Dagur - 29.11.1994, Síða 3

Dagur - 29.11.1994, Síða 3
FRETTIR Þriðjudagur 29. nóvember 1994 - DÁGIJR - 3 Snarpar stormhviður um helgina Um hclgina blés nokkuð hrcssilcga víða á iandinu. Aðfaranótt sunnudags gerði snarpar stormhviður á Akureyri og mun vindurinn hafa mæist rúm 10 vindstig í þeim. Þá iagðist m.a. þcssi girðing við Hamar, fciagshcimili Þórs, á hlið- ina er undirstöðurnar gcngu upp úr jörðinni. Einnig fauk timbur við byggingu í Glerárhverfi og rúða iosnaði í BlÓmahÚSÍnu. HA/Mynd: KK Skeiðsfossvirkjun: Kostnaður við framkvæmdir í ár 95 mil|jónir króna - endurbætur við vélasamstæðu II á næsta ári Flokksþing framsóknar- manna: Seinagangur harmaður „Þingið harmar og átelur harð- lega seinagang og skeytingarleysi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í samningum við sjúkraliða.“ Tillaga þessa efnis var sam- þykkt samhljóóa á i'jölmennu flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið var á Hótel Sögu um helgina og bent á að samningar við sjúkraliða hefðu staðiö í 20 mánuói. Yfirskrift þingsins var „Fólk í fyrirrúmi“ og flutti Sr. Guömund- ur Þorsteinsson, dómprófastur í Reykjavík, ávarp undir því kjör- orði IM Sjómannasamningarnir: Samþykktir í Ólafsfirði og á Húsavík Atkvæðagreiðslu um kjarasamn- inga Sjómannasambands íslands annars vegar og Landssambands íslenskra útvegsmanna hins veg- ar, sem undirritaðir voru 22. september sl., skal lokið 1. des- ember nk. af beggja hálfu. Atkvæðagreiðslu er sem óðast að ljúka þessa dagana. Hjá Sjó- mannafélagi Ólafsfjaróar var samningurinn samþykktur. At- kvæði voru talin 1. nóvember sl.; 94 voru á kjörskrá; 35 greiddu at- kvæði og sögöu 25 já en 10 nei. Atkvæðagreiðslu hjá Sjómanna- deild Verkalýðsfélags Húsavíkur lauk 25. nóvember sl. A kjörskrá voru 71; 17 greiddu atkvæði; já sögóu 10 en nei sögðu 7 félags- menn. A Sauðárkróki lauk at- kvæóagreiðslu í gær og verða at- kvæði talin í dag og á Siglufirði lýkur atkvæðagreiöslu 1. desem- ber nk. Hjá öðrum sjómannadeild- um norðlenskra verkalýðsfélaga lýkur atkvæöagreióslu í síðasta lagi á fimmtudag. Hjá Sjómanna- félagi Eyjafjarðar hafa samning- arnir verið samþykktir, eins og áó- ur hefur verió skýrt frá. GG Stjórn Sjómannafélags Eyja- fjarðar hefur ákveðið að kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næstu tvö starfsár fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í samræmi við lög fé- lagsins og reglugerð ASÍ. Viking Brugg hraðsveitarkeppnin: Sveit Hermanns Tómassonar efst Viking Brugg hraðsveitarkeppni Bridgefélags Akureyrar hófst í Hamri í sl. þriðjudag. Að loknu fyrsta spilakvöldinu af fjórum, er sveit Hermanns Tómassonar í efsta sæti með 289 stig. Sveit Sigurbjörns Haraldssonar cr í öðru sæti með 274 stig, sveit Grettis Frímannssonar í þriðja sæti með 269 stig, svcit Unu Sveinsdóttur í fjórða sæti með 267 stig og sveit Gylfa Pálssonar í fimmta sæti með 266 stig. Philip Morris Evróputvímenn- ingurinn var spilaður föstudaginn 18. nóv. og náði aðeins eitt par á Akureyri skikkanlegunt árangri. Anton Haraldsson og Pétur Guð- jónsson urðu í fimmta sæti yfir landið. Rafmagnsveitur ríkisins keyptu Skeiðsfossvirkjun af Siglufjarð- arbæ 7. apríl 1991 og í mars- mánuði 1994 var ráðist í endur- nýjun á mannvirkjum og búnaði Skeiðsfossvirkjunarinnar eftir úttekt á ástandi og endurnýjun- arþörf á virkjunum fyrirtækis- ins. Byrjað var í marsmánuði sl. að setja nýja botnloku í stíflu virkjunarinnar en smíði hennar ásamt uppsetningu var boðin út og var samið við Vélsmiðjuna Stál hf. á Seyðisfirði. Til að framkvæma verkið varö að stöðva rekstur virkjunarinnar Framboóslistum skal skila fyrir 14. desember nk. Undanfarin ár hefur lis'i stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins verið sjálf- kjörinn. Stefnt er að því að halda aðalfund félagsins föstudaginn 30. og tæma miðlunarlónið. Eini tími ársins sem þetta var mögulegt er seinni hluti vetrar áður en vorflóð- in koma. Við framkvæmd verks- ins varð jafnframt aó taka tillit til þess að tryggja varð lágmarks- rennsli í Fljótaá, sem er um 400 1/s. Botnlokuramminn var kominn á sinn stað í apríllok og var þá safnað í lónió aftur en raforku- framleiðsla hófst í maíbyrjun. Botnlokunni sjálfri var komió fyr- ir í lok júní. í stöðvarhúsi er hafin endurnýjun á véla- og rafbúnaði, en í ár fer fram endurnýjun á véla- samstæöu I, en á næsta ári eru desember nk. þegar sjómenn eru almennt í landi. Núverandi for- maóur Sjómannafélags Eyjatjarð- ar er Konráð Alfreðsson, sern ný- lega var kjörinn varaformaður Sjómannasambands íslands. GG áformaðar endurbætur á vélasam- stæðu II. Vélasamstæða I, sem er 2000 kVA að stærð var gangsett 1945 og er því búin að vera í rekstri í tæp 50 ár. Settur var upp nýr rafall ásamt stjórn- og varnarbúnaði. Skápar fyrir endabúnað rafala voru smíð- aóir hjá Rafkóp-Samvirki, stöðv- arnotkunarskápur var settur saman hjá Samey hf. og stjórn- og varn- arbúnaðarskápar hjá rafmagns- verkstæði Rafmagnsveitnanna. I vatnsvélinni voru leiðiskóflur end- urnýjaðar ásamt fóðringum og þéttingum. Gangráði var breytt í stafrænan gangráð með því aó setja á hann forstýriventil ásamt nýjum, stafrænum rafhluta. Ráðgjafar Rafmagnsveitnanna viö þetta verk hafa vcrið Verk- fræðistofan Rafteikning hf. og Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sen hf. cn uppsetningu búnaðar hafa starfsmenn RARIK annast ásamt fagmönnum frá Siglufirði og Sauðárkróki. Spennusett var 27. október sl. Aætlaður kostnaður í ár vegna lramkvæmda við virkjunina er 95 milljónir króna. GG Við leggjum nú aukna áherslu á ferskt kjöt og nýja ferska rétti í neytendaumbúðum undir merkinu í matvöruverslunum KEA Af þessu tilefni gefum við út afsláttarmiðann hér til hliðar Nýtið ykkur afsláttinn gegn framvísun miðans í einhverri af matvöruverslunum KEA /3KKT I Afsláttarmiði ■ - •'•••' - - V' ■ ... • .. — Rækjupasta m/skinku afsláttur kr. 30,- Gegn framvísun þessa miða Gildir einungis í Matvöruverslunum KEA Afsláttarmiðinn gildir til 4. desember I 1 690600 999672 Sjómannafélag Eyjafjarðar: Allsherjaratkvæðagreiðsla - um stjórn og trúnaðarmannaráö Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Bolli prestsmaddömunnar: Það er svo ótrúlega himneskt. Bolli listamannsins: Það gefur svo mikinn innblástur. Fantur hörkutólsins: Það er svo ljúft og milt. Bolli tannlæknisins: Það hel'ur svo ríka fyllingu. Bolli hölsýnismannsins: Ég hef ekki séð það svartara og betra. GEVALIA - það er kaffið!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.