Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994 EFST í H UCA KRI5TÍN LINDA JÓNSDÓTTIR Hver er næstur? Þær voru sorglegar fréttirnar í síðustu viku af litlu strákunum [ Noregi sem böróu leiksystur sína til dauða og fréttin af pilt- inum ( Reykjavík sem var gefið raflost. Þessar fréttir rifjuðu upp dauða ungs drengs á Bretlandseyjum, sem strákar inn- an fermingaraldurs myrtu. Hver verður næstur? Verður það sonur minn eða dóttir þín sem verða gerendur eða þolendur í næsta harmleik? Hann gæti orðið hér, í þessari götu eða sveit. Við skulum ekki ímynda okkur eitt andartak að við séum á auðum sjó, að okkar norðlenska umhverfi sé öruggt hreiöur þar sem ungarnir okkar fái að dafna án áfalla uns þeir taka flugið inn í heim fullorðinna. Allir eru slegnir og ráðgjafar sem staddir eru á vettvangi benda á að nútímabörn skorti samfélag vió fullorðið fólk og raunveruleikaskyn. Spjótum er beint að einum áhrifaríkasta miðli samtímans, sjónvarpinu, og því efni sem brýtur sér leíö inn á heimilin í gegnum skjáinn. Vissulega er raunveruleik- inn þar oft á tíðum víðsfjarri eða þá svo óþyrmilega nærri að jafnvel fullorðnir ýta myndinni út á svið óraunveruleikans meó þeirri hugsun að atburóarásin eigi sér staó í öðrum menningarheimi. í raunveruleikanum er jafnvel dauðinn óraunverulegur og nútímabarn sem sér dautt dýr er ekki ( minnsta vafa um að unnt sé að Kfga það við. Auóvitað skortir nútímabörn samfélag við fullorðið fólk, þar liggur hundurinn grafinn. Börn sem alast upp sem púsl í púsluspilinu, Álfalandsdeild á barnaheimili og verða síðan einn kubburinn af 20-30 ( 1. bekk E, verða auóveldlega, einn af krökkunum sem réðust á barnið sem dó. Þeir eru hluti hóps, fylgja straumnum. Hver ýtir undir persónuein- kenni þeirra, einstaklingseðli og andlegan styrk, sjónvarps- skjárinn! í nýrri könnun, Börn á Akureyri, kemur í Ijós að börn á Akureyri horfa á skjáinn allt upp ( 39 klst. á viku. Er hreiðrið okkar öruggt? Hvar erum við fullorðna fólkið, foreldrarnir? Hve margar klukkustundir á viku fær barnið þitt með þér? Hve mörg okk- ar stunda eina og hálfa vinnu, líkamsrækt, æfingar, fundi, klúbba, boð, pöbba, námskeið og allt sem gerir okkur að manni með mönnum nánast hverja stund sem við dveljum ekki í vinnunni? Elst barnið þitt upp ( samfélagi við guó og menn eða sem kubbur í hópi jafnaldra? B H ELGARuBILABROT m Umsjón: GT 6. þáttur Lausnir á bls. I6 Hvað heitir vinnumálastofhun Sameinuðu þjóðanna? FAO E9 ILO UNESCO Hvað laðaði norræna listmálara að Skagen á Norður-Jótlandi? I Birtan IWjí Ódýrtvin Sandbreiðurnar Hvaða ráðherra veitti Oagnfræðaskólanum - Menntaskólanum á Akureyri hcimild til að brautskrá stúdenta? Hermann Jónasson Jakob Möller RK Jónas Jónsson frá Hriflu Hver uppgötvaði fyrstur áhrif Penisillins? I Sir Alexander Fleming R| MarieCurie Jean-Paul Penicilline Hverja slgnuðu íslendingar í urslitum heimsmeistaramótslns (bridds í Japan 1991? I Brasiliumenn Qjj Frakka WM Pólverja Hver samdl Vesalingana (Les Misérables)? I Émile Durkheim Q| VictorHugo Émile Zol Hver er rektor Háskólans á Akureyri? Haraldur Bessason B1! Guðmundur Heiðar Frímannsson Þorsteinn Gunnarsson Hver er landhelgi íslands frá grunnlínupunktum? I 12 mílur 50 milur 200 mílur Hvert er kjörtimabil Frakklandsforseta? ii 5 ár CT 6 ár 7 ár Hvað heitir framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna? Gunnar Birgisson Q| Lárus Jónsson Þorsteinn Þorsteinsson Hvemig er frumefnið jám táknað í lotukerfmu? D Fe n Ir 12 Hve marglr fæðast I heiminum á hverri sekúndu að meðaltali? D 3 19 13 30 13 Hver var Earl Warren, formaður Warren-nefndarinnar bandarísku sem rannsakaði morðlð á John F. Kennedy? I Forseti Hæstaréttar Q Forstjóri CIA Q Öldungadeildarþingmaður GAMLA MYNDIN M3-318 Hver kannast við fólldð? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beónir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Akureyri eða hringja í síma Minjasafnið á Akureyri 24162 eða 12562 (símsvari). 5TUTT5ACA eftir Snæfríði Ingadóttur „Þessi eini rétti“ - rómantísk stuttsaga Gat það virkilega verið að hérna rétt við hliðina á henni lægi þessi yndislegi maður sem hana hafði alltaf dreymt um að hitta, þessi eini rétti? Þetta hafði allt verið svo ótrúlegt, síðustu mánuðir eins og draumur, besta bíómynd. Þetta byrjaði allt á hverfispöbb- inum fyrir þrem mánuðum síðan. Hún hafði verið þar með vin- konu sinni og hann með vini sín- um eitt laugardagskvöldið. Jú, víst leit hann vel út, var hress og skemmtilegur og símanúmerið fékk hún. Eftir nokkra kaffihúsa- fundi, bíóferðir og... þá small þetta allt einhvern veginn saman. Jú, víst var hann hennar mað- ur, hennar yndislegi maður. Karl- menn hafði hún átt nokkra áður, en hann var tvímælalaust sá besti, sá blíðasti, sá sætasti. Allar rósirnar, litlu gjafirnar og sætu kortin - alltaf var hann að koma henni á óvart. Ur vinnunni hringdi hann líka í hana í tíma og ótíma, bara si svona. Hann leiddi hana út um allt, sleppti ekki af henni hendi þegar þau voru sam- an, hvíslaði blítt í eyru hennar og kynnti hana fyrir vinum sínum sem eitthvað stórkostlegt undur, svo hún fór alveg hjá sér. Hún vissi það svo innilega að hann elskaði hana virkilega af öllu hjarta. Hún efaðist ekki um það. Hann þurfti einu sinni að segja henni það, hún vissi það, fann það, tilfinning djúpt að inn- an. Yfir hverju var hægt að kvarta hjá honum? Hann nagaði ekki neglurnar, var blíður, umhyggju- samur, barngóður, gáfaður, óað- finnanlegur í klæðaburði. Hann var góður kokkur, setti alltaf klósettskálina niður, rómantísk- ur, átti bæði íbúð og bíl. Hann gekk ekki í hvítum sokkum, var vel vaxinn, hafði engin bringuhár, var í góðri vinnu. Hvað meira gat hún beðið um!!! Já, það var enginn vafi. Hann var sá besti. Hann var froska- kóngurinn, blái drengurinn, prinsinn á hvíta hestinum. Hann var þessi eini rétti sem allar kon- ur bíða eftir að hitta og eyða lífi sínu með. Þetta var hinn full- komni maður, hið fullkomna samband, hin fullkomna sæla. Gjörsamlega óaðfinnanlegur yndisleiki! Ja, reyndar var það bara eitt í öllum þessum unaði sem olli henni smá áhyggjum. Aðeins eitt oggulítið smáatriði sem skipti kannski ekki svo miklu máli mitt í öllum þessum fullkomleika. - Hún bara elskaði hann ekki...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.