Dagur - 24.09.1994, Page 19

Dagur - 24.09.1994, Page 19
Laugardagur 24. september 1994 - DAGUR - 19 Hvernig sem úrslit verða í 1. deildinni í knattspyrnu í dag, laugardag, koma Norðlendingar til með að eiga a.m.k. eitt 1. deildar lið næsta sumar. Það er að sjálfsögðu Leiftur frá Ólafs- firði, sem vann sér þar þátttöku- rétt um síðustu helgi. Formaður knattspyrnudeildar Leifturs er Þorsteinn Þorvaldsson, sjpari- sjóðsstjóri í Sparisjóði Ólafs- fjarðar. í annað skipti á skömm- um tíma hefur Leiftur komist í hóp þeirra bestu. Heppni hafa kannski sumir sagt árið 1988 en sú kenning hefur nú rækilega verið afsönnuð. Þorsteinn tók við sem formaóur knattspymudeildar áriö 1985 og hefur verió það síðan að einu ári undanskyldu. Ariö 1986 varð Sverrir Sverrisson gekk til liðs við Leiftur sl. vetur og var drjúgur fyrir liðið í sumar. Hvernig á að koma knattspyrnuliði upp í 1. deild: Allir verða að leggjast á eitt - segir Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs Leiftur 3. deildar meistarari, fór upp í 2. deild 1987 og 1. deild 1988. Það var ekki hægt að kom- ast hraðar. Síðan lá leiðin niður á við að nýju en óðar upp aftur. Síð- ustu þrjú keppnistímabil hefur lið- ið verið í 2. deild, vantaði aðeins eitt stig til að fara upp í fyrra en fór alla leið núna. Leiftur er því í annað skipti komið upp í 1. deild undir stjóm sama þjálfara, Óskars Ingimundarsonar. - Hvað þarf aó gera til að lcoma liði frá ekki stærri staö en Ólafs- firði upp í 1. deild? „Veistu aö það er svo margt. Ég vil reyndar byrja á að taka fram að ég stend ekki í þessu einn. Ég hef afar góða og samhenta stjórn á bak við mig sem vinnur vel saman. Það má kannski segja að í kring- um 1980 höfóum við virkilega góðan kjama leikmanna, sem skil- aöi sér upp í I. deild 1988. A þess- um tíma höfðum vió bara 2 eða 3 aðkomumenn. En til að þetta gangi upp þarf margt aó spila sam- an. Menn þurfa góðan mannskap, góöan þjálfara og stuðning bæjar- búa á bak við sig.“ - Er ekki áhugi Ólafsfirðinga á fótbolta óvenju mikill? „Jú, við fáum mikinn stuóning miöað við ekki stærra bæjarfélag, en áhorfendafjöldi og annað fer auðvitað allt eftir genginu. Undan- farin tvö ár hefur okkur gengiö mjög vel í 2. deildinni og það skil- ar sér í meiri stuðningi.“ - Var þá ekki mikil spenna í mönnum í sumar eftir að hafa ver- ið hársbreidd frá takmarkinu sl. haust? „Stefnan í sumar var auóvitað sett á að fara upp og pressan var því talsverð. Það er hins vegar at- hyglisvert aó liðió stóð sig best á móti efri liðunum en klikkar á móti þeim neðri. Þetta segir okkur að hugarfarið í þeim leikjum hefur ekki verið alveg 100%.“ - Ertu farinn að spá í næsta sumar, mannabreytingar og ann- að? „Vió gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta verður mjög strembið. Við sjáum bara hvernig liðunum vegnaði sem komu upp í fyrra þrátt fyrir að þau hafi styrkt sig verulega. Við ætlum okkur auðvitaó að hanga uppi, hvort þaó tekst er annað mál. „í fótboltanum hcfur maður annars konar áhyggjur en í vinnunni,“ seg- ir Þorstcinn, sem hér er á skrifstofu sinni í Sparisjóði Ólafsfjarðar. - Þarf aó styrkja lióið? Okkar hugmyndir eru að halda öllum mannskap og bæta kannski tveimur góöum viö. Síóan á eftir að koma í Ijós þegar gengið verður á mannskapinn hvort allir skila sér.“ - Nú hefur'þú sjálfsagt heyrt þær raddir aö mikið sé af aðkomu- mönnum í liðinu. Hverju viltu svara því? „Auðvitaó er það alveg rétt. Hins vegar er spurning hvenær menn eru aðkomumenn og hvenær heimamenn. í fyrra koma tveir ný- ir inn, þrír af þessum strákum eru búnir að vera í 3 ár og þeir eru með lögheimili hérna og þá hlýtur að rnega telja þá heimamenn. Fyrir þetta tímabil urðu litlar breytingar. Út fara Gústaf Ómarsson og Pétur Hafliói Marteinsson og inn koma Slobondan Milosic og Sverrir Sverrisson og reyndar Baldur Bragason í restina.“ - Nú hefur Óskar Ingimundar- son komiö ykkur í annaó skipti upp í I. deild. Á ekki að halda í hann? „Jú, það er stefnan. Hins vegar er ekkert frágengið í þeim málum. Vonandi gengur það þó upp og ég myndi telja talsverðar líkur á því. Þetta er spuming með að sam- ræma þjálfunina og hans atvinnu." - Hvað fær menn til að gefa sig út í formennsku í knaftspyrnu- Knattspyrnudeild KA: Lokahóf yngri flokka Knattspyrnudeild KA verður með lokahóf fyrir yngri flokka félagsins á morgun, sunnudag, kl. 14.00 í KA-heimilinu. Þar veróa veitt verólaun fyrir árangur í einstökum flokkum, frá 7. og upp í 2. flokk. Boðið veróur upp á veitingar og eru félags- menn, jafnt ungir sem gamlir, hvattir til þess að mæta. deild? Er þetta ekki tómt vesen og vandræði? „Sjálfsagt er nokkuð til í því og örugglega er maður búinn aó vera of lengi að vasast í þessu og orð- inn lúinn. Hins vegar er þetta líka rosalega gaman. Mikill félags- skapur og spenna. Þetta er líka öðruvísu áhyggjur en ég glími við í mínu starfi og ágætis tilbreyt- ing.“ - Ætlarðu þá að vera áfram? „Ég hef ekkert gefiö út í þeim efnum. Það kemur að því að mað- ur fer að hvíla sig.“ - Fer ekki allur þinn frítími í þetta stúss? „Jú, hann gerir það. Þetta tekur mikinn toll af fjölskyldunni, en þetta er líka áhugamál hjá henni, annars væri það ekki hægt. Maður fer á alla leiki sumarsins þannig að helgarnar eru uppteknar. Síðan reynir maður að fylgja strákunum sínum í þeirra leiki og þar með er allt sumarið undir lagt.“ - Gengur rekstur deildarinnar skaplega? „Svona alveg þokklega miðað viö það sem maóur er að heyra í kringum sig. Hins vegar er alltaf að veróa erfióara og erfiðara að fá fyrirtækin til að styrkja. Við þurf- um hins’vegar ekki að kvarta. Menn hafa verið mjög duglegir hér og stuðningsmannafélögin mjög öflug.“ - Hvernig leggst 1. deildin svo íþig? „Bara vel. Ef það fer svo að Þór fellur hljótum viö að fá fleiri áhorf- endur af svæöinu til að sjá þessi stóru lið. Eins eiga Reykjavíkurfé- lögin stuóningsmenn hér fyrir norðan sem væntanlega koma til að sjá sína menn spila á Ólafsfirði. Vió gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að þetta veróur erfitt þannig að menn fara ekki í neinn einasta leik með vanmat. Þetta verður gríðarleg barátta þar sem allir veróa að leggjast á eitt.“ HA VIKING , STÍOVÉL I SLABBIÐ VERÐ FRÁ KR. 1767 jmm HEILSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI Síðdegismóttaka Við Heilsugæslustöðina á Akureyri er nú opin sí- degismóttaka frá kl. 17.00 til 18.30 aila virka daga. Móttakan er á 3. hæð stöðvarinnar. Viótöl við lækni eru ekki pöntuð fyrirfram, en mót- takan er fyrst og fremst hugsuð fyrir bráðatilvik. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 22311. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Sundlaug Dalvíkur auglýsir [ austurenda efri hæðar sundlaugarbyggingarinnar er 65 fermetra salur sem tengist herbergi sem er 20 fer- metrar. Eru einhverjir sem vilja taka húsnæðið á leigu, einstak- lingar, fyrirtæki eða félög? Til hvers? Einhvers konar reksturs, æfinga, fyrir uppákomur eða annað. Æskilegt er að þarna fari fram starfsemi sem tengist íþrótta- og eða æskulýðsstarfi. Lítið inn, skoðið aðstöðuna og efáhugi er fyrir hendi sendið þá hugmyndir ykkar til íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkur, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, fyrir 1. október. Frekari upplýsingar gefa Bjarni Gunnarsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 63133 (he. 61060) og Skarp- héðinn Pétursson forstöðumaður sundlaugar í síma 63233 (hs. 61502). íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkur. HORNBREKKA, Ólafsfirði, sími 96-62480 Hjúkrunarfræðingar - Sjúkraliðar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði oskar eftir hjúkrunarfræðingi í 100% stöðu. Einnig vantar sjúkraliða í 75-100% stöður. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður Hornbrekku og hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 28. sept- ember 1994. Dalbi heimili aldraðra Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík óskar eftir hjúkrunar- fræðingi í stöðu aðstoðardeildarstjóra. Um er að ræða 60-100% stöðu ásamt bakvöktum. Einnig óskum við eftir sjúkralióum til afleysinga í vetr- arleyfum. Á Dalbæ eru íbúar 44, þar af 20 á hjúkrunardeild. / tengslum við heimilið er einnig rekin dagvistum fyrir aldraða. Starfshlutfall og ráðningartími samkvæmt samkomulagi. Húsnæði á staðnum. Umsóknarfrestur er til 15. október 1994. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður og hjúkrunar- forstjóri í símum 61379 og 61378.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.