Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 18. nóvember 1994 Aðaltölur: Vinningstölur 16.11.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING n - 2 23.480.000 G1 5 af 6 CÆ+bónus 1 2.862.855 a sa.6 2 126.147 El 4 af 6 223 1.799 r] 3 af 6 Cfl+bónus 807 213 BÓNUSTÖLUR @(io}(5) Heildarupphæð þessa viku; 50.648.217 á IsI.: 3.688.217 Jflfl/inningur: for til Danmerkur og Noregs UPPtySINGAR, SIMSVARI 91- 6819 11 LUKKUtlMA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR þar sem geisladískar eru gersemi Hafnarstræti 98 • 600 Akureyri • Sími 12241 '' A y- AUGLYSING um umferð á Dalvík Aó fengnum tillögum bæjarstjórnar Dalvíkur og sam- kvæmt heimild í XII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 eru hér með eftirfarandi reglur ákveónar til bráðabirgða um umferð á Dalvík: 1. Hámarkshraði á Skíðabraut, Hafnarbraut og Gunn- arsbraut verður 35 km á klukkustund í stað 50 km. 2. Bifreiðastöóur eru bannaðar á Skíóabraut, Hafnar- braut og Gunnarsbraut við austurbrún gatnanna. 3. Karlsrauðatorg austan Gunnarsbrautar (gata norðan frystihúss) verður einstefnugata til austurs. 4. Sognstúni og Sunnutúni verður lokað fyrir gegnum- akstri. Fyrrnefndar breytingar á umferð verða gefnar til kynna með umferðarmerkjum og merkingum. Þessar breytingar á umferðarreglum gilda tímabundið á meóan framkvæmdir standa yfir við hafnargerð á Dalvík (efnisflutningar þungaflutningabifreiða um bæ- inn) og áætluó verklok 15. október 1995. Falla þessar reglur þá úr gildi. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi þegar í stað. Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. nóvember 1994. Elías I. Elíasson. ENGINN Á AÐ SITJA ÓVARINN I BÍL, ALLRA SÍST BÖRN. iiæ IFEROAR Hestaríkið var opnað í gær: „Allt frá hóffjööur upp í hestakerru í gær opnaði ný verslun að Óseyri 4 á Akureyri. Það eru Helena Arnljótsdóttir og Gylfi Gunnarsson sem standa að versluninni sem heitir Hestaríkið. Þar er verslað með allt sem viðkemur hrossum og hesta- mönnum en Gylfi er landsþekktur hestamaöur meö ntikla reynslu bæði sem tamningamaður og keppnis- maður. „Hér fást allar hefðbundnar hestavörur á algjöru bónusverði og á næstu vikum rnun vöruúrvalið aukast enn frekar, sérstaklega í reiðfatnaði, skeifum og gjafavörum fyrir hestaunnendur," sagði Gylfi. Auk hefóbundinnar verslunarþjónustu tekur Gylfi í Hesta- ríkinu að sér umboðssölu á hrossum. Um helgina verður heitt á könnunni og meðlæti á borðum, sannkölluó kaffistofustemmning í Hestarík- inu og sagóist Gylfi vonast til að sjá sem flesta. „Hér er upplagt fyrir hestamenn að hittast, líta á nokkrar hestamyndir og spá í veturinn, hver veit nema að það verði gerð nokkur hestakaup um helgina," sagói Gylfi. KLJ „Miðbæjarfyllibyttur“ í „drykkjulátum“ Pétur Pétursson, heilsugæslulækn- ir á Akureyri, hafói um það mörg orð á hagyrðingakvöldi í Deigl- unni á dögununt, sem nú er lands- frægt orðið, að Dagur væri óþrjót- andi uppspretta vísnagerðar á Heilsugæslustöðinni á Akurcyri. I Degi sl. þriójudag var frá því greint að Jakob Björnsson, bæjar- stjóri á Akureyri, hafi á ráóstefnu um síðustu helgi kynnt átak gegn „helgarástandinu“ í Mióbæ Akur- eyrar og Dagur spurði; „Er ung- lingadrykkja í miðbænum einn Ijótasti bletturinn á bæjarbragn- um?“ A þessari sömu ráóstefnu söng hinn landsfrægi kór Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri og Dagur birti að sjálfsögðu mynd af kórnum eins og meðfylgjandi úr- klippa sýnir. Þessi samsetning, rnyndin af HAKA-kórnum og unglinga- drykkjufyrirsögnin, varð auðvitað til þess að helstu hagyróingar Ak- ureyrar fóru af stað og strax á þriðjudag urðu eftirfarandi kveó- lingar til. Hjálmar Freysteinsson, heilsu- gæslulæknir yrkir fyrst: Hávciði er hrópleg synd sem hneykslun vekur ráðamanna. Dagur birtir dökka mynd af drykkjulátum unglinganna. Pétur Pétursson, kollegi Hjálmars á Heilsugæslustöðinni, bætti um betur og afgreiddi málið í formi limru: Þó glaðbeitt um sumblið þau syngi og saman glösunum klingi þá sýnist mér varla sœmandi að kalla þau unglinga á öldrykkjuþingi. Björn Þórleifsson er líka gefinn fyrir að yrkja ef hann sér eitthvað spaugilegt í Degi. Hans útlegging á þessu máli var eftirfarandi: Svo líta þá megi, sem lifa t synd og lenda í óreglupyttum birtist IDegi mikilvœg mynd af miðbœjarfyllibyttum. iði í fyrri- argir bátar á svæðið Auk Vilhun AK cru IMnn- |.ur Mt II A»«H »iK <l .1 •.i.T'linn cn «•<•• • • 1 l'l lil HMi- uni 4 ir.'iA. Spil-> rr l.iM i xvo clli cr viM .1*1 Iwrl viT'ti mt ln' \ jM-vvum ». iitin cr cAlilcfl »A li.Vivn »i' km n .1 |ic'.v.ir vl'n'ir fn vcnjulrr* cr MAI|.l.i*li' iirn luilkiri !•!• rri.l Akureyrl: Er unglingadrykkja í miðbænum einn Ijótasti bletturinn á bæjarbragnum? NVJAR BÆKUR Sagan af Daníel eftir Guðjón Sveinsson Mánabergsútgáfan hefur sent frá sér bókina Undir bláu augliti ei- lífðarinnar, fyrsta bindið af Sögu Daníels eftir Guðjón Sveinsson. Á bókarkápu segir: Sagan ger- ist að sumri til í litlu þorpi undir lok síðari heimsstyrjaldar. Sorgin er fylgifiskur stríðs. Daníel, sem er níu ára, ntissir föður sinn og er komið fyrir hjá ömrnu sinni og frænda. Drengurinn á erfitt með að sætta sig viö þessar breyttu að- stæður sem hafa óvissu um fram- tíðina í för með sér. Þungbær reynsla skilur eftir þroskaðan ein- stakling í sumarlok. Þrátt fyrir mótlætið á Daníel sínar gleði- stundir ásamt Nonna vini sínum og þeir bralla ýmislegt saman eins og barna er háttur. Margar eftir- minnilegar persónur koma við sögu og tíóarandanum er vel lýst. Enginn asi er á neinu en þrátt fyrir það veltur tilveran áfram í sínum föstu skoróum. Þetta er fjöl- skyldusaga sem höfðar jafnt til unglinga sem fullorðinna. Guöjón Sveinsson er búsettur á Breiðdalsvík, en hann er fæddur á Þverhamri í Breiódal árið 1937. Hann sinnti ýmsum störfum áóur en hann sneri sér nær alfarió að ritstörfum urn miðjan áttunda ára- tuginn, m.a. sjómennsku, kennslu og búskap. Guöjón hefur aðallega skrifað fyrir börn og unglinga. Undir bláu augliti eilífðarinnar er 24. bók höfundar en fyrsta bók hans kom út árið 1967. Auk þess hafa sögur, ljóð og annað efni eftir hann birst í ýmsum blöðum og tímaritum. Guðjón hefur hlotió vióurkenningu fyrir margar smá- sögur sínar, m.a. frá Samtökum móðurmálskennara og Ríkisút- varpinu. Lína langsokkur ætlar tíl sjós Lína langsokkur ætlar til sjós er önnur bókin um Línu sem kemur út í nýrri þýðingu Sigrúnar Árna- dóttur. Sagan er eftir Astrid Lind- gren og rnyndir eftir Ingrid Vang- Nyman. Hér má lesa um það þegar Lína fór í tívolí, keypti sér 18 kíló af brjóstsykri, tamdi hættulega slöngu og handsamaði tígrisdýr. Einnig lendir hún í skipbroti á eyóieyju og ákveður að fara til sjós með föður sínum, en þá Iíst Tomma og Önnu ekki á blikuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.