Dagur - 03.12.1994, Side 19

Dagur - 03.12.1994, Side 19
MAGNÚS GEIR GUÐMUNDSSON Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 19 POPP Evrópsku MTV verðlaunin voru í fyrsta skipti afhent í síðustu viku í Berlín og heppnaðist athöfnin bara vel. Var ekki hvað síst um spennandi viðburð fyrir okkur ís- lendinga að ræða, því stjarnan „okkar" Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd til tvennra verðlauna, sem besti kventónlistarmaóurinn og fyrir besta lagið, Big time sensuality. Hún hlaut því miður hvorug verólaunanna eins og sjálfsagt flestir vita, en fyrir þá sem hvorki heyrðu né sáu og hina líka er rétt aó fara yfir verð- launahafana. í tilnefningaflokk- um Bjarkar var það annars vegar Mariah Carey sem valin var tón- listarkona ársins, en hins vegar lagið 7 seconds með Youssou N’ Dour og Neneh Cherry. Fyrir bestan flutning á lagi eftir aðra var skoska rokksveitin Gun veró- launuó fyrir lagið Word up og Aerosmith var útnefnd rokk- hljómsveit ársins. Kanadísku „kráarraulararnir" í Crash test Aerosmith voru áberandi á fyrstu MTV verölaunaafhendingunni. Þeir félagar hlutu verölaun, af- hentu önnur slík og komu líka fram og spiluöu. dummies hlutu nafnbótina bestu nýliðarnir og landi þeirra Bryan Adams var valin besti karltónlist- armaðurinn. Breska spútnikið The prodigy var valin besta danshljómsveitin, en hljómsveit ársins var einnig bresk, popp- sveitin Take that. Höfundar myndbands með rapprokkurun- um í Beastie boys fengu viður- kenningu sem bestu leikstjórar og loks fengu mannréttindasam- tökin Amnesty international sér- stök verðlaun fyrir frelsisbaráttu sína. Þó hún Björk blessunin hafi ekki fengið verðlaun, þá gátu landsmenn verið vel stoltir af framgöngu hennar á sviðinu í Berlín. Söng hún þar Big time sensuality með miklum myndar- brag, í einhverjum skemmtileg- asta kjól sem sést hefur lengi. Aðrir, Aerosmith, „sá nafnlausi”, eða Prince, Roxette, Therapy? og George greyið Michael, sem lítið hefur heyrst í undanfarið vegna dómerja við útgáfu sína Sony m.a. voru einnig ósviknir gleðigjafar á þessari velheppn- uóu fyrstu verðlaunahátíð MTV tónlistarstöóvarinnar í Evrópu. Þau tíðindi berast nú frá Bretlandi, að ein af vinsælli blúsrokksveitum landsins í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda, Free, sé að öll- um líkindum aó lifna við á ný eftir að hafa legið í gröf sinni í meira en tutt- ugu ár. Hljómsveitin, sem öðlaðist reyndar nokkra endurnýjun lífdaga fyrir ekki löngu síðan þegar þeirra frægasta lag, All right now, varð vin- sælt að nýju vegna notkunar í aug- lýsingu, átti mjög góðu gengi aó fagna í þau um fimm ár sem hún starfaði, en 1973 slitnaói upp úr samstarfinu. Eru það þrír af upphaf- legu meðlimunum fjórum, sem sagð- ir eru nú ætla að endurreisa Free, þeir Paul Rodgers söngvari, Simon Kirke trommuleikari og Andy Fraser bassaleikari. Spurningin um hvort þessi endurkoma verði endanlega að veruleika, er hins vegar varóandi gítarleikarahlutverkió, en uppruna- Free á sínum fyrri dögum. Sveitin viröist nú aftur vera aö vakna til lífsins. legi gítarleikari Free, Paul Kossoff, lést í flugslysi árið 1976. Það er sem sagt ekki vitað hver eigi að fylla skarð Kossoffs, en gert er ráð fyrir að það muni upplýsast innan skamms og þ.a.l. að af endurkom- unni verði. Hafa reyndar ótrúlegar sögusagnir heyrst um að Slash gít- arleikari Guns n’ roses kæmi til greina, en það veróur að teljast helst til langsótt. Aftur á móti er Ijóst aó mikill áhugi er hjá stórum plötuútgef- endum að gera samning vió Free ef dæmið gengur upp og víst er að margur rokkaódáandinn er spenntur líka. Því má svo bæta við hér að Bas company, hljómsveitin sem þeir Rodgers og Kirke stofnuðu á rústum Free ásamt fyrrum gítarleikara Mott the Hoople, Mick Ralphs og sem Kirke og Ralphs endurreistu fyrir nokkrum árum með góóum árangri, er byrjuó að vinna nýja plötu sem koma á út á fyrri hluta næsta árs. Verður þetta fimmta plata þeirra tveggja í félagi við söngvarann Brian Howe. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa löngum þótt sérstakir og átt sér sérstaka sögu sumir hverjir. Einn sem örugglega fellur inn i þann flokk er fyrrverandi frysti- hússtarfsmaðurinn, meðhjálpar- inn, veitingamaðurinn, útvarps- stjórinn og ég veit ekki hvað og hvað, Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd, hinn eini og sanni kúreki norðursins. Hallbjörn, sem fyrst sendi frá sér plötuna Kántrý árið 1981, náði hér á íslandi að skapa sér einstakan sveita- söngvarastíl, sem vart verður leikið eftir. Naut kappinn á tíma- bili gríðarlegra vinsælda og eru plötur hans hingaó til orðnar sex. Þar sem nær allar þessar plötur hafa einungis verið gefnar út á gamla vinilnum eða snældum, hefur nú verið gefin út vegleg safnplata með heilum 23 lögum Hallbjarnar og nefnist hún Það besta - Kántrý 7. Geymir hún eins og nafnið gefur til kynna öll vinsælustu lög kántrýkóngsins s.s. Lukku Láki, Kúreki norðurs- ins, Kántrýbær, Hann er vinsæll og veit af því, Komdu út í kvöld og Bænin. 7^ jass ber ekki svo oft á I góma á þessum vett- 1 .J vangi, en það er ekki úr vegi að minnast á eina nýútkomna djassplötu nú. Er hún með hinu skemmtilega djasstríói Ólafs Stephensens og kallast Pianó, bassi og trommur. Geymir platan samtals 18 lög og mun vera sú fyrsta sem tríóió sendir frá sér á sínum um tveagja ára starfsferli. Skipa það auk Olafs þeir Tómas R. Einarsson bassaleikari og Guð- mundur R. Einarsson trommuleik- ari. Skid row, bandaríska rokksveitin, sem heldur betur varð fræg af því að fara með aðra plötuna sína, Slave to the grind, beint á toppinn í Bandaríkjunum í júlí 1991 og kom- ið hefur hingaó til lands, er nú í óóa önn við að vinna sína þriðju hljóðversplötu. Vonast er til að hún komi út snemma á nýju ári. Vertu með okkur allan sólarhringinn: Tónlist - leikir - góð tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin. Kaffihlaðborð cdla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. ^---------------—_________________r HESTAMENN Dómaranámskeið í hestaíþróttum fyrir nýliða verður haldið fljótlega hér á Akureyri. Þeir sem vilja fá dómararéttindi geta skráð sig hjá Áslaugu í síma 22015 eða hjá Guðlaugu í síma 27778 eftir kl. 20.00 til 10. desember. Stjórn Í.D.L. Forráöamenn fyrirtækja og almenningur! Vinsamlega athugið að samkvæmt mengun- arvarnareglugerð er skylt að skila úrgangi sem inniheldur spilliefni til móttökustöðva. Dæmi um spilliefni sem falla til hjá fyrirtækjum og almenningi: Málningar,- fúavarnar,- lakk- og límafgangar. % Leysiefni og þynnir, t.d. terpentína (white spirit) og aceton. Úrgangsolla, olíusíur, bensín, díeselolía og olíusori. Rafhlööur og rafgeymar. Kvikasilfurshitamælar og kvikasilfursperur. Framköllunarvökvar og festiböð (fixer). Sterk hreinsiefni og blettaeyöar. Ætandi efni, þ.e. sýrur, lútar (t.d. vítissódi) og oxandi efni. Skordýra,- meindýra- og plöntueitur (útrýmingarefni). ib Klórflúorkolefni (freon) af kælikerfum. Frystikistur og kæliskápar. Lyfjaafgangar. Nánari upplýsingar veita spilliefnamóttaka Endur- vinnslunnar h.f. Réttarhvammi 3, Akureyri, sími 12838 og Heilbrigöiseftirlit Eyjafjarðar, Gránufélags- götu 6, Akureyri, sími 24431. Athugið að Endurvinnslan h.f. er opin á laugardögum i desember frá kl. 13-16, lokað milli jóla og nýárs. tNOURMHSUHHF Rettarhvammí 3, sími 12838.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.