Dagur - 03.12.1994, Side 2

Dagur - 03.12.1994, Side 2
1 - DAGUR - Laugardagur 3. desember 1994 INN/I mHLIillilJ IVIfiklllll V 10 lítrar KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565 FRETTIR ■ gardínum Stœrðir: 40x150-180x150 40x210-180x210 Sníðum eftir máli verður spiluð í Hamri sunnudag- ínn 4. desember kl. 20.00. Veglegir vlnningar. Allir velkomnir Sendið vinum og vandamönnum erlendis gómsœta % KEA hangikjötið um jólin 5 Sendingaþjónusta <s> i® ® <9 Byggðavegi sími 30377 Aðalfundir íshafs og Höfða í næstu viku: Stjórnarmaður vill framkvæmdastjóraskipti tillaga lögð fram um sameiningu félaganna Aðalfundir íshafs hf. og Höfða hf., útgerðarfélaga togaranna á Húsavík, verða haldnir í næstu viku, á þriðjudag og fímmtudag. Fyrir fundunum liggja tillögur um að stjórn verði heimilað að vinna að undirbúningi að samein- ingu félaganna Ishafs og Höfða, með það aó markmiði að samein- ingin taki gildi 1. september 1995. Sameining fyrirtækjanna var ákveóin í samningi Alþýðubanda- lags og Framsóknar við myndun meirihluta í bæjarstjóm sl. vor. Þar var einnig kveðið á um sam- einingu útgerðarfyrirtækjanna og Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Meó fundarboði fylgir ekki til- laga Sigurjóns Benediktssonar l Frábœrt ( l verð á i l plastrimla- l Akureyri, Húsavík, Sauðárkrókur: Unnið að stofnun rekstrarfélaga um endurvarp á gervihnattaefni - slíkt rekstrarfélag þegar verið stofnað í Vestmannaeyjum i KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565 Fyrirtækið Elnet sf. sótti í haust um leyfi til útsendinga á fjölrása sjónvarpi með örbylgju í sjö bæj- arfélögum og á fundi útvarps- réttarnefndar í október var fyrir- tækinu veitt útvarpsleyfi fyrir samtals átta rásir á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Vest- mannaeyjum, Sauðárkróki, ísa- firði og Selfossi. Viðræður hafa farið fram á flestum þessum stöðum undan- fama mánuði með það í huga að stofna á hverjum stað rekstrarfé- lag um endurvarp á gervihnatta- efni og útsendingar á innanbæjar- rás með upplýsingum, auk beinna útsendinga frá t.d. bæjarstjómar- fundum, íþróttaleikjum, skólum, eða öðrum þáttum mannlífsins á hverjum stað. Nú hefur verió stofnað slíkt rekstrarfélag í Vestmannaeyjum en að félaginu standa 25 aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa áhuga á þessari nýju tækni og gera sér grein fyrir möguleikum hennar í nánustu framtíó, segir í fréttatilkynningu frá Elnet. Strax verður hafist handa við undirbúning og uppsetningu tækjabúnaðar í Vestmannaeyjum og áætlað er að útsendingar hefjist 15. mars nk. Fariö verður af staó með fimm erlendar gervihnatta- rásir auk einnar innanbæjarrásar, sem samtímis verður upplýsinga- rás. Búast má við að rásum fjölgi fljótlega. Samningar liggja nú þegar fyrir við 10-12 gervihnatta- sjónvarpsrásir og er verið aó vinna í að ná fleiri samningum. Til að væntanlegir notendur kerfisins geti komist af með að- eins eitt loftnet til sjónvarpsmót- töku eru fyrirhugaðar viðræóur við Islenska útvarpsfélagió hf. og Ríkissjónvarpið um að þeirra rásir verði einnig inni í kerfinu. Aó- gangur að kerfinu verður seldur í 16 Islendingar sæmdir Fálkaorðunni Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sæmdi í fyrradag 16 íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku Fálkaorðu, sam- kvæmt tillögu orðunefndar. Böðvar Jónsson, bóndi á Gaut- HM-95: Suður-Kórea í riðli með íslendingum Tækninefnd Alþjóðahandknatt- leikssambandsins (IHF) hefur ákveðið niðurröðun þeirra Asíu- þjóða sem taka þátt í HM-95 á Islandi að vori. Kuwait lenti í D- riðli sem leikinn verður á Akur- eyri en Suður-Kórea í A-riðli með íslendingum, Sviss, Ung- verjalandi, Túnis og Bandaríkj- unum. Á Akureyri ntunu því leika Evrópumeistarar Svía, Spánn, Egyptaland, Hvíta-Rússland, Brasilía og Kuwait. Japan og Suð- ur-Arabía og Rúmenía og Ástralía hins vegar leika í þessum mánuði um laus sæti í C-riðli, en sá riðill verður í Kópavogi en önnur lió í riðlinum eru Frakkland, Þýska- land, Danmörk og Alsír. I B-riðli í Hafnarfirói leika Rússland, Tékk- land, Króatía, Kúba, Slóvenía og Marokkó. GG löndum í Mývatnssveit, var sæmdur riddarakrossi fyrir landsgræðslustörf og Haukur Halldórsson, formaður Stéttar- sambands bænda, var sæmdur riddarakrossi fyrir störf í þágu bænda. Aórir sem voru sæmdir ridd- arakrossi eru; Björn Th. Bjöms- son, listfræðingur, Reykjavík, fyr- ir fræði- og ritstörf, Björn Er- lendsson, fv. bóndi, Selfossi, fyrir ræktunar- og uppbyggingarstörf í Skálholti, Bríet Héóinsdóttir, leik- ari, Reykjavík, fyrir leiklistarstörf, Guðmundur Pétursson, hæstarétt- arlögmaöur, Reykjavík, fyrir lög- fræðistörf, Guóbcrgur Bergsson, rithöfundur, Reykjavík, fyrir rit- störf, Halldór Finnsson, hrepp- stjóri, Grundarfirói, fyrir störf að félagsmálum, Herdís Egilsdóttir, kennari, Reykjavík, fyrir fræðslu- og ritstörf, Hulda Jakobsdóttir, fv. bæjarstjóri, Kópavogi, fyrir sveit- arstjórnarstörf, Jón Stefánsson, kórstjóri, Reykjavík, fyrir tónlist- arstörf, Olafur Jensson, prófessor, Reykjavík, fyrir vísindastörf, Ol- afur Tómasson, póst- og síma- málastjóri, Kópavogi, fyrir upp- byggingu fjarskiptaþjónustu, Osk- ar Vigfússon, fv. formaður Sjó- mannasambandsins, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu sjómanna, Sig- urður Sigurðsson, vígslubiskup, Skálholti, fyrir störf í þágu þjóð- kirkjunnar og Sverrir Kristinsson, útgefandi, Reykjavík, fyrir störf að menningarmálum. KK áskrift og innheimta fer fram í gegnum afruglarakerfi. Áætlaö er að áskriftargjald verði á bilinu kr. 1.200-1.500 á mánuði. KK stjómarmanns, sem hann segir lagða fram svo sem samþykktir geri ráð fyrir og hefur afhent Degi til birtingar. Tillagan er til aðal- funda Ishafs og Höfða og kveður á um að aóalfundirnir feli stjóm aó auglýsa nú þegar og ráða í starf framkvæmdastjóra sem fari meö framkvæmdastjórn fyrirtækjanna. I tillögunni segir: „Nýjum sameig- inlegum framkvæmdastjóra fyrir- tækjanna verði falið að koma í kring sameiningu fyrirtækjanna auk þess aó taka við heföbundnum stjórnunarstörfum í þágu fyrir- tækjanna. Stjórnum fyrirtækjanna er jafnframt falið að ganga frá samningum við núverandi fram- kvæmdastjóra um starfslok eöa önnur störf innan fyrirtækjanna. Þessum breytingum í stjórnun fyr- irtækjanna skal vera lokið innan þriggja mánaða. Skilyrði er að til- lagan verói samþykkt á aðalfund- um allra félaganna.“ IM Aurskríða í Innbænum Snemma í gærmorgun féll aurskriöa í Innbænum á Akureyri, syðst í Aðal- stræti. Engar skcmmdir urðu á öðru en gróðrinum í brekkunni og um há- degi höfðu starfsmcnn bæjarins ásamt íbúum við götuna nær lokið við að hreinsa til. HA/Mynd: Robyn. Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Þrír togarar lönduðu hátt í 300 tonnum Hrímbakur EA-306 landaði 85 tonnum af blönduðum afla á Akureyri á fimmtudag. Aflinn var mest ýsa, einnig nokkuð af þorski. Árbakur EA-308 landaði sl. mánudag 125 tonnum, og var uppistaða aflans ýsa. Á þriðju- dag landaði Frosti ÞH-229 71 tonni á Akureyri, sem fór til vinnslu hjá UA. Næsti togari í löndun hjá UA er Kaldbakur EA-301, en ekki er von á honum fyrr en á miðvikudag. Frystihúsió hefur nú nægjanlegt hráefni til vinnslu og verður unnið alla virka daga fram að jólum og síðan milli jóla og nýjárs eftir því sem þurfa þykir til að vinna úr því hráefni sem þá liggur fyrir. Erfitt hefur reynst að fá fisk keyptan á mörkuðum, framboð lítið og eftir- spurn vaxandi, og því hefur ekkert borist af gámafiski að undanförnu til vinnslu hjá UA. Vinnsla hefst aftur í frystihúsinu á nýju ári kringum 12. janúar þegar fyrsti togarinn kemur aftur til löndunar. GG Vinnuslys á Akureyri í fyrrakvöld varð vinnuslys í prentsal Límmiða Norðurlands og Dags á Akureyri. Maður sem var að vinna við prentvél klemmdist milli valsa í vélinni. Starfsmenn Límmiða Norður- lands voru að undirbúa prentun og stilla prentvélina þegar slysið varð. Maðurinn klemmdist á vísi- fingri hægri handar. Hann fór þeg- ar í aógerð á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Líðan hans var eftir atvikum góð í gær. KLJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.