Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 11.10.1994, Blaðsíða 11
SKAK Þriðjudagur 11. október 1994 - DAGUR - 11 Deildakeppní Skáksambands íslands 1994-1995 Keppnin l'ór fram í Reykjavík 7. til 9. október en einn riðill var í 4. deild á Akureyri. Skákfélag Akur- eyrar var mcð 5 sveitir í keppn- inni. Um helgina tetldu um 30 manns fyrir félagið. Allar sveitirn- ar stóðu sig vel og í 1., 2. og 3. deild eru sveitir S.A. í toppbarátt- unni eftir 4 fyrstu umferóirnar. I 1. dcild er A-sveit Skákfélags Akureyrar í 2. sæti en röð sveit- anna er þessi þegar þrjár umferðir eru eftir: Vinn. 1. Taflfélag Reykjavíkur A-sveit 23 2. Skákfélag Akureyrar A-sveit 19,5 3. Skákfélag Hafnarfjarðar A-sveit 17 4.-5. Taflfélagið Hellir A-sveit 15,5 4.-5. Taflfélag Garðabæjar A-sveit 15,5 6. Skáksamband Vestfjarða A-sveit 14 7. Taflfélag Kópavogs A-sveit 13,5 8. Taflfélag Reykjavíkur B-sveit 12,5 Ef litið er á úrslit sveitar S.A. þá gerði hún jafntefli við sveit Kópavogs 4:4, vann B-sveit Tafl- félags Reykjavíkur með 6,5 vinn. gegn 1,5., í 3. umferð tapaði sveit- in fyrir A-sveit Hellis með 3,5 vinn. gegn 4,5 en í 4. umferð vannst góður sigur á Skáksam- bandi Vestfjarða 5,5 gegn 2,5. Bestum árangri hjá A-sveitinni náði Margeir Pétursson, stórmeist- ari, en hann fékk 3,5 vinn. af 4, að sjálfsögðu á 1. borði. Margeir Austur-Evrópa frá Máli og menningu Mál og menning hefur scnt frá sér bókina Austur-Evrópa cftir Kaj Hildingson. Árið 1989 olli straumhvörfum í Austur-Evrópu; fólk um allan hcim sat agndofa við sjónvarpstækin og fylgdist með því hvernig Bcrlínarbúar brytjuðu niður múrinn og hvernig járntjaldið liðaðist sundur. í Aust- ur-Evrópu féll hver kommúnista- stjórnin á fætur annarri og Sovét- ríkin splundruðust. Þessi gífurlegu umskipti verða ekki skýrð í stuttu máli, en í bók- inni Austur-Evrópa er litið yfir vettvanginn og reynt að svara áleitnum spurningum. Hverju landi er lýst fyrir sig í ljósi sögu, stjórnmála og efnahags, m.a. með hjálp tölfræðilegra upplýsinga. Bókin er ætluð til kennslu í framhaldsskólum, en ætti einnig að gcta nýst hverjum þeim sem vill fá innsýn í þennan heimshluta scm cr nánast daglega í fréttum. Austur-Evrópa er annað verkið í ritröðinni Grundvöllur og grandskoóun. Brynja Dís Vals- dóttir og Guðmundur Viðar Karls- son þýddu bókina úr sænsku. Austur-Evrópa er 132 bls. Vcrð kr. 1999. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 08.10.1994 VINNINGAR 1.5 al 5 2. F 3. 4af 5 4.: FJOLDI VINNINGSHAFA 84 2.677 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.937.384 336.322 6.906 505 Heildarvlnningsupphæð: 4.205.695 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR vann m.a. Helga Ólafsson stór- meistara í 1. umferð. Margeir hef- ur teflt með Skákfélagi Akureyrar frá hausti 1991 og hefur hann náð frábærum árangri fyrir félagið í deildakeppninni. Hann hefur ekki tapað skák, unnió flestar skákirnar en samió örfá jafntefli. Gylfi Þórhallsson tefldi á 2. boröi og stóð sig mjög vel, fékk 3 vinn. af 4. B-sveit Skákfélags Akureyrar telldi í 2. deild. Þar eru 6 manna sveitir en í 1. deild eru 8 manna sveitir. Eftir fyrstu 4 umferðirnar er sveitin í 3. sæti af 8 sveitum og á möguleika að vinna sér sæti í 1. deild. D-sveit Tallfélags Reykja- víkur er í efsta sæti og Taflfélag Vestmannaeyja í 2. sæti. Sveitir UMSE og USAH hafa byrjað illa og eru í 7. og 8. sæti. Bestum árangri í B-sveitinni náðu Þór Valtýsson og Bjarni Ein- arsson og fengu 3 vinninga af 4. C-sveit Skákfélags Akureyrar tefldi í 3. deild og er nú í 3. sæti al' 8 sveitum og á góða möguleika að komast upp í 2. deild. Efstar eru A-sveit Taflfélags Keflavíkur og B-sveit Taflfélags Kópavogs. Bestum árangri sveitarmanna náðu yngstu keppendumir ( 15 og 17 ára), þeir Halldór Ingi Kárason og Helgi Pétur Gunnarsson, 3 vinn. af 4. Á Akureyri fór fram C-riðill í 4. deild cn keppt var í A og B riðli í Reykjavík. Vegna forfalla var Skákfélag Akureyrar með 2 sveitir í þessum riðli. Urslit: 1. Skáksamband Austur- lands 15 vinn., 2. Skákfélag Akur- eyrar D-sveit 13 vinn., 3. Taflfé- lag Húsavíkur 4,5 vinn. og E-sveit S.A. fékk 3,5 vinn. Sveit Skáksambands Austur- lands keppir um sæti í 3. deild í Reykjavík í mars. Bestum árangri í D-sveitinni náðu Pétur Grétarsson 2 vinn. af 2 , Magnús Dagur Ásbjörnsson 2,5 af 3, Haraldur Ólafsson 1,5 v. af 2 og Haki Jóhannesson 1 v.. af 1. I E-sveitinni fékk Davíð Stef- ánsson 2 vinn. af 3 og Halldór Brynjar Halldórsson 1 vinn. af 2. Skákstjóri á Akureyri var Albert Sigurósson. Ert þú að tapa réttindum ? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögnm yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1994: Almennur lífeyrissj. iðnaða'nnanna Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður bókagerðarmanna Lífeyrissjóður Bolunga'rvíkur Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður rafiðnaðarmamia Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissj. starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Lífeyrissjóður Vesturlands FAIR ÞU EKKIYFIRLIT en dregið liefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI • MAKALÍFEYRII • BARNALÍFEYRII • ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns / lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga uin skil vimiuveitenda til viðkomandi lífeyr- issjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er við- komandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.