Dagur - 03.12.1994, Side 16

Dagur - 03.12.1994, Side 16
16 - DAGUR - Laugardagur 3. desember 1994 IÞROTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Körfuknattleikur: Meistarar í heimsókn - erfitt fyrir Þór og Tindastól Á morgun verður í nógu að snú- ast hjá körfuknattleiksmönnum á Norðurlandi þar sem Þórsarar fá íslandsmeistara Njarðvíkur í heimsókn á Akureyri og Tinda- stólsmenn fara suður til Reykja- víkur og mæta KR-ingum. Þórsarar eru á mikilli siglingu þessa dagana og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð auk þess sem KR-ingar voru lagðir að velli í bikarnum. Síðaðst þegar liðið tapaði var það gegn Njarðvíking- um á Suðurnesjum um miðjan nóvember en þá höfðu heima- menn betur, 108:95. Þór og Njarð- vík mættust einnig á Akureyri í fyrstu umferð Islandsmótsins og þá mörðu meistararnir sigur meö tveimur stigum, 91:89. „Við höf- um staðið okkur tvisvar ágætlega á móti þeim og ég sagði við Val Ingimundar eftir síóasta leik að vió myndum vinna þá einu sinni í vetur og ég hef fulla trú á að við höfum möguleika á því núna. Við erum á góðu róli eins og er og hef trú á okkur þrátt fyrir að við séum aó mæta besta liði landsins. Við verðum að eiga toppleik til aö vinna þá,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Þórs, um leikinn. Tindastóll vann KR-inga óvasnt á Sauðárkróki í fyrstu umferð Is- landsmótsins en síðan hefur geng- ið ekki verið eins bjart hjá Stólun- um. Þegar lióin mættust aftur í Reykjavík hafði KR talsverða yfirburði og sigraói, 85:73. Torrey John var KR-ingum erfiður í báó- um þessum leikjum og vonandi að hann nái að leiða Stólana til sigurs í borginni. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. Konráð Óskarsson (til vinstri) og félagar hans hjá Þór mæta Njarðvíkinguni annað kvöld á meðan KR-ingurinn Falur Harðarson (til hægri) tekur á móti Sauðkrækingum. Bændur Skráning á ungneytum til slátrunar 1995 er hafin. Vinsamlega gefið upp aldur og stærð gripa í síma 30443 eða 30444. Sláturhús Svimandi há upphæð! Handa þér? Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Akureyri Framtíðarstarf Óskum eftir starfsmanni í fullt starf, til al- mennra bankastarfa. Starfsreynsla æskileg. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu. Umsóknir ásamt meðmælum, ef fyrir hendi, sendist skrifstofustjóra fyrir 10. des. nk., sem auk þess veitir nánari upplýsingar um starfið, alla daga frá kl. 15 til 16, (ekki í síma).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.