Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 10. september 1994
POPP
MAúNÚS ÚEIR dUÐMUNDSSON
Aðskilnaðir aðalsprauta
- algengir í poppsögunni
Brotthvarf gítarleikarans Bernards Butler úr
bresku uppgangspopphljómsveitinni Suede á
dögunum, annarrar aðalsprautu hennar, en hin er
söngvarinn Brett Anderson, hefur að vonum vak-
ið mikla athygli og orðið mönnum tilefni til að
rifja upp álíka árekstra og uppistand í frægum
poppsveitum. Hætti Butler eins og fram hefur
komið í kjölfar deilna sem hann átti í við félaga
sína og þá aðallega Anderson um gerð nýrrar
plötu hljómsveitarinnar. Slíkir og þvílíkir atburðir
hafa alltaf annað slagið komið upp í gegnum tíð-
ina og virðast ásamt fleiru miður góðu vera óhjá-
kvæmilegir fylgifiskar frægðarinnar.
Dæmi
Fyrsta dæmið sem hægt er að nefna og raunar
það frægasta ef að líkum lætur, um árekstra og
viðskilnað af svipuðu tagi og hjá Suede, er af Bítl-
unum sjálfum. John Lennon og Paul McCartney
voru að sögn strax árið 1965, hættir að geta unn-
ið eitthvað og samið saman af viti. Þeir voru, eins
og allir vita, allt í öllu í hljómsveitinni, sömdu nær
öll lög hennar saman í orði kveðnu. Rígurinn milli
Suede lifir af áfallið.
þeirra, sem óx með árunum, leiddi beint og óbeint
til endaloka sveitarinnar árið 1969. Annað dæmi
um tvíeyki í geysiáhrifamikilli hljómsveit í breskri
poppsögu, nær í tíma, eru Johnny Marr og
Morrissey í Smiths. Upp úr samstarfi þeirra slitn-
aði árið 1987 og hætti hljómsveitin í kjölfarið.
Mörg önnur dæmi væri hægt að nefna, en þessi
nægja að sinni.
Engin endalok hjá Suede
Suede virðast á hinn bóginn ætla að lifa af sinn
„tvíeykisaðskilnað", eins og t.d. Pink Floyd gerði
þegar Rogers Waters fékk nóg af Dave Gilmour og
hætti eftir gerð The wall árið 1979. Stendur yfir leit
að arftaka Butlers og hafa þúsundir svarað auglýs-
ingu um starfið. Mun það væntanlega skýrast inn-
an skamms hver hreppir hnossið. Er áætlað að
nýja platan, sem gengið hefur undir nafninu Mis-
ery, (sem þýða má sem hörmung og þykir segja
eitthvað um brotthvarf Butlers) komi út eins og
ekkert hafi í skorist 10. október. Mun lagið We are
the pigs koma út á smáskífu nú eftir helgina, en
það er eitt af tólf lögum sem prýða munu plötuna.
.. ^_______* 1 til
Asamt kvikmyndatónlistarplötum,
þar sem allra handa flytjendur koma
við sögu og virðingarvottsplötum,
Tribute to" plötum, sem einnig
innihalda oftar en ekki fjölbreytta
flóru tónlistarmanna að túlka verk
viðkomandi hetja, eru safnplötur
með helstu afreksverkum hinna
ýmsu tónlistarmanna/-hljómsveita
...og það gera Joe Perry og Steven Tyler í Aerosmith líka.
Bon jovi sendir frá sér safn margra sinna vinsælustu laga í október...
október. Hjá Aerosmith er útgáfu-
dagurinn ekki frekar en nafnið al-
veg á hreinu, en búast má við plötu
þeirra á svipuðum tíma og hjá Bon
Jovi. Með tilliti til mikillar vel-
gengni þessara hljómsveita með
sín verk og þá sérstaklega þau sem
seinna hafa komið, er beðið með
nokkrum spenningi eftir þessum
plötum vegna þess að á báðum
verða tvö glæný aukalög. Nefnast
nýsmíðar Steven Tyler, Joe Perry
og félaga í Aerosmith Blind man og
Walking on water, en Always og
Someday l’ll be saturday night eru
heitin á nýju lögunum hjá Jon Bon
Jovi og hans kumpánum. Mun Al-
ways koma út á lítilli plötu til að
fylgja Cross road.. úr hlaði og
Walking on water að öllum líkind-
um einnig í sama tilgangi. Er lík-
lega óhætt að spá öðru þeirra ef
ekki báðum vinsældum. Þess ber
svo að geta að lokum, að fyrir ekki
margt löngu kom reyndar út annað
safn með eldri lögum Aerosmith, á
vegum fyrrum útgáfu hljómsveitar-
innar, Columbia. Af henni hefur
lagið sígilda Sweet emotion verið
endurútgefið á smáskífu fyrir
nokkru, en það kom fyrst út á
plötunni góðu Toys in the attic árið
1975. Kann þessi útgáfa e.t.v. að
setja strik í reikninginn varðandi
nýju safnplötuna, en um það mun
tíminn væntanlega skera úr.
nú áberandi sem aldrei fyrr á sölu-
listum. Því til staðfestingar eru nú
tvær mest seldu plöturnar í Banda-
ríkjunum kvikmyndatónlistarplötur,
Lion king og Forrest gump og í
Bretlandi hafa tvær „bestu-
verkaplötur”, Greatest hits með
Whitesnake og The very best of
með Eagles og ein tileinkunarplata,
The glory of Gershwin, til heiðurs
Larry Adler, verið með þeim sölu-
hæstu á undanförnum vikum.
Rokkrisasöfn á ieiðinni
Vinsældir kvikmynda- og virðingar-
vottsplatnanna hafa að mestu kom-
ið til á síðustu misserum, en hvað
hinar þriðju varðar, þá eru þær fyrir
löngu orðnar sígildar og virðast
sívinsælar. Lengst af hafa þessar
bestu/vinsælustulagaplötur staðið
undir nafni, þ.e. einungis innihaldið
samsafn bestu eða vinsælustu laga
viðkomandi frá liðinni tíð. En á
síðustu árum hefur hins vegar sú
breyting orðið að oftast eru ný lög,
eitt, tvö, eða fleiri, látin fljóta með í
kaupbæti til að gera plöturnar enn
þá meira spennandi og þ.a.l. sölu-
vænlegri. í næsta mánuði er einmitt
von á tveimur slíkum plötum, sem
áreiðanlega munu vekja mikla
athygli. Er þar um að ræða safn-
plötur með tveimur af stærstu
rokkrisum samtímans, báðum vel
að merkja frá Bandaríkjunum.
Aerosmith frá Boston og Bon Jovi
frá New Jersey.
Spennandi nýsmíðar
Nafnið á safnplötu Aerosmith hefur
ekki ennþá endanlega verið stað-
fest, en allar líkur eru á að hún
muni kallast Big ones - The best of
Aerosmith. Hjá Bon jovi er nafnið
hins vegar alveg á hreinu. Cross
road - The best of Bon jovi á þeirra
safnplata að heita og hefur útgáfu-
dagur hennar verið ákveðinn 14.
Ýmsar (réttir, góðar jatnt sem siæmar,
hafa að undanförnu komið í miklu
magni um hagi sumra Seattlestór-
sveita. Þær slæmu eru í fyrsta lagi
þær að Chris Cornell, söngvari Sound-
garden, hefur orðlð að leggja sönginn
til hliðar f bili vegna einhverrar
slæmsku í röddinni. Varð Soundgard-
en, þessi afbragðs rokksveit, m.a. að
gefa þátttöku sfna f Readinghátfðlnni
upp á bátinn vegna þessa. ( öðru lagi
hefur trommari Pearl Jam, Dave
Abruzzese, verið iátinn taka pokann
sinn. Er ástæðan fyrir þvf ekki iullljós,
en það fylgir sögunni að fjölskyldumál
kappans kunni eitthvað að hafa spilað
þar innf. Góðu fréttirnar eru hlns vegar
þær, að vondu tfðindln af Allce in
chalns hafa ekki reynst jafn alvarleg
og talið var í fyrstu. Söngvarinn Layne
Staley hefur vissulega reynst vera
tæpur vegna vímuefnaneyslu, en mun
nú að nýju vera á batavegi. Steig hann
á svið fyrir nokkru f Seattle, með
heimasveit að nafni Second Commlng.
Gftarleikarinn Jerry Cantrell hefur líka
látið sjá sig á sviði, m.a. með Metall-
ica, en með þeirrl stórsvelt þunga-
rokksins var Alice In chalns um það bil
að halda i tónleikaferðalag þegar
ógæfan dundi yflr. Þelr tveir em sem
sagt ásamt félögum sinum í Alice in
chains, ekki ennþá búnir að gefast
upp. Ef þeim tekst endanlega að ytir-
vinna erfiðleikana, mun vinna að nýrri
plötu væntanlega hefjast fyrir áramót.
Rokkunnendur vona áreiðanlega að sú
verði raunin.
Layne Staley er að jafna sig
Brot af því besta...
Seattletíðindi