Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. september 1994 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Skurður skrúfublaða kvótahæsta rækjuskips landsins hefur verið rangur frá upphati og hafa starfsmenn Slippstöðv- arinnar-Odda verið að breyta skurðinum til að auka toggetu skipsins. Mynd: Robyn Ársskoðun á Blæng NK-117 framkvæmd á Akureyri: Togkraftur skipsins var skertur vegna rangs blaðskurðar Engin loðnuveiði Engin loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og aðeins sex bátar á því svæði þar sem loðnu varð síðast vart, þ.e. við miðlínu milli íslands og Grænlands sunnan Scorebysunds. Aðrir loðnubátar eru í höfn. Verksmiójur SR-mjöl hf. á Fyrstu umhverf- isverðlaun NBO íbúðafélaginu Hyldespjældet í Danmörku voru í gær aflient umhverfísverðlaun NBO af Magnúsi Jóhannssyni, ráðuneyt- isstjóra umhverfísráðuneytis, á þingi NBO á Akureyri. Verðlaunin eru um 500 þúsund ísl. krónur auk verðlaunaskjaldar. Verólaunahafinn hlýtur hnossið fyrir djarfar og framsýnar aðgerðir í umhverfismálum, m.a. í sparnaði í vatnsnotkun, notkun á orkuspar- andi ljósaperum í sameignum, sameiginleg gróðurhús og lífræna ræktun í görðum. Einnig er þak- vatn notaó til vökvunar. Heiðursverólaun hlutu „Hús möguleikanna“ í Ladugárdsángen í Orebro og „Ekobyn Bálarna“ í Halsingland, bæði í Svíþjóð. Umhverfisverðlaun NBO eru veitt til að örva menn til dáða þeg- ar kemur að umhverfismálum, ásamt því að gera sýnilega alla þá vinnu sem unnin er í þessum mál- um í hinum ýmsu íbúðafélögum. GG Samkvæmt upplýsingum frá Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra á Blönduósi verða 1820 krakkar við nám í grunnskólum á svæði skrifstofunnar í vetur. Þar af eru 185 börn að hefja nám í 1. bekk. Á Norðurlandi vestra eru 18 grunnskólar. Fjöl- mennastur er grunnskólinn á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði hafa í sumar og haust tekið á móti 120 þúsund tonnum til bræðslu, sem er um 23% minna magn en á sama tíma haustið 1993. Búið er að bræða allt þaó magn sem borist hefur að undanskildum nokkrum tonnum á Siglufirði sem rotvarnarefni var sett í. Árið 1993 höfðu þessar verksmiðjur tekið á móti 155 þús- und tonnum til bræðslu. Heildaraflinn nú er 203 þúsund tonn en var kominn í 340 þúsund tonn um þetta leyti í fyrra. Árið 1992 höfóu aðeins 65 þúsund tonn verió veidd í Iok septembermán- aðar. Loönuverksmiöja Hraðfrysti- húss Þórshafnar hf. hefur tekið á móti 6.600 tonnum í haust en í sumar var unnið að breytingum á verksmiðjunni, sem orsökuðu það að ekki var hægt að taka á móti loðnu í upphafi vertíðar í byrjun júlímánaðar. Afkastageta verk- smiðjunnar jókst við breytingar úr 550 tonnum og standa vonir til að hún hafi aukist um 100 tonn. Verksmiðjan hefur þó ekki enn verið keyrð í eðlilegu hráefni til þess að raunhæfur samanburður hafi fengist. Breytingamar fólust í endurnýjun á dælum og lögnum og einu „þrepi“ við eimingartæk- in. Áhugi er á aó ráðast næst í endumýjun á þurrkurum, en það er mjög kostnaðarsamt og það verður varla fyrr en á árinu 1996. Siglufirði en þar eru 319 nem- endur. Á Sauðárkróki eru tveir skólar á grunnskólastigi í þeim verða samtals 490 krakkar við nám í vetur. Á Norðurlandi vestra eru þrír grunnskólar scrstaklega fámennir. Fámennastur er skólinn í Ríp í Rækjutogarinn Blængur NK- 117 frá Norðfírði hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu en verið er að framkvæma Hegranesi en þar verða 5 nemend- ur, að Sólgarði í Fljótum verða 12 nemendur og í Vestur-Hópsskóla í Þorfinnsstaðahreppi lónemendur. Um 70% kennara á svæði Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra cru með kennararéttindi, sem cr svipað hlutfall og verið hefur. KLJ ársskoðun á skipinu og eru full- trúar spænsku skipasmíðastöðv- arinnar ásamt fulltrúum eig- enda, Sfldarvinnslunnar hf. á Norðfírði, staddir hér í þeim til- gangi. Einnig er verið að skipta um skrúfublöð á skipinu en þeg- ar skipið kom nýtt til Iandsins frá Spáni reyndust þau snúa öf- ugt, þ.e. skurður blaðanna snéri þannig að meiri blaðskurður fekkst afturábak en áfram, þ.e. skipið náði meiri hraða aftur- ábak en áfram. Þessi galli hefur orsakað minni togkraft og eitthvað meiri olíu- notkun en það stendur nú til bóta. Blængur NK-117 er kvótahæsta rækjuskip landsmanna, er mcð 3.076 þorskígildistonna kvóta, þar af 871 tonn af úthafsrækju og 418 tonn af þorski. Næstur Blæng að kvóta kemur Sunna SI-67 frá Siglufiröi með 2.540 tonna þorsk- ígildiskvóta, þar af 1.636 tonn af úthafsrækju sem er langstærsti út- hafsrækjukvóti til einstaks skips. Slippstöðin-Oddi hf. sá um smíði og nióursetningu tækja til rækjuvinnslu á vinnsludekki ásamt öðrum tækjum er Blængur NK kom nýr til landsins fyrir ári síóan. Allgóð staða hefur verið á viógerðar- og viðhaldsverkum hjá Slippstöðinni-Odda aó undan- lornu og yfirdrifið nóg að gera í allt sumar, þó engin stærri verk- efni. Fyrirsjáanleg eru verkcfni fram í miðjan októbermánuð. I fyrravetur voru boðnar út við- gerðir og viðhald á íslensku varð- skipunum og hafa þau öll komið norður, en Týr á eftir að koma aft- ur, en skipið var tekið fyrr í um- ferð þcgar ákveðið var að senda Oðinn í Smuguna. GG GG Grunnskóli Siglufjarðar fjöl- mennastur á Norðurlandi vestra ísland Gourmet, nýtt fyrirtæki sem flytur lambakjöt til Sviss sem hágæðavöru - kokkurinn snjalli kryddar ekki Annan dag septembermánaðar var haldinn stofnfundur nýs fyr- irtækis sem hlaut nafnið, ísland Gourmet, eða íslands lostæti. Fyrirtækið er stofnað í kjölfar tilraunasendinga á íslensku lamba- kjöti til Sviss og til að vinna að markvissum útflutningi lamba- kjöts sem hágæðavöru til Evrópu. Nafn nýja fyrirtækisins má rekja til samstarfs aðila þess í Sviss, European connection - ísland go- urmet. Fyrirtækið er staðsett í Möhlin, sem er lítil borg skammt frá Basil, en sendingamar fara nú frá Keflavíkurflugvelli með flug- félaginu SAS til Zurich. Stjómar- formaóur hlutafélagsins er Björn Benediktsson, fyrrverandi saufjár- bóndi, sem starfar hjá Silfurstjörn- unni í Oxarfirði. Björn sagði að stofnun fyrir- tækisins ætti sér nokkurn aðdrag- anda. Upphafið mætti rekja til þess þegar félagsmenn í Fiskeldis- íélagi Austurlands hól'u að ala villta vatnableikju heima á búum sínum og selja hana á góðu verði til European connection í Sviss sem villtan fisk. Silfurstjaman kom síðan inn í útflutninginn þeg- ar Fiskeldisfélaginu tókst ekki að anna eftirspum og sendi eldisfisk til Sviss. Bjöm sagði að þannig hefðu komist á viðskipti með lax frá Silfurstjömunni til þessara að- ila. I framhaldi af því var óskað eftir því við European connection að þeir athuguöu möguleikana á því að selja íslenskt lambakjöt sem hágæðavöru. Svissneska fyr- irtækið tók þessa beiðni mjög bókstaflega og er nú, aó sögn Björns, búið að eyða stórfé og vinnu í að kynna þessa íslensku vöru. Hluthafar eru fyrirtæki á Norður- og Austurlandi Þcssi aðdragandi er, að sögn Björns, skýringin á því að það eru sláturleyfishafar á Norður- og Austurlandi sem standa aó hluta- félaginu. Stofnfé hlutafélagsins var ákveðið 7 milljónir og á stofn- fundinum skráðu aðilar sig fyrir 92% hlutafjárins. Stærstu hluthaf- arnir, meö 18% hlutafjár hvert fyrirtæki, eru Fjallalamb á Kópa- skeri, Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, Kaupfélag Héraðsbúa, með fyrirvara um samþykki stjórnar, og European connection. Auk þess eru, meóal hluthafa í nýja félaginu, Silfurstjarnan í Öx- arfirði, Fiskeldisfélag Austur- lands, Nýja-Bautabúrið á Akur- eyri, Sláturfélag Vopnfiróinga, Sláturfélag suðurfjarða og Aust- mat á Rcyðarfirði. Nú er lambakjötsscnding frá aðilunum sem standa að fyrirtæk- inu á leió til Sviss og er það síð- asta sendingin sem fer af frosnu Iambakjöti, næsta sending verður fersk. Vegna þeirrar sendingar verður samið viö sláturhús scm hefur EB leyfi. Bjöm sagði að í framtíðinni stefndi Kaupfélagið á Húsavík aó því að fá leyfi til að slátra á EB markað, helst strax á þessu hausti, og heföu verið gerð- ar kostnaðarsamar breytingar í því skyni. Að ná fram sérstöðu ís- lenska kjötsins Að sögn Bjöms byggist vel heppnaó kynningarstarf sviss- neska fyrirtækisins á því aó feró- ast um með snjallan svissneskan kokk, sem matreiðir lambakjötið og kynnir. Hann er af frönskum ættum og er vel þekktur í Evrópu. „Hann matreiðir lambakjötið okkar á hefðbundinn íslenskan sveitamáta, þá meina ég að hann kryddar kjötið mjög lítið nánast ekki neitt, notar aðallega salt. Þar er komin sérstaða vörunnar því að hin hefðbundna matreiðsla á svissnensku lambi er að krydda svo mikið að ullarbragðið finnist ekki. Á þennan hátt hefur kokkn- um tekist að draga fram sérstöðu og gæði íslcnska kjötsins. Það er í mínum huga alveg greinilegt að án þessarar markaðssetningar hcfði ekkert gerst,“ sagði Bjöm. Mikil vinna við kjötskurð Að sögn Björns er það einkum afturhluti skrokksins, pístólan og hryggurinn sem hefur vcrði flutt út en einnig er möguleiki á að llytja út úrbeinaða bóga. Kjötið cr unnið mjög mikió áður en þaó er sent til Sviss. Ástæðan fyrir því er aó hluta til sú að innflutningsregl- ur í Sviss eru með þeim hætti að fyrir hvert kíló sem innflytjandi flytur inn til Sviss verður hann að kaupa annað kíló af svissneskum sauðfjárbændum. „Þannig vernda þeir sinn land- búnað og þessar reglur verða sjálf- krafa til þess að skapa vinnu hér heima,“ sagði Bjöm. Aó sögn Bjöms gerir nýja hlutafélagið sér vonir um að geta greitt bændum heldur hærra verð fyrir lambakjötið en þeir hafa feng- jð fyrir útflutning á seinni ámm. „En vió stefnum að því aó geta greitt bændum verulega hærra verð ef tilraunin tekst," sagði Björn. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.