Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 10. september 1994
Gengið yfir brúna á Gilsá, gangnamannakofi, hesthús og
fararskjótar nútímans í baksýn.
Villisveppasúpan smakkaðist vel á rekarviðardrumbunum.
Látraströnd í senn ögrandi og fögur.
Þrátt fyrir að ísland sé fjalla-
eyja sem er umkringd sjó á alla
vegu eiga ekki allir þess kost að
kynnast hafinu, heiðunum, fjöll-
um og eyðibyggðum. Einfald-
lega vegna þess að til þess þarf
sérhæfðan og dýran búnað. í
það minnsta er erfitt að fjara á
sjó án bátkænu af einhverri
stærð og aka fjallvegi á „mal-
biksfólksbiT‘.
Nú hafa þrír eyfirskir feróa-
þjónustuaðilar sameinast um aö
bjóða ferða- og heimamönnum að
fara í ævintýraferð um Fjörður og
Eyjafjörð. Þaó eru Sportferðir,
sem meðal annars reka sæsleða-
leigu á Akureyrarpolli og fara í
snjósleðaferðir á Vindheimajökul,
Feróaþjónustan Ytri-Vík og veit-
ingastaðurinn Pizza 67 sem standa
að fyrirtækinu.
Marinó Sveinsson frá Kálfs-
skinni sagði að ætiunin væri að
fara í nokkrar ævintýraferðir í
Fjörður og um Eyjafjörð í haust
og jafnvcl í vetur. Einkum yrði
farið meó hópa en næsta sumar
yrói hugsanlega um vikulegar
áætlunarferóir að ræóa. Hver ferð
tekur röskar átta klukkustundir og
unnt er aó taka á móti allt aó 40
manns í einu. Fjárfest hefur verið í
tveimur jeppum til að aka á í
Fjörður og bátur Sjóferóa á Dalvík
sér um aó flytja ferðamennina sjó-
leiðina.
„Hættum að troða niður
skóinn hver af öðrum“
Sveinn Jónsson húsasmíðameist-
ari, bóndi og ferðamálafrömuður
er einn þeirra aðila sem að þessum
feróum standa. Hann hefur
ákveðnar skoðanir á ferðamanna-
þjónustu og hefur meðal annars
sagt aó það sé ljóst að ferðamenn
komi ekki hingaó til að sofa, það
sé miklu ódýra fyrir þá að sofa
heima hjá sér. Ferðamenn vilji
hafa eitthvað við að vera, þeir vilji
nýta tímann sem allra best til að
sjá sem mest og takast á við fjöl-
breytt verkefni.
„Eg vildi sjá alla aðila, sem eru
í ferðaþjónustu hér á Eyjafjarðar-
svæóinu, hjálpast að við aó vinna
verkið og gera sem mest. Þá finna
ferðalangarnir sem til okkar koma
að þeir eru velkomnir og að marg-
ir aðilar eru tilbúnir að greióa götu
þeirra. Eg held aö það sé árang-
ursríkasta leióin. Mér er líka ljóst
að maður gerir ekki allt sjálfur.
Þess vegna finnst mér að ferða-
þjónustuaðilar ættu síður að troða
niður skóinn hver af öðrum. Það
er árangursríkara að vinna saman
aó því að styrkja svæðið og tengja
saman það sem hægt er að bjóða
fram á láði og legi, þá vilja feróa-
mennirnir stansa hjá okkur,“ sagói
Sveinn.
Yfir Illagil.
Við förum í ævintýraferð
út í Fjörður
Árla morguns við Torfunefs-
bryggju hverfa ferðamennirnir
einn af öórum ýmist um borð í
Hóffí, bát Sjóferða á Dalvík, eða
inn í þægilega jeppa. Svo er lagt í
hann og vió fylgjum jeppalestinni
út Svalbarðsströnd. I Gamla bæn-
um í Laufási er þegið kaffi, þess-
um reisulega burstabæ sem eitt
sinn var höfuðból og heimili 20-
30 manna. Eitt heimili sem sann-
arlega var á við raóhús nútímans
hvað íbúafjöida snerti. Næst ligg-
ur leióin um Höfðahverfi, til
Grenivíkur og eftir jeppavegi
hringinn í kringum Höfðann. Af
þeirri leið opnast nýtt sjónarhorn
inn Eyjafjörð og komið er að jöró-
inni Höfða, sem var landnámsjörð
Þengils mjöksiglandi.
Nú leggjum við á brattann út
Leirdalsheiði, sem skartar sínu
fegursta einmitt í haustlitunum, og
hefur hlotið nafn sitt af Iíparíti
sem litar austurfjöllin leirljós.
Næsti viðkomustaður okkar er
Gil en þangað er 18 km akstur úr
Höfðahverfi. Þar er gangna-
mannakofi Höfðhverfinga og hest-
hús, göngubrú á Gilsá og gömlu
bæjairústirnar á Gili skammt und-
an. Á Gili þóttu landkostir góðir
en vetrarríki með fádæmum. Gil
fór í eyói árið 1898 en þar bjó
Theodór Friðriksson síðar rithöf-
undur. Frá Gili liggur leiðin yfir
Illagil um glæfralegan skorning
yfir brú á Fjarðará.
Hér bjuggu bændur,
húsfreyjur og hjú
Fjörður eru kyrrlát og fögur cyði-
byggð sem geymist í huga þess
sem þangað leggur leið sína. Tveir
eyóidalir sem ganga norðan í
landið upp frá samnefndum smá-
fjöróum, Hvalvatnsfirði austar'en
Þorgeirsfirði vestar. Síðustu býlin
í Fjörðum fóru í eyði árið 1944 en
hér voru 12 bæir. Vegarslóðinn
liggur út Hvalvatnsfjörð og öku-
ferðin okkar endar á sjávarkamb-
inum við tóftir sauðahúsa Björns
Líndals. Hann var stórhuga lög-
maður sem bjó á Svalbarði á Sval-
barðsströnd og rak fjárbú á Kaó-
alsstöðum í Hvalvatnsfirói. Árið
1919 féll snjóflóð úr Bjarnarfjalli
á húsin og drapst mest allt féö.
Eina svar Björns þegar honum
voru flutt tíðindin var, „þcir vcrða
aö missa sem eiga.“
Rétt í þann mund sem við stíg-
um út úr þægilegum bílunum í
fjöruborðinu staónæmist bátur
Sjóferða skammt undan landi og
farþegarnir eru dregnir í land á
gúmmíbát við mikin fögnuó við-
staddra. Síðan er öllum hópnum
boðið til hádegisverðar og matar-
lystin lætur svo sannarlega ekki á
sér standa, enda umhverfið ein-
stakt og rekaviðardrumbamir
þjóna prýðilega hlutverki sínu
sem sæti. Á boðstólnum er íslensk
villisveppasúpa, brauð, ávextir,
súkkulaði og kaffi. Það er létt yfir
hópnum og einn leiðsögumann-
anna skemmtir okkur með spaug-
sögum, nýjum og gömlum, og
sögusviðió teygir sig allt frá
strætisvögnum í London til fornra
sagna af stolnum ástarfundum í
Fjörðum.
Svo skipta ferðamennirnir um
farkost, bátsverjar fara í jeppana
og jeppagarparnir eru dregnir um
borð í Hóffi, sem bíður skammt
undan landi.
Ögrandi strönd og líf í hafi
Við siglum út fyrir Þorgeirshöfó-
ann framhjá Þönglabakka, sem var
kirkjustaður og höfuðból í Þor-
geirsfirði og fór síóastur jarða í
eyði. Háhyrningar og hnísur leika
listir sínar skammt frá bátnum og
vekja óskipta eftirtekt. Áfram
höldum við framhjá Keflavík í
Keflavíkurdal, sem þótti eitt af-
skekktasta býli í Vestur-Evrópu
og vitanum á Gjögurtá.