Dagur - 08.07.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 08.07.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 8. júlí 1994 - DAGUR - 3 Utvegur 1993 er kominn út: Síðasta ár annað mesta aflaár íslandssögunnar - þorskafli enn minnkandi og verð lækkandi - loðnan hefur mest áhrif á aflamagnið Útvegur 1993, rit Fiskifélags ís- lands er komið ut. Þar kemur m.a. fram að heildarafli iands- manna á síðasta ári að undan- skildum veiðum á fjariægum miðum, var 1.700 þúsund tonn og var árið þannig annað mesta aflaár Islandssögunnar, sé eingöngu litið á heildarafla- magn. Verðmæti heildaraflans var 49,5 milljarðar króna. Um 55% aflans var loðna, enda hefur loönuafli langmest áhrifin á heildaraflamagn ár hvert en verð- mæti loðnuaflans nam einungis 7% af verómæti heildarafla. Þorskafli er enn minnkandi milli ára og verð er einnig lækkandi. Ysuafli hefur aukist en verð er lægra en það hefur verið á seinni árum. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hcfur borist erindi frá Jóni Amjrórssyní, Kamba- gerði 7, þar sem hann kynnir hugmynd sína um að á Akur- eyri verði komið upp „Litla ís- landi“ til afþreyingar fyrir heimamcnn og gcsti. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til atvinnumálanefndar. ■ Valgeróur Bjamadóttir, jafn- réttis- og fræóslufulltrúi kom á fund bæjarráós í gær, ásamt nýráðinni vcrkefnisfreyju, Guðrúnu Pálínu Guðmunds- dóttur og gerði grein fyrir könnun sem hún hefur gert á leiguhúsnæði fyrir Mennta- smiöju kvenna. Bæjarráð heimilaði að gcngið yrði til samninga við Kaupfélag Ey- firðinga um lcigu á húsnæði á 4. hæð í Hafnarstræti 95. ■ Bæjarráð tók fyrir hug- myndir yfirverkfræðings tæknidcildar unt cndurskoðun gatnagcrðaráætlunar 1994, sem kynntar voru á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráö gerói nokkrar breytingar á tillögum yfirverkfræðings og samþykkti þær þannig. Óráðstafað af framkvæmdalé til gatnagerðar verður nú kr. 2.010 þús. ■ Bæjarráð samþykkti í gær tillögu frá tæknideild um fram- kvæmdir í Aðalstræti sunnan Duggufjöm 2, í því skyni að draga úr aksturshraöa í göt- unniv ■ Á fund bæjarráðs kom starfsmannastjóri og upplýstu hann og yfirverkfræðingur bæjarráð um aó unnt yrði að útvega öllu skólafólki á aldrin- um 17-25 ára, sem um hefir sótt, atvinnu í 6 vikur í sumar. ■ Á fundi bæjarráðs var lögð fram til kynningar áskomn til ríksstjómar og Alþingis, sem stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum á ísafirði 4. júlí sl., um að veita auknu fé til kennslu í grunnskólum í fjárlögum næsta árs. Jafhframt er óskað cftir viðræðum við ríkisvaldið um samvinnu og verkaskiptingu ríkis og sveitarlélaga um fram- kvæmd gmnnskólalaga og til að koma á einsetnum skóla og lengingu skóladags. Minna veiddist af ufsa árið 1993 en árin tvö þar á undan, enda var 1991 metaflaár. Verö á ufsa var hins vegar lægra en verið hef- ur. Karfi var eina tegundin þar sem aflinn jókst að verðmæti milli ára, bæói vegna aukningar afla- magns og hærra verös. Tæp 160 þúsund tonn aflans fóru til sjófrystingar, séu veiðar á erlendum miðum meótaldar en þar veiddust samtals um 12 þúsund tonn og var stærstur hluti þess afla sjófrystur. Söltun hefur dregist saman í samræmi við samdrátt í aflamagni viðeigandi tegunda. Þá hefur útfiutningur í gámum dreg- ist saman og er nú um 50 þúsund tonn. Þá kemur frarn í Útvegi, að meðalaldur fiskiskipafiotans er 17,2 ár og hefur hækkað um hálft ár. Skráð vélarafl hækkaði örlítið milli ára. Starfandi sjómönnum hefur fjölgað lítillcga en fækkaði áður nokkur ár í röð. Útvegur hefur komið út árlega á vegum Fiskifélags Islands frá ár- inu 1977 en er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár. Ritið er byggt á gögnum sem Fiskifélagið safnar og varóveitir og hefur það aó geyma allar helstu upplýsingar um veiðar og vinnslu landsmanna. Hér er því um að ræða nokkurs konar tölfræðibók sjávarútvegsins. Útvegur er eingöngu seldur á skrifstofu Fiskifélagsins (sírni 10500) og kostar kr. 3.000,- í lausasölu. KK Atvinnuleysisbætur eru skattskyldar: Varasamt er að láta maka nota skattkortið Atvinnuleysisbætur eru skatt- skyldar, enda þótt þær séu und- ir skattleysismörkum. I>ess vegna er varasamt fyrir at- vinnulausa að láta maka njóta skattkorts hans/hennar, því það getur þýtt skatta eftir á sem oft koma fólki í opna skjöldu, segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Alþýóusambandinu þykir rétt að minna á reglur um skattgreiðsl- ur atvinnulausra en samkvæmt þeim greiða atvinnulausir tekju- skatt og útsvar eftir á, nteð svip- uðum hætti og var fyrir stað- greiðslukerfi skatta. Það er hins vegar talsvert algengt að maki hins atvinnulausa nýti sér skatt- kort hans eða hennar á meðan at- vinnuleysiö varir og við því vill ASÍ vara. KK Landsmót hestamanna: Frábær árangur Gusts frá Hóli í umfjöllun um iandsmót hesta- manna á Gaddstaðaflötum við Hellu í síðustu viku láðist að geta um frábæran árangur Gusts frá Hóli í Eyjafjarðar- sveit, sem fékk hæstu einkunn stóðhesta það sem af er sumri. Gustur, sem Hrossaræktarsam- band Eyfirðinga og Þingeyinga á hlut í, fékk 9,01 fyrir hæfi- leika, og 8,13 fyrir byggingu, að- aleinkunn 8,57. Þess má geta að Gustur er und- an Gáska frá Hofsstöðum, sem verið hefur nokkuó umdeildur stóðhestur. Undan Gáska hafa komið fieiri afbragðs hross og má þar nefna Snældu frá Bakka í Svarfaðardal, Kraka frá Helga- stöðum og Hauk frá Hrafnagili. Gáski kom fyrst fram á landsmót- inu 1978 og stóð efstur fimm vetra hesta. Síðan hefur hann ver- ið í eigu Hrossaræktarsambands Suðurlands. óþh Sundlaug Akureyrar: Rennibrautirnar opnaðar Nýju rennibrautirnar tvær í Sundlaug Akureyrar verða opn- aðar á morgun og einnig annar heiti potturinn. Þar meó lýkur eftirvænting- arfullri bið flestra sundlaugargesta af yngri kynslóðinni og væntan- lega einnig margra af þeim eldri. Önnur rennibrautin er 55 m löng á morgun en hin 11 m löng og 3 m breið, sem gefur möguleika á samhliða bruni. Auk sundlaugarinnar verð- ur lóðin umhverfis hana opin og þar eru ýmis leiktæki, s.s. mini- golf, bílar o.fl. Öðrum framkvæmdum, sem staðið hafa yfir vió sundlaugina að undanfömu, lýkur á næstu dögum. JHB „Skógarnir okkar" í tiiefni af opnum degi í Vaglaskógi verða flestar garðplöntur seldar með 25% afslætti laugardaginn 9. júlí 1994. Skógrækt ríkisins Vöglum. Opnum í dag kl. 1 e.h. verksmiðjuútsölu í Grænumýri 10. Úrval af undir-og náttfatnaöi, jerseybolum, svuntum og sloppum. Ath! Opiö frá kl. 13-18 mánudaga til föstudaga. iris sf., fataserð Grænumýri 10, Akureyri. Fyrir alla fjölskylduna OPIÐ FRÁ KL. 08.00-22.00 Hljómsveitin NAlVliVl ásamt Júlíusi Guðmundssyni söngvara í hörkustuði laugardagskvöld ☆ 'm' ☆ Bjóðum stóraukið úrval fiskrétta á nýjum glæsilegum sérréttaseðli HÓTEL KEA Sími22200

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.