Dagur


Dagur - 03.12.1994, Qupperneq 12

Dagur - 03.12.1994, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 3. desember 1994 Alþjóðlegur dagur fatlaðra, 3. desember: jmast allir leiðar sinnar í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Af því til- efni verður opið hús á vegum Styrktarfélags vangefinna og Foreldrafélags barna með sérþarflr á Fiðlaranum á Akur- eyri síðdegis. Þar verða afhentar viðurkenningar fyrir vel unnin stöf í þágu fatlaðra, að íþróttamálum, að málefnum yngri barna og fyrir gott aðgengi. Já, einmitt fyrir gott aögengi. Nú á haustdögum kannaði Foreldrafélag barna méð sér- þarfir á Akureyri aógengi að öll- um veitingahúsum á Akureyri og verður þeim veitingastöðum sem besta aðgengið hafa veitt viður- kenning. Svanfríður Larsen er starfs- maður Foreldrafélags bama með sérþarfir á Akureyri og Styrktarfé- lags vangefinna á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri. Svanfríð- ur hóf að starfa fyrir þessi samtök fyrir tæpum tveimur árum og er hennar starf það fyrsta sinnar teg- undar á landinu. Svanfríður er jafnframt trúnaöarmaóur fatlaðra á Noróurlandi eystra en samkvæmt Iögum um málefni fatlaðra eru trúnaðarmenn einkum skipaðir til að treysta réttindi fatlaðra sem búa á sambýlum, vistheimilum, heim- ilum fyrir böm og á áfangastöðum á sviói einkalífs þeirra og með- ferðar fjármuna. Svanfríður sagði að aðgengis- nefnd Foreldrafélags barna með sérþarfir á Akureyri hafi kannað eftirfarandi atriði varðandi að- gengi að veitingastöðum á Akur- eyri. 1. Hvort fyrir hendi væri merkt bílastæði fyrir fatlaða í nálægð við inngöngu. 2. Hvernig væri að komast inn og hvort hindrandir væru í vegi. 3. Hvort snyrting væri merkt fötl- uðum, aðgengileg og rúm. 4. Hvort gott svigrúm væri á staðnum almennt. A fimm veitingastöðum voru Rafvirki óskast RARIK óskar eftir að ráða rafvirkja, eða starfsmann með sambærilega menntun, til starfa á Sauðárkróki. Starfíð felst í almennum raíViricjastörfum auk starfa í Gönguskarðsárvirkjun. Nánari upplýsingar um starfíð veita umdæmisstjóri á Blönduósi og rafveitustjóri á Sauðárkróki. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist RARIK fyrir 16. desember nk., merktar: RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Ægisbraut 3,540 Blönduós. % fj KRAFMAGNSVEITUR Kl RlKISINS <4uuUa#. LAUGAVEGI 118-105 REYKJAVÍK SÍMI 91-605500 • BRÉFSlMI 91-17891 Tilboö óskast! Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboð- um í eftirtaldar bifreióar, sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum. 1. Ford Ranger árg. 1991 2. Lada 1500 st árg. 1991 3. Nissan Pulsar SLX árg. 1988 4. Skoda 130 árg. 1988 5. Nissan Pulsar árg. 1987 6. Suzuki Swift GTi árg. 1987 7. Fiat Uno 45 árg. 1987 8. Mazda 323 árg. 1986 9. Oldsmobil Omega árg. 1980 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöó VÍS að Furuvöllum 11, mánudaginn 5. des. nk. frá kl. 09.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. 'VL/M/Sr VATRYGGINGAFELAG NflSf ISLANDS HF aðgengi. Það er líka spurning hvernig stendur á því að það er ekki P- merki, sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða, fyrir framan öll veit- ingahús? Ég vil vekja athygli á því að það eru miklu fleiri en þeir sem eru alvarlega hreyfíhamlaðir, sem hafa þörf fyrir gott aðgengi. Til dæmis blindir, þroskaheftir, sjúkir og aldraðir. Þegar grannt er skoö- aó er gott aðgengi ávinningur fyrir alla borgarana líka þá ungu og frísku. Skábrautir auðvelda for- eldrum með barnavagna og kerrur lífíð, svo og hjólreiöamönnum. Rúmir góðir gangar og lyftur koma öllum til góða og allir sem hafa takmarkaða krafta S kögglum eiga auðveldara með að ganga um dyr þar sem hugaó hefur verió að aðgengi," sagði Svanfríður. Svanfríóur sagði að aðgengis- nefnd Foreldrafélagsins ætlaði sér að skoóa aðgegni að veitingahús- um á Akureyri aftur síðar og í framtíðinni yrðir kannaó aógengi að fleiri stöðum í bænum. KLJ Fiðlarinn, Crown Chicken, Greifinn, Hótcl KEA og Súlnaberg fá í dag af- hentar viðurkenningar fyrir gott aðgengi fyrir fatiaða. flest eða öll þessi atriói í lagi. Þetta voru veitingahúsin Fiðlar- inn, Greifinn, Crown Chicken, Hótel KEA og Súlnaberg. Svanfríður vildi vekja athygli á því að þrátt fyrir byggingareglu- geróir, sem kveða á um aðgengi fyrir fatlaða, taki til starfa nýir veitingastaðir í bænum sem ekki fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru. „Það er alvarlegt þegar gömul hús eru endurgerð eða ný byggð og ekki er hugað að fullnægjandi Fyrir um það bil ári voru sam- þykktar af aðildarríkjum Samein- uðu þjóðanna grunnreglur um jöfn tækifæri fyrir fatlaða á við aðra þjóðfélagsþegna. Svanfríður Lar- sen, starfsmaður Foreldrafélags barna með sérþarfi á Akureyri og Styrktarfélags vangefinna á Norð- urlandi, féllst á að kynna lesendum Dags þessar reglur, þær koma okk- ur öllum við. Grunnreglumar era afrakstur af ári fatlaðra, 1981, og áratug fatlaðra 1983-1992 en um leið eru þær til marks um það að Sameinuóu þjóð- irnar telja hag fatlaðra ekki nógu vel borgið. Reglumar beina sjónum að þörfinni fyrir jafnrétti og jöfnun tækifæra fyrir þá fjölmörgu sem búa við fötlun um allan heim. Fleiri og fleiri fatlast af manna völdum Menn standa nú frammi fyrir þeirri sorglegu staóreynd að fötlun sem hlýst af líkamlegri og andlegri vald- beitingu s.s. í stríði, vegna hryðju- verka, pyntinga og glæpa fer í vöxt. Fötlun sem orsakast af sjúkdómum, sem mögulegt væri að fyrirbyggja, og af náttúruhamförum er auk þess enn of algeng. Nútíma lífshættir hafa einnig í för með sér nýjar orsakir fötlunar t.d. vegna eiturlyfja, meng- unar-, umferðar- og iðnaðarslysa, streitu og aukinnar tíóni hjarta- og æðasjúkdóma. Jöfn tækifæri gera fötluðum fært að stýra eigin lífi og halda fullri sjálfsvirðingu Grunnreglur SÞ endurspegla nútíma- legt vióhorf til fötlunar og tilgangur- inn með þeim er að umbreyta hug- myndafræói í aðgerðir. Lengi vel voru fatlaðir einangrað- ir og réttur þeirra til þroska, náms og mögulegs framlags til þjóðfélagsins var vanmetinn. Fatlaðir voru stimpl- aðir og sú stimplun réttlætti oftast stofnanavist við útjaðar samfélags- ins% I dag er hins vegar lögð áhersla á hæfileika þeirra, réttindi, valfrelsi og Svanfríður Larsen. jöfn tækifæri. Rcynt er að aðlaga umhverfið aó þörfum fatlaðra en ekki öfugt. Ahersla er lögð á stuðn- ing (liðveislu) til sjálfshjálpar og þjónustu í heimabyggð. Sameinuðu þjóðimar hvetja til þess að samfélagið taki upp þessi viðhorf til fatlaóra. Lögð er áhersla á aó fötlun varói okkur öll og sé ekki málefni minnihlutahóps. Jöfn tækifæri um aldamót Grunnreglum SÞ er ætlað aó leið- beina aóildarríkjunum til að ná tak- markinu um jöfnun tækifæra um aldamót. Þar eru lagðar línur fyrir stjómvöld og þeim leióbeint sem vinna á sviði fötlunar. Gert er ráð fyrir því að fatlaðir sjálfir, fjöld- skyldur þeirra og hagasmunasamtök séu með í ráðum. Grannreglumar eru ekki lagalega bindandi fyrir aðildarrikin en sam- þykkt þeirra felur í sér pólitíska og siðferðilega skuldbindingu. Reglumar eru 22 í mörgum lió- um, hér eru helstu atriói þeirra kynnt. Forsendur jafnrar þátttöku Til að jöfnun náist þurfa ákveðnar grunnforsendur að vera fyrir hendi. Aðildarríkin þurfa að gera borgarana meóvitaóa um þarfir, réttindi og skyldur fatlaðra, hæfni þeirra og framlag til samfélagsins. Leggja skal áherslu á líkamlega velferó og vel- líðan fatlaðra með góðri læknisþjón- ustu, endurhæfingu og stoðþjónustu. Stuöningur skal miða að því að hjálpa hinum fatlaða til aó ná sem lengst í sjálfstæði og virkni. Markmið Fatlaðir skulu njóta jafnrar þátttöku hvað varðar, aðgengi að mannvirkj- um, fiutningatækjum og upplýsing- um. Þeir skulu njóta jafnréttis til náms og skólaganga þeirra skal vera óaðskiljanlegur hluti menntakerfis- ins. Réttindi fatlaðra til aröbærs starfs á vinnumarkaði skulu virt svo og til fjölskyldu og einkalífs, menn- ingar og trúarlífs, tómstunda og íþrótta. Framkvæmd Til aó tryggja aö breytingar verði þurfa aðildarríkin að tryggja eftir tal- in atriði. Söfnun upplýsinga um að- búnað fatlaóra og dreifingu þeirra. Að fatlaðir séu hafóir í huga viö al- menna stefnumörkun og fjárhags- áætlanir og að mótuð sé löggjöf sem vemdar réttindi þeirra og tryggir jafnrétti. Að opinber nefnd sé stofn- uð til að samræma aðgeróir í málefn- um fatlaðra á Iandsvísu. Að samtök fatlaðra séu höfð meó í ráðum við stefnumörkun og að fram fari eftirlit og mat á framkvæmdum Grunnregl- anna. Eftirlit Til að stuóla að því aó Grunnreglun- um sé beitt sjá SÞ aðildarríkjum sín- um fyrir aóstoð og ráðgjöf við að meta árangur. Þær hafa á sínum snæram sérstakan talsmann, Bengt Lindquist, sænskan þingmann og fyrrverandi félagsmálaráóherra Svía, og meö honum starfar sérfræðinga- nefnd, þar sem fulltrúar samtaka fatl- aðra era í meirihluta. Grunnreglur SÞ hafa veriö þýdd- ar á íslensku og eru fáanlegar í Fé- lagsmálaráðuneytinu. Svanfríður Larsen. Millifyrirsagnimar eru blaðsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.