Dagur - 22.10.1994, Page 13

Dagur - 22.10.1994, Page 13
POPP Laugardagur 22. október 1994 - DAGUR - 13 MAÓNÚS CEIR CUÐMUNDSSON GRÆMR OG GÓDIK Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um nýja pönköldu sem skollið hefur á, sérstaklega í Bandaríkjunum en líka í Bret- landi. í fæðingarlandi pönksins hefur það verió hljómsveitin SMASH, sem helst er litið til, en í Bandaríkjunum er um hreina sprengingu að ræða, sem bæói beint og óbeint má tengja við Seattlerokkið. Margar sveitir sem þaðan hafa komið og náó frama, t.d. Nirvana, Sonic youth, Mudhoney o.fl. hafa allar meira og minna haft pönkáhrif í farteskinu, sem síðan hefur gert það að verkum að hreinrækt- aðri nýpönksveitir hafa komiö fram og slegið rækilega í gegn. Hefur áóur verið minnst hér á Offspring, sem setið hefur á topp tíu með plötuna sína Smash, en aðrar sveitir sem þykja nú vel „heitar" eru t.d. Bad religion, NOFX og Rancid. Síðast en ekki síst er það svo tríó frá Berkeley í Kaliforníu, sem líkt og Offspring hefur slegið rækilega í gegn. Þeir fé- lagar Billie Joe, söngvari, gítar- leikari og lagasmiður, Mike Léttgeggjaðir gaurar fétagarnir í Green day. Dirnt bassaleikari og Tré Coll trommuleikari (engin prentvilla hér) taka sig ekki hátíólega en hafa náð þrátt fyrir þaó þessum líka góða árangri með fyrstu plötunni sinni Dookie. Hefur hún á annan mánuð verió inn á topp tíu og selst í á aóra milljón eintaka. Er tónninn hjá þeim pönk í anda Ramones og fleiri slíkra af eldri kynslóðinni, t.d. líka hinna írsku Stiff little fingers á stöku stað. En í bland eru svo léttleikandi popplaglínur sem gera þá öllu mildari en t.d. Bad religion. Heppnast þessi blanda pönks og popps hreint bráövel og er ekkert skrýtið þó hún hafi hitt í mark. Einfalt grípandi og gott segir allt sem segja þarf um þennan frumburð „græna- dagsdrengjanna". Af mörgum bráðskemmtilegum lögum plötunnar, en samtals eru lögin 14, má nefna sérstaklega, Longview, She, Chump, When I come around, In the end og Basket case. Það síðastnefnda hefur notið töluverðra vinsælda og m.a. verið spilað nokkuð í útvarpi hérlendis. NEIT iMIMMlK Eins og fólk hefur væntanlega oróið vart við, hefur gengi ís- lenskra popp og rokksveita verió upp og ofan í sumar og þá aðallega ofan. Einstaka sveitum eins og SSSól og Páli Óskari og Milljönamæringunum hefur gengió þolanlega en mik- ió meira er það nú ekki. Þaó virðist þó ekki aftra nýjum hljómsveitum eóa einstakling- um frá því að koma verkum sínum á framfæri, en talsvert hefur verið um það í sumar og haust. Eru fjölmörg dansdúó og tríó dæmi um það, en áhug- inn á því tónlistarfyrirbæri í sín- um margnefndu myndum, er nú í algleymingi hér á landi eins og víðar. Nýlióar hafa líka komið fram úr allt annarri átt og fyrirferðarminni. Er hljómsveitin Kol dæmi um þaó, en hún sendi frá sér sína fyrstu plötu nú síósumars. Kol er fimm manna, nú skipuó þeim Hlyni Guðjónssyni gítarleikara, Sváfni Sigurðarsyni söngvara og kassagítarleikara, Benedikt Siguróssyni gítarleikara, Guð- mundi Gunnlaugssyni tromm- ara og Arnari Halldórssyni bassaleikara, en annar bassa- leikari, Hallgrímur Guðsteins- son, hefur einnig verið viðloð- andi sveitina lengst af. Sendi Kol frá sér sína fyrstu plötu í byrjun september, Klæðskeri keisarans, og skipta bassaleik- ararnir þar lögunum, sem eru 13, á milli sín. Er platan af- rakstur tæplega tveggja ára starfsemi og hafa þrír fyrst töldu meðlimirnir verió með frá upphafi. Fulloróinspopprokk í víðum skilningi og af snotrara taginu lýsir tónlist Kol ágæt- lega. Minna t.d. lagasmíðar á borð vió Kraftaverkasalinn og Enginn að hlusta á hluti sem Plata Kol, Klæðskeri keisarans, hefur ýmislegt gott að geyma. Dire Straits og JJ Cale hafa gert og er þar ekki leiðum aó líkjast. Allur hljóófæraleikur virkar ágætlega vandaður og allt verkió raunar hió nettasta áheyrnar. Hljóðstyrkurinn á plötunni hefói e.t.v. mátt vera meiri, en að öðru leyti er upp- tökustjórn Tómasar Tómasson- ar góð aó venju. Flesta texta plötunnar, sem margir eru at- hyglisveróir samanber Krafta- verkasalinn, semur Guðjón Björgvinsson, en lögin semja þeir Sváfnir og Hlynur. Önnur lög á þessari hinni þokkaleg- ustu smíð auk áóurtaldra, eru t.d. Dæmisaga, Drekkt í blíðu og Örlagadansinn. MEGAS ENDUR' sriiw Til viðbótar Skífuskífum frá því í síðasta Poppi, er rétt að minna á eina endurútgáfu, af einni mestu tíma- mótaplötunni í íslensku poppi, fyrstu samnefndu plötu Megasar. Þykir mörgum víst löngu hafa verið kominn tími til aö þessi merka plata kæmi út á geislaformi. Kom platan fyrst út áriö 1971 og vakti þá mikla athygli og spunnust miklar deilur í kjölfarið um ágæti Megasar. Markar þessi útgáfa nú upphafið af endurútgáfu á öllum plötum Megasar og mun Millilending fylgja í kjölfarið um miðjan næsta mánuð. Er óhætt að fullyrða að þetta sé mikill og góður fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur. Fyrr í sumar kom frá Meistaranum ásamt Ný dönsk tón- leikaplatan Drög að upprisu, sem tekin var upp í Menntaskólanum í Hamrahlíð og var það líka góður happafengur. Eitthvað forvitnilegt fyrir krakkana frá Herði Torfa. QOIUHJK (iIiFST Flilíl IJPP Þrátt fyrir góða og í alla staði vandaða trúbadorsplötu, tókst Herði Torfasyni ekki sem best að selja Gull, sem kom út fyrir síðustu áramót. Tapaði hann vlst drjúgum skildingi á henni, sem er mikil synd meö svo góða plötu. En hann gafst svo sannarlega ekki upp eins og fram hefur komið. Kom frá hon- urn fyrr í sumar safnið Þel og nú fyrir stuttu hefur hann svo snarað fram snældu fyrir börn- in, Barnagaman. Inniheldur snældan níu lög sem Hörður hefur samið i leikhúsi og sung- in hafa verið af börnum og unglingum þar. Er hvert lag raunar í tveimur útgáfum, sungið á A hlið, en einungis spilað á B hliö. Fylgja textar snældunni og geta því krakkar spreytt sig á að syngja með spiluðu útgáfunum. Ef þetta skyldi ekki vera nóg, þá er Hörður svo í ofanálag meó nýja plötu í útgáfu innan skamms, sem bera mun titilinn Áhrif. Greinilega athafnasamur maður Hörður Torfason. TOM PETTY sem hefur ásamt hljómsveitinni sinni The heart- breakers um árabil verið í framvarðarsveit bandarískra fullorðins/gallabuxnarokkara og sent frá sér gæóaplötur á borð við Let me up (l’ve had eno- ugh), Into the great wide open og Full moon fever, er nú um þessar mundir aö senda frá sér nýja plötu. Ber hún heitið Wild flower og er við miklu búist af henni líkt og fyrri plötum Pettys. Síðast kom með hon- um út safnplatan Greatest hits í fyrra sem seldist mjög vel. (JIJIVS K' ROSES hafa fundið annan, eða öllu heldur hefur Axl Rose söngvari, fundið ann- an gítarleikara í stað Gilby Clark, sem hann rak fyrir nokkru. Heitir sá nýji Paul Huge og er gamall vinur Rose frá þvi að hann bjó í Indiana. Slash, hinn gítarleikarinn, hefur svo tilkynnt hver muni syngja á einherjaplötunni hans. Heitir hann Eric Dover og er litt þekktur. Annars var Slash um daginn boðið að spila með BB King í afmælisfagnaði blús- meistarans og þáði rokkarinn það boð með þökkum. Segist hann vart hafa upplifaö annað eins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.