Dagur - 29.11.1994, Side 1
77. árg.
Akureyri, þriOjudugur 29. nóvember 1994
229. tölublað
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
á Norðurlandi vestra:
Prófasturinn
hafði betur
Forystumenn Framsóknarflokksins voru ánægðir í lok tlokksþingsins um helgina. Lengst til vinstri er Finnur Ing-
ólfsson, þingflokksformaður, þá Guðmundur Bjarnason, varaformaður, og Halldór Ásgrímsson, formaður, Iengst til
hægri. Mynd: SV
Sr. Hjálmar Jónsson
Sr. Hjálmar Jónsson, prófast-
ur Skagflrðinga, náði fyrsta
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra
um helgina með miklum glæsi-
brag. Hjálmar hlaut 832 atkvæði
í fyrsta sæti og 197 í annað sæti,
samtals 1029 atkvæði í fyrstu
tvö sætin. Vilhjálmur Egilsson,
alþingismaður, sem einnig
keppti að fyrsta sætinu, fékk
626 atkvæði í fyrsta sæti og 184 í
annað sæti, samtals 810 atkvæði
í fyrsta og annað sæti. Góð þátt-
taka var í prófkjörinu. Atkvæði
greiddu 1641, auðir seðlar og
ógildir voru 15.
23. flokksþing framsóknarmanna:
„Stærsta skuldbreyting Islands-
sögunnar óumflýjanleg"
- sagði Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður með 97,08% atkvæða
Halldór Ásgrímsson var kjör-
inn formaður Framsóknar-
flokksins með 97,08% atkvæða á
fjölmennu flokksþingi á Hótel
Sögu á sunnudaginn. Guðmund-
ur Bjarnason var kjörinn vara-
formaður, Ingibjörg Pálmadóttir
ritari og Unnur Stefánsdóttir
gjaldkeri.
„Við höfum valið að ganga til
þessa flokksþings undir kjörorðinu
„Fólk í fyrirrúmi“. Með því viljum
við ítreka skyldumar við fólkið í
landinu og að stjómmál snúist um
fólk. Við leggjum áherslu á að
okkur ber að sinna sérhverjum ein-
staklingi og fjölskyldu. Við veró-
um að búa svo um hnútana að hver
og einn geti trúað því að hann eigi
möguleika í samfélaginu," sagði
Halldór Asgrímsson í ræðu sinni.
Hann sagði ekki hægt að sætta sig
við að heimilin héldu áfram að
safna skuldum upp á milljarð á
mánuði og að Islendingar mættu
aldrei sætta sig við aó þúsundir
manna gangi um atvinnulausir.
„Við vitum að þetta ástand
heggur að rótum lýðræðisins. Við
vitum líka að þetta er helsta ástæð-
an fyrir þeim trúnaðarbresti sem er
milli stjómmálamanna og kjós-
enda. Það er ekki nóg að setja upp
samúóarsvip og segja að ástandió
muni lagast í óljósri framtíð. Við
verðum að sýna aö viö ætlum að
lagfæra ástandið og benda á raun-
hæfar leiðir til úrbóta.
Stærsta skuldbreyting Islands-
sögunnar er óumilýjanleg. Með
samvinnu ríkis, peningastofnana,
launþegahreyfingar og fleiri aðila
verður að gefa fólki kleift að
standa í skilum. Ríkisvaldinu hefur
mistekist að viðhalda þeim grund-
velli, sem skuldbindingar heimil-
anna byggðust á og ber því að
skapa nýjan,“ sagði Halldór.
I lokaorðum ræðunnar sagði
formaðurinn: „Okkur er öllum ljóst
að við fáunt engu áorkað, nema
fólkið í landinu treysti okkur og
trúi því aó áhrif Framsóknarflokks-
ins verði til heilla fyrir framtíö Is-
lands. Flokkurinn hefur hingað til
notið mikils trausts í íslensku þjóð-
lífi og sér þess víða stað. Við mun-
um enn sem áður leita eftir því að
byggja slíkt traust á staðfestu,
raunsæi og hógværð.
Framfarir byggjast ekki á lof-
orðaglamri og gífuryrðum í garð
annarra.“ IM
Stjórnmálahreyfingin Þjóðvakinn, hreyfing fólksins,
stofnuð á fjölmennum fundi í Reykjavík:
Fólk hefur misst trú á
burði gömlu flokkanna
Stjórnmálahreyfingin
vakinn, hreyfíng fólksins, var
formlega stofnuð á sunnudag.
Til stofnfundarins mættu um
800 manns og bendir Jóhanna
Sigurðardóttir, alþingismaður
og fyrrverandi félagsmálaráð-
herra, á að til þessa fundar hafí
mætt mun fleira fólk en að jafn-
aði á stjórnmálafundi. Þetta sýni
þá undiröldu sem nú sé í stjórn-
málunum. Landsfundur samtak-
anna verður haldinn sfðari hluta
janúarmánaðar en fram að þeim
tíma mun Þjóðvakafólk vinna
að málefnagrundvelli og undir-
búa framboðslista. Jóhanna seg-
ir áherslu Þjóðvakans m.a. bein-
ast að skattamálum og bættu
siðferði í stjórnmálum og við-
skiptum.
„Eg er klár á að fólk sér aó það
þarf sjálft aö mynda breiðfylkingu
og finna sér sjálft nýjan vettvang
þvert á flokkakerfið. Fólk er búið
að missa trú á aó flokkarnir hafi
burði til að taka á málunum og
það er sérstakt að heyra hvernig
forystumenn flokkanna tala niður
- segir Jóhanna Siguröardóttir
Þjóð- til fólksins sem er að brjótast und- „Einnig
an valdi þeirra og hasla sér völl á
nýjum vettvangi. Mér finnst upp-
lifun að heyra að menn geti lagst
svona lágt. Það er eins og þeir
skynji ekki þessa þungu strauma
sem eru í þjóðfélaginu," segir Jó-
hanna.
Fylgi við Jóhönnu mælist mik-
ið, t.d. mældi könnun DV í gær
um 23,4% fylgi við hana. Sjálf
segir hún ástæðu til aö taka skoö-
anakannanir meó fyrirvara en þær
undirstriki þá sterku strauma sem
hún hafí orðið vör við í þjóófélag-
inu til breytinga. „Fólk er að losa
um flokksböndin, taka höndum
saman þvert á þau. Það getur verið
upphafiö aó sterku forystuafli fé-
lags- og jafnaðarmanna.“
Jóhanna kynnti á fundinum átta
málefnapunkta sem tilheyra bar-
áttumálalista Þjóðvakans. Þar
nefnir hún breytta skipan í skatta-
málum, t.d. lækkun tekjuskatts á
lægst launuðu hópunum og tekju-
tengingu persónuafsláttar. Þá vill
Þjóðvakafólk fjármagnstekjuskatt,
sem verði greiddur af eignatekjum
umfram eðlilegan sparnaö fólks.
viljum við draga úr
skattalegri meðferð hlunninda-
greiðslna fyrirtækja eins og t.d.
frádráttarbærni framseljanlegs
taps. Við teljum að þeir sem meira
mega sín eigi aó leggja meira aó
mörkum.“
Siðvæðing í viðskiptalífi og
meðal stjórnmálamanna er eitt af
atrióunum sem Þjóðvakinn ætlar
að leggja upp úr og stjórnlagaþing
segir Jóhanna vera tillögu sem
skeri Þjóðvakann frá öðrum
stjórnmálaflokkum. Þaó verði
skipað þjóðkjörnum fulltrúum og
eigi að taka á stjórnarskránni og
kosningareglum, jafna atkvæða-
vægi, skoða ráðherraábyrgð, setja
lög um starfsemi stjórnmálaflokka
og fleira. Jafnframt þessu vilji
Þjóðvakinn að viðskiptasiðferði
verði bætt og aö komió verði í veg
fyrir að menn geti rekið fyrirtæki í
gjaldrþrot og sífellt reist ný á rúst-
unum. „Vió erum með þessu að
reyna að hreinsa til í kerfínu sem
ekki hefur gengið nógu vel. Það á
sér víða stað sóun, sem við teljum
að hægt sé að taka á,“ sagði Jó-
hanna Siguróardóttir. JOH
náöi efsta sætinu
Sigur sr. Hjálmars var mjög af-
gerandi eins og þessar tölur bera
meó sér og með þessari útkomu er
ljóst aó hann hefur tryggt sér ör-
uggt þingsæti eftir næstu kosning-
ar. Hins vegar er annað sætió, sem
Vilhjálmur Egilsson skipar nú
eins og síóast, ótryggt. Ekki tókst
að ná í Vilhjálm í gær, en í fjöl-
miðlum um helgina gaf hann það
ekki afdráttarlaust út að hann
myndi taka annað sætið.
Sigfús Jónsson, framkvæmda-
stjóri Ferskra afurða á Hvamms-
tanga, náði einnig góóri kosningu
í prófkjörinu á laugardag. Hann
tryggói sér þriðja sætiö með 633
atkvæðum samtals í fyrstu þrjú
sætin. Þóra Sverrisdóttir á Stóru-
Giljá í A-Hún. fékk góóa kosn-
ingu í fjórða sætió, 530 atkvæði í
þaó sæti og samtals 914 atkvæði í
fyrstu fjögur sætin. Friðrik Guð-
mundsson, verkfræðingur í
Reykjavík, lenti í fimmta sæti
með 1126 atkvæði í fyrsta til
fimmta sæti, Runólfur Birgisson á
Siglufirði varð í sjötta sæti meö
1260 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti
og Agúst Sigurðsson, bóndi á
Geitaskarói í A-Hún. varð sjöundi
með 1329 atkvæði í fyrsta til sjö-
unda sæti. Athygli vakti að Ágúst
fékk næstflest atkvæói í annað
sæti, 317 talsins, en aöeins Sigfús
Jónsson fékk fleiri atkvæði í það
sæti, 328.
Sr. Hjálmar Jónsson sagðist
vera afar ánægður meó þátttökuna
í prófkjörinu, hún væri nálægt
kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í
síðustu kosningum. Hann sagóist
að vonum vera ánægður með nió-
urstöóuna, hann hafi keppt aó því
að ná fyrsta sætinu og það hafi
tekist.
Sr. Hjálmar sagði ljóst að hann
myndi óska eftir leyfi frá störfum
sóknarprests á Sauðárkróki til
næstu fjögurra ára og annar ráðinn
í hans staó. Sr. Hjálmar hefur
einnig gegnt embætti prófasts
Skagfirðinga en ekkert hefur verið
ákveðið hver taki við því þegar
Hjálmar hverfur til þingstarfa.
Sr. Hjálmar Jónsson hefur ver-
ið sóknarprestur Sauðkrækinga í
fjórtán ár og þar áóur í fjögur ár á
Bólstað í Austur-Húnavatnssýslu.
óþh
Bíll í sjóinn á
Skagaströnd
Sl. sunnudag fór bfll í höfnina
á Skagaströnd. í honum var
17 ára stúlka með 7 mánaða
gamalt barn sitt og 14 ára systir
hennar.
Bílinn fór niður háan, aflíðandi
malarkant niður í fjöruna og út í
sjó. Góður tími gafst til aö yfir-
gefa bílinn áður en hann flaut frá
og sökk. Allir sluppu ómeiddir frá
þessu og nánast án þess að blotna
aö sögn lögreglu. HA
ígd
Verðkr. 13.900
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Simi 23599