Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 18. nóvember 1994 FRÉTTIR hd i fílbei ,.v.' Sunkist 2 lítrar 109 kr. W' .v v' \ v6?r; Léttreyktur lambahryssur 699 kr. ks Cl Kýrhakk 549 á Mackintosh os Smarties föstudas os lausardas Reykt folaldakjöt ffrá Nýja Bautabúrinu á föstudasinn Afgreiðslutími: Mánud.-laugard. | g, kl. 10.00-20.00 ELEKTRON Fleiri í Rann- sóknaráði Tómas Ingi Olrich, þingmaóur Sjálfstæðisflokks á Norðurlandi eystra, er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi um breytingu á lögum um Rannsóknaráð íslands. Þar er geró tillaga um að fjölga fulltrúum í vísindaráði um tvo og að Al- þýðusamband íslands og Vinnu- veitendasamband íslands geri til- lögur um ráðsmenn. Þeim einstak- lingurn sem ráðherra skipar án til- nefningar verði fækkaö um einn frá því sem er í núgildandi lögum. Tómasi Inga og öðrum flutnings- mönnum þykir aó við framkvæmd laganna hafi þess ekki verið gætt að sjónarmið atvinnulífsins komi fram í ráðinu. JOH Rangur litur á sófasetti Vegna mistaka vió prentvinnslu Dags í gær kom þá fram rangur litur í sófasetti í auglýsingu frá IKEA. Umrætt leðursófasett er ekki brúnt á lit eins og kom fram í auglýsingunni í gær. Auglýsingin er birt á nýjan leik í blaðinu í dag og þar kemur fram réttur litur sófasettsins. Beðist er velviróingar á þessum mistökum. Enn haldið í vonina um loðnuveiði: Háberg GK fékk 130 tonn Akureyri: Nýbúar læra íslensku og mat- reiðslu í Verkmenntaskólanum Tveir bátar, Víkingur AK-100 og Svanur RE-45, leituðu loðnu norður af Kolbeinsey á þriðjudag og miðvikudag en urðu engrar loðnu varir. Bátarnir héldu aftur þaðan í gær áleiðis á Langanes- svæðið, en nokkrir bátar eru á ÞistilQarðargrunni um 50 mflur austnorðaustur af Langanesi. Snemma í gærmorgun fékk einn bátur loðnu á því svæði. Það var Háberg GK-299 sem fékk um 130 tonn í einu kasti. „Það var ekkert að sjá á Kol- beinseyjarsvæóinu en alltaf ein- hver von þar sem Hábergið fékk loönuna en hér eru nú fimm bátar. Mér skilst að loðnan sé á mjög takmörkuðu svæði og getur verió bæói dreifó og stygg, auk þess að standa djúpt. Það getur því orðið snúið aó ná henni,“ sagði skip- stjórinn á Víkingi. GG Konurnar fra Asiu höfðu mikinn áhuga á að læra að baka í matreiðslukcnnslunni í haust og eins og sést á kræsing- unum á myndinni, kunna þær nú ýmislegt fyrir scr. Með þcim á myndinni er kcnnari þcirra, Borghildur Blöndal. Mynd: Robyn. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur boðið upp á nýbúafræðslu í haust í samvinnu við mennta- málaráðuneytið. Um 20 manna hópur nýbúa hefur stundað nám í íslensku en auk þess hefur hluti hópsins einnig Iært mat- reiðslu. Nemendum hefur verið skipt í tvo hópa. I öórum hópnum eru Asíubúar, sem fá bæói íslensku- kennslu og matreióslukennslu en í hinum hópnum eru m.a. íbúar frá Noröurlöndunum, Hollandi, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Aust- urríki og hafa þeir eingöngu lært íslensku. Sigríður Víkingsdóttir hefur séð um íslenskukennsluna hjá Asíubúunum og Borghildur Blön- dal um matreiðslukennsluna. Þór- arinn Hjartarson hefur hins vegar séð um íslenskukennsluna hjá hin- um hópnum. „Eg hef í matreiðslukennslunni lagt áherslu á íslenskan mat, enda má gera ráð fyrir því að makar þessara kvenna vilji einnig hafa íslenskan mat á boróum. Auk þess hefur verió mikill áhugi fyrir því hjá þessum konum aó læra að baka. Þaó er mikið bakað á ís- lenskum heimilum en er ekki gert í þeirra heimalöndum,“ sagði Borghildur í samtali við Dag. I lok námskeiðsins í vikunni var svo haldið kaffiboö í gamla Hússtjórnarskólanum, þar sem matreiðslukennslan hefur farið fram. Þar komu saman allir nýbú- arnir sem stundað hafa nám í VMA í haust, ásamt kennurum sínum og fleiri skólamönnum. KK Ryðsveppurá gljávíöisblöðum Nýlega var ryðsveppurinn Me- lampsora laricitentandrae greindur á blöðum af gljávíði frá Höfn í Hornafirði. I frétta- bréfi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins kemur fram aó sveppurinn hafi stórskemmt gljávíðilimgerði í Hornafirói undanfarin tvö sumur og er tekið fram að líklegt sé að sveppurinn breióist út til ann- arra svæða á næstu árum. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Meó bréfi dags. 15. nóvem- ber sl. Ieitar N.L.F.A. eftir fjár- stuðningi frá bænum á næsta ári, m.a. til niðurgreióslu á lán- um vegna byggingafram- kvæmda. Bæjarráó vísaói er- indinu til gerðar fjárhagsáætl- unar. ■ Minjasafniö hefur meö bréfi dags. 11. nóveinber sl. sótt um aukafjárveitingu á þessu ári til cigenda safnsins að upphæó kr. 1200 þús. vegna minni tckna og kostnaöarsamari breytinga á sýningarsölum en áætlað var, Bæjarráð samþykkti í gær að það muni taka upp fjárveitingu á næsta ári til að mæta hlut Ak- urcyrarbæjar af umbeðinni upphæð eða kr. 720 þús. ■ Bæjarráö gerði í gær ekki at- hugasemdir við leyfisveitingar að uppfylltum skilyröum heil- brigðiseítirlits til annars vcgar Surekha S. Datye til rcksturs veisluþjónustu að Suöurbyggð 16 og hins vegar Eiðs Gunn- laugssonar f.h. Kjarnafæóis til rcksturs veisluþjónustu frá cld- húsi Slippstöðvarinnar hf. ■ Tekið var lyrir erindi frá jafnfréttis- og lræðslufulltrúa Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld taki afstöðu til áframhaldandi stuónings við Mcnntasmiðju kvenna. Ennfrcmur var lagt fram bréf frá menntamálaráðu- neytinu þar sem kemur Iram það álil að hér sé um aö ræóa áhugavert þróunarverkefni og hcfur ákveðið að veita á þessu ári cinnar milljónar króna styrk til þess án frekari skuldbind- inga uni fjárveitingar. í fram- haldi af þessu boóar jafnréttis- og fræðslufulltrúi til fundar á Akureyri um lramtíð Mcnnta- smiðjunnar mcö fulltrúum Ak- ureyrarbæjar, félagsmálaráðu- neytisins og menntamálaráöu- neytisins. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að gefa fyrirheit um svipaðan stuðning við Menntasmiöju kvcnna á næsta ári og verió hefur á þessu ári. Áhersla er lögð á, að skoðuð verði samvinna við aðra starfsemi á vegum bæjar- ins fyrir atvinnulaust fólk. ■ Hagsýslustjóri lagöi á bæjar- ráðsfundinum í gær fram upp- kast að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akurcyrar áriö 1995. ■ Jakob Björnsson, bæjar- stjóri, lagði ffam til kynningar tillögu um stofnun fram- kvæmdanefndar hjá Akureyr- arbæ ásamt tillögu um verk- svió nefndarinnar. ■ Lagt var fram bréf dags. 11. nóvcmbcr sl. frá yfirfastcigna- matsnefnd. Frain kcmur í bréf- inu, aö nefndin hefur ákveðiö 2% almenna hækkun fasteigna- mats í landinu, sem taka á giidi 1. des. nk. en meó hliðsjón af markaðskönnun hyggst nefnd- in hækka mat íbúðarhúsnæöis og íbúðarhúsalóða á nokkrum stöðum á landinu um 6%, m.a. á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.