Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 10.09.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 10. september 1994 - segir Þorsteinn Gunnarsson, nýr rektor Háskólans á Akureyri Um síöustu mánaöamót urðu rektors- skipti viö Háskólann á Akureyri. Har- aldur Bessason, sem veriö hefur rektor skólans frá upphafi, lét af störfum, en við tók dr. Þorsteinn Gunnarsson. Dag- Sem fyrr segir var Þorsteinn Gunnarsson á sínum fyrsta starfs- degi þegar blaðamaður leit vió hjá honum. Enn voru bókahillurnar tómar og yfirbragð hinnar annars vistlegu skrifstofu því ekki mjög fræðimannslegt þá stundina. Hinn nýbakaði rektor hefur líka staóið í miklum flutningum en til Akureyr- ar kemur hann frá Brussel, þar sem hann hefur starfað sem vísinda- og menntamálafulltrúi við sendiráð Is- lands frá árinu 1993. ur heimsótti hinn nýja rektor á hans fyrsta starfsdegi í HA til að fræöast nánar um manninn Þorstein Gunnars- son og þær hugmyndir sem hann hefur um framtíð háskólans. Háskólinn á Ak- ureyri er ekki gömul stofnun og enn að vaxa. Því má búast við að sú stefna sem hinn nýi rektor markar eigi eftir að fylgja skólanum um ókomin ár. Vopnfirðingur að uppruna Þorsteinn fæddist þann 21. október 1953 og ólst upp á bænum Teigi í Vopnafirði. Að loknu fullnaðar- prófi tók við nám í Héraðsskólan- um á Laugum í Reykjadal og það- an lá leiðin í Menntaskólann á Ak- ureyri. Hann útskrifaóist árið 1973 en þaö ár var hiö fyrsta sem Tryggvi Gíslason, núverandi skóla- meistari MA, hélt þar um stjórnar- tauma. „Vissulega voru þetta umbrota- tímar þarna á árunum í kringum 1970. Skólalífið gat verið dálítið skrautlegt en ég kunni afar vel við mig hér á Akureyri og þetta voru Iærdómsrík ár. Ég á margar minn- ingar og flestar góðar frá samskipt- um mínum við lærifeður og meist- ara,“ sagði Þorsteinn aóspurður um menntaskólaárin. - Hefur þú haldió kunningsskap við einhverja af skólafélögum þín- um frá þessum árum? „Fyrst skal nú nefna að ég Fullt nafn: Þorsteinn Valdimar Gunnarsson. Fæðingardagur: | 21. október 1953 í Vopnafirói. Eiginkona: Árþóra Ágústsdóttir, f. 4. mars 1953, grunnskólakennari í Bamaskóla Akureyrar. Börn: Huginn Freyr, f. 29. desember 1978 og Sólveig, f. 29. júní 1982. kynntist konunni minni, Árþóru Ágústsdóttur, í MA en við erum samstúdentar og sameiginlega eig- um við all stóran vina- og kunn- ingjahóp frá þessum árum sem of langt mál yrði að telja upp.“ Hugur Þorsteins stóó til frekara náms og að loknu stúdentsprófi nam hann sálfræði við Háskóla ís- lands og útskrifaðist með BA próf 1976. Þá hófust afskipti hans af menntamálum en hann kenndi við Víghólaskóla í Kópavogi og einnig Myndlista- og handíðaskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík til ársins 1979 og útskrifaðist meö kennsluréttindi frá HI það sama ár. Framhaldsnám í Bandaríkjunum Næstu 4 ár var Þorsteinn kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og jafnframt áfangastjóri fyrir allt framhaldsnám á Austurlandi. Þaö- an lá leióin í Fjölbrautaskólann á Akranesi en árið 1985 urðu þátta- skil þegar hann hlaut Fulbright styrk til framhaldsnáms í uppeldis- fræðum í Bandaríkjunum. - Stóð hugur þinn alltaf til frck- ara náms erlendis? „Þaó má kannski segja það. í það minnsta blundaði alltaf í mér að fara erlendis en ekkert endilega til frekara náms. Satt best að segja stóð hugur minn ekki til fram- haldsnáms í bili eftir BA-prófió í sálfræði. Þegar ég var síóan búinn að kenna í þennan tíma vaknaói löngun til aó víkka sjóndeildar- hringinn." Þorsteinn lauk mastersprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Ohio University í Bandaríkjunum árið 1986 með stjórnsýslufræði há- skólamála sem sérsvið og doktors- prófi frá sama skóla árió 1990 þar sem námskrárgerð og kennslufræði á framhaldsskólastigi var hans sér- svið. Síðan lá leiðin til íslands aó nýju. Starfað í Brussel „Ég fékk strax starf í háskóla- og vísindadeild menntamálaráðuneyt- isins og vann þar í rúm 3 ár. Með- fram því sinnti ég reyndar af og til stundakennslu viö Háskóla íslands í uppeldis- og kennslufræói. Árið 1993 var ég ráðinn vísinda- og menntamálafulltrúi við sendiráð ís- lands í Brussel og var í því starfi þar til ég byrjaði hér 1. september sl.“ - Hvers eðlis var starf þitt í Brussel? „Þetta var afar spennandi starf. Til viðbótar störfum mínum fyrir sendiráðiö var ég formaður í svo- kölluóum vinnuhópi EFTA um rannsóknir og þróun. Þetta var nokkuð mikið starf og fólst m.a. í að sætta ólík sjónarmió mismun- andi ríkja og fylgja eftir málum við framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Síðan var auóvitað mjög lærdómsríkt að fylgjast meö þróun vísindamála hjá Evrópusamband- inu á þessum tíma. Það var þá ver- ið að ganga frá nýrri fjögurra ára rammaáætlun um rannsókir og þró- un, þ.e.a.s. frá 1994-1998. Þetta er geysi stór áætlun með fjárlögum sem samsvarar níföldum fjárlögum íslcnska ríkisins og þaö var bæði mjög áhugavert aó taka þátt í und- irbúningi hennar og geta unnið aó því koma inn í hana þeim áherslum sem skipta máli fyrir vísindasamfé- lagið á Islandi.“ Koma HA á kortið - Eiga Islendingar að þínu mati góða möguleika innan Evrópusam- bandsins? „I þaö minnsta á sviði rann- sókna og þróunar eru þegar nokkur verkefni í gangi, t.d. á sviði sjávar- útvegstækni, umhverfisrannsókna og á fleiri sviðum. Það er vissulega möguleiki á því að bæði rann- sóknastofnanir og háskólar, fyrir- tæki eða einstaklingar geti tekið þátt í þessum samstarfsverkefnum. Rannsóknastofnanirnar og háskól- arnir væru þá einkum á sviði þess- ara stærri samstarfsverkefna en t.d. í menntamálaáætlununum eru svió sem einstakir kennarar eða nem- endur á háskólastigi geta tekiö þátt í. Það er t.d. góö reynsla nú þegar af þátttöku íslendinga í ERÁSM- US og COMETT áætlununum svo- kölluðu. En við þurfum að efla þátttöku Háskólans á Akureyri í þessum áætlunum sem hefur verið lítil sem engin hingað til.“ - Eru Islcndingar kannski helst til feimnir aó nýta sér þessa mögu- leika? „Það er mjög misjafnt og fer mikið cftir stofnunum. Einstakar stofnanir hér á landi hafa nýtt sér þessa möguleika mjög vcl, ég get t.d. nefnt Iðntæknistofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Veðurstofu Islands sem hafa verið mjög virkar í þessu samstarfi. Ymsar aðrar stofnanir hafa sinnt þessu minna og uppskorið sam- kvæmt því.“ Til Akureyrar á ný - Þcgar rektorsstaða við Háskólann á Akureyri var auglýst laus til um- sóknar á síðasta ári ákvað Þor- steinn aó slá til. Hvað skyldi hafa ráðið því? „Ég þekkti nokkuð til skólans og mér fannst þarna komið tæki- færi til að flétta saman þekkingu mína á vísinda- og kennslumálum og stjórnun háskóla. Ég þekkti einnig til á Akureyri og taldi þetta vera góðan staó til að búa á.“ Eins og fram kom þá þekkti Þorsteinn nokkuð vel til Háskólans á Akureyri eftir starf sitt í mennta- málaráðuneytinu og hefur fylgst meó þróun hans eftir 1990. Hann var formaður nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði árið 1990 til að endurskoða lög um skólann, fulltrúi ráðuneytisins í þróunar- nefnd HA sem skilaði skýrslu sinni árið 1992 og að lokum var hann formaður nefndar um kennaradeild viö Háskólann á Akureyri og átti því stóran hlut í stofnun hennar. Kostir og gallar háskólans - En skyldi hinn nýi rektor þá vera ánægður með þróun skólans það sem af er?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.