Dagur - 10.09.1994, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 10. september 1994
Texti og mynd:
Þorbjörg Þráinsdóttir
„lilbakahaldínn
Þingeyingur,
líklega versta
mannkerti
sem til er“
- segir Vera Sigurðardóttir, forseti ITC-Storðar
Nú meó haustinu fer að líða að því
að ýmis félagasamtök taki til
starfa að nýju eftir gott sumarfrí.
Markmið þessara samtaka eru
mismunandi, unnið er að fjáröfl-
unum fyrir verðug málefni, fólk
hópast saman kringum sérstök
hugðarefni sín, eða einstaklingar
leitast eftir að styrkja sig og efla.
Alþjóðlegu samtökin ITC eða
„Intemational Training in Comm-
unication" eru dæmi um slík sam-
tök, en markmió þeirra er aó gera
einstaklinginn hæfari í mannleg-
um samskiptum. Að landssamtök-
unum hér stendur fjöldi deilda
víðsvegar um land og starfar ein
slík deild á Akureyri. Vera Sig-
urðardóttir í Hrísey var kjörin for-
seti ITC-Storðar á Akureyri sl. vor
en hún var einnig aðal driffjöður
Nomaframboósins í Hrísey í
sveitarstjómarkosningunum síð-
ustu. Vera féllst á að segja okkur
frá framboðinu og ITC og sjálfri
sér í leióinni, enda gætu ITC sam-
tökin án nokkurs vafa styrkt fólk í
daglegu lífi og því væri þaó bara
gott mál að auglýsa þau svolítið.
En fyrst ætlum við að kynnast
Veru sjálfri lítillega.
Vera er fædd árið 1940 á Odds-
stöðum á Melrakkasléttu og bjó
þar þangað til hún var 18 ára.
Fluttist þá til Raufarhafnar þar
sem hún bjó í þrjú ár þar til hún
kom til Hríseyjar með manni sín-
um, Ola Bjömssyni, fyrir 33 árum
síðan. Vera ber greinilega sterkar
taugar til æskuslóðanna því hún
segir að komist hún ekki austur á
Sléttu a.m.k. einu sinni á ári, helst
á vorin, þá nái hún ekki fullum
þroska á milli ára. í Hrísey ætlaði
hún bara að vera í smátíma, en þar
býr hún enn og sagðist fljótlega
hafa samlagast lífinu þar, þótt
henni hafi þótt ýmislegt skrýtið í
fyrstu. „Ég var nijög heppin, ég
kom hingaó á sjómannadaginn,
fór beint í kaffi suður í Sæborg og
svo á ball um kvöldið og það er
náttúrulega hvergi betra að kynn-
ast fólki heldur en á balli. Mér
fannst ballstaðurinn reyndar svo-
lítið frumstæður. Engin borð voru
í salnum, bara bekkir meðfram
veggjunum og karlarnir stóðu úti
undir vegg pissandi og að staupa
sig, á meðan konumar sátu inni og
vermdu bekkina. Manni fannst
Raufarhöfn á þessum tímum vera
á hjara veraldar og rúmlega það,
enda vegimir ekki einu sinni
þannig að hægt væri að keyra eftir
þeim, en þó voru komin borð og
stólar í gamla bíóið. Þetta var ekki
það eina sem mér fannst gamal-
dags hér. Fljótlega eftir að ég kom
hingað fór ég að vinna í verslun
kaupfélagsins en ég hafói einnig
verið að vinna í versluninni fyrir
austan. Þar vorum viö komin meó
nýmóðins búðarkassa, sem lagði
saman sjálfur, peningaskúffan
opnaðist þegar maóur ýtti á takka
og þar fram eftir götunum. Héma
voru þeir aftur á móti með gamalt
hræ, sem ekkert lagði saman og
var meó sveif til að opna skúff-
una. Þar fyrir utan þurfti alltaf að
skrifa nótur fyrir hverju snitti sem
fólk keypti, ég skildi aldrei hvaða
tilgangi það þjónaöi. Mér fannst
því Hríseyingar að þessu leyti
standa okkur Sléttungum að baki
og kom það mér mjög á óvart því
ég hélt ég væri á leiðinni í eitt-
hvert menningarpláss í nánum
tengslum við Akureyri. Aætlana-
ferðir ferjunnar voru reyndar bara
einu sinni í viku á vetuma og
tvisvar í viku á sumrin, enda
ferðamenn þá óþekkt fyrirbrigði
hér í eyjunni. En ef maður vildi
fara í land gat maður alltaf pantað
ferjuna og það var ekki svo dýrt.
Maður var því aldrei í neinni ein-
angrun“.
„Er ekkert að borða
á þessu heimili“
- Vera á þrjá stráka og sagðist
þrátt fyrir allt jafnréttistal hafa al-
ið upp hálfgerðar karlrembur.
„Örverpið sem er tvítugt er lang-
verst reyndar, það er svo skrýtið
með það. Þeir eru reyndar allir
gengnir út og tengdadætur mínar
hafa ekki kvartað mikió enn sem
komið er. Ég held að þessir eldri
tveir standi sig reyndar nokkuð
vel, enda komast þeir varla upp
með annað, sá yngsti er aftur á
móti ekki enn farinn að búa og er
því enn með einhvern derring.
Það kemur fyrir, þegar ég kem
heim úr vinnu á kvöldin að karl-
inn og örverpið rísa upp úr sófun-
um og segja „er ekkert að borða á
þessu heimili?“ Það fer svo eftir
því hvemig dagurinn hefur verið
hjá mér hvort ég læt þetta sem
vind um eyrun þjóta eða verð al-
veg vitlaus.“
- Vera vinnur sem afgreiðslu-
stjóri í Sparisjóðnum í Hrísey og
hefur unnið þar frá því 1980. „Það
ár var auglýst eftir starfskrafti í
Sparisjóðnum og ég grennslaðist
eitthvað fyrir um þetta en hafði
mig aldrei í þaó að sækja um.
Engin umsókn barst en haft var
samband viö mig af því ég hafði
nú verió að spyrjast fyrir um þetta.
Eftir að ég byrjaði að vinna liðu
svo fleiri vikur þar til ég uppgötv-
aði að ég væri Sparisjóðsstjóri,
sem ég var þar til í fyrra, og ég
fylltist. hálfgerðri skelfingu þegar
ég áttaði mig á því, en þetta bless-
aðist nú einhvem veginn.“
Nornaframboðið ýtti við
körlunum
- Varðandi Nomaframboóið fyrir
síðustu sveitarstjómarkosningar
sagði Vera umræðu um framboðs-
lista hafa komið upp fyrir hverjar
kosningar síðustu áratugi en aldrei
hafi neitt gerst fyrr en nú. „Frá því
á sjötta áratugnum hefur enginn
listi verið boðinn fram í eyjunni,
allir íbúar í Hrísey á kjörskrá hafa
því verið í framboði, tæplega 200
manns, og nánast allir hafa fengið
atkvæói. Þeir sem hafa verið
kosnir, hafa svo kannski ekkert
kært sig um að standa í þessu.“
- Vera sagði að líklega hefði
ekkert gerst í framboðslistamálum
fyrir þessar kosningar ef konumar
hefðu ekki loks tekið af skarió og
lagt fram lista. „Viö vorum búnar
að ræóa þessi mál mikið áður en
við settum saman listann, en ég
held að enginn hafi trúað því að
við værum að þessu í mikilli al-
vöru. Ég hitti einn góðan vin
minn, sem er óttaleg karlremba,
upp í Ráóhúsi fyrir kosningar og
ræddum við m.a. bæjarpólítíkina
þar sem ég sagði honum að þetta
reddaðist nú allt þegar vió konum-
ar tækjum við þessu. Viðbrögð
hans voru þannig að ég tvíefldist
og var ákveðin í því að koma sam-
an lista, sem vió gerðum aó sjálf-
sögðu. Lengi leit síðan út fyrir að
við fengjum ekki mótframbjóð-
endur, en þá duttu þeir í það bless-
aöir karlarnir og lögðu fram lista í
beinu framhaldi af því. J-listinn
var lagður fram undir merki jafn-
réttis og framfarasinna, þá skelli-
hlógum við nú, því sá scm efstur
var á þeim lista er nú svo sem
enginn framfarasinni. E-listinn var
síóan lagöur fram J-Iistanum til
höfuðs, þannig að þegar upp var
staðió voru þrír iistar í Hrísey. Við
komum inn einum manni og þeir
tveimur mönnum hvor. Ljóst var
að E- og J-listinn gátu ekki starfað
saman svo það varð úr að vió
mynduóum meirihluta meó E-list-
anum með Þórunni Arnórsdóttur
frá okkur í stöðu oddvita.
- Vera var í þriðja sæti listans
og þegar blaöamaður spurði hana
af hverju hún hefði ekki verið ofar
sagóist hún vilja hleypa unga fólk-
inu að. „Við bjuggumst reyndar
aldrei við nema einum lista í við-
bót og þá hefði þriðja sætið á list-
anum verið baráttusæti. En það
var nauðsynlegt að breyta fyrir-
komulaginu eitthvað og mér finnst
endilega að unga fólkið eigi aö
vera með í ráðum, ekki láta ein-
hverja karlhlunka sem vilja engu
breyta stjórna öllu. Það var bæði
fróólegt og skemmtilegt að taka
þátt í kosningabaráttunni, reyndar
kom það mér svolítið á óvart
hversu óvægnir menn gátu orðið í
atkvæðasmöluninni og er ég
hrædd um að þar hafi menn lofað
upp í báðar ermarnar og tínt til
óhróður um andstæðinginn. En
svona er það víst í pólitíkinni.“
✓
„Atti í erfiðleikum með að
standa upp og kynna mig“
- Vera segir starfió og þjálfunina í
ITC samtökunum hafa hjálpað sér
mikið í sveitarstjórnarmálum.
„Markmið ITC er að þjálfa fólk í
mannlegum samskiptum, en með
því er átt við ótalmargt. Vió lær-
um fundarsköp, ræðumennsku, aó
tala óundirbúiö, að hlusta á aðra
og vera skipulagðar í málflutningi
auk þess sem fyrirlestrar um ýmis
fræðandi efni eru fluttir af félags-
mönnum og utanaðkomandi aðil-
um. Þetta er ekki neinn kjafta-
klúbbur eins og margir virðast
halda heldur mjög gagnlegur fé-
lagsskapur sem styrkir mann á
margan hátt. Hver og einn ræður
því hvort hann hellir sér strax út í
verkefnin eða tekur þetta allt á ró-
legu nótunum, það er cnginn sem
segir manni að fiýta sér og þarna
er ekki um fyrirtæki að ræða, sem
stendur eða fellur mcð því sem
maður segir.“
- En hvernig stóð á því að þú
gekkst í þessi félagssamtök?
„Ég gekk í ITC fyrir um þrem-
ur árum síðan og hafði reyndar
aldrei getað ímyndað mér að ég
ætti eftir að ganga í slík samtök.
Ég komst í kynni við félagsskap-
inn í gegnum systur mína en
fannst tilhugsunin um það að
þurfa eilíft að vera að standa upp
og segja eitthvað, alveg hræðileg.
Ég var reyndar komin í sveitar-
stjórn hér á þessum tíma, ég hafði
vcrió kosin sem varamaður og sat
inni sem aðalmaður tvö síðustu ár-
in og fannst það satt að segja mjög
óþægilegt, enda hafði ég mig ekki
mikió í frammi. Ef einhverjir
ókunnugir komu á fundi, þá sagði
ég ekki eitt einasta orð og átti í
mestu erfiðleikum meó aó standa
upp og kynna mig. Hugsaðu þér
svo að vera Þingeyingur í ofaná-
lag, tilbakahaldinn Þingeyingur,
þaó er líklega þaó versta mann-
kerti sem fyrir finnst. Núna er þaö
ekkert vandamál fyrir mig að
standa upp og segja mína mein-
ingu innan um bláókunnugt fólk,
fyrir utan það að maður kynnist
mörgu nýju og skemmtilegu fólki
í samtökunum, sem einnig víkkar
sjóndeildarhringinn. Við höfum
fram að þessu verið heldur fáar í
þessum félagsskap hér í firðinum,
en þyrftum aó vera fleiri til að
þetta verði skemmtilegra og maó-
ur fái sem mest út úr þessu.“
- Aóspurð sagóist Vera vera
mjög bjartsýn á ITC starfið næsta
vetur. „Við ætlum að byrja á því
að hafa kynningarfund strax í
haust með ITC félögum frá
Reykjavík og við munum leggja
áherslu á að hafa fundina
skemmtilega og fræðandi. Reyna
að hafa létt yfir þeim.“
- Samtökin eru nú opin báðum
kynjum, þótt konur séu enn sem
komið er í miklum meirihluta,
enda eflaust fleiri konur en karlar
sem þurfa á slíkum stuðningi að
halda. „Það sem háir konum helst
cr að þær eru oft í tvöfaldri vinnu,
vinna utan heimilisins og innan
þess og þurfa svo aó nota afgangs-
tíma sinn í félagsmálin, þá með
tilliti til annarra fjölskyldumeð-
lima. ITC er mjög góður félags-
skapur fyrir fólk sem er svolítið til
baka, hefur kannski lítið sjálfs-
traust, finnst allir aðrir miklu
frambærilegri og þorir aldrei að
leggja neitt til málanna þótt það
blóólangi til þess. Mér finnst mjög
heimskulegt í dag að hafa þótt erf-
itt að standa upp og kynna mig, en
ég veit að þaö er fjöldi fólks sem á
crfitt með það og það er gjarnan
það fólk sem við viljum ná til.“
Vera sagðist að lokum vilja
hvetja ungar konur til að koma,
„ég segi fyrir mig að ég hefði vilj-
að upplifa ITC fyrir mörgum árum
síðan þegar maður vildi helst hafa
poka á hausnum svo aó enginn
tæki nú eftir manni“.