Dagur - 15.10.1994, Side 6

Dagur - 15.10.1994, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 15. október 1994 „List er sjálfsímynd þjóðar, endurspeglar þjóðarsál og tíðar- anda. Góð málverk túlka tíðarandann al- veg eins og hausttísk- an í París, ef hún er góð. Góðir almenn- ingsgarðar hafa ekki síður túlkað ríkjandi tíðaranda gegnum aldirnar. Konungar og keisarar höfðu í hirð sinni myndlistar- menn og skáld en líka garðyrkjumenn og arkitekta." Sigurður Árni hóf námsferil sinn í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk námi árið 1990 í París. Sigurður Árni hef- ur haldið einkasýn- ingar víða í Evrópu á síðustu árum, til dæmis hér á landi, í Frakklandi, Sviss og Þýskalandi. Auk þess hefur hann tek- ið þátt í fjölda sam- sýninga og framund- an eru einkasýningar bæði í Lyon og París. HU GMYND HUGMYND UUGMYND Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður opnaði í byrjun mánaðarins sýningu í Listasafninu á Akureyri. Sigurður er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur verið búsettur erlendis um nokkurra ára skeið, lengst af í París. Sigurður er um þessar mundir gesta- kennari í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri og dvelur á æskuslóðum en þegar veturinn sest að fyrir alvöru hér norðanlands heldur hann á suðlægari slóðir, aftur til Parísar. Garðurinn er óður til sólarinnar „Það væri hægt að útbúa garð sem tæki mið af sólar- gangi og til dæmis þegar sólargangurinn er lengstur og sólin hæst á lofti, einu sinni á ári, þá fullkomnað- ist garðurinn í nokkrar mínútur, náttúran mundi smella í eitt allsherjar samræmi. Á þeirri stundu yrði garðurinn opinn og þú fengir tækifæri til að standa í fyrirfram ákveðnum spor- um á rétta andartakinu og verða vitni að fullkomnun, - ef það yrði ekki skýjað." „Fullkomim garður" olía á tré og polyester 220x145x19 cm 1993 Sigurður Árni sýndi verk sín nú í lok sumars á Kjarvalsstöðum og segist sýna hér í Listasafninu meira og minna sömu verkin. Þó eru þau aóeins færri hér en þar og sett í annað samhengi enda segir Sigurð- ur hverja sýningu mótast af því rými sem hún er sett í. Auk þess sýnir Sigurður nú eitt nýtt verk, módel af garði sem hann vann hér á Akureyri í sumar. Sýningunni er í grófum dráttum skipt í tvennt. Annars vegar er fengist vió þá hugmynd sem liggur að baki málverkinu og grundvallar- hugmyndir um málverk. Hinn hlut- inn snýst um almenningsgarða, en um leið málverk, sett í visst sam- hengi við módel og ákveðnu sjón-' arhorni stillt upp við skoðun mál- verksins. „Þetta eru jú allt málverk en þetta snýst um út frá hvaða sjónar- horni á að horfa á málverk?“ - Snýst vinna myndlistarmanns- ins um það að setja upp sýningar? „Nei, hún á ekki að snúast um það. Sýning er mikilvæg en hún má aldrei verða að aóalatriði eða drifkrafti þess aö vinna eða hugsa um það sem við köllum myndlist. Mér finnst gaman að sýna það sem ég er aó fást við og ég öðlast ákveðió sjónarhorn á sjálfan mig og verk mín þegar þau eru komin út úr vinnustofunni og í sýningar- salinn. Sýning myndlistarmanns er Hitaveituffamkvæmdir á hálendinu Það er fallegt í Laugafelli, jafnt sumar sem vetur. Vinstra mcgin er hús Ferðafélagsins, reist á árunum 1948-1950 en Hjörvarsskáli, sem er í eigu vélsleðamanna úr Eyjafirði, er fjær. Myndir: Halidór. Laugafelí er sannkölluð vin í eyðitnörkinni norðaustur af Hofsjökli. Eins og nafnið ber með sér eru }?ar heitar íaugar og staðurinn íengi verið vinscell hjá fjallafórum. Ferðafélag Akureyrar reisti par ítús á árunum 1948-50 sem síðan hefur hýst margan preyttan, blautan og kaldan ferðalanginn. Er húsið hitað upp með heitu laugarvatninu, sem skýrir vinsceldir þess. Ferðafélag Akureyrar hefur haldið uypi gceslu í Laugafelli yfir mesta ferðamannatímann eitda staðurinn fjölfarinn. Húsum hefir fjölgað í Lauga- felli á undaförnum árum, en hópur vélsleðamanna reisti sér þar hús ár- ið 1989. Heitir það Hjörvarsskáli, eftir Angantý Hjörvari Hjálmars- syni, kennara í Eyjafjarðarsveit og kunnum ferðafrömuði. Það hús er einnig hitað upp með heitu vatni og hefur FA getað nýtt það sem auka gistipláss á sumrin. I haust var flutt í Laugafell hús sem í framtíðinni verður snyrtiaóstaða með sturtum og vatnssalernum. Nýtist þaó bæði þeim sem gista í skálunum og einnig gestum sem leið eiga um hálendið og vilja nota sundlaugina í Laugafelli, en fáir fara þar um án þess aö bregóa sér í bað. Ný heitavatnslögn Á dögunum stóðu yfir miklar framkvæmdir í Laugafelli en þá var endurnýjuð heitavatnslögnin í Hjörvarsskála og lagt aö hinu nýja T3l

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.