Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 20
Nóg að gera hjá
Foldu hf. þessa dagana
lagi Japan. Þessa dagana er ein-
mitt verið að afgreiða stórar pant-
anir til japanskra viðskiptavina.
I vélasal er unnið á vöktum all-
an sólarhringinn en um 90 manns
starfa nú hjá fyrirtækinu. HA
Mettúr hjá
Harðbaki EA
Harðbakur EA kom til hafnar
á Akureyri á þriðjudag með
fullfermi af þorski úr Smugunni,
eftir 17 daga túr. Aflinn var 270
tonn og er aflaverðmætið 18
milljónir króna. Þetta er jafn-
framt mesta aflaverðmæti sem
ísfisktogari hjá ÚA hefur fengið.
Þorleifur Ananíasson, hjá ÚA,
segir að alltaf sé erfitt að bera
saman aflaverðmæti togara milli
einhverra ára en þetta sé engu að
síður mesta fjárhæó sem ísfisktog-
ari ÚA hefur fengið fyrir farm
sinn. Harðbakur hélt áleiöis í
Smuguna á ný í fyrrakvöld.
Gamli Svalbakur EA er á heirn-
leió úr Smugunni með fullfermi,
um 250 tonn, og er aflaverðmætið
16-17 milljónir króna. Togarinn
sem kernur til hafnar í dag, er að
koma úr sínum öðrum túr úr
Smugunni og hefur fengið þar
samtals 500 tonn af þorski.
Frystitogarinn Sólbakur EA
kemur til hafnar aðfaranótt sunnu-
dags. Togarinn hefur einnig verið
í Smugunni og er aflaverðmætið í
þessunt túr rúntar 40 milljónir
króna. KK
Þessa dagana er nóg að gera
hjá ullarvinnslufyrirtækinu
Foldu hf. á Akureyri. Að sögn
Baldvins Valdimarssonar fram-
kvæmdastjóra er það mjög eðli-
legt þar sem starfsemin sveiflast
mjög árstíðabundið, lítið er að
jafnaði að gera fyrri hluta ársins
en aftur mjög mikið síðari hlut-
ann.
„Seinni hluti ársins er okkar
uppskerutími og þá er venjulega
mjög mikið aó gera. Þannig er
einmitt ástatt nú og verður fram
yfir áramót. Síðan eru fyrstu mán-
uðir ársins oftast mjög erfiðir,"
sagói Baldvin. Af þessum sökunt
kemur fyrst í ljós i lok ársins
hvemig árið hefur gengið. „Þetta
er mjög spennandi tí ni núna því
hann ræður hver afkoma fyrirtæk-
isins verður."
Að sögn Baldvins má skipta
markaðssvæði fyrirtækisins í
femt. I fyrsta lagi innanlands-
markaður, í öóru lagi Norðurlönd,
aðallega Noregur og Svíþjóð, í
þriðja lagi Þýskaland og í fjóróa
Ofríðleg Ijósavél
Um klukkan níu í gærkvöld lagði mikinn reyk frá loðnuskipinu Súlunni sem lá við festar á Akureyri. Slökkviiið og
lögregla fór á staðinn en ekki reyndist um neinn eld að ræða heidur stafaði reykurinn af bilun í ljósavél. Bjarni
Bjarnason, skipstjóri Súlunnar, sagði að bilunin væri smávægileg og mundi ekki tefja skipið frá veiðum, „en ljósa-
vélin hefði látið ófriðlega“. Hann sagði að á þessari stundu væri ekki ákveðið hvenær Súlan færi á miðin enda væri
loðnan „hundleiðinleg þessa dagana“. Þó gerði Bjarni ráð fyrir því að halda úr höfn á næstu dögum. KLJ/Mynd: Robin
ígull hf. á Hvammstanga:
Tilraunaveiðum á Bitrufirði i sam-
starfi við Hafrannsóknastofnun lokið
Fyrirtækið ígull hf. á
Hvammstanga hefur í sumar
stundað tilraunaveiði á ígulker-
um í Bitrufírði á sunnanverðum
Ströndum í samstarfí við Haf-
rannsóknastofnum og stunduðu
tveir bátar frá Hvammstanga
veiðarnar. Veiðarnar á Bitrufirði
gengu vel og héldu uppi atvinnu
í ígulkeraverksmiðjunni. Veiðar
eru nú hafnar skammt frá
Hvammstanga en nýtt kvótaár
hófst 1. september sl. ígulkerin
eru tekin með plóg, og er leitað
að bestu veiðisvæðunum þar
sem besta hrognafyllingin og lit-
urinn fæst. Harpa Vilbertsdóttir,
framkvæmdastjóri íguls hf., seg-
ir hrognafyllinguna allgóða, hún
sé annars misgóð milli veiði-
svæða, en vaxtarskeið ígulker-
anna er mjög misjafnt eftir
veiðisvæðum og er ekki árstíða-
bundið við Húnaflóa.
Aðalfundur Eyþings á Raufarhöfn:
Einar áfram formaður
- ráðstefna um ferðamál í gær
Igær lauk aðalfundi Eyþings,
sambands sveitarfélaga í Eyja-
ljarðarsýslu og Þingeyjarsýslum,
sem eins og kunnugt er varð til
þegar Fjórðungssambandi Norð-
lendinga var skipt í tvennt fyrir
tveimur árum. Einar Njálsson
var endurkjörin formaður stjórn-
ar. í gær var aðalefni þingsins
umræður um ferðaþjónustu á
Norðurlandi eystra og markaðs-
setningu svæðisins sem heildar.
Stjórn Eyþings var kjörin í gær
til tvegga ára. Hana skipa nú: Sig-
Spáð er kólnandi veðri norð-
anlands, norðaustanátt, all-
hvassri á laugardag og súld
eða rigningu. Á sunnudag
verður áfram norðaustanátt,
kaldi eða stinningskaldi og
rigning. Hiti 4-12 stig. Það er
því ekki ólíklegt að gráni í
fjöll og vissara fyrir gangna-
menn, sem víóa verða við
smölum um helgina, að hafa
föðurlandið næst sér.
fríóur Þorsteinsdóttir, Jóhannes
Sigfússon, Kristján Ólafsson, Pét-
ur Þór Jónasson og Einar Njáls-
son, sem verður formaður stjórn-
ar.
Tveir starfshópar unnu í gær-
morgun aö tillögugerð. Annars
vegar er unnió að ályktun um
virkjun Jökulsár á Fjöllum og Jök-
ulsár á Brú og hinn hópurinn
vinnur að ályktun um umhverfis-
og ferðamál. Ályktanir hópanna
voru lagðar fram síðdegis í gær.
I gærmorgun hélt Páll Þór
Jónsson, hótelstjóri á Hótel Húsa-
vík, framsöguerindi um feröaþjón-
ustu á svæðinu. Hann ræddi um
nauðsyn þess að koma á fót stöðu
ferðamálafulltrúa í Þingeyjarsýsl-
um. Einar Njálsson svaraði og
sagðist vera sammála Páli um
þetta atriði. Hann upplýsti aó
stjóm svokallaðs Kísilgúrsjóðs,
sem stofnaður var þegar náma-
leyfi var síðast gefíð út í Mývatni,
hafi ákveðið sl. vor að veita 500
þús. kr. á ári í 3 ár til Atvinnuþró-
unarfélags Þingeyinga. Þar yrði
byrjaó á aó fjármagna ráðningu
ferðamálafulltrúa og sveitarfélög-
in leggðu til fjármagn á móti.
Einnig kom fram sú skoðun að
verð á bílaleigubílum hérlendis
væri flöskuháls í þróun ferða-
mannaiðnaðar og spurt var hvort
ekki væri hægt aó lækka aðflutn-
ingsgjöld á þessum bílum svo
bílaleigur gætu lækkað leigugjald.
Þinginu lauk í gær. IM
Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa-
vík, var cndurkjörinn formaður Ey-
þings.
ígull hf. á Hvammstanga full-
vinnur hrognin til útflutnings, en
þau eru seld gegnum umboðs-
skrifstofu í Reykjavík, sem selur
framleiðslu fleiri vinnsluaðila.
M.a. mun umboðsskrifstofan sjá
um sölu á hrognaframleiðslu KEA
þegar hún fer í gang, en hún er
staðsett í fiskhúsi KEA við smá-
bátahöfnina í Sandgerðisbót.
Þrettán manns starfar nú við
ígulkeravinnsluna á Hvamms-
tanga, en heföu þurft aó vera nær
helmingi fleiri, eða 23. Sláturtíðin
sem er að hefjast þessa dagana
tekur til sín töluvert af starfsfólki
svo ekki eru líkur á að þeim fjölgi
fyrr en í lok sláturtíðar urn miójan
októbermánuð. Skortur á starfs-
fólki hefur verið viðloðandi
vandamál hjá sjávarútvegsfyrir-
tækjum á Islandi árum saman
meöan á sláturtíð stendur. GG
Frystikistur
Verð frá kr. 28.830
Qkaupland hf.
Kaupangi v/Mýrarveg, sfmi 23565
Vilt þú fylgjast með því
nýjasta sem er að gerast
í hestamennskunni?
Gerist
áskrifendur!
Nýtt áskriftartímabil
er hafið.
TÍMARIT HESTAMANNA
Sími 91-685316