Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. september 1994 - DAGUR - 5 Tíarnar- kvartettinn - geisladiskur væntalegur í haust Tjarnarkvartettinn úr Svarfað- ardal skipa tvenn hjón, Kristj- ana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn sem búa á Tjörn og Hjörleifur Hjartarson og Rósa Kristín Baldursdóttir sem búa í Laugarhlíð. Aðspurð sagði Kristjana að nú væru félagamir í kvartettinum ný- komnir heim í Svarfaðardalinn að lokinn strangri en vel heppnaðri ferð til Reykjavíkur. í ferðinni var tekinn upp geisladiskur með söng Tjarnarkvartettsins og er hann væntanlegur í verslanir um mán- aóamótin október-nóvember. Upptökurnar fóru fram í Fella- og Hólakirkju en þar er, að sögn Kristjönu, mjög góður hljómburó- ur. Upptökumar annaðist Hreinn Valdimarsson. Kristjana vildi koma því á framfæri aó Friórik Friðriksson á Dalvík hefði hvatt hjónin í kvartettinum til að gefa þennan geisladisk út og hann stæði dyggilega á bak við Tjamar- kvartettinn vegna útgáfunnar. Kristjana sagði að á geisladisk- inum væri mjög fjölbreytt lagaval, allt frá gömlum madrígölum og jassi upp í íslensk þjóðlög. I Reykjavík hélt Tjamarkvart- ettinn tónleika á Sólon Islandus en einnig hélt kvartettinn konsert í Deiglunni á Akureyri nú í ágúst. Kristjana sagðist reikna með því að geisladiskinum yrði fylgt eftir með tónleikum þegar þar að kæmi. KLJ Tjarnarkvartettinn skipa (frá vinstri) Hjörlcifur Hjartarson, Kristjana Arn- grímsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson. Mynd: Robyn. Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður: á Norðurlandi vestra Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, segir að af hans hálfu standi ekki annað tii en að vera í framboði áfram í kjördæminu við næstu kosningar. í nýlegri umfjöllun blaðsins um framboösmál í kjördæminu var sagt að Vilhjálmur haft lengi vel haft áhuga á að færa sig í annað kjördæmi en Vilhjálniur segir sjálfur að þær vangaveltur séu frá öðmni komnar en honum sjálfum. „Ég tók skýrt fram þegar um- fjöllun um haustkosningar var í hámarki að ég ætlaði fram í kjördæminu og það hefur ekki breyst," sagði Vilhjálmur. JÓH Leigum út vinnupalla, stiga - tröppur Aukið úrval rafmagns- og loftverk- færa. Kvöld- og helgarþjónusta. Véla- og áhaldaleigan, Hvannavöllum 4, sími 23115. LATUM VELARNAR VINNA VERKIN Stéttarsamband bænda: Stofauð verði heildarsölu- Bridgefélag Akureyrar Startmót Sjóvá-Almennra hefst þriðjudaginn 13. septem- ber kl. 19.30. Spilað verður að Hamri tvö þriðjudagskvöld, 13. og 20. sept. Öllu spilafólki heimil þátttaka. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir kl. 21.00 mánudaginn 12. sept. í síma 21695 (Páll) og 23154 (Sverrir). Bridgefélag Akureyrar. SJÓVÁuiluALMENNAR Aðalfundur Stéttarsambands bænda lagði til að stofnuð verði heildarsölusamtök allra kjöt- framleiðenda, er annist vöruþró- un, dreifíngu og sölu á heildsöl- ustigi á öllu kjöti innanlands og sjái einnig um viðskipti með af- urðalán. Þá gerði fundurinn til- lögu um að slík heildarsamtök annist skráningu, umsjón og eft- irlit með verðlagningu afurða til að koma í veg fyrir undirboð og að auðvelda útflutningsaðilum að útvega viðeigandi kjötteg- undir. Milar umræður urðu um mark- aðs- og afurðasölumál á aðalfund- inum. Umræðumar snérust eink- um um þær breytingar sem orðið hafa á ytra umhverfi landbúnaðar- ins og tengsl hans við markaðinn. I staö fastákveðins verðlags land- búnaðarafurða stjómar markaður- inn verðlaginu í auknum mæli. Þannig hefur kjötmarkaðurinn ein- kennst af mikilli verðsamkeppni, bæði á milli búgreina og einnig innan þeirra þannig aó bændur telja sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni. í ályktum frá fundinum seg- ir að bændur telji sig í sumum til- vikum hafa misst verðþróun af- urðanna úr böndum og tapað veru- legum fjármunum. Fjölmargir bændur hafi farið að selja kjöt á eigin vegum og þannig undirboðið framleiðsluna hver fyrir öðrum. Þá hafi afurðastöðvar lækkaó afurðaverð og lengt greiðslufresti. Á fundinum kom fram aö nú sætu ákveðnar afurða- stöðvar uppi með verulegar birgó- ir og sagði Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri-Fagradal, að slátur- húsið í Búðardal sæti uppi með um 25% afurða frá fyrra ári óseld- ar. Staða afurðsölufyrirtækja er slæm Einnig kom fram í umræðum á aðalfundinum að staöa margra af- urðastöðva væri slæm og komst Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambandsins, að orði á þann veg að sumum afurðastöðv- um væri ekki treystandi fyrir af- urðum bænda vegna þess hversu fjárhagsleg staóa þeirra væri erfið. Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri- Fagradal, sagði að einstök afurða- sölufyrirtæki gætu ekki tekið á móti sláturfé í haust vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka, taldi að úr þessu yrði aðeins bætt með stofnun einna heildarsölusamtaka. Afurðalán aðeins 66% af heildsöluverði Á fundinum komu fram vanga- veltur um hvort lögbundið stað- greiðslukerfi sauðfjárafurða væri úrelt fyrirkomulag er ekki falli að markaóshugsun nútímans. Með staðgreióslukerfinu er afuróa- stöðvum gert að greiða bændum tiltekió hlutfall og síðar fullt af- urðaverð fyrir ákveðinn tíma án tengingar við sölu afuróanna. í ályktun fundarins kemur fram að færa megi rök fyrir þessum sjón- armiðum en til að þau geti gengið verói að tryggja bændum ákveðið skilaverð. Samstarf afurðastöðva með eðlilegu afurðalánakerfi sé grundvöllur þess aó umsýslufyrir- komulag verói alfarið tekið upp varðandi sölu á kindakjöti. Þá voru viðskiptabankamir gagnrýndir fyrir að á síðasta ári hafi aðeins fengist afurðalán fyrir 66% af heildsöluverði kindakjöts- framleiðslunnar en að mati bænda verði þetta lánshlutfall að vera allt að 80%. Einnig þurfi að greiða af- urðalán síðasta árs upp í nóvem- ber næstkomandi burtséð frá því hvort afurðimar séu seldar og vörpuðu fundarmenn þeim spum- ingum fram á hvem hátt afurða- stöðvar eigi aó fjármagna stað- greiðslur til bænda fyrir innlegg á komandi hausti mióað við þær að- stæður. Fáir smásöluaðilar en sundraðir framleiðendur I ályktun aðalfundar Stéttarsam- bands bænda kemur fram að smá- söluverslun hafi safnast á sífellt færri hendur á undanfömum áruni og fákeppni því orðin veruleg. Á sama tíma hafi framleiðendur og afurðastöðvar verið að sundrast og séu nú í verulegri inbyróis baráttu. Slíkt sé kjörin staða fyrir smásölu- verslunina sem nýti sér sundrungu og ósamlyndi innan landbúnaðar- ins til hins ítrasta. Einnig kemur fram aó varðandi afurðasölumálin beri íslenskir bændur sig saman við bændur á Norðurlöndum og Nýja-Sjálandi er búi við sterk sölusamtök, ýmist í eigu samvinnufélaga bænda eða framleiðendasamtök um slátrun og afsetningu framleiósluafurða. í ályktun stéttarsambandsfundar er bent á aó á þann hátt verði ís- lenskur landbúnaðaur að starfa eigi aö vera unnt að halda verði afurðanna uppi. Af þeim ástæðum er nú lagt til að stofna heildarsam- tök kjötframleiðenda. ÞI Athugasemd í blaðinu í gær var sagt frá 16 ára unglingi sem gripinn var á stolnum bíl. Starfsmenn Securitas vildu koma á framfæri að upphaf máls- ins hafi verið það að starfsmaður Securitas sá bíl kirfilega merktan fyrirtæki á Akureyri á ofsahraða á leið norður úr bænum. Starfsmað- urinn fór í umrætt fyrirtæki og þannig uppgötvaðist þjófnaðurinn. HA Til sölu er þessi Toyota Carina E GLi árgerö 93 Ekin 14 þúsund km, er beinskiptur með 2.1 vél og beina innspýtingu. Álfelgur og low profile dekk. Verð er 1.780.000,00. Bein sala eða skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 96-25743 eftir kl. 19.00 á kvöldin virka daga og um helgar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ÚTBOÐ Landsbanki íslands býður út eftirfarandi: Útboð 4/94: Prentun á 1.500.000x2 eintök af útborgunarmiðum. Skilafrestur tilboða er kl. 11.00 15.09 94. Útboð 5/94: Prentun á 1.500.000x2 eintökum af innborgunarmiðum. Skilafrestur tilboða er kl. 11.00 15.09. 94. Útboð 6/94: Áprentuó umslög 7 gerðir alls 1.970.000 stk. Skilafrestur tilboða er kl. 13.30. 21.09. 94. Útboðsgögn fást afhent í Birgðastöð Landsbanka ís- lands, Höfðatúni 6, 155 Reykjavík, gegn 500 kr. greiðslu fyrir hvert útboð. Landsbanki ísiands, Birgðastöð, Höfðatúni 6,155 Reykjavík. Símar 91-606270, 91-606275, Fax 91-623819.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.