Dagur - 03.12.1994, Page 11
Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 11
Avegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi
eystra eru reknir tveir vinnustaðir. Það eru verndaði vinnu-
staðurinn Iðjulundur og Plastiðjan Bjarg, starfsendurhæfingar-
stöð. Báðir þessir vinnustaðir eru á Akureyri og eru einu vinnu-
staðirnir sinnar tegundar á Norðurlandi.
Aðalbjörg Baldursdóttir sat við að sauma rúmföt. Þetta
sett er drifhvítt en í hiliunum eru rúmföt af öllum litum
og gerðum.
Þau eru mörg handtökin áður en kertin komast í kerta-
stjaka og aðventukransa landsmanna. Hér er Hólmfríð-
ur Jónsdóttir að ganga frá kössum, sem kertunum er
pakkað í áður en þau fara í verslanir.
Jólakerti og friðarljós
- framleidd í Iðjulundi á Akureyri
Það er nóg að starfa á verndaða
vinnustaðnum Iðjulundi á Akur-
eyri þessa dagana enda jólin í
nánd og jólavörur fyrirtækisins,
kerti, rúmföt, dúkar og fleira að
streyma á markað. Hjá fyrirtæk-
inu starfa um 50 fatlaðir einstak-
lingar en alls starfa þar 65 manns.
Um miðjan september hefst
vinna við kertagerð í Iðjulundi en
þar eru framleidd handunnin há-
gæðakerti af ýmsum gerðum. Unn-
ið er vió kertagerðina fram á vor en
þá verða kaflaskil og starfsfólkið
tekur til við að slá og hirða garða á
Akureyri. Allt árið eru framleiddar
mjólkursíur, þvottaklemmur, heim-
ilisklútar, vinnuvettlingar, prjóna-
vamingur og fleira.
Þegar starfsmenn Dags litu við í
Iðjulundi í vikunni var starfsfólkið
önnum kafið. I einum salnum var
verið að merkja 10.000 friðarljós
fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og í
öðrum voru saumuð „jólarúmföt“ í
ótal litum og gerðum.
KLJ/Myndir: Robvn
Úlfar Ragnarsson tekur kertakrónu með 20 kveikjum og dýfir henni upp
undir 50 sinnum í vaxpottinn. Þannig hlaða kveikirnir utan á sig vaxinu og
falleg hvít kerti verða til.
Sigurður Örn Svavarsson setur
saman raflagnacfni.
Starfsenduhæfíng fyrír fatlaða
á Plastiðjunni Bjargi
Plastiðjan Bjarg á Akureyri
framleiðir fjölbreytilegt úrval
raflagnaefnis, merki í sauðfé,
Ijósakrossa og ýmsar fleiri
plastvörur. Fyrirtækió er
starfsendurhæfingarstaður fyr-
ir fatlaða en þar eru einnig
fjórar fastar stöður ætlaðar ör-
yrkjum. Endurhæfingarstöð-
umar eru fjórtán en þeir sem
koma til vinnu hjá Plastiðjunni
í þessar stöður fá vinnu í hálft
ár.
Þessir sex mánuðir eru, að
sögn Rögnvalds Símonarsonar
forstöðumanns, nýttir til að
meta starfsgetu og áhugasvið
einstaklinga og í framhaldi af
því er leitast við að finna störf
á hinum almenna vinnumark-
aði fyrir viðkomandi. „Þannig
á starfsendurhæfingin að vera
nokkurskonar stökkpallur út í
atvinnulífið en vegna slæms
atvinnuástands um þessar
mundir gengur ekki eins vel
og viö hefðum viljaö að finna
störf fyrir þá sem hafa unnið
hér hjá okkur,“ sagði Rögn-
valdur.
Margrét Jónsdóttir lét vel af því að
vinna hjá Plastiðjunni.
KLJ/Myndir: Robyn
Svava Vilhjálmsdóttir er niðursokkin í vinnuna.
Fullkomnar ástríður
Jól, áramót, árshátíðir
Allt það heitasta í hárgreiðslu
og jólafatnaði
Uppákoma frá Perfect og
Passion kl. 15 sunnudag
Glæsilegt
aðventu-
hlaðborð sunnu-
daginn 4. des.
Lifandi
pönnukökubakstur
á hlaðborði.
Frítt fyrir 10 ára
og yngri.
föður
eftir Kjartan Ragnarsson
Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir
Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil
14. sýning
laugardag 3. desember kl. 21
15. sýning
fimmtudag 8. desember kl. 21
15. sýning
sunnudag 11. desember kl. 15
Sýningar eru í Ungó og
hefjast kl. 21
Mibasalo kl. 17-19
sýningardaga í Lambhaga,
sími 61900, og í Ungó eftir
kl. 19 fram ab sýningu
Tekið við pöntunum í
símsvara í sama númeri
allan sólarhringinn
Leikfélag Dalvíkur
sýnir söngleikinn
Land míns
Opnunartími
verslana
umfram venju
Laugardaginn.. 3. desemberfrákl. 10.00-16.00.
Laugardaginn.10. desemberfrá kl. 10.00-18.00.
Laugardaginn.17. desemberfrá kl. 10.00-22.00.
Sunnudaginn .......18. desember frá kl. 13.00-17.00.
Fimmtudaginn .......22. desember frá kl. 09.00-22.00.
Föstudaginn ... 23. desember (Þorláksmessu) frá kl. 09.00-23.00.
Laugardaginn .. 24. desember (aðfangadagur) frá kl. 09.00-12.00.
Kaupmannafélag Akureyrar.
Kaupmannafólag
Akuroyrar