Dagur - 03.12.1994, Side 9
Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 9
Eins og fram hefur komið í
Degi vann landslið fs-
lands í matreiðslu til gull-
og bronsverðlauna á alþjóðlegu
matreiðslumóti í Lúxemborg
fyrir skemmstu.
Landsliðið er skipað fimm
manna keppnissveit og fimm að-
stoðarmönnum, matreiðslu-
meisturum sem valdir hafa verið
í liðið. Þetta mót er liður í undir-
búningi landsliðsins fyrir
Ólympíuleika matreiðslumeist-
ara, sem verða haldnir í Berlín
að tveimur árum liðnum.
Einn Norðlendingur hefur
náð þeim árangri að vera valinn
í landslið íslenskra matreiðslu-
meistara, það er Snæbjörn
Kristjánsson, matreiðslumeistari
á Fiðlaranum á Akureyri. Snæ-
björn er frá Grýtubakka í
Grýtubakkahreppi en nam mat-
reiðslu hjá Sigmundi Einarssyni.
Hann hefur starfað á ýmsum
veitingstöðum á Akureyri og í
Kaupmannahöfn en vorið 1989
tók hann ásamt fleirum veit-
ingastaðinn Fiðlarann á þakinu
á leigu. Nú reka Snæbjörn og
Héðinn Beck þjónn Fiðlarann.
En hvernig fór Fiðlarakokk-
urinn frá Grýtubakka að því að
komast í landslið íslenskra mat-
reiðslumeistara?
Köldu rcttirnir á borði íslenska liðsins. Það cr líkan af
Hcklu scm cr miðpunktur borðsins og hún „gaus“ mcð
tilhcyrandi drunum og dynkjum á meðan á sýningu
kalda borðins stóð. Á innfclldu myndinni cr einn rétt-
anna sjötíu, sannarlcga matargerðarlist!
matinn sem þió fenguð gullverö-
laun og þú ert sjálfur í þessu fimm
manna liði. Hver er galdurinn?
„Það er margt sem hjálpast að.
Hópurinn er mjög samhentur og
hráefnið okkar, sem var allt ís-
lenskt nema grænmetió, er gott og
sérstætt og það á tvímælalaust þátt
í velgengninni.“
- Hvað hafði íslenska sveitin í
matinn?
„I forrétt var hurnar, hörpuskel.
bleikja og rauðspretta á fennel-
rísottó með laxahrognum og sam-
buccasósu. I aðalrétt var léttsteikt
lambafillét, að sjálfsögðu lífrænt
ræktað eins og íslensku fjalla-
lömbin eru, með grænmeti, inn-
bökuðum kartöfium og blóðbergs-
sósu. I eftirrétt var bláberjaskyr-
frauð með rabbarbarasósu.'4
- Nýtist þér þátttakan í keppn-
inni í daglegu starfi hér á veitinga-
staðnum þínum, Fiölaranum?
„Já, það er ekki spurning. I
fyrsta lagi skilar samstarfið með
hinum íslensku matrciöslumeist-
urunum og æfingarnar ótal hug-
myndum. I öðru lagi eru mót og
þátttaka í þeim uppspretta hug-
mynda og skóli út af fyrir sig að
kynnast matagerðarlist allra hinna
landsliöanna."
- Eru Ólympíuleikarnir næsta
keppni?
Snæbjöm á Fiðlaranum nær frábærum árangri
i
„í fyrsta lagi gekk ég í klúbb
íslenskra matreiðslumeistara og
skráði mig þar á lista yfir þá sem
gáfu kost á sér í landsliðið. í fram-
haldi af því var keppt um það
hverjir skyldu skipa landslió Is-
lands og síðan hverjir yrðu í
keppnishópnum, sem sér um að
elda heita matinn á mótum. Mér
tókst að komast í þennan fimm
manna keppnishóp og þetta var
fyrsta keppnin mín með landslið-
inu á erlendri grund.“
- Er skemmtilegt aó taka þátt í
svona keppni?
„Það er alveg meiriháttar en
það er ofboðsleg vinna og auk
þess mjög dýrt, sérstaklega fyrir
mig sem þarf að fljúga suður á æf-
ingar. Þau landslið sem við keppt-
um viö í Lúxemborg hafa flest ef
ekki öll geyslilegt fjármagn á bak
við sig en við Islendingamir erum
algjörir áhugamenn. Það kostar
umtalsvert fyrir okkur persónu-
lega að vera í landsliðinu og
Landsliðsmaðurinn frá Grýtubakka Snæbjörn að störfum í kcppninni í Lúxemborg en kcppniscldhúsið er um-
í fullum skrúða og til í allt. kringt glerveggjum þannig að ckkcrt fer framhjá dómurum kcppninnar.
Snæbjorn á hcimavclli cn hann rekur vcitingastaðinn Fiðlarann á þakinu ásamt Héðni Beck þjóni.
keppa á erlendri grund, aðstöðu-
munurinn er því mikill.“
- Hvernig fer svona keppni
fram?
„Þaó er keppt bæði í gerð
heitra rétta og kaldra. Köldu rétt-
irnir sem eru 60-70 talsins eru
unnir utan keppnisstaóar og svo er
þeim stillt upp á keppnisstað. All-
ur hópurinn hjálpast að við aö út-
búa köldu réttina en það er geysi-
leg vinna og mikið kapphlaup við
tímann i það minnsta í þessari
keppni og næturhvíldin var svona
tveir til þrír tímar á sólarhring.
Hinsvegar þegar keppt er í
heitu réttunum elda fimm kokkar
þríréttaða máltíð fyrir 150 manns
og fá til þess llmm klukkustundir.
Allt er dæmt, skipulag, vinnu-
brögð, bragðgæöi og útlit."
- Það var einmitt fyrir heita
„Það eru Ólympíuleikarnir sem
við erum að stefna að og þessi
hópur mun skipa landslið Islands
fram yfir næstu Ólympíuleika.
Þessi keppni í Lúxemborg er ein-
hver stærsta keppni matreiðslu-
meistara í heimi fyrir utan Ólymp-
íuleikana.
I febrúar ætlum vió í landslið-
inu að fara til Noregs til að taka
þátt í keppni þar og um leið að
gefa út matreiðslubók á 46
klukkustundum og komast þar
með í heimsmetabók Guinnes.
Vió stefnum líka að því að taka
þátt í stórri keppni í Cicago í maí
á næsta ári en hún verður liður í
undirbúningi liósins fyrir Ólymp-
íuleikana. Við crum rétt að byrja,
það eru mörg spennandi verkefni
framundan," sagói Snæbjörn. KLJ
Landsbókasafn íslands -
Háskólabókasafn
auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
í aðfangadeild eru lausar 2 stöður deildarstjóra:
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með skylduskilum og
sinnir uppbyggingu og umbúnaði íslensks ritakosts.
Staóa deildarstjóra, sem hefur umsjón með almennu tíma-
ritahaldi.
í skráningardeild er laus staða deildarstjóra:
Staða deildarstjóra, sem hefur umsjón með þróun skráning-
arsniðs (marksniðs) og skráningu erlendra rita.
í upplýsingadeild eru lausar 2 stöður deildarstjóra:
Staða deildarstjóra, sem hefur umsjón með tón- og mynd-
deild og notendaþjónustu á 4. hæð.
Staða deildarstjóra, sem sinnir m.a. uppbyggingu handbóka-
kosts og hefur umsjón með upplýsingaborði á aðalhæð
safnsins.
í útlánadeild eru lausar 2 stöður deildarstjóra:
Staða deildarstjóra, sem hefur umsjón með námsbókasafni
og notendaþjónustu á 3. hæð.
Staða deildarstjóra, sem hefur umsjón með millisafnalánum.
Stöðurnar krefjast menntunar í bókasafnsfræði eða annarrar
háskólamenntunar.
Umsækjendur eru beðnir að láta þess getið, ef þeir óska eftir
að koma til álita við ráðningu í aðrar af ofangreindum stöðum
en þá, sem þeir sækja um sérstaklega.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu
sendar Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni, merkt
landsbókavörður, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, fyrir 21.
desember 1994.
Landsbókasafn íslands - Háskólasafn,
30. nóvember 1994.