Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. nóvember 1994- DAGUR - 11 Svæðisskipulag fyrir miðhálendi íslands: Reglur fyrir samvinnunefnd Umhverfisráðherra hefur í Stjórnartíðindum gefið út reglur fyrir samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags fyrir miðhá- lendi íslands, en í henni eiga sæti 13 fulltrúar. Umhverfisráðherra skipar for- mann nefndarinnar en héraðs- nefndir Borgarfjarðarsýslu, Mýra- sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnvetninga, Skagfirð- inga, Eyjafjarðar, Suður-Þingeyj- arsýslu, Múlasýslna, sýslunefnd Austur- Skaftafellssýslu, héraðs- nefndir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangæinga og Arnesinga skipa hver um sig einn fulltrúa. Hlutverk samvinnunefndarinn- ar er að vinna að svæðisskipulagi fyrir miðhálendi íslands og er við það miðað að hún ljúki störfum fyrirárslok 1997. óþh Danshljómsveitir: Grímur til liðs við Félaga Ýmsar tilfærslur eiga sér nú stað hjá Akureyrarhljómsveitunum. Meðal annars eru breytingar hjá hljómsveitinni Félögum. Hljómsveitin Félagar er í raun nýtt nafn á gömlum merg því við mannabreytingar í haust var nafn- inu breytt úr Dansfélagar í Félag- ar. Þá gekk Grímur Sigurösson bassaleikari til liðs viö þá Brynleif Hallsson, Jón Berg og Birgi Ara- son en Grímur og Brynleifur eru báðir fyrrurn liðsmenn hljómsveit- ar Ingimars Eydal. Grímur var spurður um ástæður þess hvers vegna hann söðlaði um og verkefni hjá danshljómsveitum þessa dagana. „Þegar þeir Félagar höfðu á orói við mig aö þá vantaði bassa- leikara ákvað ég aó ganga til liós við þá þar sem mér fannst orðió tímabært að breyta til eftir langan og góðan tíma með Hljómsveit Ingimars Eydal og síðan I. Eydal,“ sagði Grímur. Með nýjum meðspilurum breytast alltaf áherslurnar og yfir- bragðið á tónlistinni, en í raun tak- ast Félagarnir á viö allar gerðir danstónlistar allt frá dunandi harmonikkutónlist til heitustu dægurlaganna á vinsældarlistun- um. „Þetta er stífur bransi að berjast í en mér finnst samt aö eitthvaó sé að glæðast yfir þessu eftir deyfð- ina undanfarin ár. Framundan er hvað besti tími ársins í spila- mennskunni, sérstaklega þó tím- inn eftir áramót þegar þorrablótin og árshátíðirnar ráða ríkjum. Samt sem áður er útlit fyrir talsverð verkefni fram til jóla og er það þakkarvert miðað við framboðiö um þessar mundir," sagöi Grímur Sigurðsson. JÓH Hljómsvcitin Fclagar, cins og hún er nú skipuð. Frá vinstri: Birgir Arason, Jón Bcrg, Grímur Sigurðs- son og Brynlcifur Hallsson. ◄ laugardag og sunnudag Blandað hakk (nauta- 09 lamba-) kr. 345 kg Spaghctti 1 kg kr. 69 Appelsínur kr. 59 kg Londonlamb kr. 595 kg Skafís 2 lítrar kr. 339 Ópal kúlur 300 9 kr. 119 Barnagallabuxur st. 80-120 kr. 995 Flóru kókosmjöl 500 9 kr. 79 Laugardag kl. 14.00-18.00: Kynning frá Kjötiðnaðarstöð KEA XSrfiiknattleilísdeildar Wis 3 áþróííahöllinnl Sunnudaginn 20. nóoember fel 16.00 f M glœsilegra uinninga fra Radiónciusí 28" Samsung síereo sjónuarp. hljómÍŒfejasamsÍŒða, 6Sm íarsími, myndbandsuppíöfeuDél, saumaoél, myndbandsÍŒfei og margí margí fíeira. Vinningar uerða íil sýnis í Radiónausí 14. nón. fil 10. nón. Sunnudag: ilmandi Bragakaffi og yngstu viðskipta- vinirnir fá ís. Allir fá að bragða á Smarties, Kit-Kat, Lion Bar og Mackintosh. Nýtt kortatímabil □aOÐB Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30 Laugardaga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 11-17 V f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.