Dagur - 22.10.1994, Side 10

Dagur - 22.10.1994, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994 á bókasafmnu" „Þu færð það Snjórinn læðist niður hlíðar íjallanna, slyddan ber gluggann og dagurinn er grár og svalur. Haustið hefur barið dyra og í dag knýr vetur konungur á, þá er ljúft að draga niður glugga- tjöldin, skríða undir ullarteppið og leita á vit sögunnar. Hverfa á brott inn í annan heim fróðleiks, ævinlýris, spennu eða ástar, lesa síðu eftir síðu, ljúka bókinni og byrja á nýrri. Fara á bókasafnið og velja nýjar bækur, líta í blöðin, fá ljósrit af grein í tímariti, eina spennandi myndbandsspólu og ef til vill spænskan lingaphone. * A Amtsbókasafninu á Akureyri var í nógu að snú- ast í vikunni, gestir safnsins stórir og smáir gengu milli þéttskipaðra bókahillanna og skimuðu eftir bitastæðu les- efni. Við og við var einhver að skila myndbandsspólu til bókavarðanna, sem voru önnum kafnir við að velja bækur í skipskassa, ekki einn heldur nokkra því að óvenju margir togarar ætluðu út um kvöldið. Einn þeirra var á leiðinni í Smuguna, yrði þar í tíu vikur og því vissara að velja bækur í kassann af kostgæfni, „það mundi ekki saka að hafa nokkrar sjóaragrobbsögur,“ sagði ungi hásetinn sem kom með kassann. A efri hæðinni var ung kona að velja hljóð- bækur frá Blindrabókasafninu handa aldinni móður sinni sem var hætt að sjá stafl á bók og naut þess nú að hlýða á bækur í segulbandstækinu sínu. í lessalnum var floti nema, skólafólk að störfum og bókastaflar á hverju borði, inn- bundin blöð frá því fyrir síðustu aldamót, ævisögur, al- fræðirit og kortabækur. I litlu herbergi sat ættfræðiáhuga- maður og rýndi í ævafornar kirkjubækur. Hólmkcll Hrcinsson. Myndir: Robyn „Heimurínn minnkar með nýjum miðlum“ Hólmkell Hreinsson, bókasafns- fræðingur, hefur starfað á Amtsbókasafninu frá því árið 1989. Hólmkell er frá Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd. Hann nam bókasafnsfræði við Háskóla ís- iands starfaði síðan um skeið hjá bókasafni Kópavogs og á Há- skólabókasafninu í Kaupmanna- höfn en nú er hann kominn í Eyjafjörðinn á ný og sestur að. - Hefur ekki orðió gífurleg breyting á bókasöfnum á síðustu árum? „Jú, bæði hvað varðar tölvu- væðingu og svo ekki síður nýja miðla. Nú eru komnir fleiri miðlar en bækur, blöð og tímarit á bóka- söfnin. Til dæmis myndbönd, hljóðbækur og geisladiskar. Vió erum að visu ekki með þetta allt hér á Amtsbókasafninu enn sem komið er. Hér eru þó myndbönd, hljóðbækur fyrir sjón- skerta og um þessar mundir erum við að fá fyrstu hljóðbækumar fyrir almenning. Þar er til dæmis um aö ræða fomsögur, barna- og unglingabækur og skáldsögur.“ - Þú nefndir geisladiska. Eru þeir til útláns hér? „Nei, ekki enn sem komið er en sú þjónusta þekkist á bókasöfnum í Reykjavík.“ - Eigið þið töluvert mynd- bandasafn til að leigja viðskipta- vinum safnsins? „I lok ársins 1993 átti safnið á fimmta hundrað myndbönd en myndbandaútlán eru alltaf aó auk- ast. Við reynum að nálgast allt það fræðsluefni sem vió komum hönd- um yfir sem er með íslenskum texta eða tali. Hinsvegar er fram- boðið einfaldlega allt of lítið.“ - Þið leigið Iíka út lingaphone tungumálanámskeið. Eru þau vin- sæl? „Já, tvímælalaust. Þau eru allt- af í stöðugri notkun, aðeins rúss- neska tungumálanámskeiðið stoppar inni, hin eru stanslaust í útláni." - Eftir sem áður eru bækur fyrst og fremst það sem lífið snýst um hér á bókasafninu? „Já, það er rétt og Amtsbóka- safnið er lang stærsta bókasafnið á landsbyggðinni, hvað bækur snertir. Það sem skapar safninu þessa sérstöðu er að miklu leyti að það er prentskilasafn og hefur ver- iö það síðan fyrir aldamót. Það er að segja safnið fær eintak af öllu því sem er prentað í landinu í prentskilum og því ber lagaleg skylda til að varðveita það.“ - Eru ekki fleiri bókasöfn sem sjá um að varðveita prentaó mál? „Það eru þrjú söfn sem hafa þetta hlutverk með höndum, Landsbókasafnið, Háskólabóka- safnið og við. Nú verða Lands- bókasafnið og Háskólabókasafnið sameinuð í Þjóóarbókhlöðunni og þá mun fyrirkomulagið hjá þeim hugsanlega breytast eitthvaó. Amtsbókasafnið er eina bókasafn- ið á landsbyggðinni sem fær ein- tak af öll því sem er prentaó á Is- landi og jafnframt eina almenn- ingsbókasafnið sem hefur þessi prentskil með höndum.“ - Auk þess kaupið þið bækur. Eftir hverju er farið þegar bækur eru keyptar? „Það eru engar skrifaóar reglur í gildi um það hvaða bækur eru keyptar en við höfum sett okkur þumalfingursreglur. Við kaupum til dæmis yfirleitt fjögur eintök af íslenskum skáldsögum og hugsan- lega fleiri síðar ef þær reynast mjög vinsælar.“ - Nú er unnið aó tölvuskrán- ingu safnsins hvernig sækist verk- ið? „Þetta er viðamikió verk og enn er töluvert í land. Það hófst árió 1990 en vió vonumst til þess að skráningunni ljúki á næsta ári. Þá verður mikil breyting bæði á aðstöðu þeirra sem starfa hér og ekki síóur þjónustunni sem hægt er aó veita gestum safnsins.“ - Hvernig er safnið í stakk búió varóandi tölvusamskipti við önnur söfn hérlendis og erlendis? „Á síðasta ári fékk bókasafnið aðgang að íslenska menntanetinu og í gegnum það að Gegni sem gerir okkur kleift að fletta upp í skrám Þjóðarbókhlöðusafnanna í Reykjavík og fleiri aðila. í gegn- um Menntanetið er einnig hægt að tengjast Internet, sem er mjög öfl- ugt alþjóðlegt tölvunet.“ - Þannig að nú geta gestir Amtsbókasafnsins gengið inn af götunni hér á Akureyri og fengið upplýsingar frá Ástralíu eins og ekkert sé? „Já, það má segja að það hafi orðið gjörbylting í allri upplýsinga- miðlun með þessari tölvuvæðingu. Viö getum til dæmis komist í skrár Þingbókasafnsins í Wash- ington, sem er stærsta bókasafn í heimi, og ef á þarf að halda getum viö pantað ljósrit af upplýsingum úr gögnum bókasafnsins. Möguleikarnir á því aö gera jafnvel við Akureyringa eins og Reykvíkinga eða íbúa Manhattan, hvað aðgang að gögnum og upp- lýsingum varðar, hafa margfald- ast. Heimurinn er að minnka í þeim skilningi að fjarlægðin er ekki lengur sá þröskuldur sem hún hefur verið. Þetta skipir auðvitað geysi- miklu máli enda hafa komið fram kenningar um það að í framtíðinni verði það sem skilji á milli ríkra og fátækra aógangur að upplýs- ingum.“ - Er ekki dýrt að nota sér þess þjónustu? „Við hér á bókasafninu höfum miðað okkur við að nýta eingöngu þá þjónustu sem býðst ókeypis í gegnum þessa upplýsingamiðla. En það setur okkur eólilega vissar skorður.“ - Hafa komið fleiri nýjungar í upplýsingamiólun á bókasöfnin á síðustu árum? „Það er stutt síðan farið var aó gefa út rit á geisladiskum. Sem dæmi eru ýmis alfræðirit komin á geisladiska og það er mjög áhuga- verður miðill sem gefur mögu- leika á bæði hljóð og mynd. Ef til dæmis er leitað í alfræðiriti á geisladiski að upplýsingum um einhvem fugl, til dæmis þröst, er hægt að sjá mynd af honum og heyra þrastasönginn.“ - Eru fleiri nýjungar á döfinni hjá bókasafninu? „Eg hef mikinn áhuga á sam- nýtingu safna innan Akureyrar- bæjar. Að gestur Amtsbókasafns geti fengið upplýsingar hér um þaó hvar ákveðnar upplýsingar er Lárus Zophoníasson, yfirbóka- vörður, hefur starfað á Amts- bókasafninu í 32 ár og hann seg- ir það hafa verið forréttindi að starfa þar. „Ég datt inn í þetta af tilviljun einn dimman desem- berdag. Þann dag var rafmagns- laust hér á Akureyri og þáver- andi bókavörður Árni Jónsson sat á skrifstofu bókasafnsins við kertaljós,“ sagði Lárus. Þegar hann hóf stöf hjá Amts- aó fá og hafi aðgang að þeim á hvaða safni innan bæjarins sem þær eru. Þannig fái allir aðgang að bókasöfnunum í bænum til dæmis söfnum Verkmenntaskólans, Há- skólans eða Náttúrufræðistofnun- ar. Með því móti verða söfnin á Akureyri sterk og heildstæð,“ sagöi Hólmkell Hreinsson, bóka- safnsfræðingur. KLJ bókasafninu var það til húsa í Hafnarstræti, þar sem Tónlistar- skólinn er nú, en síðan þá hafa orðið miklar breytingar á bóka- safninu. „Fyrsta breytingin var þegar komið var á opnu hillukerfi um áramótin 1962-1963. Þá gátu gest- ir bókasafnsins gengið sjálfír að bókunum í hillunum en fram aó þeim tíma höfðu bækumar verió afgreiddar af bókaverði. Nýjasta Á Amtsbóka- saíhinu í 32 ár

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.