Dagur - 08.07.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 08.07.1994, Blaðsíða 11
DAC DVE LJ A Föstudagur 8. júlí 1994 - DAGUR - 11 Stjörnuspá eftir Athenu Lee Föstudagur 8. júlí (Vatnsberi A (20. jan.-18. feb.) J Þetta veröur sannkallaður happa- dagur því áhætta sem þú tekur mun skila sínu til baka. Þú gerir ábatasamar áætlanir í dag. (Fiskar (19. feb.-20. mars) J Mat þitt á aðstæðum er óljóst vegna ónógra upplýsinga eða við- horfa annarra. Mikið óöryggi ein- kennir þennan dag og þú skalt vara þig á nýjum vinum. (Hrútur 'N (21. mars-19. apríl) J Þú ert í einhverri óvissu varðandi ákveðið málefni og þínir ná- komnu finna mjög fyrir þessu. Þetta lagast þegar líður á daginn. Happatölur: 8, 13, 33. (Naut ^ (20. apríl-20. maí) J Það getur verið dýrkeypt aö vera of óþolinmóður svo ef þú þarft að taka ákvörðun skaltu bíða með það þar til allar staðreyndir koma í Ijós. (/jk/jK Tvíburar ^ (21. maí-20. júní) J Það er mikill erill í kringum þig svo ef þú þarft að vinna ná- kvæmnisverk skaltu loka þig af. Fjölskyldulífið horfir til hins betra. ( W* Krabbi ^ V^ VJNc (21. júní-22. júlí) J Þú ert viðkvæmur og átt til að mikla vandamálin fyrir þér. Leit- aðu eftir félagsskap góðra vina. Ferðalag er hugsarilega fyrirsjáan- legt. (Ijón ( V/V*TV (23. júli-22. ágúst) J Gættu ab því hvað þú segir og við hvern því hætta er á ab rangt verði haft eftir þér. Kringumstæð- ur gera að verkum ab þú finnur fyrir streitu. (jtf Meyja A y (23. ágúst-22. sept.) J Þú ert umhyggjusamur að eðlis- fari og þessi eiginleiki þinn nýtur sín vel í dag hvab rómantík snert- ir. Þá fer ab lifna yfir félagslífinu bráblega. ÍÉÍ- (23. sept.-22. okt.) J Á næstunni munu hversdagsverk- in þurfa ab víkja fyrir nýrri starf- semi af einhverju tagi. Okunnugt umhverfi setur mark sitt á daginn. (XMC. Sporðdreki^V rmC (23. okt.-21. nóv.) J Þér leiöist því hversdagsverkin eru farin ab þreyta þig. Reyndu að breyta til því annars mun skap þitt bitna á öðrum sem ekki eiga þab skilið. (Bogmaður 'N \r5lx (22. nóv.-21. des.) J Gættu þess að sökkva þér ekki svo niður í ákveðið vandamál að ekk- ert annab komist að hjá þér. Reyndu ab breyta til í kvöld og létta þér upp. (Steingeit 'N V^lTT) (22. des-19. jan.) J Ef þú verður beðinn um að gera einhverjum greiða í dag skaltu ekki búast vib þakklæti. Það getur meira búib undir en virðist vib fyrstu sýn. Á léttu nótunum Próf í steinafræbi Karl kennari var að prófa dreng í steinafræbi og spurði meöal annars um einkenni silfurbergs. Drengurinn vissi lítið um þau. Þá tekur kennarinn silf- urbergsmola og lætur drenginn horfa á sig í gegnum hann og segir: -Sýnist ybur ég nú ekki vera tvöfaldur? -Nei, segir strákur, -þér eruö einfaldur. Afmælisbarn dagsins Orötakiö Þreyja þorrann og góuna Merkir að bíða. Þorri og góa eru tveir vetrarmánubir eftir hinu forna tímatali (frá miðjum janúar fram í mibjan mars). Orbtakið merkir í raun að bíða um tveggja mánaba skeib. Vart verbur talsverðra breytinga á félagslífi þínu á árinu og þú munt líklega hitta mikið af nýju fólki. Metnaðarfull naut ná langt og taka á sig meiri ábyrgð. Þá færbu gott tækifæri til ab bæta fjárhag þinn á árinu. Þetta þarftu ab víta! Vandamál Olæsi verbur sífellt algengara í heiminum. Árið 1987 var talið að 890 milljónir manna kynnu hvorki að lesa né skrifa. í þessum hópi voru konur í meirihluta eða 63%. Spakmæli Sjálfsstjórn Þú getur aldrei rábið yfir minna ríki né heldur stærra en sjálfum Þer- (Leonardo da Vmci) &/ • Hólshreppur fcins og fram hefur komið var Rögnvaldur Skíði Friö- björnsson, úti- bússtjóri KEA á Dalvík, ráðinn bæjarstjóri Dal- víkinga næstu fjögur árin. Rögnvaldur Skíði er Svarfdælingur í húð og hár, frá Hóli í Svarfaðardal. Svo skemmtf- lega vill til að bróðir hans, Atli Friðbjörnsson, er oddviti hrepps- nefndar Svarfaðardals og þar með framkvæmdastjóri sveitar- félagsins. Nú segja gárungarnir á Dalvík og í Svarfaöardal að ekk- ert sé því til fyrirstöðu að sam- eina þessi tvö sveitarfélög í eitt, en þau voru skilin að árið 1945. Og hvað skyldu gárungarnir leggja til að þetta nýja samein- aða sveitarfélag heiti; jú, auðvit- að Hólshreppur! • Ovenjulegt fréttabréf Eitt sérkenni- legasta frétta- bréf sem borist hefur inn á rft- stjórn Dags í háa herrans tíð nefnist Poly-lce - fréttabréf ). Hinrikssonar hf. í Reykjavík, sem selur m.a. toghlera í skip. Ábyrgbamaöur fréttabréfsins. er sjálfur „boss- ínn", Jósafat Hinriksson. Grípum nibur í skrif hans: „Þeir umboðs- aðiiar í ísfelli eru þrautseigir vib að smeygja sínum söluaðferbum í blöbin „Ur verinu" og Fiskifrétt- ir. Þar er tekið á móti þessum skrifum þeirra elns og hellögum sannleika. Það er margt sem ég get skrifað um þessa hvítu lygi, það er ekki allt satt sem sagt er. B/v Siglir. )ú, þeir komu frönsk- um hlerum inn á þá þegar þeir hófu veiöar í maímánuðl í úthaf- skarfanum. Út á mibin var hald- ib. Hlerarnir flæktust í trollinu, það hengilrifnaði. Það gekk illa ab kasta þeim. Togarinn þurfti að halda í land, fleiri hundruð sjómílur." Svo mörg voru þau orð. Hér er ekkert verib að taka neinum vettlingatökum á samkeppnisað- ilanuml • Slæmir fréttalesarar Jósafat kemur víba við í fréttabréfinu og sumt á haria lítið skylt við toghlera. Til dæmis fjallar hann í löngu máli um fréttalestur í íslenskum útvarps- stöðvum sem hann gefur ekki háa einkunn. Hins vegar er Jósa- fat ánægbur með færeyska fréttalesara: „Færeysku þulirnir lesa mjög greinilega fréttir. Þeir vanda einnig mjög mál sitt. Þetta á sériega við um fréttales- ara í færeyska útvarpinu sem lesa fréttirnar frá mlðjum degl og fram á kvöld. Þeir lesa mjög ákveðlð og skýrt. Á ég t.d. mun betur meb ab ná færeysku frétt- unum en þeim íslensku f íslensku útvarpsstöbvunum." Umsjón: Óskar Þór Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.