Dagur - 15.10.1994, Side 5

Dagur - 15.10.1994, Side 5
Laugardagur 15. október 1994 - DAGUR - 5 Söngur Tjarnarkvartettsins í Svarfaðardal á markaðinn: „Pottþétt að útgáfustarfsemi er lokið af minni hálfu“ Tjarnarkvartettinn dal er skipaður Hjörleifi og Kristjáni Hjartar- sonum og konum þeirra Rósu Kristínu Baldursdóttur og Kristjönu Amgrímsdóttur. Kvartettinn hefur vakið verð- skuldaða athygli fyrir söng sinn, enda er nú svo komið að á haustdögum er væntanlegur á markaðinn geisladiskur með söng hans. Raddskipan í kvart- ettinum er þannig að Hjörleifúr syngur tenór, Kristján bassa, Rósa Kristín sópran og Krist- jana alt. Geisladiskurinn er gefinn út af Friðriki Friðrikssyni, sparisjóðs- stjóra á Dalvík, en hann réðist í það fyrir tveimur árum að endur- útgefa plötu Tónaútgáfunnar á Akureyri meö söng Karlakórs Dalvíkur, en hún var orðin illfáan- leg. Það var gert í tilefni af 85 ára afmæli söngstjóra Karlakórsins, Gests Hjörleifssonar. Friðrik segist ekki hafa ætlað að gera geisladiskaútgáfu að ævi- starfi en hann hafi orðið var við áhuga víðs vegar á því að eignast söng Tjarnarkvartettsins og þarna hafi því verið tækifæri til að láta eigin draum og margra annarra rætast með því að gefa sönginn út á geisladiski þannig aó hægt væri að njóta hans við bestu aðstæður. Upptökur fóru svo fram í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík í ágúst- mánuði sl. en hljómburður í kirkj- unni er talinn einn sá besti sem þekkist í hérlendum kirkjum. Upptökum stjórnaði Hreinn Valdimarsson en tæknimaður var Óskar Páll Sveinsson. Aður cn aó upptökum kom hafði Gerrct Schu- il, tónlistarmaður á Akureyri, stjórnað æfíngum kvartettsins. Friðrik segir að geisladiskurinn eigi að koma út innan tíðar, eða fyrir lok októbermánaðar. í þætti Hemma Gunn „Líkur eru á að útgáfunni verði fylgt eftir meó tónleikum í Reykjavík og svo eru líkur á aö Tjarnarkvartettinn komi frarn í þætti Hemma Gunn í Ríkissjón- varpinu. Auóvitað kostar þetta einhverja peninga og því þarf að selja nokkuð af geisladiskum meó söng þessara frábæru söngvara úr Svarfaðardal til að standa undir kostnaði," sagði Friðrik Friðriks- son. Þú lýstir því yfir eftir útgáfu á söng Karlakórs Dalvíkur að ekki yrði meira um geisladiskaútgáfu. Nú er að koma út geisladiskur með söng Tjarnarkvartettsins, hvað tekur svo við? „Það er alveg pottþétt aó út- gáfustarfsemi af minni hendi er lokið. Eg ætla ekki að veróa eins og Svavar Gests að vera með þetta á bakinu allt lífió. Eg hef hins vegar haft verulega gaman af þessu. Búið er að gera samning við Skífuna um dreifingu á geisla- disknum í verslanir og stefnt er aö því að félögum í Bókaklúbbi AB veröi boðinn diskurinn í jólablaði bókaklúbbsins.“ En víkjum að allt öðru. Þú stofnaðir fyrir nokkrum árum ásamt veióifélögum þínum félags- skap sem ber heitið Gæsavinafé- lagið. Er það ekki öfugmæli að tala um gæsavinafélag og skríða síðan í skurðum á haustin og skjóta gæsir? „Nei, nei, þetta er gert til þess að halda öðrum frá en við höfurn - segir útgefandinn, Friðrik Friðriksson Svarfaðar- bræðrunum Tjarnarkvartettinn. Teikning eftir tenórinn í hópnum, Hjörleif Hjart- arson. fengið einkaleyfi á gæsaskytteríi á ákveönum stöðum. Seinna í haust höldum við svo uppskeruhátíð, ét- um gæsir og drekkum eitthvað með og kryddum um leið veiði- sögurnar. Makarnir taka þátt í þessari uppskeruhátíð, þær elda en við leggjum til allt hráefni, og okkur,“ sagði Friðrik Friðriksson. GG Á diskinum eru m.a. þessi lög: Pavane. Gamalt franskt lag Can’t buy me love. Lennon/McCartney Einu sinni á ágústkvöldi. Jónas og Jón Múli Arnasynir Hjá lygnri móðu. Jón Asgeirsson/ Halldór Laxness Enn syngur vomóttin. Schröder/ Tómas Guðmundsson Þú ert. Þórarinn Guðmundsson Ástarsæla. Gunnar Þórðarson Moon river. Henry Mancini Some of these days. Mills bræður Utboö Póstur og sími óskar eftir tilboðum í póstflutninga milli Akureyrar, Árskógssands, Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Afhending útboósgagna fer fram hjá skrifstofu um- dæmisstjóra Pósts og síma að Hafnarstræti 102 (3.h.), frá og með mánudeginum 17. október, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilaó á sama stað eigi síðar en 8. nóv- ember 1994 kl. 12.00. Tiiboð verða opnuð sama dag kl. 13.30 í fundarherbergi Pósts og síma aó Hafnar- stræti 102 (4.h.), að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öðrum. PÓSTUR OG SÍMI Póstmálasvið -150 Reykjavík. Sölustaðir „höfuðborgar- svæðinu “ Akureyringar hafa verið svo heppnir í BINGÓLOTTÓ það sem af er að farið er að tala um Akureyri sem BINGÓLOTTÓ- höfuðborg íslands. Af því tilefni birtum við hér lista yfir útsölustaði á hinu nýja „stór-höfuðborgarsvæði“. Hvammstangi: Kaupfélag V-Húnvetninga Blönduós: Blönduskálinn Sauðárkrókur: Körfuknattleiksd. Tindastóls Siglufjörður: Ungmennafélagiö Glói Verslun Gests Fanndal Bensínstööin Siglufiröi Messinn Shell v/Hörgárbraut Shell v/Mýrarveg Nætursalan KEA Sunnuhlíð Handknattleiksd. Þórs Þórshöfn: Essóskálinn Dalvík: Spaðinn sf. Söluskálinn Dröfn Ólafsfjörður: Grillbarinn Shellskálinn Verslunin Valberg Hrísey: Erla Sigurðardóttir Húsavík: Bílaleigan Húsavík Esso Naustagili Kópasker: Skúli Þór Jónsson, Melum Raufarhöfn: Söluskáli Esso Vopnafjörður: Söluskáli Kaupf. Vopnfiröinga þar Bem vlrnilngamlr fást a laugarrlögskvoidurn i oplnrtl dafiskra Athl Solustoöum er lokaö kl. 10:00 á laugardögum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.