Dagur - 03.12.1994, Page 15

Dagur - 03.12.1994, Page 15
Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 15 Smáauglýsingar ♦ ♦ OkukcnnsU Kenni á Toyota Corolla Liftback '93. Tímar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn. Hjálpa til við endumýjunarpróf. Ingvar Björnsson, ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 25692, símboði 984-55172, farsími 985-50599. Bólstrun Húsgagnabólstrun. Bílaklæðningar. Efnissala. Látið fagmann vinna verkiö. Bólstrun Einars Guðbjartssonar, Reykjarsíða 22, sími 25553._____ Bólstrun og viðgerðir. Áklæöi og leöurlíki í miklu úrvali. Vönduö vinna. Visa raðgreiðslur. K.B. bólstrun, Strandgötu 39, sími 21768._____________________ Klæði og geri við húsgögn fyrir heimili, stofnanir, fyrirtæki, skip og báta. Áklæði, leöurlfki og önnur efni til bólstrunarí úrvali. Góðir greiðsluskilmálar. Vísaraögreiðslur. Fagmaður vinnur verkið. Leitið upplýsinga. Bólstrun B.S. Geislagötu 1. Akureyri. Sími 25322, fax 12475. Sala Hjónarúm (í venjulegri stærð) með nýlegum dýnum og áföstum nátt- borðum til sölu. Selst á 10.000 kr. Uppl. í síma 27272. Rafvirkjun Akureyringar - Nærsveitamenn! Öll rafvirkjaþjónusta, til dæmis lagnir og viðgerðir í íbúðarhús, úti- hús og fjölmargt annað. Allt efni til staðar. Ekkert verk er það lítið aö því sé ekki sinnt. Greiðsluskilmálar. Gunnar Frímannsson, rafvirkjameistari, Akureyri. Sími 96-22015 í hádeginu og á kvöldin. Bílasími 985-30503. íslenskt Samstarfshópurinn Hagar Hendur. Sölusýning í Blómaskálanum -Vín laugardag og sunnudag (opið er frá 12-19). Þar er fjölbreytt úrval af gjafa- og nytjavöru, allt frá dýrindis skartgrip- um úr horni, beini og silfri til mikils úrvals af prjónuðum, saumuðum, hekluðum, þrykktum, máluðum, brenndum og endurunnum pappír. Jólavörurí góðu úrvali. Allt er þetta eyfirskt handverk. Veriö velkomin - Sjón er sögu ríkari. Ýmíslegt Víngerðarefni: Vermouth, rauðvín, hvítvín, kirsu- berjavín, Móselvín, Rfnarvín, sherry, rósavín. Bjórgerðarefni: Þýsk, dönsk, ensk. Plastbrúsar, síur, vatnslásar, alko- hólmælar, sykurmælar, líkjörar, filt- er, kol, kísill, felliefni, suðusteinar o.fl. Sendum í póstkröfu. Hólabúðin hf., Skipagötu 4, sími 11861. Fatnaður Saumstofan Árskógssandi hefur margs konar fatnað úr flísefnum alla laugardaga í Bólumarkaðnum. Tilvalið til jólagjafa. Orlofshús Orlofshúsin Hrísum Eyjafjarðarsveit eru opin allt árið. Vantar þig aðstöðu fyrir afmæli, árshátíö eða aðra uppákomu? Þá eru Hrísar tilvalinn staður, þar eru 5 vel útbúin orlofshús, einnig 60 manna salur. Aðstaða til að spila billjard og borðtennis. Upplýsingar í síma 96-31305. Trésmíði Alhliða þjónusta í trésmíöi. Líkkistusmíöi. Trésmiðjan Einval, Óseyri 4, Akureyri, sími 11730. Heimasímar: Einar Valmundsson 23972, Valmundur Einarsson 25330. Fundir □ HULD 59941257 VI 2. Bílaklúbbur Akureyrar. Fundur verður í félags- heimilinu að Frostagötu 6, þriðjudaginn 6. desember 94 kl. 20.00. Áhugamenn um torfærukeppni hvattir til að koma. Stjórnin. Rcikifclag Norður- lands. Munið jólafundinn mánud. 5. des. í Bama- skóla Akureyrar kl. 20.00. Allir sem hafa lokið námskeiði í Reiki eru hjartanlega velkomnir. Stjórnin. /U. i | Aglow - Aglow. Jólafundur Aglow verður haldinn mánu- daginn 5. des. kl. 20.00 í Félagsmið- stöð aldraðra, Víðilundi. Þetta verður opinn fundur fyrir bæði konur og karla. Ræóumaður kvöldsins verður Ingibjörg Jónsdóttir (Imma). Kafftveitingar kr. 300,- Allir eru hjartanlega velkomnir. Stjórn Aglow, Akureyri._____________ Kvcnfclagið Framtíðin heldur jólafund sinn í Hlíð mánudaginn 5. desember kl. 20.00. Félagskonur, mætið vel, takið með ykkur gesti. Við afhendum gjöf til dvalarheimilisins kl. 20.00 í forsal Hlíðar. Athugið breyttan fundartíma. Munið jólapakkana. Stjórnin. Messur Glerárkirkja. Laugardagur 3. desem- ber: Ath. Biblíulestur og bænastund fellur niður vegna Leikmannaskóla kirkjunnar. Sunnudagur 4. desember: Messa kl. 14.00. Kirkjudagur Kvenfélagsins Baldursbrár. Eftir messu verður kven- félagið með súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Helgistund kl. 16.30 í Dvalarhcimil- inu Hlið. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 18.00. Sóknarprestur, Möðruvallaprcstakall. Aðventukvöld verður haldið í Möðru- vallakirkju annan sunnudag í aðventu, 4. desember nk. og hefst kl. 20.30. Mánakórinn syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Michael Jón Clarke, blásarásveit úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leikur, fermingarbörn flytja leikril tengt jólaboðskapnum og að auki verður almennur söngur. Þá mun og Tjarnarkvartettinn syngja nokkur lög. Ræðumaður verður Sigríð- ur Halldórsdóttir forstöðumaður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Eftir athöfnina verða seld friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar og jólakort á vegum æskulýðsfélagsins. Sóknarprestur. Messur Hvammstangakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20.30. Kári Jónas- son, fréttastjóri, Hrappstöóum, flytur hugvekju. Minnst verður heilagrar Lúsíu með ljósagöngu fermingarbarna. Kirkjukór Hvammstanga flytur kór- verk og leiðir almennan söng undir stjórn Helga S. Olafssonar, organista. Sunnudagaskólabörnin syngja jólasöng við bjölluhljóm og með helgileik, eftir leiðsögn barnafræðaranna Guðrúnar Jónsdóttur og Lauru Ann-Howser. Ritningarlestur, bæn og Ijósastund í lok athafnarinnar. Kristján Björnsson,________________ Hríseyjarkirkja. Aðventukvöld verður í kirkjunni á sunnudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Kaþólska kirkjan, Eyr- arlandsvegi 29. Messa laugard. 3. des. kl. 18.00 og sunnud. 4. des. kl. 11,00, Laufássprestakall. Guðsþjónusta í Svalbarðs- I kirkju n.k. sunnudag ann- an sunnudag í aðventu kl. 14.00. Væntanleg fermingarbörn mæti kl. 11.00. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkur- kirkju sunnudagskvöld kl. 21.00. Sóknarprcstur. Akureyrarkirkja. Guðsþjónusta verður á Fjórðungssjúkrahúsinu nk. sunnudag, 4. desember kl. 10.00. Þ.H. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður kl. 11 f.h. Öll böm eru velkom- in og foreldrar eru einnig hvattir til þátttöku. Munið kirkjubílana! Guðsþjónusta verður i Akurcyrar- kirkju nk. sunnudag, 4. desember kl. 14.00. Kór Akureyrarkirkju syngur all- ur undir stjórn Björns Steinars Sól- bergssonar. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með hcitt súkkulaði og kleinur í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Þ.H. Guðsþjónusta verður í Dvalarhcim- ilinu Hlíð nk. sunnudag kl. 16.30. Ath. tímann! Séra Gunnlaugur Garð- arsson messar. Kór Glerárkirkju syng- ur. Maraþontónlcikar Björns Steinars Sólbergssonar fyrir orgelsjóð verða í Akureyrarkirkju sunnudag kl. 16.00- 19.00. Æskulýðsfélagið heldur fund í Kapell- unni nk. sunnudag kl. 17.00. Æft fyrir aðventukvöldið. Mætið vel. Bibliulcstur verður í safnaðarheimil- inu mánudagskvöldið 5. desember kl. 20.30. Takið eftir v V Frá Sálarrannsóknafé- laginu á Akureyri. Kökubasar sunnudaginn 4. _y des. kl. 15.00 í húsi fé- lagsins, neðri hæð. Komum og styrkjum gott málefni. Stjórnin,__________________________ Frá Sálarrannsóknafé- laginu á Akureyri. Nú í svartasta skammdeg- _____inu þurfum við að geta |yft okkur upp og lifað í gleði. Því hvetjum við alla til að taka þátt í jólafundi okkar miðvikudaginn 7. desember kl. 20.30 í húsi félagsins, Strandgötu 37b. Ræðumaður kvöldsins séra Pétur Þór- arinsson. Einnig verður veglegt matarhappdrætti í gangi til styrktar húsakaupum félags- ins. Aðeins dregið úr seldum miðum. Stjórnin. Utlendingafélag Eyjafjarðar hefur opnað þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyrir útlendinga búsetta á Eyjafjarðar- svæðinu. Miðstöðin er til húsa í Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11. Sími 26680. Opnunartími er á þriðjudögum kl. 19.- 21 og á föstudögum kl. 14-17. Þjón- ustufulltrúi er Inger N. Jensen.______ Lciðbciningastöð heimilanna, sími 91-12335. Opið frá kl. 9-17 alla virka daga. Innréttingar Framleiðum Eldhúsinnréttingar. Baðinnréttingar. Fataskápa. Gerum föst verðtilboð. Greiðsluskilmálar. Dalsbraut 1 - 600 Akureyri Sími (96) 11188 - Póstfax (96) 11189. Samkomur KFUM og KFUK, 4 ' Sunnuhlíð. Sunnud. 4. des. Sunnu- dagaskóli kl. 13.30. Al- menn samkoma kl. 20.00. Ingibjörg Jónsdóttir talar. # Mánud. 5. des. Heimilasamband kl. 16,00, (fyrir konur). Samkomur HVÍTASUnnUKIRKJAtl v/shahdshúo Laugard. 3. des. kl. 20.30. Samkoma í umsjá ungs fólks. Sunnud. 4. des. kl. 11.00. Safnaðar- samkoma. (Brauðsbrotning). Sunnud. 4. des. kl. 15.30. Skirnar- samkoma. Barnapössun. Samskot tek- in til kirkjunnar. Á samkomunum fer fram mikill og fjölbreyttur söngur. Beðið fyrir sjúkum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn, HvannavöIIum 10. Sunnud. 4. dcs. Sunnu- > dagaskóli kl. 13.30. Al- menn samkoma kl. 20.00. Ingibjörg Jónsdóttir talar. Mánud. 5. des. Heimilasamband kl. 16.00. (fyrir konur). Laugardagur 3. desember: Fundur fyrir 6-12 ára kl. 13.30 á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63. Þau börn sem voru við Ástjörn sérstaklega hvött til aö koma. Bjóðið líka öðrum með! Um kvöldió er unglingafundur kl. 20.00. Allir unglingar velkomnir. Sunnudagur 4. dcsember: Sunnu- dagaskóli t' Lundarskóla kl. 13.30. Jes- ús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikur- inn og lífið.“ Almcnn samkoma kl. 17.00 á Sjónar- hæð. Kaffi og meðlæti á eftir. Allir velkomnir! HYRNAH,F BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 ■ Akureyri ■ Sími 96-12603 • Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins boðar til fundar mánudaginn 5. desember nk. kl. 20.30 í Kaupangi. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1995. AUir velkomnir. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.