og í nágrannasveitum sem
og gestir hafa ástæðu til þess
að hlakka til sumarsins. Sam-
kvæmt dagskrá Listasumars 1994,
verða jazztónleikar alla fimmtu-
daga vel fram í ágúst, þar sem
fram munu koma ýmsir fremstu
jazztónlistarmenn hér á landi,
nokkrir erlcndir aðilar og einnig
heimamenn. Hér veróur um ger-
breytingu að ræða. Lengi hefur
ckki verið nein regluleg starfsemi
af þcssu tagi í höfuðstað Norður-
lands, heldur nánast uppákomur.
Vonandi er hér ckki bryddað upp
á einungis tímabundnu fyrirbæri,
heldur verið að stíga fyrstu skrefin
í því aó gera flutning tónlistar á
jazzsviði aö föstum lið í tónlistar-
lífi bæjarins.
Jazzkvöldin á fimmtudögum í
Deiglunni áttu ekki að hefjast fyrr
en fimmtudaginn 30. júní sam-
kvæmt dagskrá Listasumars 1994.
Ymsum þeim, sem hvaó mesta
rækt hafa lagt við jazzinn á Akur-
eyri á undanförnum árum, þótti
rétt að gefa forskot á sæluna. Því
var það, að Gunnar Gunnarsson,
píanóleikari, Jón Raínsson, bassa-
leikari, og Arni Ketill Friðriksson,
trommuleikari, í tríóinu Skipað
þeim, fengu til liðs við sig saxó-
fónleikarann Sigurð Flosason og
efndu til tónleika í Deiglunni
fimmtudaginn 23. júní undir hcit-
inu Þjófstart.
Tónleikarnir voru hinir ánægju-
legustu. Sigurður Flosason fór
víðast á kostum. Það er engum
blöóum urn það að fletta, að hann
er í fremstu röð saxófónlcikara hér
á landi, ef ekki einfaldlega frcmst-
ur. Tæknilegt vald Sigurðar á
hljóðfærinu er glæsilegt og beiting
þess í túlkun ekki síður. I öllum
lögunum, sem tekin voru til yfir-
vegunar á tónleikunum brá fyrir
fögrum hlutum sem fjölgaði eftir
því sem á leið tónleikana og hiti
jókst í leiknum. Nefna má til
dæmis stórgóðan leik í laginu
TÓNLIST
HAUKUR ÁCÚSTSSON
SKRIFAR
„Body and Soul“, sem Sigurður
hóf á kröftugum innleik, en beitti
síóan skáldlegum tilþrifum í meg-
inhluta af mikilli natni. Ekki var
síðri túlkunin á „In a Sentimental
Mood“, þar sem Sigurður vafði
innhverfa laglínuna í tilfinninga-
ríkar flauelsumbúðir. I nokkrum
lögum gaf Sigurður sér lausan
tauminn og sýndi stórgóóa takta í
hröðum spuna, sem þó aldrei fór
út í marklausa brotna hljóma eóa
fingraæfingar. Sem dærni um
þetta má taka kröftugan glæsileik í
Íögunum „What is this Thing
Called Love“ og „Softly as in the
Morning Sunrise“, þar sem bein-
línis gneistaði af saxófóninum í
kröftugum blæstri, leiftrandi finii
og músíkölskum innblæstri.
Þeir félagar Gunnar Gunnars-
son, Jón Rafnsson og Arni Ketill
Friðriksson studdu jafnan vel við
leik Sigurðar Flosasonar. Árni
Ketill var öruggur á trommunum.
Hann hélt traustum takti rneð hóf-
legum tilþrifum og lék ætíð af
þcirri hógværð, sem er ein helsta
prýði hvers trommuleikara í jazzi.
Vel mætti hann þó beita sér nokk-
uð meira á stundum, þar sem hann
er vafalaust vel fær um þaó.
Gunnar Gunnarsson fyllti vel í
hljóma, en var nokkurn tíma að
losa um hömlur sínar. Þaö gerði
hann þó skemmtilega, er að lokum
leið og sýndi snjalla og lipurlega
hluti í lögunum „Thcre Will Ne-
ver Be Another You" og „Softly
as in the Morning Sunrise“, þar
sem hann var sem leystur úr læó-
ingi og gerði verulega fallega. Jón
Rafnsson tók nokkur sóló á
kontrabassann, en þau voru flest
mcst sent atrennur, vegna þess,
hve miklu of stutt þau voru llest.
Það var ekki meira en svo að hann
væri kontinn af stað mcð hug-
myndir, þegar lauk. Þá var stíf-
punktering nokkuð áberandi, en
hún fer ekki alls kostar nógu vel í
jazzi sé henni beitt um of.
Orðabókarskilgreining orðsins
„þjófstart“ er: „Rangt, of fljótt
viðbragð í upphafi keppni.“ Víst
var fyrr af stað farið í röð jazz-
kvölda, sem auglýst hafði verió,
en rangir voru tónleikar Sigurðar
Flosasonar og félaganna í Skipað
þeim engan veginn, né heldur á
röngunt tíma. Þeir voru vel frarn-
reiddur forsmekkur þess, sem
verður í boði á þessu sumri:
Góðra jazzkvölda, góðra lista-
manna og glaðra áheyrcnda.
hennar frá fyrra hjónabandi, gott
heimili.
Eg komst að áhuga hans á góð-
um bókum, fallegri tónlist og
söng.
Ungur hafði hann haft góöa
söngrödd og gat leikið á hljóðfæri
sér og öðrum til ánægju. í harm-
óniku og munnhörpu greip hann á
góðunt stundum fram á síðustu ár.
Hann átti einnig góð hljómplötu-
og frímerkjasöfn.
En árin koma hvert í annars
slóð, færa okkur yndisstundir og
gleði, eða erfiðleika og sjúkdóma.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Jón þess meins sem varð honum
yfirsterkara aö lokum. Æórulaust
tók hann því sem að höndum bar.
Kvartaði ekki, gerði frekar
góólátlegt grín aó sjálfum sér,
enda oft grunnt á gamanseminni
þó lítið bæri á.
Síöustu árin, cftir 30 ára sam-
búð, dvöldu Svanhildur og Jón í
Dvalarheimilinu Hlíð og nutu þar
góðs atlætis sem Jón var nijög
þakklátur fyrir og Svanhildur nýt-
ur enn.
Jón Bakkmann var jarósettur
frá Akureyrarkirkju 20. júní sl.
Kvaddur al' mörgum vinurn og
venslafólki með hlýhug og þakk-
læti fyrir langa og trausta sam-
fylgd.
Góðs manns er gott að minnast.
Sigfús Þorsteinsson.
KA heimilið
við Dalsbraut, sími 23482
tV Nýjar perur.
Munið ódýru morguntímana.
•wr Ný frábær vatnsgufa.
☆ Komið og fylgist með ungu og efnilegu afreksfólki
við leik og störf í góða veðrinu.
Ódýrir tímar í stóra íþróttasalnum í sumar.
Til sölu
eftirtalin tæki í eigu Ræktuna-sambands Norð-
ur-Þingeyinga:
1. Caterpillar D-5 jarðýta með ripper, árg. 1974.
2. Jarðvinnsluherfi.
3. Komatsu PC-200 beltagrafa, árg. 1982.
4. Man 26280 dráttarbíll, 3ja drifa, árg. 1978.
5. Vélavagn, sem ber allt að 22 tonn.
Þeir sem áhuga hafa á að kaupa ofangreind tæki
sendi inn skriflegt tilboð í síðasta lagi mánudaginn
5. júlí nk.
Stjórn Ræktunarsambands N.-Þing. áskilur sér rétt til
að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Björgvinsson í
síma 96-52314.
Utanáskriftin er:
Ræktunarsamband Norður-Þingeyinga
Akurgerði 7, 670 Kópaskeri.
Æ
J ‘■■j Í;
Q?
Svæðisskipulag
miðhálendisins
Samvinnunefnd um svæóisskipulag miðhálendisins
vinnur nú að gerð skipulagsstillögu fyrir allt miðhálendi
íslands. Nefndin auglýsir hér með eftir hugmyndum
hagsmunaaðila að nýtingu eða skipulagi á svæðinu í
heild eða einstökum hlutum þess. Með hagsmunaaóil-
um er átt við alla notendur svæðisins, s.s. sveitar-
stjórnir, stofnanir, félög og félagasamtök auk einstakl-
inga.
Hugmyndum skal skilað skriflega fyrir 4. ágúst 1994,
merktum „Miðhálendid“, til Skipulags ríkisins, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag
miðhálendisins.
Skipulagsstjóri ríkisins.