Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 18. nóvember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 -----LEIÐARI------------------------------------------------------------------------------ Þrengingar á „ári fjölskylduimar“ Það var vel til fundið að tileinka árið 1994 fjöl- tíma og laun hafa staðið í stað. Að vísu hafa skyldunni og nefna það „ár fjölskyldunnar". Ým- vextir lækkað og bætt stöðu skuldugustu fjöl- islegt hefur verið gert til þess að minna landslýð skyldnanna en vaxtalækkunin hefur hvergi nærri á þetta ár og fjölskyldunni hefur verið gefin dugað tU þess að snúa dæminu við. meiri athygli en oft áður. Þannig hefur „ár fjöl- Hrikaleg dæmi voru dregin fram í dagsljósið í skyldunnar" að sumu leyti náð tilgangi sínum. Kastljósi sjónvarpsins á dögunum af skulda- stöðu heimilanna í landinu en því miður er það Stjórnvöld hafa hins vegar, að því er virðist, svo að mörg önnur sambærUeg dæmi eru úti í ekki munað eftir „ári fjölskyldunnar". Fjárhags- þjóðfélaginu. Fólk lifir við sultarmörk í stórum leg staða hennar er verri og ótryggari en um stíl, ekki síst atvinnulaust fólk, aldraðir og öryr- langa tíð og verði ekkert að gert er illt í efni. í kjar, og á varla fyrir nauðþurftum hvað þá að þessu er ábyrgð stjórnmálamannanna mikil. launin dugi til þess að lækka skuldirnar. Þessi Nú þarf engum að koma á óvart að fjármál bolti veltist því áfram og dæmið verður erfiðara fjölskyldna í landinu skuli í stórum stíl vera kom- með hverjum mánuðinum. in í verstu ógöngur. Álögur á almenning í land- Það er bláköld staðreynd að laun í þessu landí inu hafa aukist gífurlega á undanförnum árum. eru allt of lág til þess að fjölskyldan geti staðið Skattar voru færðir af fyrirtækjum yfir á almenn- við allar skuldbindingar sínar. Og það er heldur ing, þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu hafa ekki til þess að létta fólki róðurinn að stjórnvöld hækkað, persónuafslátturinn hefur lækkað, eru sí og æ að eyðileggja fjárhagsáætlanír fólks skattprósentan hefur hækkað, vaxtabætur hafa með vafasömum aðgerðum. Hvaða afleiðingar lækkað, barnabætur hafa lækkað og svo mætti skyldi síðasta ákvörðun um vaxtahækkanir í áfram telja. Allt hefur þetta gert það að verkum húsnæðislánakerfinu hafa haft fyrir fjölda fbúða- að staða fólks, ekki síst fjölskyldufólks, hefur kaupenda? Svarið er einfalt; fótunum var kippt á versnað stórlega. Og þetta hefur gerst á sama einni nóttu undan fjölda fólks. Um myndgremitigartækni Hefói grein þessi verið skrifuð fyrir nokkrum árum, hefði fyrir- sögn hennar væntanlega verið „Um röntgengreiningu", svo ná- tengd er sérgrein þessi innan læknisfræðinnar nafni Wilhelms Konrad Röntgen og uppgötvun, sem hann gerði nánast af tilviljun fyrir hartnær 99 árum, þann 8. nóvember 1895. Hann var pró- fessor í eólisfræói og síðar rcktor háskólans í Wiirtzburg í Þýska- landi. Hann var aó rannsaka eigin- leika bakskautsgeisla (rafeinda) í rafeindalampa þegar hann upp- götvaði aðra tegund geisla, sem komu frá rafeindalampanum og gátu fengió efni til aö flúrljóma, smugu gegnum ýmis efni og þegar hann bar höndina milli lampans og flúrljómandi plötu komu í ljós á plötunni útlínur handarbeinanna. Hann sökkti sér niður í rannsóknir þessara geisla, sem hann kallaði X-geisla og í lok desember sama árs haföi hann lokið vió handrit aó grein um eiginleika geislanna, sem í flestum Evrópulöndum eru við hann kenndir og kallaðir Röntgengeislar, en í enskumæl- andi löndum X-Rays. Fyrir upp- götvun sína hlaut hann verðlaun Nóbels þegar þau voru í fyrsta sinn veitt fyrir afrek í eðlisfræði árið 1901. Röntgen áttaði sig fljótt á hag- nýtu gildi uppgötvunar sinnar, en aórir héldu áfram þróun þessarar nýju tækni til notkunar í læknis- fræði og í byrjun þessarar aldar var víða farið að nota röntgentæki á sjúkrahúsum. Til Islands barst þessi nýja tækni árió 1914, Röntgenstofnun Háskólans var stofnuð 1. janúar þaó ár, en brautryðjandinn á þessu sviði var Gunnlaugur Claessen Iæknir og er saga röntgenfræða á Islandi nátengd nafni hans. Eftir hann liggur m.a. kennslubók rituð á dönsku, sem gefin var út 1940 og notuð til kennslu í greininni á Norðurlöndum. Fyrstu röntgentækin á Islandi voru tekin í notkun í apríl 1914 og var hægt að nota þau bæói til gegnumlýsingar og til myndatöku á glerplötur, en fyrsta gegnumlýs- ingin í tilraunaskyni var gerö á trésmið sem vann við uppsetningu tækjanna. Oflun rafmagns fyrir tækin var ýmsum vandkvæðum bundin þar til rafstöðin við Elliða- ár tók til starfa sumarið 1921. í byrjun var notagildi röntgentækn- innar fyrst og fremst á sviði grein- ingar og eftirlits meðferðar bein- brota og sjúkdóma í beinum og til greiningar ýmissa aðskotahluta en fljótlega var einnig farið að röntg- enrannsaka hin ýmsu líffæri í brjóstholi og kviðarholi. Þegar röntgentæknin barst til íslands var berklaveikin algengasti alvarlegi smitsjúkdómurinn á Islandi og ein algengasta dánarorsök ungs fólks. Þeir sem nú eru mióaldra og eldri muna vel eftir baráttunni viö berklana og hvernig gegnumlýs- ingu var beitt við berklaleit og eft- irlit. A fjórða áratugnum var jafn- vel farið meó farandröntgentæki um landið til berklaleitar og í raf- magnslausum sveitunum var bíl- vél látin knýja rafal fyrir röntgen- tækin. Smám saman þróuðust bæði tækin og tæknin og notkunarsvið röntgengreiningar víkkaði. Til sögunnar komu ýmis geislaþétt efni, sem nota mátti sem skugga- efni til rannsókna ýmissa líffæra- kerfa svo sem meltingarfæra, þvagfæra, taugakerfis og blóðrás- ar. Auk röntgentækninnar sjálfrar hafa aórar myndgreiningaraðferðir komið til sögunnar og unnió sér fastan sess í rannsóknastarfsemi. Má þar fyrst nefna ómtækni (einnig nefnd sónar) þar sem há- tíðnihljóðbylgjur eru sendar inn í líkamsvefina og endurvarp þeirra notað til að byggja upp mynd. Sú tækni er hliðstæð bergmálsdýptar- mælum og fiskileitartækjum skipa. ísótópaskanni notar skammlífan geislavirkan ísótóp sem oftast er bundinn buröarefni sem leitar til ákveðinna líffæra Björn segir í grcin sinni að röntgen- grcining sé nátengd nafni Wilhclms Konrad Röntgen. svo sem nýrna eða til vefjamein- semda svo sem meinvarpa í bein- um, en þannig sjást þau mun fyrr en á venjulegri röntgenfilmu. A áttunda áratugnum komu tölvusneiðmyndatækin til sögunn- ar en þar stýrir tölva röntgentæk- inu, safnar mælingagögnum og býr til úr þeim þverskurðarmynd af viðkomandi líffæri eða líkams- hluta, sem skoða má á skjá og færa yfir á filmu. Hverri einstakri mynd má líkja vió sneið úr brauð- hleif sem hefur ákveðna þykkt, oftast 2-10 mm en sneiðafjöldi í algengum rannsóknum getur verið í bilinu 5 til 40 eða jafnvel fleiri. Þessari tækni hefur fleygt fram og myndgæði og hraði rannsókna aukist með hverri nýrri kynslóð tækja. Nýjasta stórbyltingin á sviði læknisfræóilegrar myndgreiningar var tilkoma segulómunar, en hún byggir á seguleiginleikum vetnis- atóma líkamans þegar honum er komið fyrir í mjög sterku segul- sviði (0,5-4 Tesla). Gagnasöfnun og uppbygging mynda er gerð með tölvu og myndunum svipar að mörgu leyti til tölvusneið- mynda. Eitt segulómtæki er til á íslandi og er það á Landspítalan- um. Tækjabúnaður röntgendeilda er mjög dýr og má segja að verð- mæti röntgentækis til myndatöku og skyggningar sé sambærilegur vió stóra íbúó eða raðhús, ómtæki kosti svipað og raðhús, ísótópa- skanni svipað og gott einbýlishús og tölvusneiðmyndatæki líkt og tvö slík eða meira, en segulóm- tækið eins og heil raðhúsalengja. Röntgendeild F.S.A. flutti í nýtt húsnæði fyrir fjórum árum og þá var tækjabúnaður að mestu endurnýjaður og má segja að deildin sé vel búin tækjum, tvær stofur eru búnar tækjum til skyggningar, og gefur önnur þeirra kost á takmörkuðum æða- rannsóknum. Þá var einnig sett upp tölvusneiðmyndatæki sem hefur reynst mjög vel og hafa með því verið geróar nær 3000 rann- sóknir. Endurnýjun ómtækis og ísótópaskanna er þaö sem deildina vantar helst til þess að gegna vel hlutverki sínu á stofnun sem rekur svo fjölþætta starfsemi með nú- tímalegu sniði. Athugasemd vegna greinar Ragnars Jóhanns Jónssonar varðandi Hótel Húsavík hf. í framhaldi af viðtali vió undirrit- aðan í Degi hefur fyrrverandi stjórnarmaður Hótels Húsavíkur, Ragnar Jóhann Jónsson, séð sig knúinn til að setja orð á blað. Astæðan er hið slæma rekstrarár 1993 en þá var Hótel Húsavík gert upp með um 11 milljóna króna tapi. Þar skrifar hann: „Ekkert af tapinu má rekja til gjörða fyrri stjórnar og eigenda." og „Hluti af tapi ársins 1993 er vegna erfiós umhverfis en megnið er tilkomið vegna stefnubreytingar nýrra eig- enda.“ Ekki ætla ég að munnhöggvast vió hann á þann veg sem hann gerir að öðru leyti en óska eftir að neðanskráð komi fram: 1. Undirritaður ásamt Birni Hólmgeirssyni keyptu meirihluta hlutabréfa hótelsins í júní á síðasta ári. Aðalfundur sem og stjórnar- skipti fóru fram 23. júní. Ragnar Jóhann sat í stjórn og rekstrar- nefnd fram að þeim tíma. 2. Undirritaður tók við hótel- stjórastöðu 1. október sama ár. 3. Sala gistirýmis sumarsins 1993 hefði átt að fara frarn að stærstum hluta í ágúst-október 1992. Þetta þekkja þcir sem í greininni eru. 4. Á árunum frá 1990 til 1993 dróust tekjur félagsins saman um 20% á verólagi ársins 1993 eða um rúmar 14 milljónir króna. 5. Nýting gistirýmis á árunum 1990-1993 dróst saman um 33,6% 6. Gífurlegt viðhaldsverkefni sem Ragnar Jóhann hefur eftir mér fór að stærstu leiti fram á vetrarmánuðum 1994 og hefur þar meó ekkert með uppgjörsárið 1993 að gera. Viöhaldsvcrkefni ársins 1993 (endurbygging kaffit- eríu) fór fram á haustmánuðum 1993 en var eignfært og hefur því heldur lítió sem ekkert með rekstr- arafkomu ársins 1993 að gera. Stefnubreyting nýra eigenda hafði því ekki náð fram. Það að það tap sem myndaðist þegar Ragnar Jóhann sat í stjórn á árinu 1993 orsakist eingöngu af umhverfi hans er athyglisvert. Og skrýtið að fara fram á að und- irritaður axli ábyrgð á sama tíma. Aðrar aðdróttanir í niinn garó hljóta að vera settar fram í reiði og eru ekki svaraverðar. Páll Þór Jónsson hótelstjóri, Hótel Húsavík. Árlegur fjöldi rannsókna er um 17000 og er þá meðtalin leitar- starfsemi á vegum Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis, en á vegum þess er konum á aldrin- um 40-69 ára boðin þátttaka í hóprannsókn á brjóstum til leitar krabbameins á byrjunarstigi og hefur þátttaka verið allgóð, en mætti þó aukast. Við röntgendeild F.S.A. eru um 16 stöðugildi, þar af eru þrjár stöður röntgenlækna. Björn Sigurðsson. Höfundur er sérfræðingur á röntgendeild Fjóró- ungssjúkráhússins á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.