Dagur - 08.07.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 08.07.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 8. júlí 1994 ÍÞRÓTTIR HALLDÓR ARINBJARNARSON Trópídeildin: „Þeir spiluðu rosalega vel“ - sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, eftir 4:2 sigur á KR Það voru á milli 1500 og 1600 manns sem sáu bráðskemmti- iegan Ieik Þórs og KR í Trópí- deildinni í knattspyrnu. Leikið var við bestu hugsanlegar að- stæður á Akureyrarvelli í gær- kvöld og þar virðast heimamenn kunna sérlega vel við sig. Loka- tölur urðu 4:2 eftir að Þór hafði komist í 4:0. Auðvitaö er ég mjög ánægður. Við fengum að vísu á okkur tvö klaufaleg mörk en strákarnir spil- uðu vel - rosalega vel,“ sagði Sig- urður Lárusson, þjálfari Þórs, eftir að lið hans hafði sigrað KR 4:2 í gærkvöld. Þórsarar spiluðu leikinn afar skynsamlega, léku afburða góðan varnarleik og nýttu mark- tækifæri til hins ítrasta. Þórsarar komust í 3:0 strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Bjami Sveinbjömsson á 13. mín. úr víti eftir að brotið hafði verið á hon- um, þá Lárus Orri Sigurðsson með skalla á 41. mín. eftir aó KR hafði sótt án afláts um nokkurt skeið og loks Dragan Vitorovich á 44. mín. Fyrri hálfleikur var talsvert daufari og enn skoruðu Þórsarar á 69. mín., nú Ámi Þór Ámason af stuttu færi eftir fyrirgjöf Vitoro- vich. Staðan var nú oróin 4:0 og mörk James Bett og Hilmars Bjömssonar með rúmlega mínútu millibili, á 78. og. 80 mín., breyttu engu um úrslitin. KR-ingar áttu sín færi í leikn- um og þau þó nokkuð mörg. Hins vegar varði Olafur Pétursson eins og berserkur og Þórsvörnin var af- ar traust sem fyrr segir. Bestir í liði Þórs voru Olafur Pétursson, þó annað markió skrifist raunar á hann, Lárus Orri og Vitorovich, en annars er afar erfitt að taka ein- hvem út úr jöfnu liði. Hjá KR var Einar Þór Daníelsson sprækastur. Lið Þórs: Ólafur Pétursson, Ámi Þór Ámason, Birgir Þór Karlsson, Láms Orri Sigurðsson, Páll V. Gíslason, Dragan Vi- torovic, Guómundur Benediktsson, Júlíus Þór Tryggvason (Hlynur Birgisson 83. mín.), Bjami Sveinbjömsson, Þórir Ás- kelsson og Ormarr Örlygsson. Lið KR: Kristján Finnbogason, Óskar Þorvaldsson, Izudin D. Dervic, Þormóóur Egilsson, James Bett, Rúnar Kristinsson, Tómas Ingi Tómasson (Sigurður R. Eyj- ólfsson 74. mín.), Einar Þór Daníelsson, Tryggvi Guðmundsson (Hilmar Bjöms- son 74. mín.), Heimir Guðjónsson og Salih Heimir Porca. Dómari: Guómundur Stefán Maríasson. Línuverðir: Bragi V. Bergmann og Magni Bjömsson. Gott tríó. Knattspyrna, 2. deild karia: KA mætir ÍR í kvöld kl. 20.00 mætast á Akur- eyrarvelli 2. deildar lið KA og IR í knattspyrnu. Afar mikil- vægt er fyrir bæði lið að fara að hala inn stig þar sem gengi þeirra hefur ekki verið sem best í sumar. KA hefur aóeins unnið einn leik á heimavelli í sumar og það var í 1. umferðinni gegn Selfyss- ingum. Liðið hefur sýnt- ágæta leiki inn á milli í sumar og aó ýmsu leyti verió óheppið að ná ekki fleiri stigum. Það var einmitt um þetta leyti sl. sumar sem liðið hrökk í gang með eftirminnilegum hætti, þá á Akureyrarvelli og e.t.v. gerist það aftur í kvöld. Vonandi notar fólk veðurblíðuna til að fjöl- menna á völlinn og sjá skemmti- lega knattspyrnu. íþróttir helgarinnar ALMENNINGSHLAUP: Þorvaldsdalsskokkið á sunnud. 11.00 GOLF: Jaðarsvöllur: Akureyrarmót klárast á laugardag. KNATTSPYRNA: Föstudagur: 2. deild karla: KA-ÍR kl. 20.00 3. deild karla: Dalvík-Höttur kl. 20.00 Haukar-Tindastóll kl. 20.00 Völsungur-Fjölnir kl. 20.00 4. deild C-riðill: SM-Magni kl. 20.00 KS-Þrymur kl. 20.00 Laugardagur 1. deild kvenna: Höttur-Dalvík kl. 14.00 2. deild karla: ÞrótturR.-Leifturkl. 14.00 4. deild C: Kormákur-Hvöt kl. 14.00 HSÞ-b-Geislinn kl. 14.00 KÖRFUBOLTI: Laugardagur Götubolti á Siglufirói. Sunnudagur: Götubolti á Akureyri við Hamar kl. 11.00 Staðan - Trópídeildin Valur-UBK 1:3 Stjarnan-FH 1:1 Fram-ÍBV 2:2 ÍA-ÍBK 0.2 Þór-KR 4:2 ÍA 8521 14: 4 17 FH 852 1 7: 317 KR 8323 13: 7 11 ÍBK 825 1 12: 711 Þór 8 24 214:10 10 Fram 8 15213:14 8 ÍBV 8 1 52 6: 8 8 Valur 8224 8:16 8 UBK 8 2 24 8:20 8 Stjarnan 8 05 3 6:12 5 Almenningshlaup á sunnudaginn: Þorvaldsdalsskokkið Eins og greint var frá í Degi í síðustu viku fer fram nýstárlegt almenningshlaup nk. sunnudag, 10. júlí. Hlaupið verður eftir endilöngum Þorvaldsdal. Dalur- inn er opinn í báða enda, opnast norður á Árskógsströnd og suð- ur í Hörgárdal. Hlaupió er ætlað öllum sem treysta sér til að komast umrædda vegalengd, 23 km, á innan við 5 klukkustundum, en það ætti að vera vel viðráðanlegt flestum þeim sem eitthvað hreyfa sig reglulega. Skokkið hefst kl. 11.00 við Fomhaga í Hörgárdal (þjóóvegur 815) og endar við Árskógssrétt. Skráning við rásmark hefst kl. 10.00 og þar skal greiða 300 kr. þátttökugjald. Allar nánari upplýs- ingar veitir Bjami E. Guóleifsson Möðruvöllum s. 96-24477/ 96-26824. Lárus Orri Sigurðsson er hér að skora annað mark Þórs í leiknum með skalla eftir laglegt samspil Þórsara upp kantinn. Sérlega fallcgt mark. Mynd: Robyn. Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu: ÍBA í undanúrslit - ásamt UBK, KR og Val Átta liða úrslit í Mjólkurbikar- keppni kvenna fóru fram í fyrrakvöld. Eftir þá leiki var ljóst að 2. deildar lið ÍBA frá Ákureyri mun leika í undanúr- slitum við UBK, KR eða Val, en þessi 3 lið komust einnig áfram. Ekki er ljóst hvenær dregið verður um hvaða lið leika sam- an í undanúrslitum en væntan- lega verður það ekki fyrr en að loknum 16 liða úrslitum karla í lok næstu viku. Annarrar deildar lið IBA lagði Sindra 3:0 á Homafirði. Að sögn Hinriks Þórhallsonar þjálfara ÍBA barðist lióið vel og skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik. Fyrst Þor- björg Jóhannsdóttir eftir um 7 mín. leik, þá Ragnheiður Pálsdótt- ir og loks Ingibjörg Olafsdóttir. Tvö lið af Noróurlandi voru í eldlínunni í fyrrakvöld. Annarrar deildar lið Leifturs fékk Val í heimsókn til Olafsfjarðar en Leift- ur hefur ekki fyrr komist þetta langt í bikarkeppninni. Þátttöku liðsins er þó lokið að þessu sinni því Valur vann stórsigur, 17:0. I hinum leikjunum tveimur urðu úr- slit þau að UBK lagói Stjörnuna 2:0 og KR vann Hött 5:1. Götukörfubolti: NBA 3 á 3 Körfuknattleikssambandið mun standa fyrir 3 á 3 götu- boltamótum á Norðurlandi á næstu dögum. Mót af þessu tagi eru haldin um alla Evr- ópu á vegum NBA deildarinn- ar í samvinnu við viðkomandi körfuknattleikssambönd. Mót- in hér á landi eru i samvinnu við Skeljung hf, Pepsi og Nike. Mótið á Akureyri verður nk. sunnudag við Hamar, félags- heimili Þórs og hefst kl. 11.00. Keppt er í 4 aldursflokkum karla og kvenna, 12 ára o.y., 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára o.e. Einnig verður boðið upp á víta- og 3ja stiga skotkeppni. Verð- laun verða veitt sigurvegurum í hverjum flokki svo og í skot- keppnum. Þátttökugjald er að- eins 500 kr. á leikmann og skráning í mótið á Akureyri fer fram hjá Hrannari í s. 11061. Fyrsta mótið norðanlands var í gær á Húsavík, í dag verður keppt á Dalvík, á laugardaginn á Siglufirði, Akureyri á sunnudag- inn, Sauðárkróki á mánudaginn, Laugabakka Miófirði á þriðju- daginn og Blönduósi á miðviku- daginn nk. Landsmótsfarar UMSE: Fundur á Þelamörk Nk. sunnudagskvöld 10. júlí verður fundur í íþróttahúsinu að Þelamörk með öllum lands- mótsförum UMSE. Hefst hann kl. 20.00 og eru allir sem fara á Landsmótið á Laugarvatni í næstu viku eindregið hvattir til að mæta. Á fundinum munu forsvars- menn UMSE veita allar upplýs- ingar varðandi Landsmótið, s.s. varðandi brottför, ferðatilhögun, kostnað o.fl. og fyrirspumum veröur svarað. Fundurinn er kjörið tækifæri fyrir hina vösku keppnissveit UMSE að stilla santan strengina fyrir þessa mestu hátíö ungmennafélaganna en á síóasta Landsmóti varð UMSE í 3. sæti þeirra félaga sem þátt tóku. Dreift veróur nýj- asta tölublaði Skinfaxa þar sem m.a. er að finna spá valinkunnra einstaklinga um einstakar grein- ar á mótinu. Á eftir er síðan til- valið að slappa af í sundlauginni og heita pottinum. UMSE kcppir að þessu sinni í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og blaki karla, bridge, skák, og starfsíþróttum. Akureyrarmaraþon 23. júlí 1994 - æfingaáætlun eftir Sigurö P. Sigmundsson 2. vika Þá er komið að öðrum hluta æf- ingaáætlunarinnar eftir Siguró P. Sigmundsson sem ætluð er þeim sem hyggja á þátttöku í annarri af tveimur styttri vegalengdum Akureyrarmaraþons síðar í mán- uðinum. Fyrsta vikan birtist í síðasta helgarblaði. Á annarri viku eykst æfinga- álagió lítillega. Hafa skal í huga aö ef eymsli gera vart við sig er rétt aó slá aðeins af. Þcir sem stefna á 10 km ættu að taka eina hraðaæfingu í vikunni. Svokall- aður fartleikur er gott fyrirkomu- lag, en þá er skokkað rólega eða gengið og hlaupió til skiptis. Viðkomandi ræður þá vega- lengdinni og hvíldinni milli spretta. Ágætt er að mióa vió 70- 120 m hraðaaukningar til að byrja með og fara aldrei á há- markshraða. Sprettimir eiga að vera afslappaðir. HlauparmnAA 4 km 10 km sun. 5 km 7km mán. 3 km 4 km þri. Hvíld Hvíld mið. 4 km 5 km fim. Hvíld Hvíld fös. 3 km 4 km fartleikur lau. Hvíld Hvíld Alls 15 km 20 km

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.