Dagur


Dagur - 22.10.1994, Qupperneq 12

Dagur - 22.10.1994, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994 Eva sem „Feðgínín“ sem bafa faríð sem ^^“^^^„„^AFS samaríð 1992 og iít á vegum skipttrtemas hjónanna Elvars og kom heim aftur,ánjf '^esi. Uún fór til ^||Sf .uZJ*.'«**>g. og vi5 .4» H> vera? £VA „Ég eignaðist nýja fjölskyldu í Pu- erto Rico alveg stórkostlega fjöl- skyldu og nú er ég svo rík að eiga fjölskyldu bæði þar og hér. I Puerto Rico bjó ég í bænum Aguada sem er 48 þúsund manna bær sem þar er tal- inn vera smábær, nokkurskonar sveitabær. Carlos Ramirez, pabbi minn í Puerto Rico, á og rekur myndbandaleigu sem um leið er þjónustumiðstöó þar sem veitt er ýmiskonar þjónusta, sem við Islend- ingar eigum ekki að venjast á mynd- bandaleigum. Til dæmis er hægt að greióa þar reikninga, fá ljósritað, senda fax hvert sem er og fleira. Mamma mín í Puerto Rico heitir Gladys Lorenzo og svo vel vildi til að þau hjónin eiga þrjár dætur en hér á Islandi á ég einmitt tvær systur svo þetta voru mjög líkar fjölskyldur.“ Nú er ég svo rík Eva sagðist tvímælalaust mæla með því fyrir ungt fólk að fara sem skipti- nemar til fjarlægra landa. „Ég missti tvö ár úr í skólanum hér, var eitt ár úti og vann eitt ár þegar ég kom heim, en ég sé alls ekki eftir þessari dvöl. Imyndaðu þér hvað ég er rík, núna ég á fölskyldu í Puerto Rico og tala við systur mínar þar í símann rétt eins og þær væru í næsta húsi. Það er stórkostlegt og Gladys mamma mín í Puerto Rico heimsótti mig í apríl og núna er Carlos pabbi- minn í heimsókn hjá mér.“ Eva sem nú er við nám í Verk- menntaskólanum á Akureyri sagði að þaó væri engin spuming að hún ætlaði sér til Puerto Rico á ný á næstu áram í heimsókn eða til dval- „Mér finnst mjög vænt um Puerto Rico en ég mundi samt vilja setjast að á Islandi, ala upp bömin mín hér því það er miklu öraggara. I Pucrto Rico er enginn öraggur á götunum. Þú veist það alltaf að það gæti eitthvað komió fyrir þig þaó er alveg raun- hæft. Ég vissi það til dæmis þegar ég fór í höfuðborgina að eitthvað gæti hæglega komið fyrir, mér gæti til dæmis verið rænt. Þess vegna uróu allir aó fara varlega og ég fór ekki í höfuðborgin nema í ítrastu neyð og fór eins fljótt og ég gat heim aftur,“ sagði Eva. Heimilin eins og fangelsi „Mér fannst alveg ótrúlegt þegar ég kom til Puerto Rico að sjá að íbúðar- húsin litu út eins og fangelsi. Ibúðar- hús venjulegrar fjölskyldu era með rimlum fyrir gluggum og hurðum, jámrimlum eins og um fangelsi væri að ræða. En fólkið er aðeins að reyna að verja sig, verja sig og fjölskyldu sína og það litla sem þau eiga og til þess verða þau aó búa á bak við jám- rimla. Ég og mín fjölskylda í Puerto Rico bjuggum í litlum bæ og þar var ekki eins almennt að fólk hefði rimla fyrir gluggum og hurðum í húsum sínum eins og í höfðuborginni en samt tíðkaðist það líka þar,“ sagði Eva. Puerto Rico er láglend eyja og landið er að sögn Evu allt í hæðum og hólum. Vegimir ligg upp og niður hæðimar. Það kom Evu spánskt fyrir sjónir að götur eru ekkert skipulagð- ar á eyjunni, „þær era bara út um allt og húsin líka og svo era tré allsstaðar á rnilli," sagði Eva. cmos „Ég vissi ekkert um ísland þegar Eva kom til mín til Puerto Rico. Þó að Eva lýsti landinu fyrir mér þá kom það mér samt veralega á óvart. Þið Eva á leiðinni í skólann sinn í Puerto Rico í fyrsta sinn i skólabúningnum. Eva sagði að það hefði verið vissara að mæta í búningnum í skólann því annars voru nemendur sektaðir. Eva sagði að sér hefði þótt ótrúlegt hvað skólabúningurinn var úr þykku efni, því að í Puerto Rico er hitinn um 25°C á veturna en allt upp i 40°C á sumrin. Eva sagði að skólabúningurinn hefði samt sem áður verið mikilvægur vegna þess hvað efnahagurinn væri misjafn og hann hefði tvímælalaust skapað jöfnuð meðal nemendanna í skólanum. Carlos með dóttur sinni á íslandi Evu og hennar fjölskyldu. Frá vinstri: Carlos, Ellý systir Evu, Guðlaug móðir Evu, Eva, Jón Þór unnusti Evu, Magga og Lísbet systur Evu. það vegna smæðar samfélagsins. Þið þurfið heldur ekki aó glíma við glæpi á sama hátt og aörir. Ég er viss um að enginn nema Islendingur skil- ur bílinn sinn eða húsið sitt eftir ólæst, það var eitthvað sem ég varð að sjá til að trúa því. Þið eigið enn svo góða möguleika á aö varðveita fallega siði og þjóðfé- lagsvenjur. Það er svo margt sem ykkur finnst sjálfsagt sem er þaö alls ekki. Mér fannst til dæmis stórkost- legt þegar ég fór í heimsókn í skól- ann hennar Evu (Verkmenntaskólinn á Akureyri) að sjá að allir fóra úr skónum, unga fólkið fór úr skónum og gekk svo snyrtilega um skólann sinn. Það er ótrúlegt í mínum augum að þessi skóli, sem er orðinn tíu ára, skuli líta út eins og nýr. Það mundi engin tíu ára opinber bygging gera í mínu heimalandi, hvað þá skóli,“ sagði Carlos. Að efla þjóðarstoltið „Mér finnst að þið íslendingar ættuð að nota fánann ykkar meira. Hann er fagurt tákn sem hægt er aó nota til aó efla þjóðemiskennd æskunnar. Nú til dags er virðingarleysi að verða æ al- gengara meóal ungs fólks og ég tel að það sé nauðsynlegt að nýta þjóð- erniskenndina til að vinna gegn því. Að venja börn strax á leikskólum við það að bera virðingu fyrir landinu sínu, fánanum, þjóösöngnum og öðr- um þjóólegurn hefðum, að vera stolt af því að vera Islendingar. Ef þjóðemiskenndin glatast miss- ir unga fólkið metnaóinn og virðing- arleysið verður algjört. Þetta hefur gerst í mínu heimalandi. Fjöldi ung- menna í Puerto Rico hefur engan metnað og ber ekki virðingu fyrir nokkrum hlut. Þau verða fyrir svo miklum neikvæðum áhrifum af ýms- um utan að komandi öflum, til dæm- is í gegnum sjónvarpið," sagði Carl- os. Hann bendir á að það hljóti að hafa verið röng ákvörðun að fara aó sjónvarpa á fimmtudögum. Það að hafa einn sjónvarpslausan dag í viku hljóti að hafa verið frábært fyrir samfélagið. Einn dag til að eiga mannleg samskipti án þess að þurfa að keppa við sjónvarpið. „I mínu heimalandi höfum við tuttugu sjónvarpsrásir sem sýndar eru allan sólarhringinn og það era sjónvörp allsstaðar. Sjónvörp era mjög ódýr og á flestum heimilum er eitt sjónvarp í hverju herbergi og bömin, unglingarnir og fullorðna fólkið fer hvert inn í sitt herbergi til að horfa á sjónvarpið, samskiptin verða engin. Ég vona að Islendingar gæti þess aö þeir fái ekki alþjóðlegt sólarhringssjónvarp og glati í staðinn þjóólegum venjum og mannlegum samskiptum,“ sagði Carlos. Eva frá Hauganesi og Carlos frá Puerto Rico Carlos á lciðinni á gæsaveiðar mcð ís- Icnskum félögum. Á innfelldu myndinni bíður Carlos eftir gæsahópnum. „Mér fannst ég ná sam- bandi við náttúruna á þann hátt sem ég hef aldrei áður gert. Loftið var svo tært og kyrrðin einstök, algjör þögn.“ Sælar systur á leiðinni á lokaskólaballið; frá vinstri, Nixaly Ramirez, Evaly Ramirez eða Eva Reykjalín og Glendaly Ramirez. eigið stórkostlegt land, hér er hreint vatn og loft, ótrúlega hreint loft, mér finnst næstum því eins og ég sé með sterka piparmyntu upp í mér þegar ég anda að mér, loftið er svo ferskt. Svo eigið þið miklar auðlindir bæði sjóinn, fallvötnin og jarðhitann og hér er ótrúlega lítil mengun. Mér finnst fegurð þessarar árstíð- ar, haustsins, ótrúleg, grænt láglend- ið og hvítir og hreinir fjallatindar. Það hljóta aó vera forréttindi fyrir ís- lendinga aö eiga fjórar mismunandi árstíðir, að náttúran skuli vera svona fjölbreytileg. í Puerto Rico er að vísu misheitt eftir því hvort er sumar eða vetur en ekkert annað breytist. Svo er íslenska veórið ótrúlega breytilegt, snjór og hríð einn daginn en hiti og sól þann næsta, óskiljan- legt! I mínu heimalandi er veðrið alltaf eins, sól á morgnana, rigning í 3-4 klukkustundir síðdegis en þurrt á kvöldin, svona er það alla daga árs- ins,“ sagði Carlos. Þegar ísinn brotnar kemur íslendingurinn í ljós „Islenska fólkið kemur mér fyrir sjónir sem mjög feimið, hlédrægt, en svo á sömu stundu og ísinn brotnar þá kemur í ljós aö Islendingar eru ekki ískaldir heldur hlýlegt og elsku- legt fólk. Mér finnst líka fólkið hér duglegt að hjálpa hvort öðra og treysta náunga sínum, ef til vill er

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.