Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENTHF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, Sl'MI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(lþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Harmleikurinn í Noregi Harmleikurinn í Noregi á dögunum, þegar þrír sex ára drengir gengu í skrokk á fimm ára leik- systur sinni með þeim afleiðingum að hún lét líf- ið, er óhuggulegur vitnisburður um hvernig kom- ið er fyrir vestrænu menningarsamfélagi þar sem börn hafa aðgang að allskyns óhugnaði á öldum ljósvakans. Þetta var skelfilegur atburður sem hefur vakið gífurlega athygli og menn velta þeirri spurningu fyrir sér hvað sé eiginlega að gerast. Nú er það reyndar svo að þessi atburður í Nor- egi er hreint ekki einsdæmi. Skemmst er að minnast ekki ósvipaðs atburðar í Liverpool í Eng- landi fyrir um tveim árum, sem vakti heimsat- hygli. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að henni kæmi helst til hugar að þessi ólánsömu drengir hafi séð eitthvað þessu líkt í sjónvarpi. Það er auðvitað líklegasta skýringin, því mikið magn af ofbeldisefni flæðir yfir fjölmiðlaneytendur á Vest- urlöndum og á allt of mörgum heimilum gera for- eldrar ekkert í því að halda börnum sínum frá þessu efni. En ofbeldið er ekki bara í sjónvarpi. Ungdómur- inn hefur aðgang að tölvuleikjum sem margir ganga ekki út á annað en taumlaust ofbeldi. Eflaust vilja íslendingar halda því fram að slíkir atburðir geti ekki átt sér stað hér á landi, en það er mikill misskilningur. Hér á landi hafa börn að- gang að ofbeldi í sjónvarpi ekkert síður en norsk börn og það sama gildir um tölvuleiki, en eins og fram hefur komið vantar mikið upp á að löggjöf um þá sé eins og hún þyrfti að vera. Menn hafa að vísu ekki verið sammála um áhrif ofbeldisefnis í fjölmiðlum á börn, en hvað sem því líður er nauðsyn á hreinskiptri umræðu um þessi mál. Óhugnaðurinn í Noregi kallar mjög ákveðið á þá umræðu. I UPPAHALDI „í frístundum sínni ég Guömundur Óli Gunnars- son er aðálhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveit- ar Noróurlands og skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akureyri. I kvöld stjórnar Guðmundur Óli sinfóníettutónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands á Húsavík og á morgun verða tón- leikar á Akureyri. „Það cr annað starfsár Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands sem nú er að hefjst en hljóm- sveitin er arftaki Kammerhljóm- sveitar Norðurlaiuls sem var bú- in að starfa um nokkurra ára skeið. Einsöngvari á tónleikunum sem verða í kvöld er Anna Sig- ríður Helgadóttir mezzósópran en 25 hljóðfœraleikarar munu taka þátt í tónleikunum," sagði Guðmundur Óli. Hvað gerirðu helsí í frístundum? „Fyrir utan það að vera meó fjöl- skyldunni þá sinni ég hrossunum en við eigum fimm hross.“ Hvaða matur er í mestu uppúhaldi hjá þér? „í dag er þaó siátur af því þaó er slátur í matinn." Uppáhaldsdrykkur? „Mér finnst voðalega gott að sötra gott armagíak þegar að- stæður bjóóa upp á það.“ unum ít Guðmundur Óli Gunnarsson. Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, þegar svo ber undir:“ Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? „Nei, því miður er nú allt of lítill tími til þcss.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Eg kaupi Moggann og svo kaupi ég að sjálfsögóu Dag og Eiðfaxa." Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Það cr bókin Inn í musiken eftir Peter Bastían." Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Aö sjálfsögöu Sinfóníuhljóm- sveit Noróurlands.“ Uppáhaldsíþróttanmður? „Hestaíþróttamaðurinn Sigur- bjöm Bárðarson, íþróttamaður ársins." Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Ætli þaó séu ekki fréttimar." A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? ,JPass.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftirað flytja búferlum nú? „í Fljótshlíö." Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Ætli þaö sé ekki hestakerra sem er efst á óskalistanum.” Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Það er alveg Ijóst aö það verður þræla puó alla helgina. Síödegis á föstudaginn verða æfingar og fram aó tónleikum á laugardags- kvöld. Á sunnudaginn verða æf- ingar framan af degi og svo tón- leikar, þaö vcröur nóg að gera.“ KLJ CRÉF FRÁ HVAMM5TANCA kristjánbjörnsson Grallaralaus eður ei? Þá hefur hans heilagleiki, Jóhannes Páll, sent frá sér sögu- bók. Biskupinn í Róm hefur því orðiö fyrstur sitjandi páfa til að frumsemja sögu af ástum og örlögum venjulegs manns, auk þess sem hann ber á borð fyrir lesendur sína áhyggjuefni af ýmsum toga. Það fer vel á því að sagan er sögó með þessum hætti og hljótum vió aó gradúlera það. Andvirði bóksölunnar á enda að renna til kærleiksþjónustu og líknarmála sem katólska kirkjan iökar svo vítt og breitt sem veröldin mælist. Vatíkanið græóir meira með öórum orðum á tá og fingri, en líkt og Hrói höttur forðum, lætur kirkjustjómin sú það renna til fátækra. Þetta er lofsvert framtak. Sagnaritun páfans er líka áminning fyrir öll þau foreldri, sem halda að það eitt gildi í lífinu að strita í sveita síns andlits og leggja peninga til húsbygginga og bílakaupa. Hann bendir okkur á aó þrátt fyrir mikla vinnu, eins og vænta má í embætti hans, er mikilvægt að gleyrna ekki ást- inni og gleyma ekki uppeldinu - gleyma ekki að segja góöa sögu. Vió verðum bara að vona að Jóhannes Páll hafi ekki rit- aó neitt ljótt um pólitíkusa og yfirvald á Islandi í þessari sögu sinni, því annars á hann á hættu að verða rekinn sem pistlahöfundur Vatíkansins. Við skulum einnig vera minnug þess að auga hins siðvædda stjómmálamanns er hvergi vök- ulla er einmitt hér á hjara veraldar. Og héðan beina þeir sjónum sínum og spjótum um heim allan. Og nú veró ég að fara varlega af því aó formlega hlýt ég að bera hið fallvalta starfsheiti - pistlahöfundur. Þaó er ægileg staða. Og ég segi bara ekki annað en það sem Raisa Gorbatsjov sagói í sinni bók: Ég vona! Hún hlýtur að hafa áttaö sig á því líka hversu stutt er stigið frá því að vera pistlahöfundur og að senda frá sér bók, yfir í þaö að vera ekki lengur forsetafrú. Þaó er næstum því eins hættulegt að skrifa sögu í milljónaupplagi, eins og að rita af sannfæringu örstutta pistla í landshluta- blöð. Og hættan eykst í hlutfalli vió það hversu sönn þessi saga er eða hversu sárlega bítur undan pistlinum. Af því að bókin hans Jóhannesar Páls er öðrum þræði saga örlaga er líka fróðlegt að sjá hvemig ástir hafa orðió með brygðum og örlagavefurinn spunnist í lífi þeirra frökku manna, Illuga og Hannesar Hólmsteins. Hannes er kominn í örugga höfn á Stöð tvp þar sem hann þjarmar að mönnum með fulltingi Maróar Ámasonar. Ekki dónaleg örlög þaó að hrökkva svona uppá við í hverju sparki. Illugi ritar ástar- eða saknaðarbréf til yfirmannsins á Rás tvö og er vinskapn- um slitið um sinn - á síðum Moggans. Hann hlýtur aö fá færi annars staðar líkt og Hannes, enda Illugi einn snjallasti pistlahöfundur næstlióinna missera. Hann verður að líta til Raisju eins og ég og þreytast ekki á því að vera vongóður. Perestrojka eiginmanns hennar hefur því mióur ekki náð hingað til lands í farsælli lendingu. Hún virðist hafa svifið út yfir flugbrautina í Reykjavík og brotlent í Tjöminni. Þar fór sú von. Því er það skiljanlegt að þessar vígtennur séu sagaðar burt öðrum til viðvörunar svo að einkasiðvæddir stjómmálamenn geti haft frið í vetur. Það eru greinilega kosningar framundan. Annar biskup en þessi í Róm, Guóbrandur Þorláksson á Hólum, gaf líka út bækur eins og Jóhannes, en bara miklu fyrr. Ein þeirra var „Grallarinn“ svonefndi, sem heitir reyndar GRADUALE, Ein almennileg messusöngsbók. Hún var þrykkt á Hólum í Hjaltadal þann 25. október 1594 af Jóni Jónssyni prentara frá Breiöabólsstaó í Vesturhópi. Faðir hans, Jón Matthíasson, var þar prentari líka og prestur og af því að hann hefur þá verið forveri minn í starfi, líkt og Guðbrandur sjálfur, hrýtur þetta öðrum þræði hér fram í þessum pistli. Og líka af því að 400 ára útgáfuafmæli Grall- arans er núna á þriðjudaginn kemur. En grallaralaus vildi enginn vera af því aó þaó þýddi frávik. Sá hinn sami var ut- an við meginstefnuna og strauminn. Ætlun Guðbrandar var ekki að safna milljónagróða í líknarsjóði kirkjunnar eins og starfsbróðir hans Jóhannes Páll og Vatíkanið stefna að. Hann vildi aðeins láta þrykkja þessa bók „til meiri og sam- þykkilegrar einingar í þeim söng og serimoníum sem í kirkjunni skal syngjast". Það var einlægt markmið. Og það skal vera öðrum til uppörvunar að einu sinni var hægt að standa í bókaútgáfu og pistlaskrifum án þess að vera rekinn af stóli. Guðbrandur hlaut meira að segja ævarandi lof og heiður fyrir sitt framtak og oröstír deyr víst aldrei, þeim sér góðan getur. Eftir að páfinn hefur gefið tóninn og ráðamenn útvarps- ins hafa slegið á sína strengi, sitjum viö núna uppi með ólík skilaboð. Með öllu er óvíst hvort skárra er í lífinu að vera grallaralaus eða hitt að syngja bara allir sama lofsönginn fyrir yfirvaldinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.